Austurland


Austurland - 03.10.1985, Side 1

Austurland - 03.10.1985, Side 1
Austurland LJOSA- STILLINGAR Benni & Svenni S 6399 & 6499 35. árgangur. Neskaupstað, 3. október 1985. 35. tölublað. Aðalfundur Kjördœmisráðs AB: Forvalsreglur samþykktar Sigurjón Bjarnason endurkjörinn formaður Um sl. helgi var aðalfundur Kjördæmisráðs Alþýðubanda- lagsins á Austurlandi haldinn í Félagslundi á Reyðarfirði. Var fundurinn fjölmennur og lífleg- ur og afgreiddi mörg mál, m. a. ýmsar ályktanir sem birtast munu í AUSTURLANDI nú og í næstu blöðum. Föstudagskvöldið 27. sept. hélt AB almennan stjórnmála- Svavar Gestsson. fund í Félagslundi og var hann fjölmennur og vel heppnaður. Par flutti Svavar Gestsson, for- maður flokksins ræðu og svaraði Síldveiðar máttu hefjast sl. sunnudag og eftir að síldarrverð lá fyrir fóru bátar að tínast til veiða. Verð er nú um 24% hærra en í fyrra, og í fyrrakvöld voru undirritaðir samningar milli aðila um laun við síldar- söltun. Hækka söltunarlaun skv. þeim um 26.63% frá fyrri samningum og premía hækkar um 52%. Síldarsaltendur bera sig illa yfir nýja síldarverðinu, sem var ákveðið með atkvæðum síldar- seljenda og oddamanns gegn at- kvæðum síldarkaupenda. Peir benda á lægra gengi dollarans, 13% lægra verð sem fæst fyrir síld hjá aðalkaupendunum, Rússum, og allmiklu hærri launakostnað sem aðalástæður þess, að þeir muni tapa 300 - 400 kr. á hverri saltaðri tunnu á þessari vertíð. Samt ætla þeir að salta, bless- aðir! Fyrsta síldin barst til Pólar- síldar á Fáskrúðsfirði sl. sunnu- dagskvöld og síld hefir veiðst í Fáskrúðsfirði, Seyðisfirði og fyrispurnum ásamt alþingis- mönnunum Helga Seljan og Hjörleifi Guttormssyni. Var greinilegt á þessum fundi, að sóknarhugur er nú mikill í al- þýðubandalagsmönnum og kjördæmisráðsfundurinn á laug- ardag og sunnudag staðfesti það enn frekar. Svavar Gestsson flutti ávarp í byrjun aðalfundarins á laugar- dag. Starf kjördæmisráðsins Sigurjón Bjarnason, formað- ur kjördæmisráðsins gerði grein fyrir störfum ráðsins sl. starfsár, sem reyndar var með hefð- bundnum hætti. Þar bar hæst vorráðstefnuna á Hallormsstað, sem er árlegur viðburður. Á síð- ustu ráðstefnu voru æskulýðs- mál, byggðamál og atvinnumál helstu viðfangsefnin. Reikningar kjördæmisráðsins og AUSTURLANDS voru lagðir fram og samþykktir á fundinum og tillögur gerðar um starf næsta árs í aðalatriðum. Bakkaflóa, en sjómenn telja sig ekki hafa orðið vara við mikla síld ennþá í fjörðunum. Á Fáskrúðsfirði eru tvær söltunarstöðvar, Pólarsíld og Sólborg, á Eskifirði sex stöðvar og í Neskaupstað tvær, Síldar- vinnslan og Máni. Frá Fáskrúðsfirði eru gerðir út þrír bátar á síld, Sólborg, Guðmundur Kristinn og Þorri, frá Eskifirði einnig þrír, heima- bátarnir Sæljón og Votaberg og Óskar Halldórsson RE og frá Neskaupstað eru gerðir út tveir bátar. Það eru hvort tveggja að- komubátar, Þuríður Halldórs- dóttir GK, sem leggja mun upp hjá Síldarvinnslunni og Boði KE, sem leggja nrun upp hjá Mána. Skipstjóri á Boða verður Jón Ölversson. Söltunarstöð Síldarvinnsl- unnar er tilbúin að taka á móti síld og Máni verður tilbúinn undir helgina. Blaðið hefir enn ekki upplýs- ingar um fjölda söltunarstöðva á öðrum fjörðum en að framan greinir. B. S. Má þar nefna að samþykkt var, að haldinn verði haustfagn- aður Alþýðubandalagsins á Austurlandi í þessum mánuði og er sagt frá því annars staðar í blaðinu. Með Sigurjóni voru í fram- kvæmdanefnd sl. ár þær Anna Þóra Pétursdóttir og Margrét Óskarsdóttir. Forval fyrir næstu kosningar Á fundinum voru samþykktar endanlega reglur fyrir forval Al- þýðubandalagsins í Austur- landskjördæmi við framboð til Alþingis. Eru þær reglur í 9 greinum og verða kynntar síðar. Reglurnar gera ráð fyrir. að starfandi sé þriggja manna for- valsnefnd, er stjórni forvali. í þessari fyrstu forvalsnefnd AB á Austurlandi eiga sæti: Aðalmenn: Magnús Stefánsson, Fáskrúðsfirði, Hildur Metúsal- emsdóttir, Eskifirði og Auður B. Kristinsdóttir, Neskaupstað. Varamenn: Viggó Sigfinnsson, Neskaupstað, Helga Aðal- steinsdóttir. Reyðarfirði og Ármann Jóhannsson, Stöðvar- firði. Kjaramál fiskverkunarfólks Eitt þeirra mála, sem var sér- staklega tekið fyrir og rætt á fundinum. var kjaramál fisk- verkunarfólks. Bryndís Þór- hallsdóttir á Stöðvarfirði flutti snjallt framsöguerindi um þetta efni og fékk AUSTURLAND góðfúslegt leyfi hennar til að birt^a erindið. Sigurþór Sigurðsson hjá ASÍ flutti einnig framsöguerindi um kjaramál fiskvinnslufólks og fjallaði hann einkum unr ný- gerða bónussamninga. Byggðamál Framsögumenn í þessum málaflokki voru Hjörleifur Guttormsson, alþingismaður og Ásgeir Magnússon, bæjarstjóri. Voru erindi þeirra fróðleg og ít- arleg. Unrræður urðu allmiklar um báða þessa málaflokka. Stjórn og framkvæmdanefnd Stjórn kjördæmisráðsins er skipuð þriggja manna fram- Síldveiðar hafnar Kísilmálmverksmiðjunni fórnað vegna erlendrar stóriðjustefnu Aöalfundur Kjördæmis- smiðjunnar og viðkomandi ráðs Alþýðubandalagsins á byggðarlög búa cnn við óþol- Austurlandi 1985 gagnrýnir andi óvissu. harðlega alla málsmeðferð Alþýðubandalagið mót- Sverris Hermannssonar iðn- mælir því harðlega að útlend- aðarráðherra og ríkisstjórn- um aðilum verði afhentur arinnar varðandi áformaða meirihluti í Kísilmálmvinnsl- kísilmálmverksmiðju á Reyð- unni og að þeim sé boðin raf- arfirði. - Góðum undirbún- orka til verksmiðjunnar langt ingi þessa nráls hefur verið undir framleiðslukostnaðar- glutrað niður vegna þeirrar verði. stefnu iðnaðarráðherra Sjálf- Kjördæmisráðið krefst þess stæðisflokksins að afhenda er- að ríkisstjórnin taki um það lendum auðfélögum meiri- ákvörðun að strax verði ráðist hluta í stóriðjufyrirtækjum. í byggingu verksmiðjunnar á Þrátt fyrirstóryrtaryfirlýsing- grundvelli laga frá 1982, cn ar og loforð iðnaðarráðherra samkvæmt þeim á tslenska hefur hvorki gengið né rekið rt'kið að vera forgönguaðili og varðandi uppbyggingu verk- aðaleigandi þessa fyrirtækis. kvæmdanefnd og formönnum allra Alþýðubandalagsfélag- anna í kjördæminu. Framkvæmdanefndina skipa nú: Sigurjón Bjarnason, Egils- Sigurjón Bjarnason. stöðum, formaður, Anna Þóra Pétursdóttir, Fáskrúðsfirði og Elma Guðmundsdóttir, Nes- kaupstað. Aðrir í stjórn eru for- menn félaganna: Sigurður Geirsson, Höfn, Eysteinn Guðjónsson, Djúpavogi, Ásdís Gísladóttir, Breiðdal. Ármann Jóhannsson, Stöðvarfirði, Magnús Stefánsson, Fáskrúðs- firði, Þórir Gíslason, Reyðar- firði, Hjalti Sigurðsson, Eskifirði, Einar Már Sigurðar- son, Neskaupstað, Magnús Magnússon, Egilsstöðum, Guð- laugur Sigmundsson, Seyðis- firði og Gísli Jónsson, Vopna- firði. Endurskoðendur eru Björn Ágústsson og Kristinn Árnason á Egilsstöðum. Góð fundaraðstaða Mjög góð aðstaða var til fund- arhaldsins á Reyðarfirði, en hann var haldinn í Félagslundi, eins og áður segir og þar sá Hótel Búðareyri fundargestum fyrir prýðisfæði fundardagana. Fundarstjórar voru Ásdís Gísladóttir, Breiðdal og Sveinn Jónsson, Reyðarfirði og fundar- ritarar Elma Guömundsdóttir, Neskaupstað og Árni Ragnars- son, Reyðarfirði. B. S. Eskifjörður: Góðar sölur togaranna AUSTURLAND hafði sam- band við Emil Thorarensen, út- gerðarstjóra hjá Hraðfrystihúsi Eskifjarðar hf. og fékk hjá hon- um upplýsingar um sölur togar- anna og fleira sem fram kemur í þessum pistli og öðrum hér í blaðinu. Hólmatindur seldi í Hull 24. sept. 125 t fyrir 6.2 millj. Með- alverð er kr. 49.20 á kg, sem er sérstaklega gott verð. Hólmanes seldi í Hull 26. sept. 140 t fyrir 6.4 millj. Með- alverð er kr. 45.98 á kg, sem einnig er mjög gott verð. Togararnir eiga nú eftir að veiða um 700 t af kvóta sínum til áramóta. Þeir munu senni- lega sigla eftir næsta túr og fara þá í slipp ytra. Á Eskifirði er nú geysimikil vinna og vantar fólk í nær allar greinar fiskvinnslunnar. B. S.

x

Austurland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.