Austurland


Austurland - 19.09.1985, Síða 3

Austurland - 19.09.1985, Síða 3
FIMMTUDAGUR, 19. SEPTEMBER 1985. 3 BUMBUKV ÖLD TAKIÐ EFTIR laugardaginn 28. september Markaður Sjálfsbjargar Hótel Egilsbúð býður upp á hlaðborð með er opinn mánud., miðvikud. og föstud. kl. sjávarréttum, kjötréttum og salatbar frá kl. 15 - 18 2000 til kl. 2200 Allt garn og Álafosslopi Dinner músik ennþá á gamla verðinu - 10% afsláttur fyrir Borðapantanir í síma 7321 örorku- og Dansleikur frá kl. 2300 til 300 ellilífeyrisþega — Einnig 10-15% afsláttur fyrir Bumburnar sjá um fjörið alla af ýmsum tegundum Verið velkomin af garni Gerið góð kaup EGILSBÚÐ Upplýsingar ® 7252 Umgengni sýnir innri mann Ekki alls fyrir löngu lagði ég leið mína í lystigarðinn hér í Neskaupstað. Á göngu minni í gegnum garðinn mætti mér sjón, sem síður en svo getur tal- ist augnayndi. Eyðilegging á gróðri fannst mér mjög áber- andi. Uttröðkuð blómabeð, sundurtroðnir bakkar, þar sem menn hafa stytt sér leið framhjá göngustígum og svo það sem verst var; áberandi mikið af eyðilögðum og skemmdum trjám, sem auðsjáanlega höfðu verið skemmd af mannavöld- um. Eftir þessa heimsókn mína í garðinn, en ég skal fúslega viðurkenna að þangað kem ég alltof sjaldan og mun svo um fleiri, færði ég þetta í tal við Benedikt Sigurjónsson bæjar- verkstjóra, sem hefur yfirum- sjón með garðinum. Sagði hann orðrétt. „Mér ofbýður um- gengni í garðinum. Ekki veit ég við hverja er að sakast, en tel þó líklegt að unglingar séu vald- ir að skemmdunum. Sárast tel ég að horfa upp á tjón það, sem unnið er á trjágróðrinum, sem sumt er nánast óbætanlegt". Ennfremur taldi Benedikt, að garðurinn hefði á síðari árum orðið frekar leiksvæði og útivist- arsvæði barna og unglinga, en heimsóknum fullorðinna í garð- inn fækkað og taldi hann það e. t. v. eina skýringu á því hve umgengni um garðinn er slæm. Ég minnist þess, er ég flutti hingað til Neskaupstaðar, að mér fannst lystigarðurinn með merkilegri stöðum í bænum og ég er sannfærð um að unglingar, ekki síður en þeir, sem eldri voru, virtu staðinn og það starf, sem þar hafði verið unnið í gegnum árin. Á góðviðrisdögum á sumrin var oft margt um manninn í garðinum, þar sem yngri sem eldri nutu útivistar í fallegu um- hverfi (enda hið títtnefnda kyn- slóðabil ekki ennþá fundið upp). Er ég sammála Benedikt, að þetta hafi breyst, að fullorðn- ir leggi ekki leið sína í garðinn í sama mæli og áður. Engin einhlít skýring er á því, hvers vegna menn vinna að því er virðist á stundum, af ásettu ráði, spjöll á umhverfi sínu. Ég segi af ásettu ráði, því að ég hef sjálf, um hábjartan dag, séð til 11 - 12 ára gamalla unglinga, þar sem þeir reyndu að brjóta 2 - 3 metra háa reyniviðarplöntu með því að beygja trjátoppinn til jarðar og trampa svo á stofn- inum til að brjóta hann niður við rót. Ljótur leikur það. En getum við ekki með sam- stilltu átaki, foreldrar, kennar- ar, fóstrur og allir, sem vinna að uppeldismálum, reynt að leggj- ast á eitt við að snúa þessari þróun við og kennt börnum og unglingum að læra að meta til- gang ræktunar og uppbyggingar og afneita niðurrifsöflum og eyðileggingu? Um lystigarðinn mætti rita langt mál, um tilurð hans og það hlutverk, sem hann hefur gegnt í lífi bæjarbúa í gegnum tíðina. Okkur ber öllum skylda til þess að standa vörð um gaðrinn okk- ar - bæjaryfirvöldum ber að gæta þess að viðhald hans sé á hverjum tíma sem best, girðing þar með talin - okkur hinum að stuðla að því að umgengni um hann sé sem best. Verum þess ætíð minnug að umgengni sýnir innri mann og undir því kjörorði skulum við vinna. S. P. Skápa- og hilluefni Plasthúðaðar plötur í hvítu og viðarlíkingum Þykktir 12, 16 og 18 mm Greiðslukjör: 30% útborgun, eftirstöðvar í allt að 8 mánuði Trésmiðjan Hvammur hf. Neskaupstað ‘S 7384 Alþýðubandalag Eskifjarðar Félagsfundur með alþingismönnunum Helga Seljan og Hjörleifi Guttormssyni fimmtudaginn 26. sept. nk. í Valhöll kl. 2030 Stjórnin Alþýðubandalagið Neskaupstað Félagsfundur verður haldinn í Egilsbúð miðvikudaginn 25. sept. nk. kl. 2030 Dagskrá: 1. Kosning bæjarmálaráðs 2. Rabb með alþingismönnunum Helga Seljan og Hjörleifi Guttormssyni Stjórnin Aðalfundur Alþýðubandalags Héraðsmanna verður í Slysavarnahúsinu Egilsstöðum miðvikudaginn 25. sept. nk. kl. 2030 Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf Önnur mál Mætum vel og stundvíslega Stjórnin Aðalfundur kjördæmisráðs Alþýðubandalagsins í Austurlandskjördæmi verður haldinn í Félagslundi á Reyðarf irði dagana 28. og 29. sept. 1985 DAGSKRÁ Laugardagur: Kl. 1300 Setning Kl. 1315 Kosnir starfsmenn fundarins Kl. 1320 Skýrslur: a) framkvæmdanefnd b) reikningar c) ritnefnd Austurlands — umræður — Samþykktir reikningar Kl. 1430 Mál lögð fyrir þingið: a) fjármál b) forval c) annað - umræður - Kl. 1530 Kaffihlé Kl. 1600 Kjaramál fiskverkunarfólks Framsögumenn: Bryndís Þórhallsdóttir og Sigfinnur Karlsson — umræður — Kl. 1800 Byggðamál Framsögumenn: Hjörleifur Guttormsson og Ásgeir Magnússon Kl. 1930 Kvöldverðarhlé Kl. 2030 Umræður um byggðamál Kl. 2200 Kjör nefnda - Fundi frestað Sunnudagur: Kl. 900 Nefndastörf Kl. 1200 Hádegisverður Kl. 1300 Álit nefnda—umræður - samþykktir Kl. 1500 Kosningar KI. 1530 Önnur mál Kl. 1600 Fundarslit Sérstök athygli skal vakin á því að föstudagskvöld 27. sept. verður haldinn almennur stjórnmálafundur á Reyðarfirði, þar sem Svavar Gestsson verður aðalræðumaður Alþýðubandalagið

x

Austurland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.