Austurland


Austurland - 19.09.1985, Síða 6

Austurland - 19.09.1985, Síða 6
Lýðræðið, jafnréttið og íslenska stjórnkerfið Óánœgja með íslenska stjórnkerfið grefur sér nú djúpar rcetur í pólitískri vitund fólks utan höfuðborgarsvæðisins. Á ráðstefnum og fundum heima í héraði er nú af fullri alvöru stefnt að leiðum til að taka vald okkar málefna heim. Þó svo lýðrœðið ráði ríkjum og jafnréttið tekjuskiptingunni þá sjáum við ekki réttmæti þess að landsbyggðin skuli nú suður upp í skuld. Við þessar aðstæður eigum við að una, því að ráðuneytin leggjast afvegna manneklu og jafnréttislögmál markaðarins stjórna skiptingunni. Samkvæmt lögmálum lýðrœðisins höfum við ekkert um málið að segja, við erum í minnihluta. NEISTAR Lýðræðið f sinni tærustu mynd er lýð- ræðið réttur meirihlutans. Öll ítök minnihlutans í valdinu eru ólýðræðisleg, meirihlutinn skal ráða. Það var því fullkomlega lýðræðislegt þegar nýkjörin stjórnvöld ákváðu að festa gengið og launin, en ætluðu svo að sjá til hvað innanlandsmark- aðurinn og þá sér í lagi millilið- irnir teldu sig þurfa miklar hækkanir. Verðbólgan er í raun barátta hinna ýmsu hagsmuna fyrir auknum skerf af þjóðarkök- unni. Það var lýðræðislega sam- þykkt með almennum kosning- um að hagsmunaaðilum gengis og launa yrði gert að lúta geð- þóttaskiptareglum milliliðanna. Ef átök brjótast út á vinnu- markaði í haust og boðað verð- ur til kosninga í kjölfarið, er mögulegt að staðfesting meiri- hluta kjósenda fáist fyrir því að launin eigi ekki að hækka. í slíkri stöðu yrði það ólýðræðis- legt að vera í verkfalli! Lýðræðið á sér margar hliðar. Ef fulltrúar meirihluta lands- manna eru til dæmis þeirrar skoðunar að Austfirðingum skuli flogið um Egilsstaði milli landshluta, þá er það lýðræðis- lega ákvörðuð stefna. Og þó svo að Austfirðingar gætu sýnt fram á að þétt, beint flug á staðina sé arðbært, þá væri framkvæmdin strangt til tekið ólýðræðisleg, ætti ekki að viðgangast. Lýðræðið getur því aðeins orðið réttlæti að meirihluta- valdið sé í höndum þolendanna, heimamanna sem þurfa að búa við það sem þeir ákveða. Jafnréttið Jafnréttishugtak ríkjandi afla er bein skírskotun til markaðs- lögmálanna. Það sem markað- urinn lætur þér í té fyrir framlag þitt, það er sú kaupgeta sem þú átt skilið að fá. Framlagið er nefnilega sjálfkrafa rétt metið af markaðslögmálunum, þökk sé samkeppninni! Samkvæmt skilgreiningu er því markaðurinn jafnrétti og jafnréttið best tryggt með frelsi markaðsaflanna. Þannig er nú öllu jafnrétti fullnægt á sama tíma og lands- byggðin er í holskeflum gerð gjaldþrota og seld suður upp í skuld. Þetta er „réttlát" með- ferð markaðsaflanna, jafnréttis- lögmálanna. Óöldin í sjávarþorpunum á sér þó ekki rætur í alþjóðlegum markaðsaðstæðum eða sam- drætti í afurðamagni, heldur í stjórnskipuðum leikreglum markaðarins. Með frystingu á launum og gengi samhliða vöxt- um tengdum við hreyfingar milliliðaokursins eru þúsundir milljóna fluttar frá sjávarþorp- unum. Strax á fyrsta ári var til- færslan komin í 100 milljónir frá meðal sjávarþorpi. Allan tímann hafa erlendar markaðs- aðstæður verið draumi líkastar, dollarinn hefur hækkað stöðugt og markaðirnir hrópa á meiri fisk, sem berst í óvinnanlegu magni á land. Orsaka kreppunnar á lands- byggðinni er að leita í íslenskum Aðalfundur Krabbameinsfé- lags Austfjarða verður haldinn á Stöðvarfirði sunnudaginn 22. sept. nk. og hefst hann kl. 14. A fundinum munu erindrekar frá Krabbameinsfélagi fslands halda erindi. Rúta fer frá Neskaupstað kl. 12 á sunnudag og tekur fólk á stjórnvaldsaðgerðum. Stjórn- völd telja sig lýðræðislega kjörin til að gera upptækar eignir landsbyggðarinnar. Aðferðin stenst reglur jafnréttisins og því þarf réttlæti til að brjóta ósvinnuna á bak aftur. Valdið þarf til heimamanna. íslenska stjórnkerfið íslenska stjórnkerfið er, þökk sé lýðræðinu, þar sem meirihlut- inn býr, - á höfuðborgarsvæð- inu. Embættismennirnir sem ráða í skjóli fjármagns og einok- unar sinnar á upplýsingum eru því Reykvíkingar. Þessir hand- hafar framkvæmdavaldsins eiga þar sinn reynsluheim og þaðan draga þeir sína lærdóma. Lands- byggðin hefur ekkert vald til ákvarðana, enda eru lands- byggðarmenn viðvaningar í ákvarðanatekt að mati æðstu manna. Á ári hverju koma for- ráðamenn sveitarfélaga krjúp- andi um stofnanir ríkisins, þar sem ákvarðandi aðilar belgjast út af landsbyggðarfordómum gagnvart þessum betlandi lýð sem skilur ekki heildaráætlun- ina sem ætlar þeim ekkert. Allar ákvarðanir um framkvæmdir á landsbyggðinni ákveðast í hin- um ýmsu ráðuneytum ríkisins. Við verðum að fara í þá hluti Framh. á 5. síðu. leiðinni á Eskifirði, Reyðarfirði og Fáskrúðsfirði. Farið verður þátttakendum að kostnaðar- lausu. Forpantanir þurfa að berast fyrir föstudagskvöld til Guðrún- ar Sigurjónsdóttur 0 7565 eða Sigríðar Zoéga 0 7167. Bóndi og landpóstur Ásta Erlendsdóttir heitir kona, fædd í Hólagerði í Fá- skrúðsfirði 8. maí 1926. Ásta hefur alltaf átt heima í Hóla- gerði og nú seinni ár hefur Ásta Erlendsdóttir. Ljósm.: S. B. hún búið þar búi ásamt bróð- ur sínum Jóni. Fundum okkar Ástu bar fyrst saman í sumar- ferð Alþýðubandalagsins 1984. Nú rúmu ári síðar leita ég hana uppi og bið hana að segja okkur eitthvað af sjálfri sér. □ Asta, mér er sagt að þú hafir verið landpóstur um langt skeið. Viltu segja okkureitthvað af því? ■ Já, bróðir minn hafði nú embættið, en nú seinni ár hef ég farið ferðirnar fyrir hann. Ég byrjaði 1955 að fara svona annað slagið. Ekki man ég nú hvað var greitt fyrir póstferð- irnar þegar ég byrjaði að fara, en embættið höfðum við í hart- nær fjörutíu ár. Okkur var sagt upp í vetur með þriggja mán- aða fyrirvara. Við hættum í mars en í júní í sumar eru fjöru- tíu ár síðan við hófum ferðirn- ar. Vegna breyttra viðhorfa sögðu þeir, en ég sé nú ekki þessi breyttu viðhorf. □ Lentir þú ekki oft í vondum veðrum í þessum ferðum? ■ Ekki get ég neitað því. Það var einu sinni í lok desember að égvaráferð. Það varkafalds bylur. Ég kem í Gestsstaði og lýk mínu erindi þar. Frá Gests- stöðum ætla ég svo inn og niður í Víðines. Þar var girðing sem ég ætlaði að fylgja og hafa á hægri hönd. Nú, ég fylgi fyrstu girðingu sem ég sé en fer svo að sjá Ijós sem ég kannast ekk- ert við. Það voru þá ljósin á Höfðatúni, bæ sem ég var búin að skila pósti á fyrr um daginn. Ég áttaði mig nú og bjargaði mér heim. I þessari ferð var ég með lyf sem þurftu að komast heim í Hólagerði. Ég var oft með lyf og annað á bæina. Já, það gekk nú á ýmsu. Annað sinn var ég á fjórða tíma að ganga að heiman og út í kaup- stað, í staðinn fyrir hálfan annan. Þá nennti ég ekki að bíða eftir veðurspánni um morguninn og dreif mig af stað og lenti í leiðindaveðri. □ Fórstu alltaf gangandi í þess- ar ferðir? ■ Já. Áðurfyrrvarnústundum farið á hestum en nú seinni ár fór ég alltaf gangandi. □ Hvað var stórt svœðið sem þú gekkst? ■ Það var frá Sævarenda í Dali og Gestsstaði. □ Veistu um aðra konu sem er eða hefur verið landpóstur? ■ Nei, ekki veit ég nú til þess. Þetta hafa aðallega verið karlmenn. □ Var gaman? ■ Já, og ég bið fyrir kveðju til allra sem ég umgekkst í sam- bandi við póstferðirnar, bæði á pósthúsinu og bæjunum. □ Ásta, veltir þú fyrir þér kvennamálum? ■ Nei. Ég hugsa lítið um þau mál og enn minna um pólitík. Ég fylgi ákveðnum mönnum. Ég er ákaflega hrifin af honum Hjörleifi. Þar er maður á rétt- um stað. Nei, ég hugsa lítið um kvennamál. Ég held þó að kon- ur í dag hafi það betra en hér áður fyrr. Engjaferðirnar í dag förum við nú bara að gamni okkar. Þegar ég var krakki bar mamma mig á bakinu langan veg upp í móti til þess að kom- ast á engjarnar. □ Pú ert félagi í Björgunarsveit Fáskrúðsfjarðar? ■ Já, ég gekk í Björgunarsveit- ina Geisla í vetur. Það kom nú til af því að ef til leitar kæmi þá er ég vel kunnug í heima- fjallinu. Mér þótti verst að komast ekki á samæfinguna sem haldin er nú um helgina í Mjóafirði. Það gerir hey- skapurinn. □ Áttu einhver heilræði handa ungum konum í dag? ■ Já. Haldið stíft til fjalla. □ Hvers vegna? ■ Gott og heilnæmt loft kemur blóðinu á hreyfingu. Lítil hreyfing skapar ótal vandræði. □ Par með kveð ég Ástu, fyrr- verandi landpóst, og vona að hennifarnist vel á komandi dög- um sem bónda og björgunar- sveitarmanni. S. B. Frá Krabbameinsfélagi Austfjarða

x

Austurland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.