Austurland


Austurland - 12.09.1985, Blaðsíða 2

Austurland - 12.09.1985, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR, 12. SEPTEMBER 1985. ---------Austurland------------------- MÁLGAGN ALÞÝÐUBANDALAGSINS Ritnefnd: Elma Guðmundsdóttir, Guðmundur Bjamason, Einar Már Sigurðarson, Sigrún Þormóðsdóttir og Smári Geirsson. Ritstjóri: Birgir Stefánsson (ábm.) ©7750 og 7756. Auglýsingar og dreifing: Aðalbjörg Hjartardóttir - Pósthólf 31 - 740 Neskaupstað - ©7756. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar: Egilsbraut 11, Neskaupstað ©7750 og 7756. Prentun: Nesprent. ÚTG.: KJÖRDÆMISRÁÐ ALÞÝÐUBANDALAGSINS Á AUSTURLANDI Bónusverkföll hafín Fiskvinnslufólk víða um land er komið í svonefnt bón- usverkfall. Nú vinnur það eftir tímakaupi og með eðlilegum vinnuhraða. Talið er, að við það minnki afköst í frystihúsun- um um 40 - 50%. Slíkt er vinnuálagið, sem bónuskerfið hefir í för með sér, slík eru afköst þessa fólks umfram það, sem teljast eðlileg vinnuafköst. Hvað fær þetta fólk svo í staðinn fyrir hið mikla aukaálag? Nokkrar krónur að vísu, en í engu samræmi þó við sitt vinnu- framlag og kapp. í þess hlut kemur einnig ómæld þreyta, vöðvabólga, gigt og dofi og aðrir atvinnusjúkdómar, sem sannað er að herja á þetta fólk. Augljóst er því, að fisk- vinnslufólk hefir ekki hag af þessu vinnufyrirkomulagi. En hagsmunum hverra þjónar bónuskerfið þá? Svarið er einfalt, það þjónar hagsmunum atvinnurekenda, sem með tiltölulega litlum aukakostnaði fá miklu meiri afköst út úr starfsfólkinu, meiri veltuhraða á hráefni og fjármagn og þar af leiðandi aukna hagræðingu í rekstri. Atvinnurekendur komu bónuskerfinu á upphaflega fyrir tveimur áratugum eða svo. Var þetta kaupkerfi gyllt mjög fyrir verkafólki, sem þó hafði sínar efasemdir um ágæti þess. Á þeim tíma, sem síðan er liðinn, hefir kerfinu verið breytt verkafólki í óhag, á því hefir byggst stærri hluti þeirra launa, sem greidd hafa verið fyrir fiskvinnu og kaupauki hefir byggst á meiri hraða og þar með meira vinnuálagi. Launahvetjandi kerfi í einhverri mynd þarf ekki að vera andstætt hagsmunum verkafólks, en þar verður að gæta mikils hófs og aukið vinnuálag umfram hið eðlilega verður að vera í skynsamlegu samræmi við kaupaukann, sem það gefur. í umræddu bónuskerfi er slíkt samræmi ekki lengur til, hafi það einhvern tíma verið fyrir hendi. Pess vegna hefir fiskvinnslufólk nú beitt nauðvörn sinni, verkföllum, varðandi þetta vinnulag. Atvinnurekendur eru auðvitað samir við sig í þessari vinnu- deilu og jafnan áður. Þeir berja lóminn og segjast ekki geta borgað hærra tímakaup og neita því að draga úr ókostum hins ómannúðlega kerfis, en kröfur verkafólks eru ekki þær að leggja skuli kerfið niður, þó að merkilegt sé, heldur að það skuli betrumbætt og bónushluti launanna lækkaður, fast kaup hækkað. Atvinnurekendur bera það svo fyrir sig einnig, að kerfið sé svo flókið, að þeir skilji það ekki lengur og þó að sú viðbára sé trúlega á rökum reist, er hún engu að síður kátbrosleg. Þær kröfur verður að gera til atvinnurekenda, að þeir gangi þegar til samninga við fiskvinnslufólk í fullri alvöru, hætti öllum útúrsnúningum og standi við þær síendurteknu fullyrð- ingar sínar, að þeir beri hag fiskvinnslufólksins mjög fyrir brjósti og vilji bæta kjör þess. Á því er full þörf, ekki bara fyrir fiskvinnslufólkið, heldur einnig fyrir fyrirtækin og þjóð- arheildina. B. S. Námskeið fyrir aðstandendur fatlaðra barna Á komandi vetri munu eftirtalin sam- tök fatlaðra og aðstandenda fatlaðra gangast fyrir námskeiðum fyrir fjöl- skyldur/aðstandendur fatlaðra barna undir skólaaldri og snemma á skóla- aldri: Landssamtökin Proskahjálp, Sjálfsbjörg landssamband fatlaðra, Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra og Styrktarfélag vangefinna. Fyrstu tvö námskeiðin verða haldin í Reykjanesi við Isafjarðardjúp helgina 13. - 15. september, og í Húsmæðra- skólanum á Hallormsstað helgina 27. - 29. september. Gert er ráð fyrir þátttöku 20 - 26 fullorðinna aðstandenda, og er ekki skilyrði að fólk búi í þeim landshluta sem um ræðir. Námskeiðin miðast við að öll fjölskyldan sé með. Hæft starfs- fólk annast börnin meðan fundir standa yfir, en ýmislegt verður gert til skemmt- unar bæði börnum og fullorðnum. Kostnaði vegna þátttöku verður stillt í hóf, en án ferða’Verður hann kr. 1500 fyrir fullorðinn einstakling, um kr. 750 fyrir barn. Ferðir verða skipulagðar sé þess óskað og reynt verður að koma til móts við ferðakostnað þeirra sem eiga langt að sækja. Dagskrá námskeiðanna verður sem hér segir: Föstudagur: Frá kl. 17: Tekið á móti þátttakendum. Kl. 19: Kvöldmatur. Kl. 21: Sýning myndbands fyrir fullorðna. Kynning. Barnagæsla kl. 21 - 23. Laugardagur: Kl. 8 - 930: Morgun- matur. Kl. 945: Réttur fatlaðra gagnvart Tryggingastofnun ríkisins. Erindi full- trúa Tryggingastofnunar, Ingólfs H. Ingólfssonar. Fyrirspurnir. Fulltrúar Svæðisstjóma um málefni fatlaðra á Vestfjörðum og Norðurlandi vestra kynna starf svæðisstjórnar og aðstöðu fyrir fatlaða á svæðinu og víðar. Fyrir- spurnir. Kl. 12 - 1330: Matur. Samvera með börnum. Kl. 1330: Viðbrögð að- standenda við fötlun barns. Erindi, Einar Hjörleifsson sálfr. erindreki hjá Sjálfsbjörgu og Jóhann Thoroddsen sálfr. hjá Styrktarfélagi vangefinna. Hópstarf. Kl. 1530: Kaffi. Síðan áfram- haldandi hópstarf. Kl. 18: Fundum lýkur. Kvöldmatur kl. 19, síðan kvöld- vaka með þátttöku barna. Kl. 21 -23: Kvöldvaka fullorðinna. Barnagæsla. Sunnudagur Kl. 8-930: Morgunmat- ur. Kl. 945: Fötlun og erfiðleikar við greiningu. Erindi læknis (Sveinn Már Gunnarsson barnaiæknir). Hópstarf. Fyrirspurnir. Kl. 12 — 1330: Matur. Sam- vera með börnum. Kl. 133": Hjálpar- tæki, tæknileg aðstoð við fatlaða og leiktæki. Erindi, Guðrún Hafsteins- dóttir iðjuþjálfi, Hjálpartækjabanka og Snæfríður Egilson iðjuþjálfi, Styrktar- félagi lamaðra og fatlaðra. Hópstarf. Fyrirspurnir. Kl. 1530: Kaffi. í kaffitíma og fram til kl. 1630 geta þátttakendur notfært sér sérfræðilega aðstoð eða borið fram einstaklingsbundnar fyrir- spurnir til allra fyrirlesara. 1630 - 1730: Námskeiðsmat og námskeiðslok. Þátttaka tilkynnist starfsmanni nám- skeiðanna, Sigurlaugu S. Gunnlaugs- dóttur í síma 91-84999, herb. 25, eða 91-24089 (heima). Fréttatilkynning. Frá landsþingi Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra. Óska eftir fóki til vinnu við síldarsöltun á komandi vertíð Söltunarstöðin Máni Upplýsingar © 7724 Heimasímar: Jón Gunnar © 7662 Gylfi S 7315 & 7421 Nafnnr. 0950-5857 • ® 97-7286 • Neskaupstað Er með: Háþrýstislöngur Háþrýstitengi Guðmundur Sigmarsson Víðimýri 2 Neskaupstað Þökkum innilega samúð og vinarhug við andlát og útför föður míns, tengdaföður og afa Hjálmars Jóhanns Kristjánssonar María Hjálmarsdóttir, Róbert Jörgensen og börn Þökkum auðsýnda samúð við andlát og útför bróður okkar Inga S. Sigmundssonar Matariðjunni, Egilsstöðum Guðrún Sigmundsdóttir Guðríður Sigmundsdóttir Stefán Sigmundsson Sigrún Sigmundsdóttir Jóhann Sigmundsson Sveinlaug Sigmundsdóttir ÁrnínaH. Sigmundsdóttir

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.