Austurland


Austurland - 17.10.1985, Blaðsíða 4

Austurland - 17.10.1985, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR, 17. OKTÓBER 1985. Frá Seyðisfirði síðastliðið sumar. Orgelvígsla Ljósm. B. S. í Seyðisfjarðarkirkju Sunnudaginn 13. október var nýtt orgel vígt í Seyðisfjarðar- kirkju. Þetta er 15 radda pípu- orgel smíðað hjá Frobenius og sönner í Lyngby í Danmörku. Orgelið er með 1072 málmpíp- um og 256 kombinasjónum. Verð þess er um 3.5 milljónir króna og eru 2 milljónir þess fjár þegar greiddar, en afgangurinn greiðist í tvennu lagi og skal lok- ið að greiða hljóðfærið í júní- júlí á næsta ári. Aðdragandi þessara orgelkaupa er orðinn alllangur því að orgel- sjóður var fyrst stofnaður árið 1966 og safnaðist nokkurt fé í hann fyrstu árin. Verðbólga gerði það fé verðlítið og sáu stjómendur sjóðsins að við svo búið mátti ekki standa og árið 1981 ákváðu sókn- amefnd og kirkjukórinn að stefna í alvöru að því að kaupa nýtt hljóð- færi í kirkjuna. Orgel kirkjunnar var orðið úr sér gengið enda tekið í notkun um 1930. Með organistann Sigurbjörgu Helgadóttur í fararbroddi og Jón Ólaf Sigurðsson þáverandi org- anista á Egilsstöðum og Hauk Guðjónsson söngmálastjóra til ráðuneytis um raddskipan og aðra byggingu orgelsins var ákveðið að kaupa það frá áður- nefndum aðilum í Danmörku. Við vígsluna söng 80 manna kór skipaður söngfólki úr kirkjukórunum frá Neskaup- stað, Eskifirði, Reyðarfirði, Eg- ilsstöðum og Seyðisfirði. Org- anistarnir á þessum stöðum önnuðust undirleik þessa kórsöngs, en þeir eru Ágúst Ármann Þorláksson, David Roscoe, Marie Robertson, Kristján Gissurarson og Sigur- björg Helgadóttir. Jón Ólafur Sigurðsson organisti kom frá Akranesi til að taka þátt í vígsl- unni. Séra Heimir Steinsson fyrr- verandi sóknarprestur á Seyðis- firði predikaði við vígsluna og séra Magnús Björnsson þjónaði fyrir altari. Kl. 1630 á vígsludaginn voru svo orgeltónleikar í kirkjunni og almennur söngur sem kórarnir leiddu. Var kirkjukórunum mjög vel tekið og líklega hefur hvorki kröftugri né fegurri söng- ur hljómað fyrr í Seyðisfjarðar- kirkju. J. J. / S. G. Seyðisfjarðarkirkja. Ljósm. B. S. Hátt í sex hundroð nemendur í framhaldsnámi á Austurlandi Stöðugt eflist framhaldsnám á Austurlandi. Samstarf þeirra skóla sem hafa framhaldsnám innan sinnan vébanda er mikið eins og áður, kennarar funda reglulega, áætlað er að halda áfram útgáfu kynningarblaðsins Einingar, sem kom út í fyrsta sinn sl. vor og yfirstjórn málefna skólanna hefur Stjórnunar- nefnd framhaldsnáms á Austur- landi með höndum. Sífellt er unnið að eflingu framhalds- skólastigsins í fjórðungnum og er þar skemmst að minnast ályktunar aðalfundar Sambands sveitarfélaga í Austurlandskjör- dæmi þar sem skorað er á sveit- arstjórnir að gerast aðilar að uppbyggingu og rekstri Verk- menntaskóla Austurlands. Boðið er upp á nám á fram- haldsskólastigi í sex skólum á Austurlandi. í Menntaskólanum á Egilsstöðum eru alls um 260 nemendur, 185 í dagskóla, 35 utanskóla og 45 í öldungadeild. Líkur eru á að skólinn útskrifi 37 stúdenta á nýbyrjuðu skólaári. I Framhaldsskólanum í Nes- kaupstað, sem væntanlega mun bera heitið Verkmenntaskóli Austurlands síðari hluta skóla- ársins, eru um 140 nemendur í framhaldsnámi, en auk þeirra munu um 60 manns sækja nám- skeið, sem skólinn býður upp á. Þannig að allt í allt munu um 200 nemendur stunda nám í skólanum á framhaldsskóla- stigi. í lok haustannar mun skólinn útskrifa nemendur í tréiðngreinum, en á vorönn munu nemendur í málmiðn- greinum og á tveggja ára bók- legum brautum útskrifast. í Alþýðuskólanum á Eiðum eru alls 74 nemendur í fram- haldsnámi, þar af 31 á öðru ári. Eiðaskóli útskrifar nemendur á tveggja ára verslunarbraut. í Seyðisfjarðarskóla stunda 20 nemendur nám á framhalds- skólastigi, en þar er boðið upp á eins árs framhaldsnám. í Heppuskóla á Höfn í Hornafirði er einnig boðið upp á eins árs framhaldsnám og eru nú í skólanum 29 nemendur á því skólastigi, þar af 6 í skip- stjórnarnámi. Við Húsmæðraskólann á Hallormsstað er boðið upp á nám á matvælatæknabraut á vorönn hvers skólaárs. Aðsókn að skólanum nú virðist ætla að verða meiri en verið hefur um langa hríð. Á upptalningunni hér að framan má sjá að hátt í sex hundruð nemendur stunda nám á framhaldsskólastigi á Austur- landi og hafa þeir aldrei verið fleiri. S. G. Skólastarf kynnt með nýstárlegum hætti Kynningarnefnd Kennarasambands íslands mun ísamráði við menntamálaráðuneytið gang- ast fyrir sérstakri kynningu á almennu skóla- starfi. Samþykkt var að velja laugardaginn 2. nóvember nk. sem kynningardag í grunnskól- um landsins. I staðinn falli niður kennsla mánu- daginn 4. nóvember en kennt verði samkvæmt stundaskrá þess dags á laugardaginn. Markmið með slíkum degi er að kynna að- standendum barna og öðrum það starf semfram fer í grunnskólum landsins og vinnuaðstöðu kennara og nemenda. Laugardagurinn er valinn til þess að sem flestir eigi mögu- leika á að koma í heimsókn. Ljóst er að kennsla á laugar- degi getur valdið einhverri rösk- un og er þess vænst að allir sem vinna með börnum og ungling- um á laugardögum og aðrir þeir sem hafa aðstöðu í kennslu- húsnæði á þessum degi hliðri til og sýni þessu skilning. Geti skóli af einhverjum ástæð- um ekki komið því við að nota laugardaginn hefur verið mælst til þess að mánudagurinn 4. nóvem- ber verði valinn í staðinn. I tilefni dagsins mun Kennslu- miðstöð Námsgagnastofnunar að Laugavegi 166 í Reykjavík verða opin frá kl. 11 til 15. Merki kynningardags verður afhent öllum grunnskólanem- endum og er það jafnframt happdrættismiði. Það er ósk kynningarnefndar- innar að aðstandendur barna og aðrir velunnarar skóla noti þetta tækifæri til að kynnast aðbúnaði á vinnustað kennara og nem- enda og því fjölbreytta starfi sem fram fer í skólum, einnjg að dagurinn takist sem best, verði öllum þeirn er hlut eiga að máli til ánægju og fróðleiks og stuðli að auknum samskiptum milli heimila og skóla. Kjörorð dagsins er: Mennt er máttur. Fréttatilkynning frá KÍ. KENNARASAMBAND ÍSLANDS KYNNINGARNEFND

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.