Austurland


Austurland - 07.11.1985, Qupperneq 1

Austurland - 07.11.1985, Qupperneq 1
Austurland HELGARFERÐIR TIL AKUREYRAR Benni & Svenni S 6399 & 6499 35. árgangur. Neskaupstað, 7. nóvember 1985. 40. tölublað. ASÍ, Stéttarsamband bœnda, Hjálparstofnun kirkjunnar: Málefni aldraðra - málefni allra Hver er staða aldraðra? í landinu, í okkar heimabyggð? Hvernig hefur þjóðfélagið breyst með tilliti til aldraðra? Hvaða áhrif hefur breytt fjöl- skyldugerð, nýir atvinnuhættir, Alþýðubandalagið: Landsfundur í dag 7. nóvember, byltingar- daginn, hefst 7. landsfundur Al- þýðubandalagsins í Austurbæj- arbíói kl. 1730 með ávarpi for- manns flokksins, Svavars Gests- sonar, þar verður einnig flutt menningar- og skemmtidag- skrá. Fundurinn heldur áfram um kvöldið í Borgartúni 6, þar flytur formaðurinn setningar- ræðu, síðan verða almennar stjórnmálaumræður, sem einnig standa yfir meginhluta föstu- dags. Störf nefnda og starfshópa hefjast seinnihluta föstudags og halda áfram fram eftir laugar- degi. Pann dag fara einnig fram kosningar stjórnar, þ. e. formanns, varaformanns, ritara og gjaldkera svo og miðstjórn- ar. Fundinum lýkur síðan á sunnudag. Mörg mál liggja fyrir fundinum, sem búist er við að verði fjölmennasti landsfundur flokksins til þessa. Nánar er fjallað um landsfundinn í for- ystugrein blaðsins í dag. nýr lífsstíll, haft á stöðu, kjör og aðbúnað aldraðra? Hvernig hefur sú kynslóð, sem enn stendur styrkum fótum, mætt þörfum og vanda aldraðra? Hvernig metur uppvaxandi kyn- slóð þann arð, sem elsta kyn- slóðin og gengnar hafa látið henni í té? Þetta eru nokkrar af þeim spurningum, sem allir þurfa að velta fyrir sér. Allir sem vilja líta sér nærri, líta í eigin barm. ASÍ, Stéttarsamband bænda og Hjálparstofnun kirkjunnar hafa ákveðið að standa saman að öflugri umræðu um málefni aldraðra hér á landi. Hafa í því skyni verið settar á laggirnar undirbúnings- og skipulags- nefndir í hverjum landshluta, í hverju kjördæmi, sem í eru full- trúar ofangreindra samtaka. Nefnd fyrir Austurlandskjör- dæmi, skipuð undirrituðum, hefur haft samband við alla for- menn verkalýðsfélaga á Austur- landi svo og fulltrúa bænda og hvatt til aukinnar umræðu um málefni aldraðra á meðal félags- manna. Einnig hefur verið haft samband við skólastjóra á hverjum stað og umræðan tengd skólunum og nemendum þeirra og hvatt til að nýta efnið í sam- félagsfræðum, eftir því sem við verður komið. Yfirskriít skóla- verkefnis gæti verið: æskan þakkar öldruðum. Er þá reynt að gefa gaum þeirri miklu þjóð- félagsbreytingu, sem orðið hef- ur á íslandi á tiltölulega skömm- um tíma. Ennfremur hugleidd þau verðmæti bæði hlutlæg og huglæg, sem þeir elstu hafa skilað til þeirra yngstu. Ákveðið er, að fram fari út- tekt á aðstöðu og aðbúnaði aldr- aðra á hverjum stað svo sem hvað hafi verið gert í málefnum aldraðra og/eða hvað sé á döf- inni. Til þess að gera umræðuna áþreifanlega, verður helgina 9. og 10. nóvember seldur hvítur penni. Takmarkið er: penni inn á hvert heimili, inn á hverja stofnun, í hvert fyrirtæki. Þeir sem sjá um söluna verða skólastjórar, skólabörn, for- menn verkalýðsfélaga og bænd- ur á hverjum stað. Ágóðanum af sölunni í Austurlandskjördæmi verður Nú er unnið af fullum krafti við hönnun og undirbúning glæsi- legrar hótelbyggingar í Neskaup- stað, en áformað er að hefja framkvæmdir við bygginguna strax og tiðarfar leyílr að vori. Ráðgert er að hótelið rísi á lóð- inni Hafnarbraut 11, en það er á uppfyllingunni utan Tónabæjar Frá dvalarheimilinu á Eskifirði. varið til brýnustu verkefna hér austanlands í þágu aldraðra eftir þeim gögnum, sem nefndinni berast. Vonast er til, að framtakið vekji. hvetji og efli samstöðu fólks á Austurlandi um málefni að Sæsilfursbryggju. Það eru hjónin Magni Kristjánsson og Sigríður Guðbjartsdóttir ásaint Guðmundi Ingvasyni, sem hafa staðið fyrir undirbúningi hótel- byggingarínnar, en áformað er að stofna hlutafélag um uppbygg- ingu og rekstur hótelsins. Flatarmál byggingarinnar er tæplega 420 nr, en hún verður á tveimur hæðum og með 50 m: kjallara, þannig að heildargólf- flötur verður 805 m;. Á jarðhæð hússins verða veit- inga- og fundarsalir. eldhús, gestamóttaka, skrifstofa og að- staða fyrir starfsfólk auk geymsla. Á efri hæðinni verða 10 - 12 rúmgóð tveggja manna gisti- herbergi auk setustofu fyrir gesti. í kjallara verður geymslurými. Salirnir á jarðhæð geta verið þrír aðskildir eða samnýttir aldraðra og þess vænst, að sölu- börnum verði vel tekið. Sigfinnur Karlsson, Neskaupstað, Davíð Baldursson, Eskifirði, Sigfús Þorsteinsson, Fossgerði. tveir eða þrír saman. í heild munu salirnir rúma rúmlega 200 manns í sæti. Arkitekt þessa glæsilega húss er Halldór Gíslason og er hann vel kunnugur á þeim slóðum sem hótelið mun rísa á, þar sem hann sem unglingur vann við síldarsöltun á söltunarstöðinni Drífu á síldarárunum. Aðspurður kvað Magni Krist- jánsson hugmyndina um hótel- bygginguna eiga sér nokkurn aðdraganda. I fyrstu var áform- að að reisa verslunarhús á um- ræddri lóð, en fljótlega komu upp efasemdir um að sú ákvörð- un væri skynsamleg, ekki síst vegna þess að verslunarumsvif í bænum jukust umtalsvcrt á þeim tíma, sem þetta var í at- hugun. Spurningin var sú, hvort ætti að hætta við hugmyndina um að reisa hús á þessari ágætu lóð eða hvort ætti að finna hús- inu annað hlutverk. Að athug- uðu máli vaknaði áhugi á að reisa þarna gisti- og veitingahús, Framh. á 2. síðu. Félagsvist AB er í kvöld í Egilsbúð og hefst kl. 2045 Alþýðubandalagið E. M. S. Austurhlið hótelsins mun líta þannig út séð frá gamla Drtfuplaninu meðal annars. Neskaupstaður: S Aformað að reisa glæsilegt hótel

x

Austurland

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.