Austurland


Austurland - 03.10.1985, Blaðsíða 2

Austurland - 03.10.1985, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR, 3. OKTÓBER 1985. ---------Austurland------------------- MÁLGAGN ALÞÝÐUBANDALAGSINS Ritnefnd: Elma Guömundsdóttir, Guðmundur Bjarnason, Einar Már Sigurðarson, Sigrún Þormóðsdóttir og Smári Geirsson. Ritstjóri: Birgir Stefánsson (ábm.) 1S7750 og 7756. Auglýsingar og dreifing: Aðalbjörg Hjartardóttir - Pósthólf 31 — 740 Neskaupstað — S7756. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar: Egilsbraut 11, Neskaupstað ®7750 og 7756. Prentun: Nesprent. ÚTG.: KJÖRDÆMISRÁÐ ALÞÝÐUBANDALAGSINS Á AUSTURLANDI Stjórnarstefnan er ógnun við Iandsbyggðina Aðalfundur Kjördæmisráðs Alþýðubandalagsins á Austurlandi, sem haldinn var um sl. helgi vekur athygli á því í ítarlegri stjórnmála- og byggðamála- ályktun, að stefna ríkisstjórnarinnar kemur ekki að- eins hart niður á launafólki, heldur bitnar hún harka- lega á landsbyggðinni sérstaklega. Þetta kemur m. a. fram í hraklegri rekstrarstöðu sjávarútvegsins, óviðunandi kjörum fiskvinnslufólks, samdrætti í hefðbundnum landbúnaðarafurðum, samdrætti í framkvæmdum úti á landi og fólksfækkun þar, meðan fólki fjölgar hlutfallslega meira á höfuð- borgarsvæðinu en áður. Síðan segir í ályktun kjördæmisráðsins: „Kjör- dæmisráðið telur brýnt, að fólk fylki sér um nýja og öfluga byggðastefnu, sem m. a. feli í sér: # valddreifingu til héraða og sveitarfélaga, # aðstöðujöfnun fyrir atvinnulífog íbúa byggðarlag- anna, # sanngjarnan hlut landsbyggðarinnar í þeim arði, sem fólkið þar leggur til þjóðarbúsins. Til að ná þessum markmiðum leggur kjördæmisráð Alþýðubandalagsins m. a. áherslu á: # að leiðrétta verður rekstrarstöðu frumvinnslu- greina þannig að þær geti tryggt lífvænleg kjör og þróast með eðlilegum hætti, # að treysta þarf samtakamátt landsbyggðarinnar með öflugri einingum en nú er, t. d. með stækkun sveitarfélaga og héraðsstjórnum, sem kosið verði til í beinum, lýðræðislegum kosningum, # að slíkar einingar þurfa að fá aukið fjármagn og sjálfstæða tekjustofna til að takast á við ný verk- efni, # að færa ber opinbera þjónustu og ákvarðanir er henni tengjast út í landshlutana, m. a. á sviði skólamála, heilbrigðismála og samgangna, # að sérstaka áherslu þarf að leggja á að auka hlut- deild landsbyggðarinnar á sviði verslunar og við- skipta, einnig í utanríkisviðskiptum, # að auka þarf ráðgjöf í atvinnulífi og koma upp öflugum þróunarsjóðum í hverjum landshluta, er m. a. taki við verkefnum Byggðastofnunar. Alþýðubandalagið á Austurlandi skorar á lands- byggðarfólk, óháð því hvar það hefur skipað sér í flokka, að fylkja sér gegn stefnu núverandi ríkis- stjórnar og sameinast þess í stað um nýja, lýðræðis- lega byggðastefnu, sem taki mið af heildarhagsmun- um landsmanna.“ Bryndís Þórhallsdóttir: Bónusinn fylgifískur lágra launa Bónuserindi flutt á aðalfundi kjördæmisráðs Alþýðubandalagsins Fundarstjóri, góðir fundar- menn. Ég er ekki hingað komin til að leggja til neinar úrbætur í fiskvinnu í landinu, heldur langar mig til að ræða lítillega kjör og aðbúnað þeirra fjöl- mörgu kvenna sem vinna í frystihúsum víðsvegar um landið. Ég þykist trúlega geta talað af nokkurri reynslu því að ég hef unnið í frystihúsi undanfarin átta ár. I hér um bil öllum frystihús- um er unnið í bónus eða á fínu máli eftir afkastahvetjandi launakerfi. Bónus er þó nokkuð flókið fyrirbæri, eins og fram kom í fréttum af bónussamningunum á dögunum, en í stuttu máli má segja að mikil vinnuafköst og góð nýting á hráefni skili þeim konum mestum tekjuauka sem verkið vinna, og vinnuaðstaða þeirra einkennist af kyrrstöðu, bindingu við vinnuna og miklum vinnuhraða. Enda þótt karlmenn hafi fundið upp bónusinn og hafi fundið upp bónusgrunn, staðal- tíma, marknýtingu og fastanýt- ingu þá vinna eingöngu konur í bónus í frystihúsunum. Með öðrum orðum, karlarnir vilja ekki vinna eftir þessu fína afkastahvetjandi vinnulauna- kerfi, sem þeir bjuggu til. í bónusvinnu má bæði finna kosti og galla. Möguleiki er að tvöfalda launin sín, mikil ósköp, og það sjá flestir við bónusinn, því að tímakaup í frystihúsi er svo lágt, að það tekur því varla að tala um það og svo má líka segja að starfið sé ekki eins ein- hæft þegar maður er alltaf að keppast við að fá heldur fleiri krónur í dag en í gær, og fyrir frystihúsin borgar sig að láta vinna eftir bónuskerfi því að af- köstin vaxa. En gallar í þessu kerfi eru ansi margir. Afköstin eru á kostnað gæðanna og að vinna eftir þessu kerfi til að hafa upp úr því er gífurlegt erfiði svo að ekki sé meira sagt. I vinnu sem þessari, þar sem mikil endurtekning er á sömu hreyfingum, þ. e. einhæf vinna, þá er stöðugt álag á viss- um vöðvum, og ég er með það alveg á hreinu að hver einasta kona sem hefur unnið 1 eða 2 ár í bónus í frystihúsi er slæm af vöðvabólgu sem aftur getur leitt af sér taugaspennu, kvíða, þunglyndi og svefnleysi. Já, ég býst við að ykkur of- bjóði vælutónninn í mér en mér dettur oft í hug það sem var sagt við mig í vetur: „Blessuð góða farðu nú að hætta í þessum bónus, svo þú verðir ekki fimm- tug áður en þú verður fertug." En talandi um álagið í vinn- unni þá finnst mér dálítið merki- legt á þessum tímum framfara og þekkingar á flestum sviðum, hvað dæmalaust lítið er gert til þess að gera okkur fiskvinnuna léttari og þægilegri. Borðin eru t. d. þannig að það er illmögu- legt að sitja við þau, fyrir utan það að það eru óvíða til stólar undir rassinn á okkur, þó að við vildum prófa, þau eru öll ná- kvæmlega jafn há. Æskileg hæð frystihúskvenna sýnist mér að ætti að vera svona 1.70. Eina breytingin sem sýnilega hefur orðið á þessum borðum er að þau standa nú á álfótum í staðinn fyrir tréfótum. Hér ekki alls fyrir löngu ruku menn upp til handa og fóta þeg- ar uppgötvaðist að fólk sem vinnur við tölvu- og sjónvarps- skerma væri farið að kenna veiki í augum sem kölluð er skjá- þreyta. Hvað ætli við fisk- vinnslukonur þurfum að rýna mörg ár í ljósaborðin áður en uppgötvast hjá okkur einhvers konar flúrpípuþreyta? En það á heldur ekki að þegja yfir því sem vel er gert, hjá okk- ur hefur t. d. ekki staðið á því að fá gúmmímottu að standa á, þegar manni er farið að finnast steingólfið einum of hart og kalt. Það má kannski færa rök fyrir því að þetta sé okkur konunum, sem vinnum við fiskinn, sjálfum að kenna. Við erum ekki nógu duglegar að heimta úrbætur. Allavega erum við varla nógu duglegar að standa upp og láta í okkur heyra í stórum hópi. Við berum öllu við, að við kunnum ekki, þorum ekki, viljum ekki, svo er líka dálítið vinsælt að segja. „Það þýðir ekki“. En við megum passa okkur á því að láta ekki karlana tala okkur í kaf, við verðum að láta heyrast í okkur líka. Það er mikið talað í hópi fisk- vinnslufólks um einhæfni vinn- unnar og vinnuleiðann og í litlu byggðarlögunum úti á landi þar sem atvinna er fábreytt og allar starfandi hendur vinna í frysti- húsinu á staðnum, nema þessar tvær eða þrjár sem vinna í kaup- félaginu, þá er það kannski ekki erfiðið, vosbúðin og einhæfnin sem skapar mesta leiðann, held- ur tilhugsunin, - það að vita að maður getur ekki skipt um starf. Hugsunin um það að þegar maður fer að eldast og lýjast þá stendur maður enn við sama borðið í frystihúsinu og maður stóð fyrir 20 árum og er enn að rembast við að ná toppnum í bónusnum. En það er auðvitað ljóst að á meðan stefnan er að fjölga endalaust á suð-vesturhorninu þá fjölgar ekki atvinnutækifær- um á landsbyggðinni og því verður varla neitað, að það er töluvert til í því sem sagt var við mig um daginn að það væri ósköp gott að búa úti á landi, en í Reykjavík væru tækifærin. Það er oft gagnrýnt að fisk- verkunarfólk sæki illa fundi í sínum verkalýðsfélögum. Ýmist telst það vera vegna lengdar vinnudagsins, skorts á sjálfs- trausti til að standa upp og tala, áhugaleysi eða bara vonleysi um árangur, því að eins og segir í könnun Gylfa Páls Hersis og Sigurlaugar Gunnlaugsdóttur sem þau gerðu snemma vetrar 1982 á hag fiskverkunarfólks, telur þriðjungur þess sig hafa takmarkaða möguleika á að ræða við vinnufélaga í vinnu- tímanum og finnst samheldni eða samstaða miður góð eða beinlínis slæm og helmingi þeirra kvenna sem unnu í ein- staklingsbónus fannst samstað- an slæm. Það var talað um það í vor að taka fiskvinnslufólk út úr samn- ingum og semja sér fyrir það. Hver var kauphækkunin hjá okkur þá eftir öll þau fallegu orð? Andvirði tveggja lítra af mjólk á dag. Sem sagt það voru mjólkurfernusamningarnir. Megnið af því fólki sem vinn- ur í frystihúsunum eru skóla- krakkar, eldra fólk og fólk sem hefur ekki mikla skólagöngu að baki og þegar atvinnurekendur eru orðnir leiðir á að auglýsa eft- ir fólki með þessa eiginleika, og

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.