Austurland


Austurland - 12.09.1985, Blaðsíða 1

Austurland - 12.09.1985, Blaðsíða 1
Austurland LJOSA- STILLINGAR Benni & Svenni S 6399 & 6499 35. árgangur. Neskaupstað, 12. september 1985. 32. tölublað. Bónusverkfall í fískvinnu hafíð Byrjaði á Eskifírði 9. september Samningaviðræður Verka- mannasambands íslands og Vinnuveitendasambands íslands um nýja bónussamninga hafa enn engan árangur borið og þess vegna er verkfall í bónusvinnu víða hafið, eins og boðað hafði verið. Þó að atvinnurekendur hefðu fengið margra vikna frest til að svara krófum verkalýðsfé- laganna, hafa þeir í raun ekkert boðið eða komið til móts við þær kröfur og kenna aðallega um flóknum útreikningum á bónus- kerfinu. Engir munu draga í efa, að það kerfi er flókið, en lítið leggst þó fyrir hálærða reikni- meistara, ef heilt sumar nægir þeim ekki til að komast til botns í því kerfi. Svo virðist sem best samstaða verkalýðsfélaga í þessari deilu sé hér á Austfjörðum, því að hér hafa langflest verkalýðsfé- lög ýmist hafið verkfall eða eru í þann veginn. Verkamannafé- Iagið Árvakur á Eskifirði reið á vaðið og hóf verkfall 9. sept. Síðan komu félögin eitt af öðru: á Vopnafirði, Höfn, Breiðdals- vík, Stöðvarfirði, Fáskrúðsfirði og í Neskaupstað, þar sem bón- usverkfall hefst á morgun. Á Seyðisfirði fer fólk sér hægt í bónusvinnunni, en þar eru bón- ussamningar ekki lausir. Á Djúpavogi verður ekki verkfall og á Reyðarfirði er fiskvinnu hætt í frystihúsinu vegna slátur- tíðar, sem er að hefjast. Margt bendir til, að af hálfu Verkamannasambandsins sé ekki staðið nógu einarðlega að þessu bónusverkfalli og atvinnu- rekendur séu þess vegna m. a. enn kokhraustari en ella og óbil- gjarnari í samningum. Staðan er því mjög óljós og óvíst hver árangur verkafólks verður eða hversu fljótt hann næst. ? AUSTURLAND hafði sam- band við Hrafnkel A. Jónsson, formann Verkamannafélagsins Arvakurs á Eskifirði og spurði hannfyrst um framkvœmd verk- fallsins. ¦ Ég er mjög óánægður með framkvæmdina á þessu. Verka- mannasambandinu bar að hafa forgöngu um skipulagsaðgerðir. En það er eins og þar skorti nokkuð á og samstaða sé ekki næg. Félögin koma misjafnt inn í þetta, þau sem boða verkfall og önnur hafa ekki lausa samn- inga, eins og t. d. Dagsbrún og önnur stór verkalýðsfélög. Það veikir samstöðuna og samnings- stöðuna og þar sem ekki ríkir nægileg eining um kröfugerðina er hætt við, að staðan dragist niður í þras og hjaðningavíg innan verkalýðshreyfíngarinn- ar. Áhugafólk um leiklist Nú er Leikfélag Neskaup- staðar að hefja starfsemi sína af fullum krafti. Ákveðið er að standa fyrir leiksýningu nú í haust. Búið er að ráða leikstjóra til verksins, og nú bíða allir í startholunum eftir að flautað verði til leiks. Á laugardaginn, 14. septem- ber, kl. 14 verður fundur í Framhaldsskólanum í Neskaup- stað með stjórn félagsins og leikstjóra. Er þess vænst að allir sem á einhvern hátt vilja og geta aðstoðað okkur við starfið, komi á fundinn og sýni vilja sinn í verki. Án ykkar gerum við ekkert, hittumst því hress og kát á laug- ardaginn kemur. Stjórn Leikfélags Neskaupstaðar. D Hver heldur þú þá, að árang- ur geti orðið? ¦ Það verður erfitt að komast út úr þeim ramma, sem þetta er í. Það eina sem hægt er að hreyfa með góðu móti, er bónusgrunnur- inn, nema menn séu þá tilbúnir í meiri átök til lengri tíma. Ætlunin er að bónusinn verði lægra hlutfall af kaupinu, en ég óttast, að út úr samningum komi hærra bónushlutfall en áður. D Nú er talið, að afköst í frysti- húsunum minnki mikið, þegar aðeins er unnið eftir tímakaupi, getur það hert á samningum og telurðu líkur á, að samið verði sérstaklega hér á Austfjörðum? ¦ Já, afköst minnka mikið, sennilega um ein 50%. Á mánu- daginn voru afköst í frystihúsinu hér tvisvar til þrisvar sinnum minni en venjulega, en inn í þá mynd verður að taka, að skóla- fólk var þá að hætta vinnu og hefja sitt nám. Þessi staðreynd ætti að herða á samningum. Það hefur verið rætt um það í stjórn Alþýðusambands Austurlands, að dragist þessi deila á langinn, verði leitað eftir samningum við atvinnurekend- ur hér á Austurlandi sérstak- lega, en enn sem komið er hafa þeir ekki ljáð máls á neinu slíku, - sagði Hrafnkell að lokum. D AUSTURLANDhafðieinnig samband við Guðjón Smára Agnarsson, framkvœmdastjóra Síldarvinnslunnar hf. í Nes- kaupstað og spurði hann, hvort hann teldi sérsamninga hér á Austurlandi koma til greina. ¦ Það er of snemmt að segja til um það. ? Hvað telurðu, að afköst í frystihúsunum minnki mikið, þegar bónusvinnu er hœtt? ¦ Þau jukust, þegar bónusinn var settur á - þau minnka því örugglega talsvert, - sagði Guðjón Smári. B. S. Rúm 20 þús. tonn til Austfjarða Nú hafa borist um 14.200 lest- ir af loðnu til Eskifjarðar. Guð- rún Þorkelsdóttir landaði þar fullfermi í fyrradag. Sæberg er einnig á loðnuveiðum og Jón Kjartansson er nú að hætta rækjuveiðum og byrjar loðnu- veiðar innan skamms. Magnús NK hélt til loðnu- veiða fyrir viku og landaði full- fermi í fyrradag á Bolungavík og er það fyrsta loðnan, sem þangað berst á þessari vertíð. Verksmiðja Síldarverksmiðja ríkisins á Seyðisfirði hefir tekið á móti loðnu um nokkurt skeið og þangað hafa nú borist 6.200 lestir. Verksmiðja ísbjarnarins á Seyðisfirði er tilbúin til að taka á móti loðnu, en þar eru í gangi ýmsar endurbætur á vélakosti svo sem skilvindum og sjóðurum. í gær mátti byrja loðnuveiðar á Vestfjarðamiðum og er reiknað með, að þar verði aðal- veiðisvæðið á næstunni og því gæti orðið nokkur bið á, að loðna bærist til Austfjarðahafna í verulegum mæli. B. S. Egill Jónsson fyrsti formaður Verkstjórafélags Austurlands (t. v.) og núverandiformaður, Guðjón Marteinsson. Ljósm. Guðrún Guðmundsdóttir. Verkstj órnarnámskeið Á vegum Verkstjórnarfræðsl- unnar verða haldin allrnörg námskeið í haust og frameftir vetri, flest í Reykjavík, en þó eitt í Vestmannaeyjum og eitt í Neskaupstað og ráðgert er námskeið á Höfn í Hornafirði vorið 1986. Um fimm tegundir námskeiða er að ræða, en það eru: stjórnun 1, stjórnun 2, vinnurannsóknir, skipulags- tækni og áætlanagerð og vinnu- umhverfismál. Námskeiðið í Neskaupstað heitir stjórnun 1 og verður haldið dagana 1.-4. október. Námskeiðið stendur frá kl. 845 til 173() alla fjóra dagana og er samtals 36 kennslustundir. Þátt- tökugjald á þessum námskeið- um er 6.200 kr. fyrir hvert nám- skeið. Þátttöku þarf að tilkynna til Verkstjórnarfræðslunnar, Iðn- tæknistofnun íslands, Keldna- holti, 110 Reykjavík, símar 91-687000 og 91-687009. Blaðið fékk þær upplýsingar hjá Guðjóni Marteinssyni, for- manni Verkstjórafélags Austur- lands, að félagið hefði stuðlað að því að fá námskeið Verkstjórn- arfræðslunnar hingað austur. Hann vildi koma á framfæri hvatningu frá Verkstjórafélaginu til verkstjóra að sækja nám- skeiðið, sem haldið verður í Neskaupstað í byrjun október. Með því kvað hann menn sýna, að þeir kynnu að meta það, að slík námskeið væru haldin heima á félagssvæðinu. Þessi námskeið eru reyndar alls ekki bundin við starfandi verkstjóra, þau eru opin öllum, sem hafa áhuga á verkstjórn eða vilja sækja þau. Á námskeiðinu, sem haldið verður í Neskaupstað - stjórnun 1 - verður farið yfir undirstöðu- atriði í stjórnun og mannlegum samskiptum. Stjórn Verkstjórafélags Austurlands skipa: Guöjón Marteinsson, Neskaupstað, for- maður, Ásgeir Ámundason, Seyðisfirði, varaformaður, Ósk- ar Þórarinsson, Seyðisfirðí, rit- ari, Steinar Guðmundsson, Stöðvarfirði, gjaldkeri og Krist- ján Björgvinsson, Reyðarfirði, meðstjórnandi. B. S. Tilbreyting í bæjarlífinu leg stemmning þrátt fyrir leiðin- legt og kalt veður. Segja má, að margs konar veðurfar hafi ríkt þennan föstudag, þaö var rigning, hagl og reyndar sólskin smá stund. En þetta var ágætis tilbreyting í bæjarlífinu og hafi aðstand- endur markaðarins þökk fyrir. Vonandi verður þetta gert oftar. /i. .S'. Kökubasar Kvenfélagið Nanna gengst fyrir kökubasar í safnaðarheim- ilinu í Neskaupstað nk. laugar- dag, 14. september og hefst hann kl. 15. Ágóði rennur til safnaðar- heimilisins. Sl. föstudag var haldinn úti- markaður í Neskaupstað fyrir forgöngu Ferðamálafélags Neskaupstaðar og nágrennis. Markaðurinn var haldinn á grunni gamla íshússins austan Egilsbúðar og var auglýstur sem uppskeruhátíð. Þarna var alls konar vara á boðstólum: matvara, fatnaður, bækur, leikföng, hljómplötur o. fl. Þeir aðilar, sem þarna voru með söluborð, voru: Síldar- vinnslan, Sjálfsbjörg, Bókaversl- un Brynjars Júlíussonar, Sund- ráð Þróttar, Lionessur, bændur í Efra-Skálateigi og Skorrastað og Hótel Egilsbúð og bátaleiga var við bæjarbryggjuna. Margt fólk kom á markaðinn og í miðbænum ríkti skemmti-

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.