Austurland


Austurland - 19.09.1985, Page 4

Austurland - 19.09.1985, Page 4
4 FIMMTUDAGUR, 19. SEPTEMBER 1985. Alyktanir fjórðungs- þings fiskifélagsdeilda Stjórnun fiskveiða Fjórðungsþing Fiskifélags- deilda á Austfjörðum haldið í Neskaupstað dagana 13. - 14. september 1985 leggur til: 1. Að fiskveiðistefnan fyrir árið 1986 verði með svipuðum hætti og 1985. Þar sem ekki eru komnar fram hugmyndir fiskifræðinga um fiskveiði- stefnu næstu ára, telur þingið ekki ástæðu til að breyta fyrra fyrirkomulagi. Þó er vonast til, miðað við þá bjartsýni, sem ríkir hjá ýmsum, að kvóti geti aukist. Frá smábátahöfninni í Neskaupstað. 2. Þingið ályktar, að gegndar- lausu moki á smáfiski fyrir Vestur- og Norðurlandi á viðkvæmasta tíma ársins verði hætt og sett verði þak á veiðarnar á umræddum tíma, þannig að tryggt sé, að veiðar og vinnsla haldist sem best í hendur. 3. Þingið álítur, að misnotkun á og brask með úthlutaðan kvóta sé komið út í öfgar og leggur til, að kaup og sala á aflakvóta verði í höndum eins aðila, t. d. LÍÚ. Greinargerð Stofnaður verði fiskibanki, þar sem hægt verður að leggja inn kvóta til geymslu eða sölu án þess að vita fyrirfram, hver kaupir. Verð á kvóta verði ákveðið af bankanum, þanmg að sama verð gildi fyrir alla aðila. Þá er hægt að hugsa sér, ef um umfram kvóta verður að ræða á næsta ári, að hluti af hon- um renni beint til bankans. 4. Þingið leggur til, að veiðar smábáta undir 10 brl. verði eingöngu bundnar við sókn- armark, þannig að þorsk- veiðar verði bannaðar í 150 daga á árinu 1986. Útgerðarmaður ákveði sjalfur með mánaðar fyrir- vara sóknartíma sinn fyrir hvort misseri ársins. Allar úthlutanir til þorska- Ljósm.Jóh. G. Kristinsson. netaveiða verði háðar kvóta, sama af hvaða stærð bátur er, sem sækir um leyfið. Endurnýjun fiskiskipaflotans Fjórðungsþing Fiskifélags- deilda á Austfjörðum haldið í Neskaupstað dagana 13. og 14. september 1985 ítrekar enn þá kröfu, sem gera verður til stjórnvalda, að eðlilega rekin útgerð geti borið sig. Með öðr- um orðum, að fundinn verði hinn margumtalaði rekstrar- grundvöllur. Fundurinn bendir einnig á þá hættu, sem við blasir, ef útgerð- um er gert ókleift að grípa bestu tækifæri sem bjóðast til endur- nýjunar úr sér genginna skipa, er endar síðan með því, að yfir dynur á stuttum tíma flóðbylgja nýrra skipa. A meðan fiskistofn- ar okkar eru í þeirri lægð, sem nú er almennt talið, verði sú endurnýjun þó ekki til stækkun- ar flotans. Greinargerð Þrátt fyrir margendurtekin loforð stjórnvalda hverju sinni um bættan hag þeirra, sem við sjávarútveg fást, bólar ekki á neinni hreyfingu í þá veru. Er nú svo komið að fólk, sem ann- ars vildi starfa við framleiðslu sjávarfangs, flýr af vettvangi, þar sem fiskvinnslu og útgerð er gert ókleift með vitlausum fjármálaaðgerðum eða aðgerð- arleysi stjórnvalda að greiða þessu fólki það kaup, sem þarf til þess að koma í veg fyrir, að þjónustugreinar og ýmiss konar tilbúnar sníkjugreinar sogi þetta vinnuafl til sín. Sinnuleysi ráðamanna um það að snúa þessari óheilla- þróun til betri vegar hefur valdið því, að úrbætur þola nú enga bið, ef allt á ekki að enda í einni rjúkandi rúst. Afkoma sjávarútvegs Fjórðungsþing Fiskifélags- deilda á Austfjörðum haldið í Neskaupstað dagana 13. og 14. september 1985 leggur enn á ný áherslu á, að stjórnvöld hlutist til um, að rekstrargrundvelli sjávarútvegsins verði komið í viðunandi horf og fyrirtækjun- um gert kleift að stunda eðli- legan rekstur og standa við skuldbindingar sínar. Unnið verði að lækkun orku- verðs, vaxta og annars kostnaðar. s Arsrit Sjálfsbjargar Sjálfsbjörg 1985, ársrit Sjálfs- bjargar, landssambands fatl- aðra er nýkomið út. Ritið, sem er 66 sfður er fjölbreytt að efni og má þar nefna viðtal við Reyni Pétur Ingvarsson, göngugarp á Sólheimum í Grímsnesi, viðtal við Örn Ómarsson Ragnarsson- ar og frásögnina Furðuleg gest- koma eftir Hálfdan Haraldsson, skólastjóra á Kirkjumel í Norð- firði. Um helgina mun Sjálfsbjörg á Norðfirði selja ársritið í bæn- um og sveitinni og einnig endur- skinsmerki landssambandsins, en á sunnudaginn er hinn árlegi blaða- og merkjasöludagur Sjálfsbjargar. B. S. Þökkum innilega samúð og hlýhug við andlát og jarðarför Guðmundar Ölverssonar Matthildur Jónsdóttir, systkini og aðrir vandamenn HAFNARKAFFI Föstudagur: Tilboðsverð á kjúklingum Laugardagur og sunnudagur: Rjómalöguð blómkálssúpa Sítrónumarineraður skötuselur m/grænmetissalati og hvítum kartöflum Blandaður kjötréttur m/hrísgrjónum, kryddsmjöri og salati Óska eftir fóki til vinnu við síldarsöltian á komandi vertíð Söltunarstöðin Máni Upplýsingar ‘ZS' 7724 Heimasímar: Jón Gu.nn.sr 'SS' 7662 Gylfi 7315 & 7421 vusrisrA Oskum eftir konum og körlum til starfa við síldarsöltun á komandi síldarvertíð Upplýsingar hjá Haraldi eða Páli S 7650 Síldarvinnslan hf. Neskaupstað Reyni Pétri Ingvarssyni fagnað fyrir framan Sjálfsbjargarhúsið í Hátúni við komuna til Reykjavíkur. Ljósm. Jóhannes Long

x

Austurland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.