Austurland


Austurland - 05.09.1985, Blaðsíða 4

Austurland - 05.09.1985, Blaðsíða 4
 Austfjarðaleið hf. A. /A ÞAÐ ER LÁN tt ® 4250 og 7713 Auglýsingasími 'S/ AÐ SKIPTA VIÐ Austurland Neskaupstað, 5. september 1985. Vetraráætlun gengur í gildi 16. september . AUSTURLANDS er 7756 SPARISJÓÐINN Sparisjóður Norðfjarðar Ályktanir aðalfundar SSA Um skólakostnað á framhaldsskólastigi Aðalfundur SSA haldinn á Reyðarfirði 29. og30. ágúst 1985 telur brýnt að sömu ákvæði gildi um skólakostn- að í öllum framhaldsskólum og skorar á Alþingi íslend- inga að setja hið allra bráð- asta lög um skólakostnað á framhaldsskólastigi. Við samningu þeirra verði haft samráð við landshlutasamtök sveitarfélaga. Um skipulag framhaldsnáms á Austurlandi Aðalfundur SSA haldinn á Reyðarfirði 29. og 30. ágúst 1985 ítrekar stuðning sam- bandsins við skipulag fram- haldsnáms á Austurlandi og lýsir yfir ánægju með hið mikla samstarf sem er á milli þeirra skóla sem bjóða upp á framhaldsnám. Þá fagnar fundurinn því ágæta framtaki Stjórnunar- nefndar framhaldsnáms á Austurlandi, að kynna náms- möguleika á framhaldsskóla- stigi í fjórðungnum með út- gáfu blaðsins EININGAR ?em fór inn á hvert heimili þar. Hið mikla samstarf skól- anna tryggir að hægt er að bjóða upp á framhaldsnám tiltölulega víða í fjórðungn- um og stuðlar því samstarfið að jafnrétti til náms innan fjórðungsins. Allir þeir skólar, sem hafa framhaldsnám innan sinna vébanda á Austurlandi, gegna því mikilvægu hlut- verki á þessu sviði og er mikilvægt að þeir verði efldir eins og frekast er unnt. Um kennslugagna- miðstöðvar Aðalfundur SSA haldinn á Reyðarfirði 29. og 30. ágúst 1985 lýsir yfir stuðningi við eftirfarandi samþykkt fræðsluráðs frá26. júlí 1985: Fræðsluráð Austurlands- umdæmis fagnar samþykkt Alþingis á þingsályktunartil- lögu um kennslugagnamið- stöðvar í öllum fræðslu- umdæmum. Efni tillögunnar snertir mjög framgang skólamála í dreifbýlinu og stefnir að auknum jöfnuði til náms án tillits til búsetu. Fyrir því beinir ráðlð þeim eindregnu tilmælum til hæst- virts menntamálaráðherra að láta þá könnun, sem tillagan gerir ráð fyrir, koma til fram- kvæmda. Jafnframt verði stefnt að því að leggja fyrir næsta reglulegt Alþingi frumvarp til laga um stofnun og rekstur kennslugagnamiðstöðva við fræðsluskrifstofurnar. Um nám í sérkennslu heima í héraði Aðalfundur SSA haldinn á Reyðarfirði 29. og 30. ágúst 1985 lýsir yfir fyllsta stuðn- ingi við þá tillögu fræðsluráðs að komið verði á námi í sér- kennslu heima í héraði fyrir starfandi kennara á Austur- landi. Það er ljóst að kennarar munu ekki almennt sækja um launalaus leyfi til að stunda framhaldsnám fjarri heima- byggð. Telja má því víst, að þetta sé eins og sakir standa eina færa leiðin til að fjölga veru- lega þeim kennurum, sem annast sérkennslu. í þeim efnum er kennaraskorturinn bæði mikill og sár. Fundurinn beinir þeim ein- dregnu tilmælum til háttvirts menntamálaráðherra og háttvirtra þingmanna Aust- urlandskjördæmis að veita þessu máli brautargengi og tryggja framgang þess hið fyrsta. Um kennaraskort á landsbyggðinni Aðalfundur SSA haldinn á Reyðarfirði 29. og 30. ágúst 1985 ályktar að kennara- skortur landsbyggðarinnar sé einn þáttur byggðavand- ans og felur stjórn sambands- ins og fræðsluráði að taka þetta mál til umfjöllunar í tengslum við upplýsingasöfn- un um kostnaðar- og verka- skiptingu ríkis og sveitarfé- laga. NEYTENDAHORNIÐ ð Á neytendasíðu Þjóðviljans fyrir skömmu var greint frá verðsamanburði á unninni kjötvöru í nokkrum verslunum í Reykjavík. Hér að neðan verður sagt frá hæsta og lægsta verðinu þar og til samanburðar fyrir okkur hér í bæ fylgir með verð frá Kf. Fram, tekið sl. mánudag. Sem kunnugt er, var verðlag á þess- um vörum gefið frjálst 1. mars 1984 ogþví var engar viðmiðun- artölur að fá hjá Verðlagsstofn- un. Hjá Búnaðarfélaginu fékkst heildsöluverð á heilum lamba- og nautaskrokkum og fylgja þær Kf. Fram Hæsta verð Lægsta verð Lambasnitsel 501.00 625.00 418.00 Nautasnitsel 706.00 695.00 499.00 Kótilettur 269.00 310.00 264.00 Lærasneiðar 285.00 437.80 310.00 Kjúklingar 269.50 287.00 248.00 Nautalundir 789.50 849.00 605.00 Nautahakk 382.50 342.50- 215.00 Kindahakk 263.50 277.00 168.00 tölur hér með til viðmiðunar: Kílóið af 1. flokks dilkaskrokki er 172.69, 2. flokkur á 157.39 og úrvalsflokkur á 180.03. Kílóið af 1. flokks nautakjöti er 188.86 og stjörnuflokki á 211.03. Einar Ólafsson hjá Búnaðar- félaginu sagði að neysla lamba- kjöts hefði dregist mikið saman að undanförnu og hefði færst yfir á nauta- og hænsnakjöt. Enn einu sinni er fyllsta ástæða til að hvetja neytendur til að gera verðsamanburð á öll- um vörum og þjónustu. Hérsést t. d. að það munar miklu á hæsta og lægsta verði, eða allt að 244.00 krónum og ÞAÐ munar margan um minna. E. G. NEISTAR Kvennasögusafn íslands Við leituðum til Önnu Sigurðardóttur, forstöðukonu Kvennasögusafns íslands, og báðum hana að greina frá að- draganda að stofnun safnsins. Varð hún fúslega við þeirri beiðni og kunnum við henni bestu þakkir fyrir. ínœsta blaði birtum við svo stofnskrá Kvennasögusafnsins. S. B. Aðdragandi að stofnun Kvennasögusafns íslands í júnímánuði 1968 var hald- inn á Þingvöllum fundur nor- rænna kvenréttindafélaga. Þar flutti Karin Westman Berg erindi um kvennasögu- safnið í Gautaborg í Svíþjóð. Þá kviknaði hjá mér örlítil von eða ósk um að einhvern tíma yrði líka stofnað kvenna- sögusafn hér á landi. Sú von rættist nokkrum árum síðar eða á fyrsta degi alþjóða kvennaárs Samein- uðuþjóðanna, 1. janúar 1975. Að stofnun safnsins stóðum við þrjár konur. Auk mín bókasafnsfræðingarnir Else Mia Einarsdóttir og Svanlaug Baldursdóttir. Einn megintilgangur safnsins, auk þess að safna efni um hvaðeina sem konur varðar, er að greiða fyrir áhugafólki um sögu íslenskra kvenna eða einstaka þætti hennar og veita því aðstoð við að afla heimilda svo og að miðla þekkingu á sögu kvenna. Á undanförnum rúmum 10 árum hefir mikill fjöldi skóla- fólks komið í safnið til að leita sér efnis í ritgerðir. Það eru nemendur frá ýmsum skólum allt frá barnaskóla til háskóla. Ég segi háskóla ekki bara Háskóla íslands, því að einnig stúdentar við erlenda háskóla hafa leitað til safnsins. Það er mjög ánægjulegt að geta lið- sinnt gestum safnsins. Sumir standa við í nokkrar klukkustundir og koma iðu- lega aftur í frekari heimilda- leit. Ég hefi líka ánægju af að geta svarað bréfum útlend- inga, en það tekur oft langan tíma að svara þeim og safna heimildum til að senda þeim ljósrit af. Kvennasögusafn íslands á ótrúlega marga vini í öðrum löndum sem senda því bækur óumbeðið. Vissulega senda sumir íslenskir höfundar bæk- ur sínar og sérprent af ritgerð- um. Það er jafnan mikið fagn- aðarefni. - Því miður á safnið sáralítið af bókum ísienskra kvenna frá síðustu tímum. Fjárhagur safnsins leyfir ekki bókakaup nema í fornbóka- verslunum eða á bókamark- aði. Kvennasögusafn íslands hefir frá upphafi stefnt að því að fá inni í Þjóðarbókhlöð- unni þegar hún kemst upp. Hvar ætti safn til sögu ís- lenskra kvenna - helmings þjóðarinnar - að vera í fram- tíðinni annars staðar en í Þ j ó ð a r bókhlöðunni? Það var mikið gleðiefni þegar fréttist fyrir nokkrum árum að farið væri að fjalla um kvennabókmenntir í Háskóla íslands og síðar að kvennasaga væri komin þar á námsskrá, svo og að hlut- ur kvenna væri alls ekki sniðgenginn í þjóðfélags- fræðum. Ég bind miklar vonir við að skólafólkið, sem kemur hingað í safnið fullt af áhuga á verkefni sínu, muni síðar leggja stund á kvennarann- sóknir. Nógeru verkefnin. A. S. Skák: Helgarskákmót á Djúpavogi Helgarskákmót verður haldið á Djúpavogi dagana 13. - 15. september nk. Tímaritið Skák ásamt nokkrum aðilum á Djúpavogi standa fyrir mótinu, sem er 31. helgarskákmótið. Búist er við góðri þátttöku okk- ar sterkari skákmanna, svo og austfirskra skákmanna. Þetta er fimmta helgarskákmótið sem haldið er hér fyrir austan, hin mótin voru í Neskaupstað, á Höfn, Seyðisfirði og Fáskrúðs- firði. Ýmsir stærri þéttbýlisstaðir hér eystra eiga enn eftir að halda slík mót, en góðar horfur eru á að helgarmót verði á Egilsstöð- um í byrjun næsta árs. E. M. S.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.