Austurland


Austurland - 31.10.1985, Side 1

Austurland - 31.10.1985, Side 1
Austurland HELGARFERÐIR TIL AKUREYRAR Benni & Svenni S 6399 & 6499 35. árgangur. Neskaupstað, 31. október 1985. 39. tölublað. Á þessari mynd, sem tekin er við Hafsíldarverksmiðjuna, sést sœmi- lega, hversu mikilgrútarbrák er á sjónum, þar sem greinilega verður far eftir skipið, sem er að sigla að bryggjunni - er reyndar að hverfa í mökkinn, sem kemurfrá verksmiðjunni. Ljósm. Albert Ó. Geirsson. Hér er skipið komið að hryggju við Hafsíldarverksmiðjuna og allvel má sjá á myndinni, hvílík vilpa sjórinn er. Nú er ekki svo að skilja, að hinum megin, við SR, sé ástandið neitt betra, það er verra sé einhver munur á. Ljósm. Albert Ó. Geirsson. Jóhann Jóhannsson: Mengunin á Seyðisfirði Hvers vegna örlar ekki á úrbótum? Um grútar- og lýsismengun í höfninni á Seyðisfirði og reynd- ar miklum hluta fjarðarins hefur mikið verið rætt í fréttum blaða og útvarps á yfirstandandi vertíð, enda hefur hún líklega sjaldan eða aldrei verið meiri en nú. Það gefur auga leið að hún ætti sem minnst að sjást, hvorki af völdum skipa né verksmiðja. Nú er það svo, að á þessu hausti hefur höfnin verið meira og minna löðrandi í grút. Fólk spyr því eðlilega: „Hvernig stendur á þessu?“ Þegar leitað er svara hjá þeim sem málum eiga að ráða og ábyrgð að bera, virðist oftast verða fátt um svör. Auðvitað geta alltaf orðið slys, en þetta skeður alltof oft til þess að hægt sé að nefna það því nafni. Öllum sem eitthvað skyggnast um, er ljóst að sjáv- armengunin verður bæði af völdum verksmiðjanna og skip- anna. Það er einnig ljóst, að í verksmiðju þar sem það er stundað að hleypa í sjóinn sem kallað er, er þess naumast að vænta að forráðamenn séu í að- stöðu til, eða hafi mikinn vilja til að brýna það fyrir sjómönn- um að lensa ekki í sjóinn í höfn. Þar sem sæmilega er staðið að málum hjá verksmiðjum, eru tankar ætlaðir fyrir blóðvatn frá skipunum og einnig fyrir það affall sem verður til í verksmiðj- unni í vinnslunni. Allt eru þetta verðmæti sem sjálfsagt er að fullvinna, en ekki að hleypa í sjó fram, engum til gagns en öll- um til óþurftar. Áfram má spyrja: „Hver er hlutur hafnaryfirvalda, þegar ástandið er svona slæmt?“ Eigi staðreyndirnar að tala virðist hann harla lítill. Nú eiga allar hafnir sínar reglugerðir og geta forráðamenn þeirra gert þá sjálfsögðu kröfu til skipstjórnar- manna, að þeir kynni sér þær og virði þær umgengnisreglur sem krafist er. Það er svo sjálfsögð skylda hafnaryfirvalda að fylgja eftir að umgengnisreglur hafn- arinnar séu sæmilega í heiðri hafðar af sjómönnum og beita viðurlögum við ítrekuðum brotum. Væri virkileg stefnu- festa og vilji til að bæta úr, hlyti ástandið að batna og gæti örugg- lega gerbreyst til hins betra á skömmum tíma. Öllum er ljóst að svona ástand segir ljóta sögu, auk tjónsins sem af hlýst á einn og annan veg. Hér á Austurlandi eru fiski- mjölsverksmiðjur á langflestum þéttbýlisstöðunum. Hér í bæ eru þær tvær, sín hvorum megin bæjarins. Það er því augljóst að loftmengun er mikil, þegar veð- ur er blítt og kyrrt. Nú er það svo, að víða þar sem er aðeins ein verksmiðja og aðstæður allt aðrar en í þessum þrönga og lognkyrra firði, hafa íbúarnir sagt mengunarófögn- uðinum stríð á hendur og krafist úrbóta - og ráðamenn fyrirtækj - anna gert sjálfsagðar úrbætur. Höfundur þessa pistils skoðaði sig um í verksmiðjunni í Krossa- nesi í sl. mánuði og sá þá að næstum allan fnyk og mengun er hægt að útiloka - þetta er eins og oftast spurningin um vilja, framtakssemi, tillitssemi við samborgarana - og vitaskuld fjármagn. Líklega er vissara að taka það fram, að þessar at- hugasemdir eru hvorki gerðar af illum hug til verksmiðjanna, né skilningsleysi á því hversu gagn- legur og arðbær þessi atvinnu- rekstur er bæjarfélaginu og þá þjóðfélaginu öllu. Sú staðreynd firrir samt engan veginn stjórn- endur verksmiðjanna þeirri ábyrgð að sýna raunhæfan vilja til endurbóta, því að dæmin sanna að það er ekki lengur tæknilegum vandkvæðum bundið. Vitað er að saman fer’ að minnka - j afnvel eyða loftmeng- uninni og endurnýta þá orku sem fer í uphitun - og nú rýkur út - og spara þar fjármuni. Allt ber því að sama brunni - minni mengun - meiri hagkvæmni í rekstri. Ástandið nú er þannig dögum saman að hvorki er opnandi glugga á íbúðarhúsnæði né hægt að hengja þvott á snúru utan dyra fyrir þeim óþverra sem í loftinu er. Nú myndi fólk vafa- laust bera þennan kross þögult og þolinmótt, væri ennþá litið svo á að þetta væri náttúrulög- mál, en eins og hér hefur verið bent á og hefur reyndar lengi verið vitað er svo ekki. Það sem er gleðilegast í þessum málum er þetta: Betri nýting hráefnis þýðir minni sjávarmengun og endurbætur í sambandi við út- blástur og endurnýtingu hans við kyndingu þýðir auðvitað minni loftmengun og aukna hagkvæmni í rekstri. Ljóst er því að endurbætur í þessum málum eru öllum til ávinnings. Auk þess ykist hróður verk- smiðjanna og íbúar staðarins færu að verða stoltir af verk- smiðjunni „sinni“ í stað þess að líta hana hornauga vegna óþægindanna sem af henni stafar. Að lokum skal bent á að á sl. vori var samþykkt á Alþingi þingsályktunartillaga um meng- unarvarnir í fiskimjölsverk- smiðjum frá þingmönnunum Helga Seljan og Hjörleifi Gutt- ormssyni. í greinargerð hennar segir m. a. orðrétt: „ástandið er víða með öllu óviðunandi, ekki síst í loðnubræðslum á Austfjörð- um.“ Síðar segir orðrétt: „Ástand- ið vegna loftmengunar frá loðnubræðslunum er með fá- dæmum slæmt, þar sem aðstæð- ur eru verstar, ekki síst í þröng- um fjörðum og tilfinnanlegast á góðviðrisdögum. Veldur engin mengun hérlendis jafnmiklum óþægindum fyrir marga og „peningalyktin“, og hún er tví- mælalaust heilsuspillandi, ekki síst fyrir þá sem veikir eru fyrir í öndunarfærum." Á þessari mynd, sem tekin er í miðjum bœ, við bústað sóknarprests- ins, má sjá grútarlagið, sem hér þekur allar fjörur og er reyndar sums staðar verra en þarna. Ljósm. Albert Ó. Geirsson.

x

Austurland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.