Austurland


Austurland - 19.09.1985, Qupperneq 5

Austurland - 19.09.1985, Qupperneq 5
FIMMTUDAGUR, 19. SEPTEMBER 1985. 5 Lýðrædið, . . . Framh. af 6. síðu. sem ríkinu þóknast að vera með í þá stundina, þó svo að okkur langi jafnvel til að gera eitthvað allt annað. A Austurlandi hefur mikið verið rætt um þriðja stjórn- stigið, - miðstjórnarvald í hér- aði. A síðasta ári var um það sérstök ráðstefna á Egilsstöðum og það mótaði alla umræðu á SSA þinginu á Reyðarfirði ný- verið. Upphaflega voru menn mótfallnir millistiginu. Peir voru hræddir um að þetta yrði þröskuldur milli ríkis og sveitar- félaga undir miðstjórn ríkisins en á kostnað heimamanna. Menn óttuðust einnig að sam- böndum sveitarfélaga hyrfi allur kraftur, ef þau yrðu bundin í lagabálkum embættismennsk- unnar. Með neikvæðri afstöðu sveit- arfélaga til þriðja stjórnstigsins þá eru stjórnvöldum gefnar frjálsar hendur um uppbyggingu þess sem embættismannakerfis. Lagasmíð síðustu ára er ein- hliða í þá áttina. Við getum ekki komið í veg fyrir þriðja stjórn- stigið og við getum ekki gert öll sveitarfélög stór, - en við getum frá grunni sambanda sveitarfé- laganna byggt upp héraðsstjórn- ir, þar sem kjörnir fulltrúar sveitarstjórna ákveða fram- kvæmdir, rekstur og önnur má- lefni fjórðungsins. Fjármagn ríkissjóðs kæmi óskipt, enda er drjúgur hluti ríkistekna frá landsbyggðinni runninn. Því fjármagni ber að skipta sam- kvæmt vilja heimamanna fyrst og fremst. Yfirgangur og hroki ríkisins er nú slíkur að þeir lokuðu m. a. s. bönkunum og sjálfa sig af með öllum sérfræðingum dag- inn sem forráðamenn allra sveit- arfélaga landsins héldu fjár- málaráðstefnu í Reykjavík í haust sem leið. Efnið átti að vera fjármálastefna þessa árs. Par sem ríkið tekur þátt í kostn- aði. ræður það mestu og jafnvel öllu um hvernig peningarnir eiga að notast, það sem við kaupum reiknast jafnvel ekki til kostnaðar. Þröngsýnin erslík að sem minnst er hugsað um sér- stakar aðstæður á landsbyggð- inni, heldur boðið upp á „mini“ útgáfur af Reykjavíkurlausn- um. Fjárveitingar ríkissjóðs til landsbyggðarinnar eru ekki ölmusa. Þær eru endurgjald ríkisins á örlitlum hluta þeirra skatttekna sem upprunnar eru á landsbyggðinni. íslenska ríkið er eins og páfugl, með fæturna suður í Reykjavík og kroppandi um allt land. Þjónustu sína og þægindi vill hann hafa við fætur sér, þar sem fæðan skilar sér. 1419 '85 Sigurður Gunnarssoti, Fáskrúðsfirði. afsláttur á öllum ljósum og ljósabúnaði Nesgötu 7 Neskaupstað © 97-7117 Opið 900 -1200 og 1300 -1800 virka daga Austfirðingar - Reyðfirðingar Opinn fundur verður með Svavari Gestssyni, formanni Alþýðubandalagsins í Félagslundi, Reyðarfirði föstudaginn 27. sept. nk. kl. 230 Einnig verða á fundinum alþingismennirnir Helgi Seljan og Hjörleifur Guttormsson Allir velkomnir Alþýðubandalagið Haustfundur Kvenfélagsins Nönnu verður í safnaðarheimilinu mánudaginn 23. september kl. 2030 Dagskrá: Vetrarstarfið Önnur mál Júlíus Haraldsson verður með kynningu á áleggi frá Síldarvinnslunni hf. Neskaupstað Mætum allar og höldum uppi líflegu vetrarstarfi Nanna Minjavörður á Austurlandi Starf minjavarðar á Austurlandi er laust til umsóknar frá og með 1. nóvember nk. — í starfinu felst skipulag, uppbygging og fagleg aðstoð við söfn á safnsvæðinu, sem er Austurlandskjördæmi — Minjavöðrður er jafnframt forstöðumaður Safnastofnunar Austurlands og starfar undir stjórn hennar Leitað er að starfsmanni með menntun í þjóðfræði eða fornleifafræði, sem hefur áhuga á safnamálum og gæddur er góðum samstarfseiginleikum - Laun samkvæmt samkomulagi starfsmanna ríkisins um minjaverði Umsóknarfrestur er til 1. október nk. — Skriflegar umsóknir sendist Halldóri Sigurðssyni á Miðhúsum, 700 Egilsstaðir Upplýsingar eru veittar á skrifstofu SAL fyrir hádegi® 97-1451 oghjáHalldóriSigurðssyni S 97-1320 á ótilgreindum tíma Stjórn SAL Fasteignir til sölu íbúðarhús: Egilsbraut23 Mýrargata 32 Þórhólsgata 3 Hlíðargata22 Ásgarður 8 Strandgata 36 Naustahvammur 56 Hólsgata 9 ásamt ýmsum öðrum eignum Ýmis skipti koma til greina Allar upplýsingar gefur: Ibúðir: Þiljuvellir 27 2 íbúðir Miðstræti 22 Hafnarbraut 36 Nesbakki 15 Starmýri Þiljuvellir 28 2 íbúðir á Seyðisfirði Viðskiptaþjónusta Guðmundar Ásgeirssonar Melagötu 2, Neskaupstað ® 7677 & 7177 Sýslumaðurinn í Suður-Múlasýslu og bæjarfógetinn á Eskifirði Gerir kunnugt: Þriðjudaginn 10. september 1985, var í fógetarétti Suður-Múlasýslu og Eskifjarðar kveðinn upp svohljóðandi LÖGTAKSÚRSKURÐUR „Hér með úrskurðast, að lögtök mega fara fram til tryggingar eftirtöldum vangoldnum gjöldum álögðum 1985 á einstaklinga og lögaðila á Eskifirði og í Suður-Múlasýslu, að liðnum 8 dögum frá birtingu þessa úrskurðar Gjöldineruþessi: Tekjuskattur, eignaskattur, sóknargjald, slysatryggingargjald v/heimilisstarfa, iðnlánasjóðs- og iðnaðarmálagjald, slysatryggingagjald atvinnurekenda, skv. 20. gr., atvinnuleysistryggingagjald, vinnueftirlitsgjald, launaskattur, kirkjugarðsgjald, sjúkratryggingagjald, gjald í framkvæmdasjóð aldraðra og skattur af skrifstofu- og verslunarhúsnæði —Einnig fyrir aðflutningsgjaldi, útflutningsgjaldi, skráningargjaldi skipshafna, skipaskoðunargjaldi, lestagjaldi og vigtagjaldi, bifreiðaskatti, skoðunargjaldi, bifreiða- og slysatryggingagjaldi ökumanna 1984, áföllnum og ógreiddum söluskatti af skemmtunum, skipulagsgjaldi af nýbyggingum, sýsluvegaskatti, söluskatti sem í eindaga er fallinn, svo og fyrir viðbótar- og aukaálagningum söluskatts og þinggjalda vegna fyrri tímabila Lögtökin fara fram án frekari fyrirvara, á kostnað gjaldenda, en ábyrgð ríkissjóðs" Eskifirði, 10. sept. 1985 Bjarni Stefánsson

x

Austurland

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.