Austurland


Austurland - 10.10.1985, Blaðsíða 1

Austurland - 10.10.1985, Blaðsíða 1
Austurland HELGARFERDIR TIL AKUREYRAR Benni & Svenni S 6399 & 6499 35. árgangur. Neskaupstað, 10. október 1985. 36. tölublað. Þórður Kr. Jóhannsson. Er Halldóri sjálfrátt? Áreiðanlega er það vanda- verk að stýra sjávarútvegsmál- um Islendinga svo vel fari og að sjálfsögðu ómögulegt að gera það svo öllum líki. Halldór Ásgrímsson hefur auðvitað ýmislegt gert í sinni ráðherratíð sem gott getur talist og hefur áreiðanlega heyjað sér víðtæka þekkingu á sjávarút- veginum - ekki síst þá sem num- in verður af töflum og skýrslum. En þá gjörþekkingu á þessum málum, sem fæst með því að lifa og hrærast í þeim allt frá barn- ekki fremur en að skvetta vatni á gæs. Fréttir sem borist hafa af þeim frumvarpsdrögum sem hann kynnti nýlega sýna að hann hefur ekkert vitkast heldur ætlar hann sér enn að herða á. Þess vegna spyrja menn hver annan: Er honum sjálfrátt? Ekki veit ég hvort Halldór les kjördæmisblöðin en í þeirri von skulu talin nokkur þau atriði sem gera það að verkum að nú- verandi smábátakvóti er dæmd- ur til að vera bæði óraunhæfur og óréttlátur. Jafnframt er það Frá smábátahöfninni í Neskaupstað æsku, hefur Halldór ekki. Slíka þekkingu og reynslu hafði Lúð- vík Jósepsson enda lofuðu hann jafnt útvegsmenn og sjómenn án tillits til flokkssjónarmiða. Og ef svo er komið á Alþingi að ekki finnist þar maður til að fara skammlaust með málefni undir- stöðuatvinnuvegs þjóðarinnar þá á að sækja hann út í atvinnu- lífið. Fordæmið höfum við um utanríkismálin í núverandi Ljósm. Jóh. G. Kristinsson. ríkisstjórn. Líklega er það þessi skortur á lifandi þekkingu sem veldur því að þegar Halldór þykist vera að hafa samráð við þá menn sem ákvarðanir hans varða er stirfn- in og einstefnan svo mikil að vart er hægt að kalla annað en þvermóðsku. Það undrar vitanlega engan að hann skuli í þessum efnum njóta dyggilegs stuðnings Krist- jáns Ragnarssonar, fulltrúa frjálshyggjunnar og íhaldsins í útgerðinni. Við Norðfirðingar a. m. k. eigum hins vegar verra með að skilja að Jakob Jakobs- son skuli hafa látið munstra sig á þessa skútu, maður, sem vegna reynslu og þekkingar ætti að hafa miklu meiri víðsýni til að bera. Skýrast kemur þessi stirfni Halldórs líklega fram í sam- bandi við smábátakvótann. Þótt maður hafi gengið undir manns hönd að skýra fyrir honum og sanna með glöggum dæmum ranglæti þessa kvóta hrífur það í þeirri von að Halldór gefi sér tíma til að velta þessum punkt- um svolítið fyrir sér að ég tali nú ekki um að staðfesta þá eða hrekja með fullum rökum eftir því sem honum sýnast efni standa til. 1. Vegna mjög ólíkrar aðstöðu til sóknar og veiða er fráleitt að láta hið sama gilda um alla báta 10 t og minni, opna sem dekkaða. T. d. má benda á að keppni manna innan sama kvóta getur orðið til að ýta undir varasama sókn hinna minni báta. 2. Upphaflegi kvótinn varalltof lítill en frá þeim tíma hefur smábátum fjölgað gífurlega. Þetta þýðir auðvitað að gíf- urleg rýrnun hefur orðið á þeim hlut sem kemur á hvern bát. Þótt benda megi á að í framkvæmdinni veiði smá- bátarnir nokkru meira en kvótinn segir til um þá er þess að gæta að ávallt er um það rætt sem stóráfall og eftir fylgja gjarnan nýjar tegundir takmarkana sem enn auka misréttið. 3. Veður og straumar takmarka svo mjög veiðar þessara báta, ekki síst hinna smærri, að raunar er varla þörf ann- arra takmarkana. Af þessum sökum cru fyrirfram ákveðn- ir banndagar eftir almanak- inu fáránlegir. Nærtækt erað minna á nýafstaðið bann þegar menn urðu að liggja í #• Pórður Kr. Jóhannsson. landi í smástrauminn í rjómalogni nýbúnir að taka út brælustopp og þegar loks- ins mátti róa var hann aftur genginn í brælu sem ekki sér fyrir endann á enn þegar þetta er ritað. 4. Ekkert tillit er tekið til þess hve aðstæður eru mismunandi eftir landshlutum og jafnvel milli svæða innan sama landshluta. Á þetta jafnt við um fiskigöngur, aðstæður til sóknar, möguleika á sókn í aðra fískistofna o. fl. T. d. má benda á að sums staðar geta trillukarlar haft þokka- legar tekjur af grásleppu á vor- in og fram á sumar. Á Aust- fjörðum er ekki um slíkt að ræða nema í mjög litlum mæli. Samhjálp og félagslegu jafnrétti ógnað Aðalfundur Kjördæmisráðs Alþýðubandalagsins á Austur- landi haldinn á Reyðarfirði 28. og 29. sept. 1985 varar scrstak- lega við þeim áformum frjálshyggjunnar, studdum af núver- andi ríkisstjórn, sem miða að því að leggja í rúst þá samhjálp og það félagslega jafnrétti til menntunar og þjónustu, sem áratugalöng barátta alþýðunnar hefur gert að aðalsmerki okk- ar þjóðfélags. Þessi atlaga birtist jafnt í skólamálum (einkaskólar), heilsu- gæslu (útboð) sem og þrengdum hag verr settra þjóðfélags- þegna. Fundurinn skorar á allt félagshyggjufólk að snúast til öfl- ugrar varnar því jafnrétti og þeirri velferðarstefnu, sem ein megnar að veita þeim öryggi, er við bágust kjör búa og veitir öllum jafnan rétt til lífsins gæða án tillits til efnahags eða búsetu. 5. Þá skal á það bent að frá atvinnusjónarmiði má skipta trillukörlum í 3 aðalflokka: a) Þá sem ekki stunda aðra atvinnu en eru bundnir við þetta allt árið. b) Þá sem hafa þetta að aðalatvinnu 2-4 sumarmánuði. c) Þá sem hafa þetta sér til gamans og reyna að skjótast á sjó um helgar eða í sumarleyfum. Er auðséð hversu fárán- legt er að ætla að sömu reglur geti gilt um þessa sundur- lausu hópa svo réttlátt sé. Lengi mætti enn við þennan lista bæta en þetta verður látið duga að sinni. Engar tillögur til breytinga eru settar fram hér enda hefur það verið gert áður jafnt af undirrituðum sem mörg- um öðrum. Að lokum skal það tekið fram að þótt verk sjávarút- vegsráðherra séu hér tæpitungu- laust dæmd hefur það aldrei hvarflað að undirrituðum að hann skorti viljann til góðra verka. Ástæðan fyrir því að smá- bátakvótinn er slík hrákasmíð sem raun ber vitni er auðvitað sú að grunnurinn að honum er allur í skötulíki. Þessar línureru ritaðar í þeirri von að ráðherra fáist til að endurskoða grunninn og byggja síðan á honum eitt- hvað nýtt sem sæmilegt megi kallast. Neskaupstað, 8. október 1985, Pórður Kr. Jóhunnsson. Hreinsanir í ríkisstjórninni Það hefir víst ekki farið framhjá neinum. að mikil átök hafa að undanförnu átt sér stað innan Sjálfstæðisflokksins, en þar virðist reyndar eingöngu um valdabaráttu einstakra manna að ræða, en ekki ágreining um stefnu eða markmið. Þetta sjón- arspil er því ekki líklegt til að hafa áhrif á stefnu ríkisstjórnar- innar og staðfesta orð formanns flokksins. sem loksins er nú orð- inn ráðherra, það. Hann hefir reyndar sagt, að mannabreyt- ingar í ríkisstjórninni geri henni auðveldara að ná betri árangri í baráttu við verðbólguna og viðskiptahallann. En allir vita, að þegar sjálfstæðismenn tala um betri árangur í þeim efnum, þýðir það aukna kjaraskerðingu og versnandi lífskjör al- mennings í landinu. Almennt launafólk vill því vera laust við þennan „betri árangur" sjálf- stæðismanna. Verður raunar ekki séð, að framsóknarmenn hafi aðrar skoðanir í þessum efnum en sjálfstæðismenn, en þeir hafa reyndar aðeins leikið statista- hlutverk í ríkisstjórnarrevíunni að undanförnu. Formaður Sjálfstæðisflokks- ins hefir nú tilkynnt þær hreins- anir, sem hann hyggst láta koma til framkvæmda í næstu viku. Þar er fyrst um að ræða, sem engum mun hafa komið á óvart, að hann gerir sjálfan sig að ráð- herra og sest í stól Alberts fjármálaráðherra, sem yfirgefur þann sess með ólund. Hann tek- ur við iðnaðarráðuneytinu af Sverri, sem sest í stól Ragnhild- ar í menntamálaráðuneytinu. Hún fær til umráða heilbrigðis- og tryggingaráðuneytið, sem Matthías Bjarnason missir. Hann heldur hins vegar sam- gönguráðuneytinu og fær að auki viðskiparáðuneytið frá Matthíasi Mathiescn, sem Þor- steinn rekur úr ríkisstjórninni. Hann lá best við höggi, cnda fjarri vettvangi, staddur í Kóreu, þegar lokasennan fór fram. Geir hefir svo sagt utan- ríkisráðherrastarfinu lausu frá næstu áramótum aö eigin ósk að sögn og það starf ætlar Þor- steinn Matthíasi Mathicscn. Ungir framsóknarmcnn og kannski einhvcrjir fleiri í þcim flokki hafa nú lagt til, að hrcins- anir verði einnig gerðar í ráð- herraliði Framsóknarflokksins, en ekki eru miklar líkur á, að þær frómu óskir nái fram að ganga, cftir undirtektum Stein- gríms, efnahagsmálakennara í Austurlöndum nær að dæma. Og nú þurfa allir ráðhcrrarnir að fara að sctja sig inn í yfir- stjórn nýrra málaflokka, scm þeir þekkja mismikið cða -lítið til. Nýr aðlögunartími cr að hefjast. li. S.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.