Austurland


Austurland - 05.09.1985, Blaðsíða 1

Austurland - 05.09.1985, Blaðsíða 1
Austurland LJOSA- STILLINGAR Benni & Svenni S 6399 & 6499 35. árgangur. Neskaupstað, 5. september 1985. 31. tölublað. Merkur aðalfundur SSA Björn Hafþór Guðmundsson kosinn formaður Björn Hafþór Guðmundsson. Aðalfundur Sambands sveit- arfélaga í Austurlandskjördæmi var haldinn á Reyðarfirði 29. og 30. ágúst sl. Tvö aðalmál fund- arins voru samstarf sveitarfé- laga á Austurlandi um verk- og tæknimenntun og byggðamálin frá sjónarhóli heimamanna. Voru haldin framsöguerindi um þessi mál af heimamönnum og samþykkt áskorun til sveitar- stjórnanna um að samþykkja samning um kjarnaskóla iðn- og tæknimenntunar á Austurlandi, sem sagt er frá á öðrum stað í blaðinu. Fundurinn var vel sóttur af sveitarstjórnarmönnum og allir þingmenn kjördæmisins sátu fundinn nema Sverrir Her- mannsson, sem var erlendis. Stjórn sambandsins er kjörin á hverjum aðalfundi til eins árs, en enginn má sitja í stjórn leng- Ritnefnd AUSTURLANDS Á aðalfundi AB í Neskaup- stað er árlega kosið í ritnefnd AUSTURLANDS. Pær breyt- ingar urðu einar á ritnefndinni nú, að Þórhallur Jónasson, sem fluttur er frá Neskaupstað, hverfur úr nefndinni, en í hans stað var kosin Sigrún Þormóðs- dóttir. Hún er málefnum blaðs- ins kunnug, því að hún var um skeið starfsmaður þess og sá um fjármál og auglýsingar. Er Sigrún boðin velkomin til starfa í ritnefndinni og Þórhalli þökkuð störf þar á undanförn- um árum. Aðrir ritnefndarmenn eru: Elma Guðmundsdóttir, Guð- mundur Bjarnason, Einar Már Sigurðarson og Smári Geirsson. B. S. ur samfellt en þrjú ár. Allmiklar breytingar urðu á stjórninni að þessu sinni, m. a. af þessum ástæðum. Pannig gekk fráfar- andi formaður, Þorvaldur Jó- hannsson, bæjarstjóri á Seyðis- firði, úr stjórn nú, en hann hefir setið þar 3 ár, tvö síðustu árin sem formaður. Aðalstjórn skipa nú: Björn Hafþór Guðmundsson, Stöðv- arfirði, formaður, Björn Ágústsson, Egilsstöðum, vara- formaður, Reynir Gunnarsson, Búlandshreppi, Alexander Árnason, Vopnafirði, Sigfús Guðlaugsson, Reyðarfirði, Smári Geirsson, Neskaupstað, Unnsteinn Guðmundsson, Höfn, Ólafur Óskarsson, Seyð- isfirði og Aðalsteinn Valdimars- son, Eskifirði. Varastjórn skipa: Sigurður Þorleifsson, Beruneshreppi, Hreinn Sveinsson, Vopnafirði, Guðjón Björnsson, Eskifirði, Guðmundur Bjarnason, Nes- kaupstað, Guðmundur Þor- steinsson, Búðahreppi, Páll Helgason, Mýrahreppi, Magnús Guðmundsson, Seyðisfirði, Magnús Porsteinsson, Borgar- firði og Einar Baldursson, Reyðarfirði. Framkvæmdaráð SSA er skipað fjórum mönnum, sjálf- kjörnir eru formaðurinn, Björn Hafþór Guðmundsson og fram- kvæmdastjórinn, Sigurður Hjaltason, en aðrir í ráðinu eru Unnsteinn Guðmundsson og Aðalsteinn Valdimarsson. D AUSTURLAND náði tali af hinum nýjaformanni SSA, Birni Hafþóri Guðmundssyni, og spurði hann, hvað hann vildi segja um aðalfundinn og starf sambandsins framundan. ¦ Merkasta mál fundarins tel ég vera þann áfanga, sem náðist varðandi kjarnaskóla iðn- og tæknimenntunar í fjórðungn- um. Endanleg ákvarðanataka er reyndar eftir þar heima í hverju sveitarfélagi, en ég fagna þeim áfanga, sem hefur náðst. Fyrsta verk hinnar nýju stjórnar verður að vinna úr þeim verkefnum, sem aðalfundurinn fól henni og halda áfram með þau verkefni, sem í gangi eru og má þar nefna skólamálin, ferða- málin o. fl. í sambandinu er góð sam- staða, þó að menn greini á um einstök mál, en hina góðu sam- stöðu haf a menn áhuga á að efla enn frekar, - sagði Björn Haf- þór að lokum. B. S. Framhaldsskólinn í Neskaupstað. Ljósm. Guðni K. Agústsson. Verkmenntaskóli Austurlands Aðalfundur SSA skorar á sveitarstjórnir á Austurlandi að samþykkja aðild að samningi um skólann fyrir áramót Aðalfundur Sambands sveitar- félaga í Austurlandskjördæmi, sem haldinn var á Reyðarfirði dagana 29. og 30. ágúst sl., samþykkti sam- hljóða áskorun til sveitarstjórna á Austurlandi um að þær gerðust að- ilar að samningi um kjarnaskóla iðn- og tæknimenntunar í fjórð- ungnum. Samkvæmt sérstökum samningi við Menntamálaráðu- neytið frá árinu 1981 hefur Fram- haldsskólinn í Neskaupstað gegnt þessu hlutverki, en Neskaupstaður hefur eitt sveitarfélaga í fjórðungn- um rekið og byggt upp skólann ásamt ríkinu. Nú er hins vegar ætlunin að sveitarfélögin bindist samtökum um rekstur og uppbygg- ingu skólans á móti ríkinu og hljóti skólinn þá heitið Verkmenntaskóli Austurlands. Gerir aðalfundurinn ráð fyrir að samningur um Verk- menntaskólann taki gildi 1. janúar 1986. Hér er um að ræða tímamót í austfirskum skólamálum og ætti þessi ráðstöfun að efla mjög fram- haldsmenntun í fjórðungnum og stuðla að því að austfirsk ung- menni geti í ríkari mæli en áður lokið verknámi á heimaslóðum. Framhaldsskólinn í Neskaupstað hefur barist fyrir mikilvægum um- bótum varðandi iðn- og tækni- menntun á Austurlandi að undan- förnu. Má þar t. d. nefna bygg- ingu heimavistar við skólann og byggingu verknámshúss með til- heyrandi aðstöðu. Eftir að skólinn er orðinn sameign sveitar- félaga á Austurlandi og ríkisins ætti baráttan fyrir framgangi þess- ara mála að verða auðveldari, enda má minna á að samkvæmt iðnfræðslulögum ber ríkissjóði að kosta heimavistaraðstöðu alfarið við skóla sem þennan, ef sveitar- félög standa saman að honum. Neskaupstaður: Ráðinn bæjartæknifræðingur og byggingafulltrúi Á fundi sínum í fyrradag réð námi sem byggingatæknifræð- bæjarstjórn Neskaupstaðar ingur frá Tækniskóla fslands um Guðmund Helga Sigfússon, næstu áramót. Hann hefir unnið við ýmis framkvæmdastörf m. a. hjá Bæjarsjóði Neskaupstaðar og einnig við byggingavinnu, raf- lagnir, bílaviðgerðir o. fl. Eiginkona Guðmundar er Ásrún B. Sveinsdóttir, sjúkra- liði. Hún er Norðfirðingur einn- ig, fædd 25. okt. 1962, dóttir hjónanna Guðrúnar Árnadótt- ur og Sveins H. Sveinssonar. Þau eiga eina dóttur, Kristínu Ellu, sem er á öðru ári. AUSTURLAND býður þau hjón velkomin til starfa í Nes- kaupstað um næstu áramót. B. S. Nýr formaður AB Neskaupstað Guðmundur Helgi Sigfússon. byggingatæknifræðing sem bæjartæknifræðing og bygginga- fulltrúa frá og með næstu ára- mótum. Um starfið sóttu auk hans byggingaverkfræðingarnir Friðrik Guðmundsson og Helgi Samúelsson. Guðmundur Helgi Sigfússon er Norðfirðingur, fæddur 19. sept. 1961, sonur hjónanna El- ínborgar Eyþórsdóttur og Sig- fúsar Guðmundssonar. Guð- mundur stundaði nám í Háskóla fslands og Tækniskóla íslands að loknu stúdentsprófi og lýkur Aðalfundur Alþýðubanda- lagsins í Neskaupstað var haldinn 28. ágúst sl. Par voru rædd ýmis málefni félagsins og m. a. u kosin Nýi formaðurinn metur stöð- una. Ljósm. B. S. ritnefnd AUSTURLANDS og 16 aðalfulltrúar í kjördæmisráð og 16 til vara og verður fulltrúa- listinn birtur síðar. Nokkrar breytingar urðu á stjórn félagsins, en hana skipa nú: Einar Már Sigurðarson, for- maður og Viggó Sigfinnsson, Ásthildur Lárusdóttir, Kristín Lundberg og Bjarni Aðalsteins- son, en þau munu skipta með sér verkum. í varastjórn eru: Ásgeir Magnússon, Elma Guðmunds- dóttir og Elísabet Karlsdóttir. Endurskoðendur eru Pórður Pórðarson og Lilja Hulda Auð- unsdóttir og til vara Sigfinnur Karlsson og Ragnar Sigurðsson. B. S.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.