Austurland


Austurland - 19.09.1985, Blaðsíða 1

Austurland - 19.09.1985, Blaðsíða 1
Austurland LJÓSA- STILLINGAR Benni & Svenni ® 6399 & 6499 35. árgangur. Neskaupstað, 19. september 1985. 33. tölublað. Fjórðungsþing Fiskifélagsdeilda á Austfjörðum Dagana 13. og 14. sept. sl. var haldið í Neskaupstað 45. þing Fjórðungssambands Fiskifélags- deilda á Austfjörðum. Hjalti Gunn- arsson á Reyðarfirði setti þingið, en fundarstjóri var Hilmar Bjarnason á Eskifirði, erindreki Fiskifélagsins á Austurlandi. Gestir þingsins voru Þorsteinn Vilhjálmsson, fiskifræöingur, Gíslason, fiskimálastjóri, sem sem flutti erindi um stærð fisk- ræddi um starfsemi Fiskifélagsins stofna og Halldór Ásgrímsson, og deilda þess og stöðu sjávarút- sjávarútvegsráðherra, sem vegsins almerint, Hjálmar ræddi fiskveiðistefnuna m. a. Málefnalegar og góðar umræður fóru fram á þinginu um ýmis mál og allmargar ályktanir voru þar af- greiddar sem sendar eru Fiskiþingi til umfjöllunar. Eru sumar þessar ályktanir birtar í blaðinu í dag, en aðrar birtast síðar. í aðalstjórn sambandsins til tveggja ára voru kosnir Hilmar Bjarnason, Eskifirði, Jón Sveinsson, Höfn og Jóhann K. Sigurðsson, Neskaupstað. Hjalti Gunnarsson, sem lengi hefir átt sæti í stjórn sambands- ins og unnið mikið að málefnum þess í hartnær 40 ár, gaf ekki kost á sér til endurkjörs nú og voru honum þökkuð störf hans í þágu sambandsins og að örygg- ismálum sjómanna. Finna þarf hinn margumtalaða rekstrargrundvöll. Utflutningur gæsa- og andadúns Fyrirtækið XCO hf. í Reykjavík hefir flutt út æðadún í 11 ár, m. a. frá austfirskum framleiðendum, t. d. í Breiðdal, Eskifirði og Vopnafirði. Nú hefir fyrirtækið í annað sinn leitað eftir markaði fyr- ir gæsa- og andadún og er að flytja út núna þriggja ára framleiðslu frá aðilum á Borgarfirði og Seyðis- firði. Rutt er út til Frakklands, en áður hafði þessi dúnn verið fluttur út til Þýskalands. Samkvæmt upplýsingum, sem blaðið fékk hjá Sigtryggi R. Ey- þórssyni, framkvæmdastjóra XCO hf. verða flutt út núna samtals 1.080 kg er skiptist þannig, að hvítur gæsadúnn er 520 kg, hálfhvítur gæsadúnn 320 kg og andadúnn 240 kg. Verð- mæti þessa útflutnings er á þriðja hundrað þúsund kr. Dúnninn er fluttur út óhreinsað- ur og óþveginn. Að sögn Sigtryggs er hér um að ræða verðmæti, sem ein- göngu þessir austfirsku fugla- bændur nýta. Þeir handplokka fuglana, en í sláturhúsunum syðra, þar sem slátrun fer fram við mikla vatnsnotkun, er dúnn- inn ekki nýttur. Á þessu sviði útflutnings eru því Borgfirðingar og Seyðfirð- ingar brautryðjendur ásamt fyrirtækinu XCO hf. B. S. Nýir bónussamningar Sl. mánudag tókst samkomulag um nýja bónussamninga fiskvinnslufólks. Var bónusverkfalli þá frestað og hafa samn- ingarnir nú þegar verið samþykktir allvíða, Álíta verður, að þessír samningar séu vel viðunandi, því að forystumenn verkafólks teljaþá bestu bónussamnínga, sem gerðir hafa verið og talsmenn atvinnurekenda segja, að við gerð þeirra hafi skynsemin verið látin ráða. Eru slíkar yfirlýs- íngar af hálfu atvinnurekenda reyndar alltaf nokkuð tortryggí- legar. Helstu atriði samninganna munu vera, að samið er um fast- an nýtingarbónus, bónusgrunnurinn hækkar um 10 kr. og er nú kr. 90.75 og premía hækkar um 39,1%. Ákvæði eru í samningunum um endurskoðun einhverra þátta bónuskerfisins og samningarnir eru uppsegjanlegir með 6 mánaða fyrirvara. Hlutfall bónussins af launum fiskvinnslufólks lækkar hins vegar ekki, þó að það væri ein aðalkrafan. B. S. Varastjórn skipa Aðalsteinn Valdimarsson, Eskifirði, Tryggvi Gunnarsson, Vopna- firði og Víðir Friðgeirsson, Stöðvarfirði. Aðalfulltrúar á Fiskiþing til næstu fjögurra ára voru kosnir: Hilmar Bjarnason, Jóhann K. Sigurðsson, Jón Sveinsson og Aðalsteinn Valdimarsson. Varafulltrúar eru Tryggvi Gunnarsson, Víðir Friðgeirs- son, Heimir Hávarðsson, Breið- dalsvík og Jónas P. Jónsson, Reyðarfirði. Á laugardagskvöldið sátu þingfulltrúar og gestir kvöld- verðarboð Síldarvinnslunnar og Samvinnufélags útgerðarmanna í Hótel Egilsbúð og Hótel Egils- búð sá þingfulltrúum fyrir fæði og gistingu þingdagana. B. S. Ljftafc. Stórmót um borð í Norröna? Uppi eru hugmyndir um að halda stórt alþjóðlegt skákmót um borð í Norröna að vori. Aðalhvatamaður að mótshald- inu er Jóhann Þórir Jónsson rit- stjóri tímaritsins Skákar. Að sögn Jóhanns er ætlunin ef af mótinu verður að láta skipið sigla milli fjarða hér eystra og tefla þá eina umferð á hverjum firði. Ferðir yrðu síðan skipu- lagðar í tengslum við mótið. Mótið yrði svokallað „opið mót" og teflt í mörgum flokkum, en slík mót njóta mikilla vinsælda um þessar mundir. Ef vel tekst til telur Jó- hann að þátttakendur gætu orðið um 1000 manns. Um þess- ar mundir vinnur Jóhann að því að fá fyrirtæki, sveitarfélög og aðila í ferðamálaiðnaði til að fjármagna auglýsingaherferð sem fara þarf fram nú í haust bæði í Evrópu og Ameríku. E. M. S. Dansklúbbur hjóna Síðastliðinn vetur var rætt um það meðal nokkurra dansfélaga að stofna dansæfingaklúbb hér í Norðfirði. Kannað var meðal fólks, hvort áhugi væri fyrir hendi og sýndu margir málinu mikinn áhuga. Sjálfskipaður hópur reið því á vaðið og hefur hann ákveðið, að síðasti föstudagurinn í hverj- um mánuði frá september til maí, undanskilinn desember, verði dansdagur í væntanlegum dansklúbbi. Ekki verður klúbburinn mjög formlegur, þó verður þriggja manna stjórn, sem sér um mál klúbbsins og setur honum reglur. Til að byrja með verður stjórnin sjálfskipuð, en önnur kosin eftir áramót. Hjónaklúbbar sem þessi tíðk- ast víða og þykja hin besta skemmtun. Bréfum hefur verið dreift um bæinn með öllum nánari upplýs- ingum. Aðstandendur klúbbsins bjóða ykkur velkomin á fyrsta danskvöldið, sem verður 27. september nk. M. S.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.