Austurland


Austurland - 05.09.1985, Blaðsíða 2

Austurland - 05.09.1985, Blaðsíða 2
FIMMTUDAGUR, 5. SEPTEMBER 1985. Austurland MALGAGN ALÞYÐUBANDALAGSINS Ritnefnd: Elma Guðmundsdóttir, Guðmundur Bjamason, Einar Már Sigurðarson, Sigrún Þormóðsdóttir og Smári Geirsson. Ritstjóri: Birgir Stefánsson (ábm.) S7750 og 7756. Auglýsingar og dreifing: Aðalbjörg Hjartardóttir —Pósthólf 31 - 740 Neskaupstað - S7756. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar: Egilsbraut 11, Neskaupstað S7750 og 7756. Prentun: Nesprent. ÚTG.: KJÖRDÆMISRÁÐ ALÞÝÐUBANDALAGSINS Á AUSTURLANDI Misrétti í skólamálum Nú eru skólar að hefja störf að nýju eftir sumarleyfi og þúsundir ungmenna hverfa frá sumarstörfum og hefja nýjan áfanga á námsbrautinni. Börnin safnast frá leikjum sumarsins og hefja skólanámið endur- nærð fjöri og lífskrafti. Og mörg eru þau börn sem á þessum haustdögum stíga sín fyrstu spor í skóla- kerfinu og kannski eru væntingar þeirra mestar og spennan mest hjá þeim. En upphaf nýs skólaárs er í raun sem ákveðin kaflaskipti í lífi flestra nemenda og kennara einnig. En byrjun nýs skólaárs leiðir einnig hugann að því, að í skólamálum ríkir allmikið misrétti í landinu. Það misrétti er mest og augljósast hvað framhalds- skólana varðar og hefir reyndar verið nokkuð til um- ræðu á undanförnum vikum, sérstaklega meðal sveit- arstjórnar- og skólamanna á landsbyggðinni. Allir vita um það misrétti sem í því felst, að nem- endur þurfi að yfirgefa sína heimabyggð á námsferli sínum, vegna þess að nám er ekki hægt að stunda heima fyrir nema ákveðinn árafjölda. í þessu efni búa hinir smærri staðir og sveitir við mest misrétti. Framhaldsnám er aðeins unnt að stunda á tiltölulega fáum stöðum, þó að það sé miklu víðar en var fyrir t. d. áratug eða svo. Annars konar misrétti er einnig mjög augljóst varðandi rekstur framhaldsskólanna, en það er, hversu þátttaka ríkisins í byggingu þeirra og rekstri er misjöfn, eftir því hvers konar framhaldsskóla er um að ræða. Ríkið byggir t. d. og rekur alfarið menntaskólana, en fjölbrautaskólana aðeins að hálfu á móti viðkomandi sveitarfélögum. Þessi mismunun er mjög óréttlát og er hrein tíma- skekkja. Þessu þarf að breyta, svo að allir framhalds- skólar sitji við sama borð í þessum efnum og sveitar- félögin ekki síður. Ef menn meina eitthvað með því, að allt framhaldsnám sé jafnrétthátt og þjóðhagslega hagkvæmt, á að afnema þetta misrétti. Lög um fram- haldsskóla hafa verið í smíðum í áratug og ætti næsta Alþingi nú að hrista af sér slenið og samþykkja ný lög um framhaldsskóla, er það kemur saman í haust, og sjá um, að þau feli í sér jafna aðstöðu allra til framhaldsnáms og jafna aðstöðu allra sveitarfélaga til að standa að rekstri slíks náms. Miklu algengara er nú en áður var, að fólk stundi framhaldsnám að loknu skyldunámi. Sú þróun er sjálfsögð og nauðsynleg í nútíma þjóðfélagi. En það er jafn sjálfsagt að gera þá kröfu til samfélagsins, að á þessu skólastigi sé hvorki skólum né nemendum mismunað. B. S. Ný lyngtegund fundin hérlendis Það telst til tíðinda þegar nýr borgari bætist í gróðurríki landsins, ekki síst þegar um blómplöntur er að ræða. Þetta gerðist í sumar þegar Páll Sveinsson frá Hvannstóði í Borgarfirði eystra fann lyngteg- und í Brúnavík, sem ekki var vitað til að yxi hér á landi. Um er að ræða svonefnt ljósalyng (Andromeda polifolia), og fann Páll það á litlum bletti í víkinni, sem er hin næsta austan Borg- arfjarðar. Þetta var í júnímánuði sl. vor og lyngið þá í blóma, en það ber nokkur fölbleik blóm saman í klasa efst á stöngli. Lyngtegund þessi vex bæði í Skandinavíu og á Bretlandseyjum, þannig að ekki þarf að koma mjög á óvart að hún festi hér rætur. Það var móðir Páls, Anna Björg Jónsdóttir, húsfreyja í Hvannstóði, sem afhenti mér sýnishorn af plöntunni í ferð Hins íslenska náttúrufræðifé- lags að Snæfelli síðla í júlímán- uði, en sjálfur hafði Páll getað ráðið í hvaða tegund þetta var. Það hefur nú verið staðfest, enda sker lyng þetta sig greini- lega frá öðrum tegundum. Á Borgarfjarðarsvæðinu vaxa nokkrar tegundir blómplantna, sem óvíða er að finna hérlendis, t. d. súrsmæra, og margt er þar sérstætt um gróðurfar. Fólkið í Hvannstóði er óvenju vel að sér í grasafræði af leikmönnum að vera, eins og fundur þessarar nýju tegundar ber ljósan vott um. Sýnir þetta gildi þess að fleiri en sérfræð- ingar hafi augun opin fyrir ís- lenskri náttúru. Hjörleifur Guttormsson. ÍSk^M -tCÍ'i Wíiw ^v^w wMj/ rfr rÆm SP 1026^ — ~^2^ Úr Brúnavík þar sem Páll Sveinsson fann Ijósalyng (Andromeda polifolia). Ljósm. H. G. Æl NESKAUPSTAÐUR------ Frá Sundlaug Neskaupstaðar Vegna skólasundkennslu breytist opnunartími sundlaugarinnar þannig að almennur tími er milli kl. 7 og 830 f. h. og milli kl. 5 og 6 e. h. Lokað á laugardögum Sundlaug Neskaupstaðar PNESKAUPSTAÐUR------- Félagsmiðstöð unglinga Auglýst er laust til umsóknar hlutastarf við Félagsmiðstöð unglinga í Fr amhalds skólanum Umsóknum ber að skila til undirritaðs fyrir 14. september nk. Upplýsingar veitir undirritaður í síma 7700 Félagsmálastjóri VERKAFOLK Starfsfólk vantar nú þegar í pökkun og snyrtingu í frystihús Síldarvinnslunnar hf. Upplýsingar S 7505 Verkstjóri

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.