Austurland


Austurland - 10.10.1985, Síða 4

Austurland - 10.10.1985, Síða 4
4 FIMMTUDAGUR, 10. OKTÓBER 1985. Viðtal við Þorgerði Guðmundsdóttur: Kvennaríki í flökuninni □ A vinnuverndarráðstefnu ASA á Iðavöllum náði A USTURLAND tali af Por- gerði Guðmundsdóttur, for- manni Verkalýðs- og sjómanna- félags Stöðvarfjarðar og var hún fyrst spurð, hvenœr hún hefði tekið við formannsstarfinu. ■ Það var núna á síðasta aðal- fundi, 12. september. □ Ætli þú sérl ekki eina konan, sem er formaður í verkalýðsfé- lagi á Austurlandi? ■ Nei, nei, þaðerkonaformað- ur á Egilsstöðum veit ég og kannski á fleiri stöðum. □ Pú vinnur við flökun í hrað- frystihúsinu á Stöðvarfirði. Vinna margar konur við flökun- ina þar? ■ Já, ég vinn þar fyrir hádegi. Það er hálfgert kvennaríki í flökuninni, þar eru svona einn til tveir karlmenn. □ Er það ekki svolítið óvenju- legt, yfirleitt virðast aðeins karl- menn vinna við flökunina? ■ Það hagar nú kannski svolítið sérstaklega til hjá okkur. Þegar verið er að landa t. d., fara allir karlmennirnir í löndun og þá er eintómt kvenfólk í flökuninni. Annars staðar er meira um það, að fast fólk er í þessum störfum og þá meira karlmenn kannski. □ Hvers vegna sœkir þú þessa ráðstefnu og þið reyndar fleiri frá þínum vinnustað? ■ Til að kynna okkur öryggis- málin, það hefur ekki verið svo mikið fjallað um þau hjá okkur. □ Erttð þið með öryggistrúnað- armann? ■ Já. það erum við. □ Hvernig hefur þér líkað það sem af er ráðstefnunni? ■ Vel, það eru gjörbreytt við- horf hjá mér t. d. varðandi eftir- litið vegna þeirra upplýsinga, sem hér hafa komið fram. □ Pú telur þá, að árangurinn verði einhver, þegar heim er komið? ■ Já, ég vona, að hann verði einhver. Það er ýmislegt, sem hér er aðeins kynnt og maður á eftir að kynna sér betur, t. d. í sambandi við hávaðavarnir. Eftir er að fara niður í kjölinn á því. □ Að svo mœltu fór Porgerður til frekariþátttöku í ráðstefnunni og AUSTURLAND þakkar Itenni fyrir spjallið. B. S. Sverrir Haraldsson: Níu vísuorð Undir sólbjörtum himni og svartbrýndumfjöllum hófst sagan mín heima. Þótt œskunnar draumum og órœttum óskum mér auðnist að gleyma, þá dreymir mig löngum um daga og nœtur að dvelji ég heima. Frá haustþingi Kennarasambands Austurlands Haustþing Kennarasambands Austur- lands var haldið að Eiðum 4. og 5. okt. sl. Þar voru annars vegar haldin námskeið fyr- ir kennara í ýmsum greinum og bóka- og námsgagnasýning á vegum Námsgagna- stofnunar og hins vegar aðalfundur KSA. Þetta var eitt fjölmennasta haustþing KSA, sem haldið hefur verið. Fráfarandi stjórn skilaði af sér og voru henni þökkuð vel unnin störf á viðburðaríku starfsári. I henni áttu sæti: Hilmar Hilmarsson, Eskifirði, formaður, Halldóra Baldurs- dóttir, Reyðarfirði, ritari og Stefán Jóhannsson, Eiðum, gjaldkeri. Stjórn Kennarasambands Austurlands skipa nú: Rúnar Sigþórsson, Eiðum, formaður og Elna K. Jónsdóttir, Egils- stöðum og Magnús Stefánsson, Fáskrúðsfirði, sem skipta munu með sér verkum. f varastjórn eru: Ólöf Guð- mundsdóttir, Egilsstöðum og Guðríður Kristjánsdóttir, Neskaupstað. Fulltrúar KSA í Fræðsluráði Austurlands eru: Aðalmenn: Halldór Tjörvi Einarsson, Nesjum, Kristinn Einarsson, Reyðarfirði og Grímur Magnús- son, Neskaupstað. Varamenn: Hafþór Róbertsson, Vopna- firði, Guðmundur Ingi Sig- björnsson, Höfn og Þorbjörg Arnórsdóttir, Suðursveit. Fulltrúar í fulltrúaráði Kenn- arasambands íslands eru: Aðal- menn: Rúnar Sigþórsson, Eið- um og Þórir Sigurbjörnsson, Neskaupstað. Varamenn: Auð- ur Jónasdóttir, Höfn og Hall- dóra Baldursdóttir, Reyðar- firði. Aðalmaður í samninganefnd KÍ er Guðmundur Þórðarson, Seyðisfirði og varamaður Stefán Jóhannsson, Eiðum. Endurskoðendur KSA eru Helgi Halldórsson og Harpa Höskuldsdóttir, Egilsstöðum. Eftirfarandi ályktanir voru samþykktar einróma á haust- þingi KSA. B. S. Stuðningur við úrsögn KÍ úr BSRB Þing KSA haldið að Eiðum 4. og 5. okt. 1985 lýsir eindregnum stuðningi sínum við ákvörðun stjórnar og fulltrúaráðs KÍ um úrsögn úr BSRB. Þingið telur afdráttarlausan vilja félagsmanna KÍ hafa komið fram í atkvæðagreiðslu um úrsögnina og fráleitt að þeir ráði úrslitum, sem ekki tóku af- stöðu í atkvæðagreiðslunni. Jafnrétti til náms Þing KSA haldið að Eiðum 4. -5. okt. 1985 minnir á, að jafn- rétti til náms er einn af hyrning- arsteinum menntakerfis okkar. Þingið varar því alvarlega við öllum aðgerðum stjórnvalda, sem ógna þessu jafnrétti, hvort sem er í formi einkaskóla eða á annan hátt. Skorar þingið á kennarastétt- ina og foreldra að standa ein- huga vörð um þessi sjálfsögðu mannréttindi börnum okkar til handa. Stuðningur við starfs- menn Ríkisútvarpsins Þing KSA harmar þá aðför, sem farin er á hendur starfs- mönnum Ríkisútvarpsins fyrir þátttöku þeirra í kjarabaráttu síðasta árs. Þingið lýsir eindregnum stuðningi sínum við þá og teldi dóm yfir þeim hnefahögg í and- lit frjálsrar verkalýðshreyfingar. Heitið á stuðning fjármálaráðherra Þing KSA haldið að Eiðum 4. og5.okt. 1985 þakkar fjármála- ráðherra veitta óvænta launa- flokkshækkun til handa kennur- um til að samþykkja samnings- rétt og verkfallsrétt Kennara- sambands Islands um næstu ára- mót, er KÍ gengurúr BSRB, svo Litla manneskjan sem við töl- um um í dag, er bara fjögurra ára, og í sveit í fyrsta sinn. í samtölum okkar kemur fram, að hún hefur orðið fyrir ýmsu mótlæti um dagana. Eitt hið versta er, að foreldrar hennar vilja ekki kaupa Soda- stream tæki. Svo verður hún alltaf að vera að selja flöskur! Henni þykir það mjög virðing- arvert að ég skuli eiga slíkt tæki. Hún veit ekki, að égdauðsé eftir að hafa freistast til að kaupa þennan óþarfa inn á heimilið. Einn daginn kemur hún inn frá leik og segir: „Herðu? Ég fann flösku. Úti.“ „Nú,“ segi ég annars hugar, og held áfram að taka þvott úr vélinni. „Hvar geymirðu hana?“ „Bara,-áengumstað.“ „En Auður Lilja mín,“ segi ég, „það er ekki hægt að selja flöskur í sveit- inni.“ „Já, en ég er fyst.“ „Jæja, elskan, ertu að réttur hinna fjölmörgu ein- staklinga innan kennarastéttar- innar skerðist ekki, þó að þeir kjósi að vera sjálfstæðir í sinni faglegu baráttu. þyrst? Ég skal þá gefa þér kalda mjólk í glas.“ „En Dfsa, ég er svo ægilega mikið fyst að ég verð að fá soda- stream." Og auðvitað fær hún sitt soda- stream. Það er ekki hægt að vera harðbrjósta við litla manneskju, sem horfir svona á mann. Auk þess bíða hennar margs konar við- fangsefni utan dyra. Og hún er óðar þotin. Útidymar standa opn- ar upp á gátt, og sólin skín. Á.G. Auður Lilja. Um litla manneskju

x

Austurland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.