Austurland


Austurland - 17.10.1985, Blaðsíða 2

Austurland - 17.10.1985, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR, 17. OKTÓBER 1985. ---------Austurland------------------- MÁLGAGN ALÞÝÐUBANDALAGSINS Ritnefnd: Elma Guðmundsdóttir, Guðmundur Bjamason, Einar Már Sigurðarson, Sigrún Þormóðsdóttir og Smári Geirsson. Ritstjóri: Birgir Stefánsson (ábm.) S7750 og 7756. Auglýsingar og dreifing: Aðalbjörg Hjartardóttir - Pósthólf 31 — 740 Neskaupstað — S7756. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar: Egilsbraut 11, Neskaupstað S7750 og 7756. Prentun: Nesprent. ÚTG.: KJÖRDÆMISRÁÐ ALÞÝÐUBANDALAGSINS Á AUSTURLANDI Albert skoraði mark Ekki linnir hlálegum uppákomum í ríkisstjórninni og engar líkur á, að svo verði, þó að ráðherrar Sjálfstæðis- flokksins hafi nú haft stólaskipti. Áður en Þorsteini tókst að bola Albert úr stóli fjármála- ráðherra, skoraði Albert óverjandi mark. Hann samdi um það óvænt við formann BSRB, að allir ríkisstarfsmenn innan BSRB fengju eins launaflokks hækkun, sem talin er að jafngildi 3% launahækkun. Þessa ráðstöfun bar Albert undir Þorstein og Steingrím, forsætisráðherra og þeir gáfu samþykki sitt. Eftir á hafa þeir svo, eins og komnir innan úr kú, sagst hafa misskilið Albert og hafa ekki viljað kann- ast við að hafa samþykkt launahækkun til handa öllum ríkisstarfsmönnum innan BSRB. En Albert hefir með þessu greypt í huga ríkisstarfsmanna mynd hins sanngjarna og réttláta fjármálaráðherra í kveðjuskyni og enginn man lengur þann fjármálaráðherra, sem með óbilgirni hratt af stað sex vikna verkfalli opinberra starfsmanna á haustdögum fyrir ári. Hins nýja fjármálaráðherra bíður svo það hlutskipti að setja hnefann í borðið, neita öllum öðrum launamönnum um sambærilegar launahækkanir, hóta verðhækkunum í kjölfarið og láta nýja kjaraskerðingu koma til fram- kvæmda. En allt þetta mun gerast á næstu vikum, enda er það í bestu samræmi við „yfirlýsta stefnu ríkisstjórnarinn- ar“. Auðvitað hefir ASÍ farið fram á samsvarandi launahækk- anir til handa sínum félagsmönnum og BHM hefir beðið um endurskoðun á launum sinna manna. Það liggur einnig fyrir, að launahækkunin til handa ríkisstarfsmönnum innan BSRB réttir ekki hlut þeirra gagnvart BHM-mönnum með tilliti til kjaradóms sl. sumar. Þá liggur það einnig fyrir, að verðhækkanir fram til 1. des. nk. verða mun meiri en gert var ráð fyrir í kjarasamningum sl. sumar og ætti því að bæta þær með launahækkunum. Samningarnir voru gerðir í trausti þess, að verðhækkunum yrði haldið innan ákveðinna marka. Launahækkanir til allra launþega eiga því að verða meiri en BSRB-menn hafa nú þegar fengið með kveðjusamningi Alberts. Á því verða bæði forsætisráðherrann og hinn nýi fjármálaráðherra að átta sig. Atvinnurekendur verða að skilja það einnig og ennfremur það, að það er ekki launa- fólkið í landinu, sem hefir orsakað vaxandi verðbólgu og rýrnandi kjör síðustu vikna og mánaða. Þar er stjórnar- stefnu framsóknaríhaldsins og atvinnurekenda fyrst og fremst um að kenna. Með samningi sínum á dögunum hefir Albert sem fulltrúi ríkisstjómarinnar viðurkennt, að almenn kauphækkun launa- fólks sé sanngimismál. Hitt er svo annað mál, hvort sú viðurkenning hefir verið gefin vilj andi eða óvilj andi. B.S. Opinberi geirinn og launakjörin Ríkið Ráðherrar núverandi ríkis- stjórnar verða um flest annað sakaðir en oflæti. Þeir berjast einarðri baráttu, blessaðir, fyrir því að ráðuneyti þeirra fái sem minnst fé til athafna. Laununum halda þeir í slíku lágmarki að ráðuneytin losa um allan hæfari og metnaðarfullan starfskraft til meiri nauðsynja- verka í einkageiranum. Að eigin mati eru störf ráð- herranna í raun best ógerð, ráðuneytin best niður lögð. - Nei, þeir verða ekki sakaðir um gort, ráðherrarnir. Til að getuleysið fari örugg- lega ekki framhjá neinum, skipta þeir nú allir um ráðherra- stóla. Þá þarf enginn að standa við neitt og tryggt er að æðstu menn hafa enga þekkingu á sín- um málaflokkum. Vinnuveit- endasambandið hafa þeir sett yfir fjármálin. Þá verður örugg- lega engu veitt til neins. Einnig hafa þeir gleymt því að Fram- sókn er líka í stjórn. Sveitarfélögin Sú stefna stjórnvalda að til ÁRNAÐ HEILLA Afmæli Kristín Guttormsson, læknir, Mýrargötu 37, Neskaupstað, varð 50 ára 12. okt. sl. Hún er fædd í Brunndubra í Austur- Þýskalandi. Árið 1963 fluttist hún til Neskaupstaðar og hefir átt hér heima síðan. Ingveldur Stefánsdóttir, hús- móðir, Hraunbæ 4, Reykjavík, áður að Strandgötu 4, Neskaup- stað, varð 60 ára 14. okt. sl. Hún er fædd á Hrísum í Fróðár- hreppi í Snæfellsnessýslu. Árið 1944 flutti hún til Neskaupstað- ar og bjó þar til haustsins 1984, að hún flutti til Reykjavíkur, að undanskildum tveimur árum, sem hún bjó í Grundarfirði. Eiginmann sinn, Eirík Ás- mundsson, framkvæmdastjóra Bifreiðaþjónustunnar í Nes- kaupstað, missti Ingveldur árið 1983. Kirkja Messa í Norðfjarðarkirkju sunnudag,20. októberkl. 2e. h. Fermingarböm og foreldrar þeirra boðuð til messunnar. Sóknarprestur. opinberra starfa skuli bara velj- ast þeir sem sætta sig við lökust kjör, er sveitarfélögunum mjög hættuleg. Starfsemi sveitarfélaganna er fjölþætt og í minni þéttbýlis- kjörnum eru störfin sett á fáa. Þau krefjast víðtækrar þekking- ar og ábyrgðar í starfi. Til þeirra verður að veljast dugandi fólk með metnað. Þetta fólk fer ekki að vinna sig á hausinn hjá því opinbera. Eðlilegt markmið opinberrar starfsemi er að spara skattborg- aranum meira en hann borgar. En samneyslu er líka þörf þegar hagsmunir allra stangast á við hagsmuni einstaklinganna, til stuðnings lítilmagnanum og til nauðsynlegrar starfsemi sem af einhverjum ástæðum er ekki hægt að reka með gróða. Til þessara verkefna borgar sig að ráða hæfan starfskraft, því að störfin skipta okkur öll miklu. Gjaldandinnáheimtingu á því að fyrir framlag sitt fái hann j afngildi í opinberri vinnu. Ef opinber störf eru metin til hálfs við almenn störf, þá fær gjaldandinn helmingi fleiri vinnustundir hjá því opinbera en hann leggur sjálfur til sam- neyslunnar. Menn verða að at- huga, að vinnan, sem minnst er metin, er unnin af þeim, sem lægstar kröfur geta sett. Hið op- inberavsækist eftir vanhæfni. - Það er í raun makalaust, hve margt hæfileikafólk þrjóskast við að hætta. Það er horað lán í óláni að launasamdráttur fiskverkafólks er á sama tíma slíkur að við höldum starfsfólki á hungur- launatöxtum BSRB. En niður- læging fiskiðnaðarins er ekki ei- líf og því tel ég sýnilegt að ef við ekki bjóðum til jafns við aðra fyrir gæði vinnunnar þá sitja sveitarfélögin brátt uppi óstarfhæf vegna manneklu og þekkingarleysis íhlaupafólks. Til ráöa Innan SSA hefur töluvert ver- ið rætt um samræmingu á kjör- um starfsfólks sveitarfélaganna. Á aðalfundinum á Reyðarfirði í haust var samþykkt að halda saman upplýsingum um þau mál í fjórðungnum. Starfsmenn sveitarfélaganna eru að auki einstaklingsaðilar að BSRB eða verkalýðsfélagi stað- arins. Þeir ráða engu um kröfu- gerð bandalagsins og starfsheiti í samningum eiga heldur ekki við þeirra starfssvið. Heima í héraði er hægt að ræða launa- kjörin af þekkingu á aðstæðum. Ég legg því til að við kljúfum okkur frá starfsmati BSRB og byggjum upp opinbert launa- kerfi fyrir Austurland, sem tek- ur mið af aðstæðum í héraði en mótast ekki af „stíl“ ráðherra hverju sinni. Við vitum best hvað þarf að borga í laun til að gæði þjónustunnar minnki ekki, ef ekki þá gefst starfsfólkinu kostur á að koma okkur í skiln- ing um það með samtökum eða deild í héraði. Ríkið stefnir að feigðarósi. I kjölsog þeirrar galeiðu megum við ekki sökkva. Fáskrúðsfirði ,2/io ’85, Sigurður Gunnarsson. Símaklefa vantar á hafnarsvæðið Það er full ástæða til að vekja athygli Pósts og síma og hafnar- yfirvalda í Neskaupstað á því, að mikil nauðsyn er á að koma upp símaklefa á hafnarsvæðinu neðan við Vindheim. Umferð er mikil um höfnina bæði af aðkomumönnum svo og heimamönnum. Oft getur verið nauðsynlegt að komast fljótt í síma og ekki er hægt að stóla á, að það sé unnt hjá þeim aðilum, sem þarna hafa starfsemi sína og hafa síma. Bæði er það óþarfa tilætlunarsemi, nema þegar brýna nauðsyn ber til og svo er ekki nærri því alltaf hægt að komast þarna í síma, vegna þess að vinnustaðir eru lokaðir. Þetta ættu viðkomandi aðilar að taka til athugunar og bæta hér snarlega úr. Höfnin er langt frá annarri byggð. Símaklefi þar þýðir því verulega bætta þjón- ustu og það sem ekki er síður um vert - aukið öryggi. B. S. Eldri borgarar Norðfirði Samverustundirnar hefjast aftur nk. miðvikudag 23. okt. í safnaðarheimilinu kl. 14 - 17 Allir velkomnir Nefndin

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.