Austurland


Austurland - 19.09.1985, Blaðsíða 4

Austurland - 19.09.1985, Blaðsíða 4
FIMMTUDAGUR, 19. SEPTEMBER 1985. Ályktanir fjórðungs- ings fískifélagsdeilda Þ Stjórnun fiskveiða Fjórðungsþing Fiskifélags- deilda á Austfjörðum haldið í Neskaupstað dagana 13. - 14. september 1985 leggur til: 1. Að fiskveiðistefnan fyrir árið 1986 verði með svipuðum hætti og 1985. Þar sem ekki eru komnar fram hugmyndir fiskifræðinga um fiskveiði- stefnu næstu ára, telur þingið ekki ástæðu til að breyta fyrra fyrirkomulagi. Pó er vonast til, miðað við þá bjartsýni, sem ríkir hjá ýmsum, að kvóti geti aukist. bankanum, þannig að sama verð gildi fyrir alla aðila. í>á er hægt að hugsa sér, ef um umfram kvóta verður að ræða á næsta ári, að hluti af hon- um renni beint til bankans. 4. Þingið leggur til, að veiðar smábáta undir 10 brl. verði eingöngu bundnar við sókn- armark, þannig að þorsk- veiðar verði bannaðar í 150 daga á árinu 1986. Útgerðarmaður ákveði sjalfur með mánaðar fyrir- vara sóknartíma sinn fyrir hvort misseri ársins. Allar úthlutanir til þorska- Frá smábátahöfninni í Neskaupstað. 2. Þingið ályktar, að gegndar- lausu moki á smáfiski fyrir Vestur- og Norðurlandi á viðkvæmasta tíma ársins verði hætt og sett verði þak á veiðarnar á umræddum tíma, þannig að tryggt sé, að veiðar og vinnsla haldist sem best í hendur. 3. Þingið álítur, að misnotkun á og brask með úthlutaðan kvóta sé komið út í öfgar og leggur til, að kaup og sala á aflakvóta verði í höndum eins aðila, t. d. LÍÚ. Ljósm. Jóh. G. Kristinsson. netaveiða verði háðar kvóta, sama af hvaða stærð bátur er, sem sækir um leyfið. Greinargerð Stofnaður verði fiskibanki, þar sem hægt verður að leggja inn kvóta til geymslu eða sölu án þess að vita fyrirfram, hver kaupir. Verð á kvóta verði ákveðið af Endurnýjun fiskiskipaflotans Fjórðungsþing Fiskifélags- deilda á Austfjörðum haldið í Neskaupstað dagana 13. og 14. september 1985 ítrekar enn þá kröfu, sem gera verður til stjórnvalda, að eðlilega rekin útgerð geti borið sig. Með öðr- um orðum, að fundinn verði hinn margumtalaði rekstrar- grundvöllur. Fundurinn bendir einnig á þá hættu, sem við blasir, ef útgerð- um er gert ókleift að grípa bestu tækifæri sem bjóðast til endur- nýjunar úr sér genginna skipa, er endar síðan með því, að yfir dynur á stuttum tíma flóðbylgja Þökkum innilega samúð og hlýhug við andlát og jarðarför Guðmundar Ölverssonar Matthildur Jónsdóttir, systkini og aðrir vandamenn nýrra skipa. Á meðan fiskistofn- ar okkar eru í þeirri lægð, sem nú er almennt talið, verði sú endumýjun þó ekki til stækkun- ar flotans. Greinargerð Þrátt fyrir margendurtekin loforð stjórnvalda hverju sinni um bættan hag þeirra, sem við sjávarútveg fást, bólar ekki á neinni hreyfingu í þá veru. Er nú svo komið að fólk, sem ann- ars vildi starfa við framleiðslu sjávarfangs, flýr af vettvangi, þar sem fiskvinnslu og útgerð er gert ókleift með vitlausum fjármálaaðgerðum eða aðgerð- arleysi stjórnvalda að greiða þessu fólki það kaup, sem þarf til þess að koma í veg fyrir, að þjónustugreinar og ýmiss konar tilbúnar sníkjugreinar sogi þetta vinnuafl til sín. Sinnuleysi ráðamanna um það að snúa þessari óheilla- þróun til betri vegar hefur valdið því, að úrbætur þola nú enga bið, ef allt á ekki að enda í einni rjúkandi rúst. Afkoma sjávarútvegs Fjórðungsþing Fiskifélags- deilda á Austfjörðum haldið í Neskaupstað dagana 13. og 14. september 1985 leggur enn á ný áherslu á, að stjórnvöld hlutist til um, að rekstrargrundvelli sjávarútvegsins verði komið í viðunandi horf og fyrirtækjun- um gert kleift að stunda eðli- legan rekstur og standa við skuldbindingar sínar. Unnið verði að lækkun orku- verðs, vaxta og annars kostnaðar. HAFNARKAFFI Föstudagur: Tilboðsverð á kjúklingum Laugardagur og sunnudagur: Rjómalöguð blómkálssúpa Sítrónumarineraður skötuselur m/grænmetissalati og hvítum kartöflum Blandaður kjötréttur m/hrísgrjónum, kryddsmjöri og salati Hafnarkaffi Restaurant S 7320 Neskaupstað Óska eftir fóki til vinnu við sílda.rsöltu.n á komandi vertíð Söltunarstöðin Máni Upplýsingar ¦&¦ 7724 Heimasímar: Jón Gunnar ÍS" 7662 Gylfi 23? 7315 & 7421 Óskum eftir konum og körlum til starfa við síldarsöltun á komandi síldarvertíð Upplýsingar hjá Haraldi eða Páli S 7650 Síldarvinnslan hf. Neskaupstað Arsrit Sjálfsbjargar Sjálfsbjörg 1985, ársrit Sjálfs- bjargar, landssambands fatl- aðra er nýkomið út. Ritið, sem er 66 síður er fjölbreytt að efni og má þar nefna viðtal við Reyni Pétur Ingvarsson, göngugarp á Sólheimum í Grímsnesi, viðtal við Örn Ómarsson Ragnarsson- ar og frásögnina Furðuleg gest- koma eftir Hálfdan Haraldsson, skólastjóra á Kirkjumel í Norð- firði. Um helgina mun Sjálfsbjörg á Norðfirði selja ársritið í bæn- um og sveitinni og einnig endur- skinsmerki landssambandsins, en á sunnudaginn er hinn árlegi blaða- og merkjasöludagur Sjálfsbjargar. B. S. Reyni Pétri Ingvarssyni fagnað fyrir framan Sjálfsbjargarhúsið í Hátúni við komuna til Reykjavíkur. Ljósm. Jóhannes Long

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.