Austurland


Austurland - 10.10.1985, Blaðsíða 6

Austurland - 10.10.1985, Blaðsíða 6
Austurland Neskaupstad, 10. október 1985. FLUGLEIDIR Gott tólk hjá traustu télagi FLUG OG BÍLL S 7119 Ný bílaleiga Bílaleiga Benna S 7476 & 7420 SPARISJOÐUR NORÐFJARÐAR SPARISJÓÐUR HEIMAMANNA Sparisjóður Norðfjarðar Helgi Seljan: Albert lofar - Albert efnir - eða hvað? Fáir hafa gefið eindregnari yfirlýsingar um eigið ágæti en fjármálaráðherrann. Orðheldni er hans höfuðdyggð, að eigin sögn, ásamt ofurást á litla manninum í þjóðfélaginu. „Albert stendur við orð sín" er sú fjölmiðlamynd sem gefin er. Ekki skal efast um viljann til þessa, en varla getur dapurlegri efndir, af að er gáð. í fyrsta lagi: Ef erlendar skuldir færu yfir ákveðna pró- sentutölu af þjóðartekjum, þá yrði kvatt. Ekki yrði setið í ráð- herrastóli degi lengur. Pró- sentutalan þaut upp fyrir mörk- in - en enn situr Albert - og orðheldnin um leið. Eða hvað? í öðru lagi: Engir nýir eða auknir skattar. Annars væri Al- bert farinn. Af nógu er að taka: Söluskattshækkun í vor - vötu- gjaldshækkun í haust - þing- lesningar- og stimpilgjöld hús- byggjenda upp úr öllu valdi - sérstakar álögur á hinn almenna bifreiðareiganda - hækkun hér - hækkun þar. En Albert situr enn og orð- heldnin með. Nema hvað? í þriðja lagi: Engar aukafjár- veitingar yrðu veittar meir - af- dráttarlaust nei við öllu slíku - þar þýddi engum brauðs að biðja - ef slíkt henti, þá væri Albert farinn. Svo einfalt var nú það. Tæpur milljarður í aukafjárveit- ingar á þessu ári liggur nú fyrir - en enn situr Albert og orðheldnin söm við sig. Eða hvað? Ráðherrann sá er hins vegar snillingur í alls kyns uppákom- um til að draga athyglina frá alvörumálunum. Ýmsir hafa staðið á öndinni af hrifningu yfir hugdirfsku Alberts í kjötmálinu á Vellinum. Enda er kjötum- ræðan í öndvegi og engum dett- ur í hug að spyrja, hverniggangi að efna stóru orðin, hvernig yfir höfuð gangi að rækja aðalstarfið - reka ríkissjóð sómasamlega án þess að standa á gati sí og æ - Helgi Seljan. án þess að þrengja kost þess „litla manns", sem að sögn er borinn svo mjög fyrir brjósti. Því vita skulu menn, að Albert mun finna nýja kjötkómedíu næst þegar hann er á gati og hefur ekki staðið við eitt eða neitt af því sem hann á með réttu að gera og standa þjóðinni skil á. Mál er að þessum ófagra leik linni og al- menningur uppgötvi eins og barnið í ævintýri Andersens: Hann er ekki í neinu. Pví það er svo sannarlega lóðið. Seyðisfjörður: Lítill áhugi á fiskvinnslunámi 105. starfsár Seyðisfjarðarskóla runnið upp 105. starfsár Seyðisfjarðar- skóla hófst í byrjun september. Fastráðnir kennarar við skólann eru 12talsinsogstundakennarar eru 5. Skólastjóri er Albert Ó Geirsson. Nemendur eru um 190 talsins. Framhaldsdeild er starfrækt við skólann með sama sniði og sl. 8 ár. Það að geta stundað framhaldsnám í heimabyggð á viðkvæmum aldri er þáttur í jöfn- un lífskjara bæði í félagslegu og efnahagslegu tilliti. Pað er nú Haustfagnaður AB Svo sem skýrt hefur verið frá hér í blaðinu, var samþykkt á nýafstöðnum aðalfundi Kjör- dæmisráðs að efna til Haust- fagnaðar Alþýðubandalagsins. Nú hefur verið ákveðið að fagn- aður þessi verði í Egilsbúð Nes- kaupstað, laugardaginn 26. okt. nk. sem er fyrsti vetrardagur. Fagnaðurinn hefst kl. 2000 með glæsilegu veisluborði, sem hlaðið verður sjávarréttum, svo og heitum og köldum kjötrétt- um þannig að allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Á undan er að sjálfsögðu gómsætur for- réttur. Skemmtiatriði verða að sjálfsögðu ekki af lakara taginu og stiginn verður dans, en á dansiballinu leika Bumburnar. Pátttaka tilkynnist til for- manna félaganna eða til Sigur- jóns Bjarnasonar og nú verða sko allir með. Benni & Svenni sjá um sæta- ferðir frá hinum ýmsu stöðum á félagssvæðinu. Láttu vita um þátttöku þína sem fyrst, það gerir allan undir- búning auðveldari. E. G. orðið öllum ljósara en áður var. Bærilega gekk að ráða kenn- ara í stað þeirra sem hættu í vor, en nýja smíðastofan, sem tekin var í notkun í fyrrahaust, stend- ur þó nánast ónotuð vegna þess að smíðakennara tókst ekki að fá að skólanum. Sú nýjung var á döfinni að bjóða upp á nám í fiskvinnslu (bóklegt og verklegt) í 8. og 9. bekk skólans. Nemendur áttu kost á þessu námi sem valgrein, en þátttaka var svo lítil (3 nem- endur) að þessi nýbreytni komst ekki á. Hvernig skyldi standa á slíku áhugaleysi ungmenna á grunnatvinnuvegi þjóðarinnar? Sjóvinnukennsla er í gangi fyrir þessa sömu aldurshópa og er þátttaka allgóð. Annar áfangi nýju skólabygg- ingarinnar er nú fokheldur og verður húsið tilbúið til notkunar fyrir næsta skólaár. Eru í þess- um áfanga fjórar kennslustofur auk annars rýmis. J. J. IS. G. Mengimarvöriuim verði fylgt eftir Aðalfundur Kjördæmisráðs Alþýðubandalagsins á Austur- iandi haldinn á Reyðarfirði 28, og 29. sept. 1985 samþykkir aö beina því til alþingismanna Atþýðubandalagsins á Austur- landi, að þeir fylgi sérstaklega vel á eftir þingsályktun um mengunarvarntr í fiskimjölsverksmiðjum, sem samþykkt var á sl. þingi. Skólamál í óvissu Aðalfundur Kjördæmisráðs Alþýðubandalagsins á Austur- Iandi haldinn á Reyðarfirði 28. og 29. sept. 1985 lýsir yfir áhyggjum sínum yfir þeirri öf- ugþróun sem orðið hefur í skólamálum þann tíma, sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur. farið með menntamálin í ríkis- stjórn. Svo virðist sem skipulega sé verið að brjóta niður þá ávinn- inga, sem náðst hafa undanfarin 15 ár og kemur það fyrst og harðast niður á landsbyggðinni. í þessu sambandi bendir kjör- dæmisráðið m. a. á: 1. Óbilgirni stjórnvalda í garð kennarastéttarinnar hefur leitt til harðra kjaraátaka og síðan flótta kennara úr störfum. Hér á Austurlandi ríkir nú víða vandræðaá- stand í grunnskólum af þess- um sökum og nær 40% þeirra sem ráðnir hafa verið til kennslustarfa eru réttinda- lausir. 2. Niðurskurður á rekstrarfé til skólanna hefur nær eingöngu bitnað á landsbyggðinni og Ieitt af sér fjölgun í bekkjar- deildum og lakari kennslu- hætti. 3. Með stofnun einkaskóla á ríkisframfæri í Reykjavík er gengið þvert gegn jafnréttis- sjónarmiðum til náms. 4. Málefni framhaldsskólastigs- ins eru í mikilii óvissu og Ragnhildur Helgadóttir hef- ur lýst sig andvíga því, að sett verði lög um samræmdan framhaldsskóla. Með því hefur menntamálaráðherra að engu sjónarmið flestra skólamanna og vinnur gegn eðlilegri þróun á þessu skóla- stigi. Kjördæmisráðið vítir þessi vinnubrögð og hvetur öll fram- sækin öfl til að standa vörð um það grundvallaratriði, að allir hafi jafnan rétt til náms óháð efnahag og búsetu. Fundurinn lýsir yfir ánægju með þá samvinnu, sem tekist hefur um skólastarf á Austur- landi, nú síðast um Verk- menntaskóla Austurlands. Fundurinn minnir á vaxandi þýðingu Fræðsluskrifstofu Austurlands, m. a. með tilkomu sálfræðiþjónustu. Alþýðu- bandalagið styður þau nýmæli, sem að er stefnt á vegum Fræðsluskrifstofunnar svo sem kennslugagnamiðstöð og að efnt verði til fræðslu fyrir kenn- ara innan fjórðungsins til að annast sérkennslu. Kjördæmisráðið leggur áherslu á gildi uppeldis- og skólamála og að gera þarf sveit- arfélögum kleift fjárhagslega að búa sem best að þessum þáttum. Skóli og uppeldi í sem nánustum tengslum við umhverfi og at- vinnulíf í heimabyggð er einn af mikilvægustu hornsteinum sam- félagsins og þarf á stuðningi að halda í samræmi við það. Vopnafjörður: Læknislaust Frá síðustu mánaðamótum hefur verið læknislaust í Vopna- fjarðarlæknishéraði, sem nær yfir Vopnafjörð og Bakkafjörð. Héraðslæknirinn Jens Magnús- son er í árs leyfi frá störfum og stundar framhaldsnám í heimil- islækningum í Svíþjóð. Jens fór utan í lok ágúst og hefur lækna- nemi sinnt læknisstörfum í sept- ember. Á þessum tíma hefur ekki tekist að fá lækni til starfa. Slíkt ástand í jafn fjölmennu og einangruðu byggðarlagi er al- gjörlega óviðunandi og verður því ekki trúað að óreyndu, að heilbrigðisyfirvöld sjái ekki til þess að læknir fáist til starfa híð allra fyrsta. E. M. S.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.