Austurland


Austurland - 10.10.1985, Blaðsíða 3

Austurland - 10.10.1985, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR, 10. OKTOBER 1985. Viðtal við Tryggva Þór Aðalsteinsson: Yaxandi fræðslustarf Öryggistrúnaðarmenn vantar víða á vinnustaði D Eins og sagt var frá í síðasta blaði gekkst Alþýðusamband Austurlands í samvinnu við Tryggvi Þór Aðalsteinsson. Mcnningar- og frœðslusamband alþýðu fyrir tveggja daga ráð- stefnu um vinnuvernd og ástand vinnustaða. Var ráðstefnan haldin á Iðavöllum 27. og 28. sept. og var vel sótt. Ráðstefnustjóri var Tryggvi Pór Aðalsteinsson, fram- kvœmdastjóri MFA og náði AUSTURLAND tali af honum á ráðstefnunni og spurði hann fyrst, hvaða aðili héldi ráð- stefnuna. ¦ Hún er í raun og veru á veg- um ASA, en undirbúin og skipulögð í samvinnu við MFA. D Hafa margar slíkar ráðstefn- ur verið haldnar á vegum svæða- sambandanna? ¦ Þetta er fyrsta ráðstefnan, sem haldin er af svæðasambandi um vinnuverndarmál, a. m. k. eftir að lögin um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnu- stöðum tóku gildi í ársbyrjun 1981. En tilgangur þessarar ráð- stefnu er m. a. einmitt sá að ræða og átta sig á, hvernig til hefur tekist um framkvæmd þeirra laga. Rýmum fyrir jólavörunum Öll leikföng og gjafavörur seldar með 20% afslætti í dag og á morgun Opið kl. 9 - 18 báða daga Bókaverslun Brynjars Júlíussonar S 7132 - Hafnarbraut 15 - Neskaupstað Haustfundur kvennadeildar SVFÍ Norðfirði verður haldinn í safnaðarheimilinu, þriðjudaginn 15. október nk. kl. 2030 Góð mæting Stjórnin Æl NESKAUPSTAÐUR Urskurður um lögtök Samkvæmt úrskurði bæjarfógetans í Neskaupstað 25. sept. sl. mega lögtök fara fram til tryggingar greiðslu ógreiddra fasteignagjalda í Neskaupstað álagðra 1984 og 1985 og útsvara og aðstöðugjalda álagðra 1985, ásamt dráttarvöxtum og kostnaði, að liðnum 8 dögum frá birtingu auglýsingar þessarar Fjármálastjórinn í Neskaupstað D Er það rétt sem mér skilst, að það séu ekki til öryggiseftirlits- menn á vinnustöðum yfirleitt? ¦ Nú hef ég ekki upplýsingar um, hvernig þetta er á landinu öllu, en það er nokkuð klárt mál, að það eru fjölmargir vinnustaðir, þar sem ekki er ör- yggistrúnaðarmaður og ekki heldur öryggisvörður, þ. e. a. s. fulltrúi atvinnurekendanna í þessum málaflokki, eins og lög- in einmitt gera ráð fyrir. D Það virðist þá Ijóst, að lögun- um sé ekki framfylgt að þessu leyti ennþá í raun? ¦ Það virðist vera, að töluvert vanti á það, hvað þetta snertir, en einn liður í undirbúningi þessarar ráðstefnu var könnun, sem gerð var á ástandi þessara mála á vinnustöðum hér á Austurlandi. Við sendum aðild- arfélögunum spurningalista. sem unnir hafa verið af starfs- mönnum Vinnueftirlits ríkisins, þar sem spurt er um fjölmörg atriði, sem snerta vinnuvernd svo sem lýsingu, loftræstingu, hitastig, hávaða, ýmislegt. sem lýtur að vinnuskilyrðunum og vinnuskipulagi, ennfremur um öryggisatriði véla og tækja og svo um húsnæðið sjálft. Einnig var spurt, hvort öryggistrúnað- armaður væri á vinnustaðnum svo og öryggisvörður. Ég held að óhætt sé að segja, að félögin hafi brugðið nokkuð vel við, því að við höfum fengið svör frá 33 vinnustöðum á Austurlandi. allt frá Bakkafirði suður til Hafnar í Hornafirði. Og þetta eru mjög fjölbreyttir vinnustaðir. í þessum hópi eru 10 frystihús. 6 saltfiskverkanir og svo ýmiss konar önnur fyrir- tæki svo sem vélsmiðjur. versl- anir, loðnubræðslur. bakarí, trésmiðja. prjónastofa o. fl. Og það kemur fram þarna, þar sem því er á annað borð svarað, að það eru öryggistrún- aðarmenn á 11 vinnustöðum. þ. e. á þriðja hverjum vinnu- stað, og ég held satt að segja, að það sé bara allgott miðað við það, sem við vitum að er annars staðar. Nú verður náttúrulega að taka það skýrt fram, að þetta er ekki þannig könnun, hvorki svo nákvæmlega útfærð né nær hún til svo margra fyrirtækja, að þetta sé einhver vísindaleg rannsókn, en hún gefur okkur vísbendingu. Og þannig var þetta einmitt hugsað - að fá einhverja vísbend- ingu um, hvernig ástandið væri og það ætlum við m. a. að ræða á þessari ráðstefnu. Frá vinnuverndarráðstefnunni á Iðavóllum. Ljósm. B. S. ? Ég sé að á dagskránni er líka efnið „leiðir til úrbóta", sem fjallað verður um ístarfshópum. ¦ Já, það er ekki bara tilgangur þessarar ráðstefnu að koma á framfæri ýmsum fróðleik og upplýsingum, sem máli skipta, heldur líka að ræða leiðir til úr- bóta, eins og þú segir, því að við segjum sem svo, að ráðstefn- an á að vera ákveðið verkfæri til þess að fá hlutunum breytt til betri vegar. Menn átta sig kannski betur á því hér, hvernig ástandið í raun og veru er og sækja hingað ýmisleg rök fyrir þeim breytingum, sem þurfa að verða. O Viltu segja eitthvað um það, hvernig þér finnst til hafa tekist með þessa ráðstefnu, þó að hún sé að vísu ekki búin? ¦ Ég held að óhætt sé að segja, að það er allgóð þátttaka í ráð- stefnunni. Hér eru um 40 manns frá flestum aðildarfélögum ASA - fólk, sem ber ábyrgð á þessum málum að því leyti sem verkalýðsfélög og forystufólk verkalýðsfélaga ber ábyrgð í sínum félögum og sínum byggð- arlögum í vinnuverndarmálum. Það er í aðstöðu til að þrýsta á um úrbætur. Umræður eru ágætar og eftir eru umræður starfshópanna. Ég hef í starfi mínu sem fram- kvæmdastjóri MFA átt mjög ánægjulegt samstarf við ASA og aðildarfélögin og þar með Aust- firðinga á liðnum árum og það hefur verið nánast fastur liður í starfi MFA að taka þátt í að skipuleggja námskeið og annað fræðslustarf með ASA. Nú á síðustu árum höfum við einmitt verið hér á Iðavölium og höfum getað notað orlofsbyggðirnar, sem er auðvitað mikill kostur. Magnús Sigurðsson húsvörður á Iðavöllum leggur brenni íarin- inn. Ljósm. B. S. og ég vænti þess að það verði framhald á því. Þróunin í þessu efni er reynd- ar sú, að við erum með styttri námskeið hjá verkalýðsfélögun- um í þeirra heimabyggð, en það eru almennari mál, sem auð- vitað varða alla, sem hentar bet- ur að ræða með ráðstefnusniöi, eins og við erum að gera hér. Dæmi um námskeið sem við höfum haldið með aðildarfélög- um ASA núna að undanförnu eru trúnaðarmannanámskeið og félagsmálanámskeið og nám- skeið um málefni aldraöra og námskeið um frcttabrcf og greinaskrif eru fyrirhuguð. Við höfum verið með námskeið núna á síðustu mánuðum á Höfn. Reyðarfirði og Eskifirði og fyrirhuguð eru ein þrjú nám- skeíð á Egilsstöðum og væntan-- lega verða námskcið líka á Fá- skrúðsfirði og Vopnafirði. D AUSTURLAND þakkar Tryggva Þór Aðalsteinssyni við- talið. B. S. Seyðisfjörður: Kanar kafa í El Grillo Nokkra athygli vakti það á Seyðisfirði í sl. viku að á götum bæjarins sáust bílar merktir bandaríska sjóhernum og einnig gátu menn barið augum her- mannatjaldbúðir á Búðareyr- inni. Sennilega fór hálfgerður óhugur um þá sem líta allt hern- aðarbrölt óhýru auga og vilja hafa það sem fjærst sér. Skýringin á komu hermannanna var sú, að herinn hafði fengið augastað á hinu margnefnda skipi El Grillo, sem liggur á botni Seyðisfjarðar, til notkun- ar við köfunaræfingar. Sótti hcrinn um hcimilcl hjá viðkomandi aðilum í bænum til að fá að stunda þessar æfingar og veitti hafnarnefnd hana samhljóða á fundi 26. scplcm- ber sl. Sjóliðarnir luku þcssu æf- ingarverkcfni sl. laugardagogcr Seyðisfjörður því aftur orðinn herlaus bær. ./. ./. / S. (i.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.