Austurland


Austurland - 31.10.1985, Blaðsíða 4

Austurland - 31.10.1985, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR, 31. OKTÓBER 1985. Neskaupstaður: Hverfur loftmengunin á næsta ári? í Norðfirði er mengun af völd- um loðnubræðslunnar veruleg eins og annars staðar. Reykinn leggur nær alltaf yfir byggð, ann- að hvort yfir bæinn allan eða mestallan eða yfir sveitina. Á lognkyrrum dögum liggur reykur- inn yfir allri byggðinni og raunar yfir firðinum öllum og dalnum inn af honum. Þarf ekki að eyða mörgum orðum að því, hversu hvimleitt þetta er og fýlan, sem reyknum fylgir, er ólýsanlega vond og virðist sitja föst í öllu bæði úti og inni. Sumir þola hreinlega ekki þessa lykt, hún magnar upp ýmis sjúk- dómseinkenni og talið er, að kvef- pesta- og vírusfaraldra gæti mun meira á bræðslutímabilum en ella. En það er ekki aðeins loft- mengun, sem fylgir loðnu- bræðslunum, grútarmengun í sjó er einnig alltof algeng. Einu sinni a. m. k. hefir grútur lent í sjóinn frá bræðslunni í Neskaupstað nú í haust og rak grútinn víða um fjörðinn og inn í ós Norðfjarðarár og á fjörur út fyrir bæ. Fuglar fundust í þessum grút, dauðir eða hálfdauðir. Þá hefir nokkurrar grútarmengunar gætt frá bátum og lýsisflutningaskipi, sem dældi grút í höfnina. Reyðarfjörður: Loftmengun oftast í litl- um hluta byggðarinnar Kannski er Reyðarfjörður hvað best settur varðandi loftmengun frá loðnubræðslunni af þeim stöðum, sem við fjöllum um í blaðinu í dag. Þeir Ásmundur Magnússon, verksmiðjustjóri og Hörður Þórhallsson, sveitar- stjóri, sem blaðið hafði samband við, voru sammála um það, að loftmengunar gætti yfirleitt ekki að verulegu ráði í kauptúninu. Þó er það byggðin á neðsta og innsta hluta Búðareyrarinnar, sem helst verður fyrir barðinu á bræðslureyknum í suðlægri utan- átt. Ríkjandi áttir eru að utan og innan. Þegar vindur stendur út fjörðinn, sem í Reyðarfirði a. m. k. er gjarnan kölluð fram- anátt, leggur reykinn oftast út fjörðinn og kemur hann þá ekki nærri byggðinni. Af þessu leiðir, að Reyðfirðingar sleppa yfirleitt allvel við hina illræmdu bræðslu- lykt. Ásmundur sagði ennfremur, að þeir væru yfirleitt ekki með skemmt efni, en þá gætir lyktar- innar ekki mikið. Ásmundur sagði einnig, að fyr- ir nokkrum árum hefði skorsteinn verksmiðjunnar verið hækkaður verulega - hann er um 13 m yfir þak verksmiðjuhússins - og við það hefði ástandið batnað mikið. Þetta sagði Hörður einnig, að hefði breytt ástandinu mjög til hins betra. Ásmundur gat þess, að þótt hinn hái skorsteinn á Reyðar- fjarðarverksmiðjunni fleytti reyknum yfir byggðina, þá bærist stundum slæm bræðslulykt inn með fjöllunum frá verksmiðjunni á Eskifirði. Þeim Ásmundi og Herði bar saman um, að sjávarmengunar gætti yfirleitt lítið á Reyðarfirði, en Hörður sagði, að það kæmi stundum fyrir, þegar loðnan væri feit og slegin, að grútur færi í sjó- inn við löndun, það hefði gerst tvisvar í fyrra og einu sinni hefði þetta gerst núna. En Hörður sagði einnig, að menn litu framhjá svona tiltölulega lítilli mengun, þegar jafnlítið er um loðnuna, eins og verið hefir á Reyðarfirði. Loðnubræðslan er mikið hags- munamál fyrir byggðarlagið. Ekki munu frekari mengunar- varnir vera fyrirhugaðar á næst- unni á Reyðarfirði. En Ásmundur sagði, að brýnast væri fyrir þá nú að fá nýjan löndunarbúnað. Þar er um blautdælingu að ræða, en þurrlöndunarbúnaður er væntan- legur. Síldarverksmiðjur ríkisins munu vera með áætlanir á prjón- unum um mengunarvarnir í fleiri verksmiðjum sínum en í Siglu- firði, þar sem þessi mál eru komin í gott lag. En hvar Reyðarfjarðar- verksmiðjan er þar í röðinni, er ekki vitað. B. S. Segja má, að þessi mengun hafi hins vegar ekki verið mjög veru- leg í haust, en það er reyndar óráðið, hvað menn telja verulegt í þessum efnum. Til þess verður að ætlast, að all- ir þeir sem hér geta átt hlut að máli, sýni hina fyllstu aðgát og reyni að koma í veg fyrir mengun- arslys af þessu tagi. Engin tæki munu vera til á Norðfirði og kannski hvergi hér eystra til að eyða grútar- eða olíubrák af sjó. Það gerir enn meiri þörf á fyllstu aðgæslu. Raunar munu olíufélög- in skyldug til að hafa uppi ein- hverjar varúðarráðstafanir í þess- um efnum, m. a. tiltækan tank fyrir úrgangsolíu. Ekki erblaðinu kunnugt um, að olíufélögin upp- fylli þessar skyldur eða séu látin gera það. □ En hvaða mengunarvarnir hef- ir brœðslan í Neskaupstað viðhaft til þessa? Þessari spurningu svaraði Guð- jón Smári Agnarsson, fram- kvœmdastjóri Síldarvinnslunnar svo: ■ í fyrra voru settar upp nýjar reykskiljur við þurrkarana. Þær gera það að verkum, að mun minna fer af mjöli upp með reykn- um en áður var. Þetta sést m. a. á því, að reykurinn frá verksmiðj- unni er mun hvítari en áður var og rykfall er nær horfið. Ýmsar aðrar endurbætur voru gerðar á verksmiðjunni í sumar og þá m. a. settar upp nýjar skilvindur og með þessum endurbótum nýt- um við löndunarvatnið betur en áður og sjávarmengun er því nær engin, nema þá að slys verði. □ Hvert er þá nœsta skreftil varn- ar loftmengun? ■ Næsta skref er að eyða reykn- um. Það er gert með sérstökum þvottaturnum, sem reykurinn verður leiddur gegnum og á hann þá að hverfa að 96%. □ En lyktin? Kvennafrídagurinn í Neskaupstað í Neskaupstað tóku konur þátt í aðgerðum 24. október með því að fara í kröfugöngu og efna til fundar í Egilsbúð. Flestar konur lögðu niður vinnu allan daginn eða frá hádegi. Gengið var frá Vindheimi að félagsheimilinu Egilsbúð. Mjög góð þátttaka var í göngunni þrátt fyrir hávaðarok og sjógang. Mátti bæði sjá unglingsstúlk- ur og ungar konur með barna- vagna og kerrur. Eldri konur létu sig heldur ekki vanta. Kröfuspjöld voru borin í göngunni og á þau letruð slag- orð tileinkuð launabaráttu kvenna. í Egilsbúð byrjuðu konurnar á því að hressa sig á kaffisopa eftir volkið í göngunni en síðan hófst dagskrá með ávarpi Stellu Steinþórsdóttur, og birtist það hér í blaðinu. Síðan var flutt blandað efni, upplestur og söngur. Á fundinum var einnig stofnuð Norðfjarðardeild Sam- taka kvenna á vinnumarkaðn- um. Hín mikla þátttaka og sam- staða þennan dag þar sem launamál voru í brennidepli, undirstrikar óánægju kvenna með launakjörin. Talið er að alls hafi ríflega þrjú hundruð konur komið í Egilsbúð þennan dag. S. Þ. ■ Lyktin verður þá lítil, ef hrá- efnið er óskemmt. □ Hvenœr má búast við, að þetta verði gert? ■ Eins fljótt og við treystum okk- ur til og stefnt er að því, að það verði á næsta ári. Það fer hins vegar eftir afkomu fyrirtækisins í heild og hvernig gengur að fá lán til þessara fram- kvæmda. Enn hafa engin sérstök lán verið veitt til þessara hluta. Þess er einnig að geta, að tæki verksmiðjunnar eru orðin gömul og verulegar endurbætur eru því framundan. Þetta sagði Guðjón Smári og Varað við fískeldi í veiðivötnum Aðalfundur Landssambands stangarveiðifélaga haldinn í Munaðarnesi 19. og20. október 1985 varar við þeim hugmynd- um sem uppi eru um að hefja fiskcldi í kvíum eða á annan hátt í fengsælum veiðivötnum. Bent er á mengunar- og smit- hættu, sem af þessu stafar. Gylfi Pálsson var einrónta endurkjörinn formaður. Aðrir í stjóm eru: Rósar Egg- ertsson, Reykjavík, Sigurður Pálsson, Keflavík, Hjörleifur Gunnarsson, Hafnarfirði og Rafn Hafnfjörð, Reykjavík, í varastjórn eru: Matthías Einarsson, Akureyri, Sigurður Sveinsson, Selfossi og Garðar Þórhallsson, Reykjavík. Fréttatilkynning. við skulum vona, að þetta verði síðasta loðnuvertíðin, sem Norð- firðingar þurfa að búa við bræðslureykinnogfýluna. B.S. Eskifjörður: Hryllilegt að búa við loftmengunina Á Eskifirði er loftmengunin mjög tilfinnanleg. Reykurinn J,iggur mjög mikið yfir bænum og lyktin er yfirþyrmandi. □ Blaðið hafði samband við Jóhann Klausen, bæjarstjóra og hann sagði: ■ Það er hryllilegt að þurfa að búa við þetta. Verst er ástandið í kulda og stillu, þá liggur reyk- urinn mjög þétt yfir byggðinni og firðinum. Það hefur komið fyrir, að bílar hafa þurft að hætta að aka vegna hans. Og fólk hefur flutt burt af staðnum vegna þessa. Bæjarstjórnin og aðrir hafa gert ályktanir varð- andi þetta ástand og úrbætur og undirskriftalistar hafa gengið, en ekkert hefur gerst. Reykurinn er geysimikill og lyktin, en hins vegar er um- gengni í verksmiðjunni sjálfri í góðu lagi og það fer ekki mikill grútur í sjóinn. Ef slíkt gerist, er það fyrir handvömm, en starfsmenn verksmiðjunnar eru þar vel á verði. Það var mikið búið að nudda í starfsmönnum hollustuvernd- arinnar að koma og kanna ástandið og það gerðu þeir í lok bræðslu sl. vetur. Verksmiðjan hefur ekkert starfsleyfi, en um- fjöllun um það og tillögur um úrbætur hafa verið að velkjast í kerfinu í marga mánuði. Hug- mynd hollustuverndarinnar mun hafa verið að veita verk- smiðjunni tveggja ára umþótt- unartíma til að koma mengun- armálunum í lag. □ Blaðið hafði einnig samband við verksmiðjustjórann á Eski- firði, Þórð Jónsson, og spurði hann, hvað fyrirhugað vœri að gera til að koma í veg fyrir loft- mengun. ■ Reynt er að iáta ekkert fara í sjó. Hér er þurrlöndunarbún- aður og skilvindur eru góðar, svo að soð fer ekki í sjóinn. Varðandi loftmengunina, sem vissulega er mikil, eru menn að velta ýmsu fyrir sér, en það vantar fjármagn og stjórn- völd gera ekkert til að auðvelda framkvæmdir í þeim efnum. Við reynum að láta hráefnið ekki skemmast, svo að lyktin verði ekki eins megn, og það hefur venjulega tekist. En það er vondur tími nú fyrir verksmiðjurnar, afurðaverð er lágt, hráefnisverð er hátt og borgað meira hér fyrir hráefni en víðast annars staðar og elds- neyti og rafmagn óheyrilega dýrt. Það er svo reyndar alveg sér- stök hagfræði, að það skuli borga sig að brenna lýsi, sem kostar 300 dollara í stað olíu, sem kostar 150 dollara, sagði Þórður Jónsson, verksmiðju- stjóri á Eskifirði að lokum. B. S.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.