Austurland


Austurland - 10.10.1985, Page 2

Austurland - 10.10.1985, Page 2
2 FIMMTUDAGUR, 10. OKTÓBER 1985. ---------Austurland-------------------- MÁLGAGN ALÞÝÐUBANDALAGSINS Ritnefnd: Elma Guðmundsdóttir, Guðmundur Bjamason, Einar Már Sigurðarson, Sigrún Þormóðsdóttir og Smári Geirsson. Ritstjóri: Birgir Stefánsson (ábm.) S7750 og 7756. Auglýsingar og dreifing: Aðalbjörg Hjartardóttir-Pósthólf 31 - 740 Neskaupstað — ®7756. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar: Egilsbraut 11, Neskaupstað S7750 og 7756. Prentun: Nesprent. ÚTG.: KJÖRDÆMISRÁÐ ALÞÝÐUBANDALAGSINS Á AUSTURLANDI Upplausn og glundroði í upphafi þings Nú er Alþingi að hefja störf að nýju og ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar hefir runnið sitt skeið rúm- lega til hálfs. Synd væri að segja, að í þeim herbúðum ríkti samheldni og eindrægni um þessar mundir. Þing- hléið hefir ekki verið notað til að stilla saman kraftana og búast til nýrra átaka við farsæla stjórn landsmála og þann vaxandi vanda, sem við blasir í efnahags- og at- vinnumálum. Þingmenn stjórnarflokkanna og ráðherrar hafa verið uppteknir af hinum farsakennda skessuleik, sem þeir hafa leikið sl. tvö ár og hefir verið einkar spenn- andi á vallarhelmingi sjálfstæðismanna, síðan sóknin eftir „stólnum handa Steina“ hófst. Um þennan atgang verður nú að fara að hafa sterkari orð en um veislugleðina hjá Goðmundi á Glæsivöllum forðum: „í góðsemi vegur þar hver annan“. Forsætisráðherra, sem að undanförnu hefir verið upp- tekinn við að uppfræða gyðinga um efnahagsmál og verð- bólgulíf, hefir nú fengið tilkynningu frá samstarfsflokkn- um um hreinsanir innan ríkisstjórnarinnar og er ekki annað vitað en hann og aðrir framsóknarmenn taki þeim fregnum með glöðu geði eins og öðrum ákvörðunum sjálfstæðismanna varðandi stjórnarsamstarfið og stjórn- arstefnuna. Engin þörf mun hins vegar vera talin á hreinsunum í ráðherraliði Framsóknar, enda valinn mað- ur í hverju rúmi. En hvaða breytingar mun þessi fyrsta uppstokkun í ríkisstjórninni hafa í för með sér? Er um einhverja stefnu- breytingu að ræða hjá ríkisstjórninni, sem gerir það líklegt, að hún nái tökum á stjórn landsins? Formaður Sjálfstæðisflokksins lýsti því yfir í sjónvarpi á dögunum, að ríkisstjórnin myndi í engu breyta sinni stefnu. Ráðherrahrókeringarnar virðast því eingöngu vera innanhússleikir í valdataflinu í Valhöll og koma því stjórn landsmála og hag almennings í landinu lítið við. Ljóst er, að gamla gengisfellingaleiðin verður áfram notuð við stjórn efnahagsmála. Reyndar má ekki lengur kalla hana gengisfellingaleið, heldur gengissig, þó að fáir sjái muninn á hröðu sigi og falli. Ljóst er, að mikill niðurskurður verður í raun á ýmsum framkvæmdaþáttum ríkisins og þá helst þeim er snerta landsbyggðina svo sem samgöngumálin. Ljóst er, að skattar á almenning munu ekki lækka, en hins vegar mikil hætta á, að þeir hækki enn. Ljóst er því miður, eins og hringlið með fjárlagafrum- varpið er kannski eitt ljósasta dæmið um, að ríkisstjórnin er alls ófær um að fást við stjórn landsins. Það ríkir upplausn og glundroði á fjölmörgum sviðum og ríkis- stjórninni ber því að viðurkenna getuleysi sitt, segja af sér og efna til kosninga. B. S. Sveinn Jónsson: vinnslu 1988. Veröi ákvörðunin hins vegar neikvæð, kvað Birgir ísleifur engan raunhæfan mögu- leika eftir. Rio Tinto Zink er fjárfesting- arfyrirtæki harðsvíraðra kapi- talista, sem gera sér vonir um minnst 10% arðsemi af sínum fjárfestingum. Þeir gera sér þó vonir um lágt afurðaverð, sem tryggi sölumöguleika. Þeir gera einnig kröfu um meirihluta eignaraðild e. t. v. 60 : 40 skipti þar sem íslenska ríkið væri æski- legur stór mótaðili. Þessi krafa þeirra stangast á við gildandi lög um verksmiðjuna, sem kveða á um, að ekki minna en 51% af hlutafé félagsins skuli jafnan vera í eigu ríkisins og stjórn þess skipuð fulltrúum ríkisins að meirihluta. Raforkuverðtilboð til verk- smiðjunnar er sagt óklárt en RTZ mun hafa verið gerð grein fyrir „hvað geti gengið". Á veg- urn Landsvirkjunar mun unnið að athugun á því, hvað hún geti leyft sér að bjóða upp á. Á það skal bent, að umframorka í kerfi Landsvirkjunar er í dag nálega tvöfait meiri en þarf til verk- smiðjunnar eða 500-700 GWh, enda ráðgert á sínum tíma, að verksmiðjan gæti kontið inn um 1985. Spá Chase Econometrics frá ntars 1985 telur þörfina fyrir kís- ilmálm aukast í heiminum um ca. 2.8% á ári á næstu tíu árum. í Portúgal er nú að fara af stað framleiðsla í þremur verksmiðj- Kísilmálmyinnslan Eignaraðildarkönnun senn á enda Segjast verður, aðstjórn Kísilmálmvinnslunnar hf., Reyðarfirði, hafi lítil afskipti afundirbúningi að stofn- un verksmiðjunnar sem stendur. Hann hefur undan- farin tvö ár verið nær alfarið í höndum viðrœðunefnd- ar um stóriðju, þeirra Birgis ísl. Gunnarssonar, Guðmundar G. Pórarinssonar, Geirs H. Haarde og Axels Gíslasonar, sem allir eru beint eða óbeint hags- munagœslumenn höfuðborgarinnar, auk Geirs A. Gunnlaugssonar, framkvœmdastjóra Vinnslunnar. Fulltrúar Austfirðinga hafa ekki átt þess kost að taka þátt í viðræðunum og fylgja þeim eftir. Þeir hafa mátt frétta af þeim í fjölmiðlunum og ekki sáu for- svarsmenn stjórnar heldur neina ástæðu til að andmæla og hrekja fréttaflutning sl. vor unt fjárhags- legan ávinning þess að reisa og reka kísilmálmverksmiðju í sam- vinnu við Elkem á Grundartanga frekar en á Reyðarfirði. Einstakir stjórnarmenn hafa þó eflaust margvíslegar athugasemdir varð- andi forsendur og framsetningu þeirra fullyrðinga. Það eina, sem stóð þá óhaggað, var yfirlýsing iðnaðar- ráðherra, Sverris Hermanns- sonar, að það væru lög í landinu, lög um kísilmálmverk- smiðju á Reyðarfirði, samþykkt á Alþingi 7. maí 1982 í tíð Hjör- leifs Guttormssonar, þáverandi iðnaðarráðherra. Stjórn Kísilmálmvinnslunnar kom saman til fundar 2. okt. sl. í fyrsta sinn frá því hún var endurkjörin af Alþingi sl. vor. Á fundinum gerði Birgir Isl. Gunnarsson, form. viðræðu- nefndarinnar, grein fyrir eignar- aðildarviðræðum, sem hann kvað að verið hefði „tveggja ára grýtt ganga“. Búist hafði verið við ákveðnu útspili Elkem 30. sept. sl. Fram kom, að þeir treysta sér ekki til að vera með í verksmiðju á Reyðarfirði. Grundartangi gæti hins vegar verið fýsilegur kostur og væru þeir enn að bera þann kost saman við aðra og einnig mismunandi vinnslukosti þar. Evrópudeild Río Tinto Zink er sögð hafa lagt til við aðal- stjórn þess fjölþjóðafyrirtækis, að teknar verði upp formlegar viðræður við Kísilmálm- vinnsluna. Þess er nú vænst, að aðalstjórnin muni taka ákvörð- un í málinu um mánaðamótin nóvember desember nk. Verði ákvörðunin jákvæð gæti svo farið, að framkvæmdir hæfust nk. vor og verksmiðjan hæfi Sveinn Jcmsson. um með afkastagetu upp á 30 - 40.000 tonn á ári. Framleiðsla í Brasilíu er mjög vaxandi m. a. í samvinnu við FeSil grúppuna norsku. Segja verður. að verksntiðjan væri betur risin við Reyðarfjörð og frantleiðsla hafin eins og áformað var í ráðherratíð Hjör- leifs Guttormssonar. Þá væri staða atvinnumála miðsvæðis á Austurlandi önnur en hún er í dag. Sverri Hermannssyni hefur gefist tækifæri á að reyna orku- sölustefnu Sjálfstæðisflokksins. Allt útlit er fyrir skipbrot og mun það þá bitna á Austfirðing- um um langa framtíð. Aðalfundur kjördæmisráðs AB á Austurlandi hefur mót- mælt því, að erlendum aðilum verði afhentur meirihluti í vinnslunni og að þeim verði boðið rafmagn langt undir fram- leiðslukostnaðarverði. Kjör- dæmisráðið hefur einnig krafist þess, að ríkisstjórnin taki um það ákvörðun, að strax verði ráðist í byggingu verksmiðj- unnar, íslenska ríkið verði for- gönguaðili og aðaleigandi. Um þá kröfu þurfa nú Aust- firðingar allir að sameinast og fylgja fast eftir. Þá fyrst er von til að áform um Kísilmálm- vinnsluna á Reyðarfirði nái frant að ganga. Sveinn Jónsson, fulltrúi Alþýðubandalcigsins í stjórn Kísilmálmvinnslunnar. Vetrardekk Mikið úrval - Hagstætt verð Bílaverkstæði SVN S 7602

x

Austurland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.