Austurland


Austurland - 07.11.1985, Blaðsíða 1

Austurland - 07.11.1985, Blaðsíða 1
Austurland HELGARFERÐIR TIL AKUREYRAR Benni & Svenni S 6399 & 6499 35. árgangur. Neskaupstað, 7. nóvember 1985. 40. tölublað. ASÍ, Stéttarsamband bœnda, Hjálparstofnun kirkjunnar: Málefni aldraðra - málefni allra Hver er staða aldraðra? í landinu, í okkar heimabyggð? Hvernig hefur þjóðfélagið breyst með tilliti til aldraðra? Hvaða áhrif hefur breytt fjöl- skyldugerð, nýir atvinnuhættir, Alþýðubandalagið: Landsfundur í dag 7. nóvember, byltingar- daginn, hefst 7. landsfundur Al- þýðubandalagsins í Austurbæj- arbíói kl. 1730 með ávarpi for- manns flokksins, Svavars Gests- sonar, þar verður einnig flutt menningar- og skemmtidag- skrá. Fundurinn heldur áfram um kvöldið í Borgartúni 6, þar flytur formaðurinn setningar- ræðu, síðan verða almennar stjórnmálaumræður, sem einnig standa yfir meginhluta föstu- dags. Störf nefnda og starfshópa hefjast seinnihluta föstudags og halda áfram fram eftir laugar- degi. Þann dag fara einnig fram kosningar stjórnar, þ. e. formanns, varaformanns, ritara og gjaldkera svo og miðstjórn- ar. Fundinum lýkur síðan á sunnudag. Mörg mál liggja fyrir fundinum, sem búist er við að verði fjölmennasti landsfundur flokksins til þessa. Nánar er fjallað um landsfundinn í for- ystugrein blaðsins í dag. E. M. S. nýr lífsstíll, haft á stöðu, kjör og aðbúnað aldraðra? Hvernig hefur sú kynslóð, sem enn stendur styrkum fótum, mætt þörfum og vanda aldraðra? Hvernig metur uppvaxandi kyn- slóð þann arð, sem elsta kyn- slóðin og gengnar hafa látið henni í té? Þetta eru nokkrar af þeim spurningum, sem allir þurfa að velta fyrir sér. Allir sem vilja líta sér nærri, líta í eigin barm. ASÍ, Stéttarsamband bænda og Hjálparstofnun kirkjunnar hafa ákveðið að standa saman að öflugri umræðu um málefni aldraðra hér á landi. Hafa í því skyni verið settar á laggirnar undirbúnings- og skipulags- nefndir í hverjum landshluta, í hverju kjördæmi, sem í eru full- trúar ofangreindra samtaka. Nefnd fyrir Austurlandskjör- dæmi, skipuð undirrituðum, hefur haft samband við alla for- menn verkalýðsfélaga á Austur- landi svo og fulltrúa bænda og hvatt til aukinnar umræðu um málefni aldraðra á meðal félags- manna. Einnig hefur verið haft samband við skólastjóra á hverjum stað og umræðan tengd skólunum og nemendum þeirra og hvatt til að nýta efnið í sam- félagsfræðum, eftir því sem við verður komið. Yfirskrift skóla- verkefnis gæti verið: æskan þakkar öldruðum. Er þá reynt að gefa gaum þeirri miklu þjóð- félagsbreytingu, sem orðið hef- ur á íslandi á tiltölulega skömm- um tíma. Ennfremur hugleidd þau verðmæti bæði hlutlæg og huglæg, sem þeir elstu hafa skilað til þeirra yngstu. Ákveðið er, að fram fari út- tekt á aðstöðu og aðbúnaði aldr- aðra á hverjum stað svo sem hvað hafi verið gert í málefnum aldraðra og/eða hvað sé á döf- inni. Til þess að gera umræðuna áþreifanlega, verður helgina 9. og 10. nóvember seldur hvítur penni. Takmarkið er: penni inn á hvert heimili, inn á hverja stofnun, í hvert fyrirtæki. Þeir sem sjá um söluna verða skólastjórar, skólabörn, for- menn verkalýðsfélaga og bænd- ur á hverjum stað. Ágóðanum af sölunni í Austurlandskjördæmi verður Frá dvalarheimilinu á Eskifirði. varið til brýnustu verkefna hér austanlands í þágu aldraðra eftir þeim gögnum, sem nefndinni berast. Vonast er til, að framtakið vekji. hvetji og efli samstöðu fólks á Austurlandi um málefni Ljósm. Halla Óskarsdóttir. aldraðra og þess vænst, að sölu- börnum verði vel tekið. Sigfinnur Karlsson, Neskaupstað, Davíð Baldursson, Eskifirði, Sigfús Þorsteinsson, Fossgerði. Neskaupstaður: Aformað að reisa glæsilegt hótel Nú er unnið af fullum krafti við hönnun og undirbúning glæsi- legrar hótelbyggingar í Neskaup- stað, en áformað er að hefja framkvæmdir við bygginguna strax og tíðarfar leyfir að vori. Ráðgert er að hótelið rísi á lóð- inni Hafnarbraut 11, en það er á uppfyllingunni utan Tónabæjar Austurhlið hótelsins mun líta þannig út séð frá gamla Drífuplaninu meðal annars. að Sæsilfursbryggju. Það eru hjónin Magni Krístjánsson og Sigríður Guðbjartsdóttir ásamt Guðmundi Ingvasyni, sem hafa staðið fyrir undirbúningi hótel- byggingarinnar, en áformað erað stofna hlutafélag um uppbygg- ingu og rekstur hótelsins. Flatarmál byggingarinnar er tæplega 420 m2, en hún verður á tveimur hæðum og með 50 m2 kjallara, þannig að heildargólf- flötur verður 805 m:. Á jarðhæð hússins verða veit- inga- og fundarsalir, eldhús, gestamóttaka, skrifstofa og að- staða fyrir starfsfólk auk geymsla. Á efri hæðinni verða 10 - 12 rúmgóð tveggja manna gisti- herbergi auk setustofu fyrir gesti. í kjallara verður geymslurými. Salirnir á jarðhæð geta verið þrír aðskildir eða samnýttir tveir eða þrír saman. í heild munu salirnir rúma rúmlega 200 manns í sæti. Arkitekt þessa glæsilega húss er Halldór Gíslason og er hann vel kunnugur á þeim slóðum sem hótelið mun rísa á, þar sem hann sem unglingur vann við síldarsöltun á söltunarstöðinni Drífu á síldarárunum. Aðspurður kvað Magni Krist- jánsson hugmyndina um hótel- bygginguna eiga sér nokkurn aðdraganda. I fyrstu var áform- að að reisa verslunarhús á um- ræddri lóð, en fljótlega komu upp efasemdir um að sú ákvörð- un væri skynsamleg, ekki síst vegna þess að verslunarumsvif í bænum jukust umtalsvert á þeim tíma, sem þetta var í at- hugun. Spurningin var sú, hvort ætti að hætta við hugmyndina um að reisa hús á þessari ágætu lóð eða hvort ætti að finna hús- inu annað hlutverk. Að athug- uðu máli vaknaði áhugi á að reisa þarna gisti- og veitingahús, Framh. á 2. síðu. Pannig mun norðurhlið hótelsins líta út séð frá Hafnarbraut. Teikningar Halldór Gíslason. Félagsvist AB er í kvöld í Egílsbúð og hefst kl. 2045 Alþýðubandalagið

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.