Austurland


Austurland - 29.08.1985, Blaðsíða 4

Austurland - 29.08.1985, Blaðsíða 4
Austurland Neskaupstad, 28. ágúst 1985. FLUGLEIÐIR £Z Gott tótk hjá traustu télagi M HEIMILIÐ '85 25% afsláttur 0 7119 Auglýsingasími AUSTURLANDS er 7756 /4) 4» ÞINN HAGUR ' OKKAR STYRKUR Sparisjóöur Norðfjarðar Seyðisfjörður: Loðnan komin Vélskipið Hrafn GK 12 landaði fyrstu loðnunni, sem kemur til Seyðisfjarðar í haust, í verksmiðju SR þann 25. ágúst sl. Siglingin af miðunum við Jan Mayen tekur 32 - 34 klst. Fleiri skip voru væntanleg til Seyðis- fjarðar þegar þetta er ritað. Vinnslan hófst í verksmiðju SR sl. mánudag því að loðnan er mjög feit og geymsluþol hennar er því lítið. Hjá SR vinna 30 - 40 manns þegar vinnsla er í gangi. í fyrrahaust barst fyrsta loðn- an til Seyðisfjarðar þann 6. nóv- ember, en þá var alls landað þar 103.000 tonnum á vertíðinni. Seyðisfjörður var þá hæsta loðnulöndunarhöfn á landinu. J. J. / 5. G. Afli Norðfjarðartogara Blaðið leitaði upplýsinga hjá Jóhanni K. Sigurðssyni, fram- kvæmdastjóra Útgerðar Sfldar- vinnslunnar hf. um afla togaranna það sem af er árinu og hvað þeir ættu mikið óveitt af þorskkvóta. Afli togaranna er nú sem hér segir: Bjartur 2.200 lestir, Barði 2.175 lestir, Birtingur 2.014 lestir. Bjartur er með aflakvóta og á eftir að veiða 700 lestir af þorski til áramóta. Barði og Birtingur eru báðir með sóknarkvóta og það sem þeir mega veiða af þorski til áramóta er: Barði 300 lestir og Birtingur 200 lestir. Sýnt er því, að þeir verða að beina veiðum sínum að öðrum tegundum í allríkum mæli. B. S. Söluferðir Barkar og Beitis Nótaskipin Börkur og Beitir hafa í sumar siglt með afla, sem keyptur hefir verið af togurum og smærri bátum, á Bretlands- markað. Jóhann K. Sigurðsson veitti blaðinu eftirfarandi upplýsingar í fyrradag um sölur þeirra og er þá sala Barkar í gær ekki með- talin, en hennar er getið annars staðar í blaðinu. Beitir: 6 söluferðir, seldar 767.636 lestir fyrir 33.604.764 kr., meðalverð á kg kr. 43.78. Börkur: 6 söluferðir, seldar 769.968 lestir fyrir 31.346.464 kr., meðalverð á kg kr. 40.71. Börkur og Beitir munu báðir halda til loðnuveiða seinni hluta september og mega þeir veiða samtals 25.500 lestir af loðnu. B. S. Opnir stjórnmálafundir Alþingismennirnir Helgi Seljan og Hjörleifur Guttormsson verða á opnum stjórnmálafundum á Austurlandi á næstunni sem hér segir: Hofi í Öræfum..........þriðjud. 3. sept. kl. 2030 Höfn í Sindrabæ.......miðvikud. 4. sept. kl. 2030 Fáskrúðsfirði í Verkalýðshúsinu . fimmtud. 5. sept. kl. 2030 Vopnafirði...................föstud. 6. sept. kl. 2030 Bakkafirði ............laugard. 7. sept. kl. 1400 Allir velkomnir á fundina Alþýðubandalagið Gamlar skósmíðavélar til sýnis og sölu í Vonarlandi dagana 6. og 7. september nk. kl. 9-19 Eftir það verða til sölu rafmótorar og rofar og annað það úr þessum vélum, er nýta má til annars Upplýsingar gefur Kristján S 97-3805 NESAPÓTEK NESKAUPSTAÐ AUGLÝSIR Athugið breyttan opnunartíma Framvegis verður opið á laugardögum N E S kl. 10 - 12 APÓTEK NESKAUPSTAÐ 0 7118 Framhaldsskólinn í Neskaupstað Kjarnaskóli iðn- og tæknimenntunar á Austurlandi Skólasetning Framhaldsskólinn í Neskaupstað verður settur mánudaginn 9. september kl. 14 í félagsheimilinu Egilsbúð Nemendum verða afhentar stundaskrár og bókalistar við skólasetninguna Bæði nemendur í framhaldsnámi og grunnskólanemendur mæti við skólasetningu Skólameistari Útsala — Útsala Seljum sumarvörur okkar með 20% afslætti, þ. á m. svefnpoka, tjöld, bedda, dýnur, kjaftastóla o. fl. o. fl. Bókaverslun Brynjars Júlíussonar S 7132 — Hafnarbraut 15 —Neskaupstað NEISTAR AB konan Anna Þóra Pétursdóttir Undirrituð, ein af aðstand- endum Neista, leit við á dögunum hjá Önnu Þóru Pét- ursdóttur á Fáskrúðsfirði. Anna Þóra er fædd og uppalin á Fáskrúðsfirði og býr þar ásamt eiginmanni og börnum. Anna Póra Pétursdóttir. Hún hefur starfað lengi fyr- ir Alþýðubandalagið og gekk formlega í flokkinn fyrir fjór- um árum. Um helmingur félags- manna AB á Fáskrúðsfirði eru konur, þar af ein í hreppsnefnd. Auk þess starfa margar konur fyrir félagið, þótt ekki séu flokksbundnar. □ Anna Póra, segðu okkur eitthvað af starfinu. ■ Félagsstarfið mætti nú vera blómlegra, eitthvað sem lað- aði fólk að. Kvennastarf er ekkert. Það er nú fyrst og fremst það, sem okkur vantar. Ég reikna fastlega með, að áhugi væri fyrir hendi hjá okkur konunum. Við eig- um mörg sameiginleg áhuga- og vandamál, sem við þurfum að ræða, mál sem karlmenn skynja ekki eða á annan hátt en við gerum. Annars hafa þeir hvatt konur hér til starfa, en þær verið tregar til. □ Hvers vegna heldur þú að það Sé? ■ Ég veit ekki. Ef til vill finnst okkur þægilegra að láta karlmennina bera ábyrgðina. Umræður um málefni kvenna meðal kvenna gætu eflaust breytt þessu. Við konur ætt- um að geta verið betur sam- taka. □ Finnst þér kvennaáratugur hafa breytt einhverju? ■ Já, að mörgu leyti. Við eig- um til dæmis fleiri konur á Alþingi, í hreppsnefndum og á öðrum stöðum, þar sem farið er með vald. Það er farið að meta okkur og störf okkar betur, þar með talin störf húsmóðurinnar. Ungir menn í dag taka líka meiri þátt í umönnun barna og heimilis- störfum, láta ekki lengur sem það sé eingöngu verk kvenna að sjá um allt innan veggja heimilis. □ Hverju vilt þú beita þérfyrir í félagsstarfinu innan AB? ■ Jú, það er nú að fá konurn- ar til að starfa meira, fyrst og fremst. Unga fólið þarf líka að fá eitthvað að gera. Til þessa þarf að byggja félags- starfið upp frá rótum. Ég vildi gjarnan sjá einhverja góða konu í því embætti. □ Hvernig eru atvinnumögu- leikar kvenna hér á Fáskrúðs- firði? ■ Já. Þú spyrð um það. Það er frystihúsið og aftur frysti- húsið. Örfáar konur vinna annars staðar. Sjálf vinn ég á pósthúsinu. Hér vantar okkur léttan iðnað. Það er alltof erf- itt fyrir fullorðnar konur, farnar að heilsu og kröftum, að þræla í frystihúsum frá kl. 8 á morgnana til kl. fimm á daginn. Oft er unnið á laugar- dögum og allir þekkja bónus- kerfið og það sem því fylgir. Nei, það þarf að huga betur að eldra fólkinu. □ Nú er verið að byggja hér elliheimili. ■ Það var byrjað á þeirri byggingu árið 1981. Kringum það urðu til samtök kvenna, sem hafa unnið mikið og gott starf. Við komum saman á haustin og vinnum fyrir basar. Það er bakað og saumað o. fl. o. fl. og ágóðinn rennur allur til elliheimilisins. í haust sem leið keyptum við alla einangr- un og festum hana upp ásamt tveimur múrurum. Verkið tók tvo daga. Næst ætlum við að kaupa málningu og glugga- tjöld, jafnvel mála eitthvað sjálfar. Mér finnst það ekki hafa komið nógu vel fram, hvað konurnar hafa verið öt- ular í þessu máli. Næsta haust vonumst við svo til að húsið verði fullklárað. Léttur iðn- aður í sambandi við elliheim- ilið er okkar draumur. Par með kveð ég Önnu Póru, þakka henni fyrir spjallið og óska þeim Fá- skrúðsfjarðarkonum góðs gengis. S. B.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.