Austurland


Austurland - 03.10.1985, Blaðsíða 4

Austurland - 03.10.1985, Blaðsíða 4
 FLUGLEIÐIR S Gott fólk hjá traustu félagi Ný bílaleiga HITTUMST í Austurland Neskaupstad, 3. október 1985. HELGARPAKKAR Bílaleiga Benna SPARISJÓÐNUM VIKUPAKKAR © 7119 S 7476 & 7420 Sparisjóður Norðfjarðar Vinnuvernd og astand Um sl. helgi var haldin á Iöa- völlum ráðstefna um vinnuvernd og ástand vinnustaða á Austur- landi. Alþýðusamband Austur- lands hélt þessa ráðstefnu í sam- vinnu við Menningar- og fræðslu- samband alþýðu. Ráðstefnan var vel sótt og tókst vel að dómi þeirra, er hana sóttu. Sigfinnur Karlsson, forseti ASA setti ráðstefnnau, en ráð- stefnustjóri var Tryggvi Þór Aðalsteinsson, framkvæmda- stjóri MFA. Erindi á ráðstefn- unni fluttu Asmundur Hilm- arsson, starfsmaður Sambands byggingamanna, Snorri Kon- ráðsson, starfsmaður MFA, Egilsstaðir: Píanótónleikar Öm Magnússon heldur píanó- tónleika í Valaskjálf miðvikudags- kvöldið 9. okt. nk. kl. 2100. Á efnisskránni eru m. a. verk eftir Schubert, Beethoven, Debússy o. fl. Örn er fæddur í Ólafsfirði 1959, og hóf þar tónlistarnám 8 ára gamall. 1979 lauk hann burt- fararprófi í píanóleik frá Tón- listarskólanum á Akureyri. Síð- astliðin 5 ár hefur hann dvalið í Bretlandi og Þýskalandi við framhaldsnám. Örn hélt sína fyrstu opinberu tónleika í Borgarbíói á Akur- eyri 19. des. 1981. Að loknu tónleikahaldi á Ak- ureyri. Egilsstöðum og upptöku fyrir ríkisútvarpið heldur Örn til Lundúna til vetursetu og frek- ara náms. Frá sundráði UÍA Skólamót UÍA í sundi fer fram í Sundlaug Búðahrepps sunnudaginn 6. október 1985. Þetta er í annað sinn sem skóla- mót UÍA er haldið, en það fór fram í Sundlaug Seyðisfjarðar í fyrsta skipti í október í fyrra og tókst vel. Líkur eru á að 7 - 8 skólar taki þátt í keppninni í ár og verður keppt í 25 og 50 m sprett- um í bringu-, skrið- og bak- sundi. Hver skóli á Austurlandi má senda einn keppanda af bvoru kyni í hverja grein úr fjórða til níunda bekk. Enn- fremur verður keppt í 6 x 25 m boðsundi og skal vera einn keppandi úr hverjum þessara bekkja. Keppnin er stigakeppni um farandbikar sem UÍA hefur gefið. Sigurvegari í fyrsta skóla- móti UÍA í sundi var Grunn- skólinn í Neskaupstað. Fréttatilkynning. Hernaðarumsvifum mótmælt Kjördæmisráð Alþýðu- bandalagsins á Austurlandi bendir á, að nú er verið að reyra ísland fastar en nokkru sinni í hernaðarnet Banda- ríkjanna. Hernaðarframkvæmdir hafa verið meiri hérlendis í tíð ríkisstjórnar Steingríms Hermannssonar en áður í sögu íslenska lýðveldisins. Til viðbótar stórfelldri uppbygg- ingu hernaðarmannvirkja á Reykjanesi koma nú hernað- arratsjárstöðvar á Vestfjörð- um og Norðausturlandi með sjálfvirkum boðleiðum til höfuðstöðva Bandaríkjahers vestanhafs. Sérstaklega harmar fundurinn að nú skuli ákveðið að reisa aðra hernað- arratsjárstöð hér eystra á Gunnólfsvíkurfjalli til viðbót- ar herstöðinni á Stokksnesi. Framsóknarflokkurinn ber ekki síður ábyrgð á þessari þróun en Sjálfstæðisflokkur- inn, þareð utanríkisráðherrar Framsóknarflokksins stóðu í samningamakki við Banda- ríkjastjórn um aukin hernað- arumsvif í tíð fyrri ríkis- stjórna. Alþýðubandaiagið mót- mælir þessari háskalegu stefnu og öllum undirlægju- hætti íslenskra ráðamanna við erlent vald. vinnustaða Eyjólfur Sæmundsson, for- stjóri Vinnueftirlits ríkisins, sem ræddi um stonfunina og Skúli Magnússon, vinnueftir- litsmaður á Austuriandi og Hörður Bergmann fræðslufull- trúi Vinnueftirlitsins, sem ræddu um framkvæmd vinnu- eftirlits og upplýsingastarf. Er- indi þeirra Ásmundar og Snorra báru heitin: Maðurinn og starfsumhverfið, Heilbrigð- is- og öryggiseftirlit innan fyrirtækja og Niðurstöður kannana um ástand vinnu- staða. Starfshópar ræddu svo efnið „leiðir til úrbóta." Loðnan: Nálgast 60 þús. tonn á Austfjörðum Blaðið mun gera þessari ráð- stefnu nánari skil á næstu vikum með því að birta viðtöl við for- svarsmenn ráðstefnunnar og þátttakendur. B. S. Blaðið aflaði sér upplýsinga um, hversu mikil loðna hefði nú borist til Austfjarðahafna og fara þær tölur hér á eftir og get- um við kallað það grófar tölur: Krafíst mannsæmandi launa Fundur Kjördæmisráðs Al- þýðubandalagsins í Austur- landskjördæmi haldinn á Reyð- arfirði dagana 28. og 29. sept- ember 1985 bendir á þær hrika- legu afleiðingar óheftrar auð- hyggjustefnu ríkisstjórnarinnar að nú eru almenn launakjör í landinu Vs rýrari en þau voru er hún tók við völdum. Ríkis- stjórnin hefurbreytt tekjuskipt- ingunni launafólki í óhag og fært þann ránsfeng til gróðastétt- anna, sem stunda ómælt verð- bólgu- og verðbréfabrask með hörmulegum afleiðingum, eink- um fyrir húsbyggjendur. Frelsi fjármagnsins og okurvextir eru að sliga alla alþýðu manna og undirstöðuatvinnuvegina í land- inu. Meðal annars eru afleiðingar þessarar óheillastefnu ríkis- stjórnarinnar þær að fólksflótti er nú af landsbyggðinni til þéttbýlis- ins á Stór-Reykjavíkursvæðinu og framleiðsluatvinnugreinarnar li'ða fyrir vinnuaflsskort. Alþýðubandalagið hefur margsinnis lagt fram tillögur til að snúa þessari þróun við, með- al annars þær að launakjör og vinnuaðstaða verði stórbætt þannig að fólk laðist að þessum atvinnugreinum. Höfuðkrafa Alþýðubanda- lagsins er sú að horfið verði frá andbyggðastefnu ríkisstjórnar Steingríms Hermannssonar og að stöðvuð verði eignaupptaka í sjávarútvegi í formi okurvaxta og óraunhæfrar verðtryggingar. Framleiðslugreinunum verði gert kleift að greiða mannsæm- andi laun en það er forsenda þess að fólksflótta af lands- byggðinni linni. Færa þarf félagslega aðstöðu landsbyggðarfólks til jafns við það sem gerist á suðvesturhorni landsins. Sérstaklega er bent á menntunarmál, heilbrigðismál og menningarmál og aðra fé- lagslega þætti. Einnig þarf að jafna húshitunarkostnað, sím- kostnað og almennt vöruverð. Vinnustéttirnar þurfa að nota sér það tækifæri sem gefst í sveitarstjórnarkosningum á næsta ári og í komandi alþing- iskosningum til að knýja fram breytta stefnu og leiða sem víð- ast félagshyggjuöfl til áhrifa. AB Héraðsmanna: Magnús Magnússon formaður Alþýðubandalag Héraðs- manna hélt aðalfund sinn 25. sept. sl. Var það góður fundur og mikill hugur í mönnum. Voru þar rædd ýmis félagsmál og m. a. útgáfumál Gálgáss. Magnús Magnússon var endurkjörinn formaður félags- ins, en aðrir í stjórn eru: Guð- laug Ólafsdóttir, Friðjón Jó- hannsson, Elna K. Jónsdóttir, Jón Loftsson og Kristinn Árna- son. Eru þau Friðjón og Elna ný í stjórninni, en úr stjórn gengu nú Svandís Rafnsdóttir og Dröfn Jónsdóttir. B. S. Lestir Eskifjörður . . . rúml. 29.000 Neskaupstaður . . um 2.200 SR, Seyðisfirði . rúml. 20.000 ísbj,, Seyðisfirði . um 6.700 Bræðsla hófst í Neskaupstað í fyrradag. Börkur landaði þar úr sínum fyrsta túr 29. sept. um 1.150 lestum og Beitir landaði í fyrradag rúmum 1.000 lestum, en hafði landað einu sinni áður á Seyðisfirði. Loðnuafli Austfjarðaskipa er nú sem hér segir um það bil: Lestir Guðrún Þorkelsdóttir . 7.000 Jón Kjartansson . . . 3.200 Sæberg ................. 2.750 Magnús................ 3.800 Beitir................ 2.300 Börkur ................. 1.150 DAGUR dagblað Fyrir stuttu urðu þau tímamót í íslenskri blaðaútgáfu, að fyrsta dagblað utan Reykjavíkur hóf göngu sína. Er það Akureyrar- blaðið Dagur, sem komið hefir að undanförnu út þrisvar í viku, sem nú er orðið að dagblaði og mun koma út fimm daga vik- unnar. AUSTURLAND óskar DEGI til hamingju á þessum tímamótum og sendir ritstjóran- um, Hermanni Sveinbjörnssyni og öðru starfsliði blaðsins bestu kveðjur vitandi það, að blöð okkar eiga það sameiginlegt að vilja hlut landsbyggðarinnar og landsbyggðarblaðanna sem mestan. Til gamans fylgir hér staka eftir okkar ágæta hagyrðing, Einar H. Guðjónsson á Seyðis- firði, er hann heyrði frétt um það, að DAGUR væri orðinn dagblað. Ekki er Framsókn ennþá lin, alltaf styttast kvöldin. Pegar tapast tímans skyn, tekur Dagur völdin. B. S.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.