Austurland


Austurland - 17.10.1985, Blaðsíða 6

Austurland - 17.10.1985, Blaðsíða 6
Austurland Neskaupstað, 17. október 1985. FLUGLEIÐIR JSf Gott fólk hjá traustu félagi M. Ný bílaleiga (É) /fifc ÞINN HAGUR •lW PANTIÐ HELGARFERÐINA Bílaleiga Benna OKKAR STYRKUR TÍMANLEGA S 7119 S 7476 & 7420 Sparisjóður Norðfjarðar Helgi Seljan: A fjögurra mánaöa afmæli vegaáætlunar Undarlegar eru þær túlkanir, sem fram hafa komið að undan- förnu um væntanleg framlög til vegamála á næsta árs fjárlögum. Þar hefur staðfesta Matthías- ar Bjarnasonar verið mjög róm- uð og ætíð fylgt með að niður- skurðarhnífurinn hafi lítt við þann málaflokk komið. Rangtúlkun þessi er alveg einstök. Aðeins fjórir mánuðir eru frá því að Alþingi samþykkti vegaáætlunarramma 1985 - 1988. Þar voru uppi hafðir mikl- ir svardagar um efndir þessarar áætlunar. Nú skyldi staðið við glæst markmið langtímaáætlun- ar í vegamálum um árleg fram- lög upp á 2.4% af þjóðarfram- leiðslu. Því marki varð náttúr- lega ekki náð á árinu 1985! Skerðingin nú er 0.5% og fram- lög aðeins 1.9% af þjóðarfram- leiðslu. Við stjórnarandstæðingar bentum rækilega á, hversu erfitt yrði að standa við stóru orðin um markmið og efndir 1986 - 1988, en Matthías vísaði öllu slíku á bug og það var heldur betur fullyrt, að staðið yrði að fullu við fyrirheitin. Og Alþingi samþykkti stórhuga áætlun Matthíasar einróma og sam- kvæmt því skyldi 2450 millj. var- ið til vegamála á næsta ári. Á fjögurra mánaða afmæli þessar- ar samþykktar er frá því greint að á næsta ári skuli upphæðin ekki vera 2450 millj. heldur að- eins 2050 millj. og aðeins 2% af þjóðarframleiðslu eða tæplega það skuli varið til vegamála. Einróma samþykkt - fjögurra mánaða gömul - er að engu höfð og vanefndir eru nær sjötti hluti áætlaðs fjármagns. Vissulega ber að þakka Matthíasi það, að hann skyldi þó halda eftir 200 millj. af þeim 600, sem samráðherrar hans vildu taka af vegaframlaginu. En betra hefði verið fyrir ráð- herrann að fara varlegar í vor og þurfa ekki að kokgleypa svo risastórar upphæðir sem raun ber vitni um. Og það er til marks um furðu- lega rangtúlkun fjölmiðla, þeg- ar þar er sí og æ klifað á að vega- málin hafi verið undanþegin niðurskurði í ljósi þessara stað- reynda, sem liggja á borðinu og öllum eiga að vera tiltækar sem vita vilja. Miðað við verðbólguhraðann nú er ljóst að raungildi fram- kvæmda verður minna á næsta ári en nú. Ömurlegast alls þessa er þó það, að á sama tíma og þetta er gert og skorið ótæpilega niður, eru skattar á umferðina í formi bensín- og þungaskatts auknir umfram allt annað um vel 10%. Ljóst er að það verða ekki vegirnir á landsbyggðinni sem þessa njóta, þetta er aðeins eitt af fylliefnunum í stóra allt- gleypandi gatið hans Alberts. Og svona í lokin miðað við svardaga samgönguráðherrans og stóru loforðin í vor, veitt bæði á Alþingi og vítt um byggðir, þá mætti endurtaka nú fræga spurningu að vestan: Er þetta hægt, Matthías? Mótmæla ofstjórn sjávarútvegsráðherra Á stjórnarfundi í Félagi smábátaeigenda á Austurlandi 6. okt. sl. var eftirfarandi ályktun samþykkt. Félag smábátaeigenda á Austurlandi mótmælir harð- lega þeim hömlum sem settar hafa verið á veiðar smábáta á þessu ári og átelur sérstaklega allt of harðar aðgerðir sem settar voru eftir 20. september, og bendir á að skammdegið samfara rysjóttum haustveðrum sjái alveg um takmarkanir á sjósókn þeirra. Ráðherra getur ekki ábyrgst sjóveður þá daga sem róa má. Kemur þetta hart niður á þeim sem eingöngu hafa af þessu sitt lifibrauð. Félagsmenn eru alfarið á móti þeim valkostum sem sjávarútvegsráðuneytið hefir nýverið lagt fram varðandi stjórnun á veiðum smábáta, en þær stefna eingöngu í þá átt að takmarka enn frekar veiðar þeirra, þrátt fyrir tillögu fiskifræðinga um þriðj- ungs aflaaukningu á næsta ári, og að einnig er viðurkennt að afli smábáta vegur létt hvað varðar fiskverndun. Félagið bendir á nýsamþykkta ályktun Félags smá- bátaeigenda á íslandi og telur hana ganga nógu langt varðandi takmarkanir á veiðum smábáta. Félagið hvetur verkalýðsfélög, sveitarstjórnir og þing- menn til að standa með trillukörlum í þessari baráttu þeirra við ofstjórn sjávarútvegsráðherra. 10 tíma skilyrðislaus hvíld Alþýðusamband Austurlands vekur athygli á lögum og samningum um hvfldartíma launafólks Sfldarsöltun á Austfjöröum Enn er enginn verulegur kraftur kominn í síldarsöltunina eða síldveiðarnar. Á þriðju- dagskvöld var talið, að búið væri að salta í um 40 þús. tunnur á landinu öllu og af því telst mér til, að hafi verið saltað í um 34.380 tunnur á Austfjörðum. Á þriðjudag fékk AUSTUR- LAND eftirfarandi upplýsingar um síldarsöltun á Austfjörðum: Tunnur Vopnafjörður: Tangi.................. 3.050 Nú er sá tími kominn, að tímabært er að taka fram endur- skinsmerkin. Þessi litlu glit- merki - sem hafa oft verið nefnd ódýrasta Iíftryggingin, sem völ er á - hafa löngu sannað gildi sitt. Ekki er nóg að aðeins börnin séu með endurskinsmerki í yfir- höfnum sínum, heldur ættu Borgarfjörður: Borg ..................... 510 Seyðisfjörður: Norðursíld ............. 2.000 Strandarsíld ........... 1.920 Neskaupstaður: Máni ..................... 930 Síldarvinnslan .... 600 Eskifjörður: Askja................... 1.300 Auðbjörg................ 1.080 Friðþjófur ............. 4.500 Sæberg ................... 500 einnig allir fullorðnir að gera slíkt hið sama. Ekki er heldur nóg að eiga eitt merki, sem flutt er á milli yfirhafna, því hætt er við að það gleymist. Þess vegna er öruggast að eiga merki fyrir hverja yfirhöfn. Með því að bera endurskinsmerki stuðlum við að auknu öryggi í umferð- inni. S. Þ. Reyðarfjörður: Kópur .................... 200 Verktakar .............. 1.150 Fáskrúðsfjörður: Pólarsíld .............. 6.800 Sólborg................. 1.600 Stöðvarfjörður: Hraðfr.h. Stöðvarfj. . 2.120 Breiðdalsvík: Hraðfr.h. Breiðdæl. 1.900 Djúpivogur: Búlandstindur .... 3.000 Höfn: KASK ................... 1.220 Allar þessar tölur eru „af- rúnnaðar“. Þess má geta, að Stemma á Höfn, Austursíld og GSR á Reyðarfirði og Eljan og Þór á Eskifirði munu einnig salta síld á þessari vertíð. Langaflahæsti síldarbáturinn er Guðmundur Kristinn á Fá- skrúðsfirði, sem hefir nú lokið við að veiða tvöfaldan kvóta eða um 700 lestir. Hann er því hætt- ur síldveiðum og mun fiska í sig til sölu erlendis. B. S. Að gefnu tilefni vill Alþýðu- samband Austurlands taka fram, að ákvæði laga frá 1980 um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum um 10 klst. samfellda hvíld á sólar- hring og vikulegan frídag er af- gerandi og undantekningar ein- ungis leyfðar ef um er að ræða hjúkrunar- og líknarstörf, vörslu dýra og gróðurs, sér- stakar aðstæður við þjónustu- Eins og í fyrrahaust er síld söltuð á tveimur stöðvum á Seyðisfirði, Norðursíld og Strandarsíld. Mun söltun nú þegar þetta er ritað komin á fjórða þúsund tunnur, sem skiptist nokkuð jafnt á milli stöðvanna. Töluvert af þessari síld hefur veiðst í Seyðisfirði utanverðum og eru horfur góðar á áfram- haldandi veiði og söltun. Vegna nótaveiðanna hafa og framleiðslustörf og öryggis- störf og varðveislu verðmæta. í samkomulagi ASÍ við VSÍ og VMS frá 10. apríl 1981 er kveðið skýrt á um það að sé vikið frá vikulegum frídegi, skuli vera frí 2 daga næstu helgi á eftir þ. e. laugardag og sunnudag. Slík til- færsla á vikulegum frídegi er því aðeins heimil að um hana hafi ver- ið gert sérstakt samkomulag við viðkomandi starfsmenn. S. K. miklar annir verið hjá Fjarðar- neti hf. að undanförnu. Sem dæmi um mikilleik vinnubragða þar má geta þess að á dögunum var þar dýpkuð nót loðnuskips- ins Júpíters RE og var lengd saumaskaparins um 1000 metrar. Smærri heimabátar fóru nokkra róðra í sl. viku og var samanlagður afli þeirra rúm 10 tonn. J. J. / S. G. Upp með endurskinsmerkin Seyðisfjörður: Síldin er komin

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.