Austurland


Austurland - 17.10.1985, Blaðsíða 1

Austurland - 17.10.1985, Blaðsíða 1
Austurland HELGARFERÐIR TIL AKUREYRAR Benni & Svenni S 6399 & 6499 35. árgangur. Neskaupstað, 17. október 1985. 37. tölublað. Píanótónleikar í Egilsbúð Nú í október er hinn efnilegi píanisti Þorsteinn Gauti Sig- urðsson á ferð um landið og ætl- ar að spila á 12 stöðum í öllum fjórðungum. Þorsteinn lauk einleikara- prófi frá Tónlistarskóla Reykja- víkur 1979 og hefur síðan stund- að framhaldsnám í New York og Róm. Hann er nú búsettur í Bandaríkjunum. Þorsteinn hefur komið fram víða erlendis, í Þýskalandi, Noregi, Svíþjóð, Finnlandi og Bandaríkjunum. Hér heima hefur hann komið fram á tónleikum og í útvarpi og sjónvarpi. í febrúar síðastlið- inn lék hann með Sinfóníu- hljómsveitinni við mikinn fögnuð áheyrenda. Þorsteinn heldur tónleika í Egilsbúð Neskaupstað mánu- daginn 21. okt. kl. 21 og þess er að vænta að allir tónlistarunn- endur sem þess eiga kost láti sjá sig. Á tónleikunum verða verk eftir Bach, Chopin, Stravinsky og Lizst. Fréttatilkynning. B ónussamningar Bónussamningarnir frá 16. september sl. voru í síðustu viku afgreiddir í nokkrum félögum innan ASA. 10. október hélt Verkalýðs- félag Norðfirðinga fundi um samningana. í frystihúsinu voru þeir felldir með 53 atkvæðum, 3 seðlar auðir, í saltfiskverk- uninni felldir með 12 atkvæðum gegn 10, 4 seðlar auðir. Verkalýðs- og sjómannafélag Fáskrúðsfjarðar hélt fund um samningana 11. október. Þar voru í frystihúsinu samningarnir samþykktir með 32 atkvæðum gegn 10, 7 seðlar voru auðir. í saltfiskverkuninni samþykkt með 12 atkvæðum. Sama dag hélt Verkalýðs- og sjómannafélag Stöðvarfjarðar fund um samningana. í frysti- húsinu voru þeir felldir með 23 atkvæðum gegn 4,3 seðlar auðir. í saltfiskverkuninni felldir með 8 atkvæðum gegn 1. Sama dag hélt Verkalýðsfélag Breiðdælinga fund um samning- ana. Þar voru þeir felldir með 20 atkvæðum gegn 4, 1 seðill var auður. Þá er búið að greiða atkvæði um samningana í 6 félögum á svæði ASA. Þeir hafa verið felldir í 4 félögum og samþykkt- ir í 2 félögum. Þau félög sem hafa fellt samningana vinna því eftir gömlu samningunum sé ekki samkomulag um annað milli vinnuveitenda og viðkomandi félags. Óljóst er um framhald samn- inga hjá þeim er fellt hafa samn- ingana, en ASA mun athuga umræður sameiginlega fyrir þau félög er ekki smaþykktu samn- ingana. S. K. Sigurjón Bjarnason. Halldór og erlendu skuldirnar Leiðari Halldórs Ásgríms- sonar í Austra 10. okt. fjallar um erlendu skuldirnar. Er þar margt vel sagt og raunar fróð- legt að velta fyrir sér skulda- aukningu þjóðarinnar, sem hef- ur orðið 45% að raungildi síð- ustu 5 árin að sögn H. Á. Halldór ber höfuð og herðar yfir flesta alþingismenn, þegar efnahagsmál eru til umræðu, og sér auðvitað manna best hætt- una sem þessi þróun hefur í för með sér. En hvaða lækningum hefur sú ríkisstjórn sem Halldór situr í (reyndar í snarvitlausum stól) beitt sér fyrir? Launastefnan Kjör óbreytts launafólks hafa verið skert verulega. Meiningin er góð, margir eru svo einfaldir að halda að með þessu megi draga úr innflutningi (eyðslu). Gallinn er hins vegar sá að mikill innflutningur og skuldasöfnun erlendis hafa aldr- ei verið á vegum þeirra sem lægstu tekjurnar hafa, heldur hinna sem hafa ríflega til hnífs og skeiðar, ekki síst þeirra sem stjórna atvinnurekstri. Lítum nú á þann hóp. Fjárfestingar milliliða í verslun og þjónustu standa nú yfir umfangsmestu fjárfest- ingar sem sögur fara af. Þrátt fyrir stórfelldan samdrátt í íbúðabyggingum á höfuðborg- arsvæðinu, hefur ekki heyrst orð um verkefnaleysi bygginga- manna. Slík er þenslan í at- vinnurekstrinum fyrir sunnan. Auðvitað skapast af þessu vörukaup erlendis frá. Og það sem meira er, hluti af þessari fjárfestingu er fenginn að láni. Vel rekin og traust fyrirtæki eiga jú rétt á slíku samkvæmt lögmáli bankanna, innlent lánsfé er aft- ur á móti því miður ekki fyrir hendi, og liggur þá beint við að leita út fyrir landsteinana, þar sem víða er meira framboð en eftirspurn eftir lánsfjármagni. Hafa stjórnvöld sett einhverj- ar hömlur á þessar lántökur? Svar: Nei. Framleiðslan lifir við örbirgð Lítum á undirstöðuatvinnu- greinarnar, sjávarútvegogland- búnað. Þar er einnig um gífur- lega skuldasöfnun að ræða, en af allt öðrum orsökum. Afkoma flestra fyrirtækja í fiskvinnslu og útgerð er ekki betri en svo að þau safna vaxtaskuldum erlend- is ár frá ári. Sérstaklega skal getið ítrek- aðrar yfirlýsingar Steingríms Hermannssonar um að áfram verði fylgt „aðhaldssamri stefnu í gengismálum". Hvað hefur þetta í för með sér? Jú, þetta auðveldar innflutning (og skuldasöfnun) á meðan útflutn- ingsfyrirtækin bera óeðlilega lítið úr býtum. Skuldasöfnun og stöðugur viðskiptahalli við útlönd er gengisfelling í sjálfu sér, og þýð- ingarlaust að berja þarna hausn- um við steininn. Ríkissjóður og einkaframtakið Þá er að líta á ríkisfjármálin. Þar hefur að vísu verið dregið úr framkvæmdum, þó að minna megi á flugstöðvarbyggingu á Keflavíkurflugvelli og að orku- framkvæmdir, sem hafa alfarið verið fjármagnaðar með erlend- um skuldum, hafa síður en svo verið stöðvaðar. En meðlagsgreiðslur ríkisins til atvinnurekstrarins (skattaíviln- anirnar) hafa samt sem áður or- sakað sífelldan hallarekstur í ríkisbúskapnum. Þann halla er ekki hægt að greiða nema með erlendum lánum, því að innlent lánsfé er ekki fyrir hendi, og nýj- ar tekjuöflunarleiðir fyrir ríkis- sjóð eru bannorð í ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar. Niðurstaðan = 0 Hvað hefur þá þessi blessuð stjórn gert til að lækka erlendar skuldir? Svar: Ekkert. Hefur hún reynt að stöðva skuldasöfnun erlendis? Svar: Engin af hennar efna- hagsaðgerðum miðar í þá átt. Halldór minnist á þjóðhags- áætlun ríkisstjórnarinnar fyrir næsta ár, og segir að samkvæmt henni eigi að stöðva skuldasöfn- unina á næsta ári. Ekki veit ég á hve traustum grunni þetta plagg er byggt, en mikið ósköp er ég hræddur um að það sé byggt á sandi, enda lýkur Halldór svo máli sínu að mikilvægast sé að skapa skilning þjóðarinnar, svo að hægt sé að snúa af þessari braut. Halldór minn! Skilningur þjóðarinnar er áreiðanlega fyrir hendi. En þeir sem auðinn og völdin varðveita í landi þessu hafa engan minnsta áhuga á því að breyta þessari þróun, einfald- lega vegna þess að ávöxturinn af blóðpeningum þessum rennur í þeirra vasa eingöngu. Og hvað segir þú sjálfur um að- gerðir ykkar ráðherranna að undanförnu? Eftir vandlegan yfir- lestur sé ég ekki betur en að við séum nákvæmlega sammála. Eng- ar aðgerðir, enda enginn árangur. Bókasafnavika 14. - 20. okt. Nú líður senn að lokum bóka- safnavikunnar, sem er haldin um allt land. í Bókasafni Nes- kaupstaðar hefur verið sérstök dagskrá í gangi, í kvöld fimmtu- dag er „opið hús" fyrir alla vel- unnara safnsins, þar sem bæjar- fulltrúar koma í heimsókn, og boðið er upp á kaffisopa. Á laugardag er „sérstök sögu- stund" fyrir 5 og 6 ára börn, frá kl. 13 til 14, þá verður m. a. barnakrókurinn skreyttur. Markmið bókasafnavikunnar er kynning á bókasöfnum, svo að sem flestir komist í tengsl við þá þjónustu sem veitt er þar. Bókasafn er lifandi stofnun, en ekki aðeins lífvana bókahillur. Er ekki þægilegt að geta notið hvíldar frá amstri dagsins, og sest niður á bókasafninu til að lesa blöð, tímarit eða velja sér góða bók? Sjáumst í bókasafninu. H. M. S.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.