Austurland


Austurland - 07.11.1985, Blaðsíða 2

Austurland - 07.11.1985, Blaðsíða 2
FIMMTUDAGUR, 7. NÓVEMBER 1985. Austurland MALGAGN ALÞYÐUBANDALAGSINS Ritnefnd: Elma Guðmundsdóttir, Guðmundur Bjarnason, Einar Már Sigurðarson, Sigrún Þormóðsdóttir og Smári Geirsson. Ritatjóri: Birgir Stefánsson (ábm.) S7750 og 7756. Auglýsingar og dreifing: Aðalbjörg Hjartardóttir - Pósthólf 31 - 740 Neskaupstað - S7756. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar: Egilsbraut 11, Neskaupstað S7750 og 7756. Prentun: Nesprent. ÚTG.: KJÖRDÆMISRÁÐ ALÞÝÐUBANDALAGSINS Á AUSTURLANDI Landsfundur AB hefst í dag 'Það telst alltaf nokkuð fréttnæmt í heimi stjórnmál- anna, þegar stjórnmálaflokkar halda landsþing sín eða landsfundi. Þar eru lagðar pólitískar línur til lengri tíma og ákveðið uppgjör fer fram varðandi liðið starfstímabil. í dag hefst Landsfundur Alþýðubandalagsins og mun hann standa fram á sunnudag. Andstæðingar AB hafa hlakkað mikið til þessa landsfundar og virðast vænta þar einhverra tíðinda, er túlka megi sem veikleika og sund- urlyndi sósíalista. Alþýðubandalagsmenn munu hins vegar ekki telja þennan landsfund merkilegastan fyrir hugsanlegan ágreining þar eða fjölmiðlaupphlaup og er þó langt frá því, að allir flokksmenn ætli sér að verða þar sammála í öllum greinum. Alþýðubandalagsmenn fara til þessa landsfundar til að stilla saman krafta sína og snúa vörn í sókn í íslenskum stjórnmálum - snúa vörn launafólks í sókn gegn harðsvír- uðu atvinnurekendavaldi framsóknaríhaldsins. En til þess að svo megi verða þurfa flokksmenn vissu- lega að meta stöðu síns flokks á raunsæjan hátt, efla þá þætti, sem vel hafa tekist, en endurskipuleggja baráttuað- ferðir á öðrum sviðum, þar sem verr hefir vegnað. Hrein- skiptin umræða í þessa veru er ekki veikleikamerki, held- ur skynsamleg og lýðræðisleg vinnuregla, sem að vísu útheimtir ákveðinn félagslegan þroska, sem alþýðu- bandalagsmenn treysta að sé fyrir hendi innan þe'irra flokks. Á landsfundi AB verða rædd fjölmörg mikilsverð mál svo sem efnahags- og atvinnumál, kjara- og verkalýðs- mál, utanríkismál, uppeldis- og menntamál, féíags- og jafnréttismál, sveitarstjórnarmál og auk þess flokksstarf- ið og starfshættir flokksins. Ekki fer á milli mála, að það skiptir miklu um velferð almennings í þessu landi, hvernig til tekst hverju sinni um stjórnun þessara málaflokka. í þeim hefir AB haft skýra stefnu, en ætíð er endurmats þörf og svo er nú ekki síður en endranær. Innri mál flokksins verða vonandi rædd af heilindum einnig, því að það skiptir íslenskt launafólk einnig miklu, að í þessum stærsta stjórnarandstöðuflokki landsins ríki eining og stefnufesta. Stjórnmálaflokkar, starfsemi þeirra og stjórnmálamenn virðast ekki vera í miklum metum um þessar mundir, ef dæma má eftir nýlegri skoðanakönnun, sem birt hefir verið. Alþýðubandalagið er vart betur statt í þessum efnum en aðrir flokkar og skoðanakannanir hafa verið því óhagstæð- ar yfirleitt að undanförnu. Þróttmikill og baráttuglaður landsfundur á að geta breytt þessu og þá gerir ekkert til, þó að andstæðingar flokksins geti sagt þaðan sögur af hvass- yrtum og eðlilegum skoðanaskiptum. B. S. FRA ALÞINGI Afnám mismununar Hjörleifur Guttormsson og Guðrún Helgadóttir hafa flutt þingsályktunartillögu um út- tekt á mismunun gagnvart konum hérlendis. Er þar gert ráð fyrir, að Alþingi feli félags- málaráðherra og Jafnréttisráði að gera á því úttekt, hvað á skorti, að íslendingar uppfylli ákvæði alþjóðasamnings um afnám alls misréttis gagnvart konum, en Alþingi veitti ríkis- stjórninni heimild til að stað- festa þennan samning fyrir ís- lands hönd sl. vor. í tillögunni er bent á þá þætti, sem sérstaklega þurfi að beina sjónum að í þessari úttekt, m. a. kynbundið launa- misrétti. Sjávarútvegsfræði á Höfn Helgi Seljan hefur mælt fyrir þingsályktunartillögu, sem hann flytur ásamt Agli Jóns- syni og Jóni Kristjánssyni um könnun á námi í sjávarútvegs- fræðum á Höfn í Hornafirði. Samkvæmt tillögunni á að vinna að þeirri könnun í sam- ráði við skóla tengda sjávarút- vegi, Háskólann og samstarfs- nefnd um framhaldsnám á Austurlandi. Sjúkra- og iðjuþjálfun Helgi Seljan hefur endur- flutt þingsályktunartillögu um, að sjúkra- og iðjuþjálfun verði sem víðast komið á í heilsu- gæslustöðvum. Kannað verði, hvernig tengja megi þessa starfsemi við kennslu í heilsu- rækt í efstu bekkjum grunn- skóla og einnig að efldir verði möguleikar Vinnueftirlits rfkisins til að vinna að fyrir- byggjandi aðgerðum á vinnu- stöðum. Tillagan gerir ráð fyrir sam- ráði við samtök launafólks og atvinnurekenda um þetta mál svo og hlutaðeigandi heil- brigðisstéttir. Umhverfismál og náttúruvernd Hjörleifur Guttormsson hefur flutt ásamt fjórum öðr- um þingmönnum AB þingsá- lyktunartillögu um úrbætur í umhverfismálum og náttúru- vernd. Þar eru tiltekin 10 veiga- mikil atriði, sem ríkisstjórn- inni er falið að undirbúa og framkvæma á þessu sviði bæði varðandi stjórnun þessara mála og lagabætur. í greinar- gerð er safnað saman miklum fróðleik um stöðu umhverfis- mála og ættu sem flestir áhuga- menn um þessi efni að kynna sér tillöguna. Námsstefna um atvinnumál ungs fatlaðs fólks I vikunni 10. til 16. nóvember nk. verður á öllum Norður- löndunum í tilefni af alþjóðaári æskunnar vakin sérstök athygli á atvinnumálum ungs fatlaðs fólks. Þann 16. nóvember hyggst æskulýðsnefnd Sjálfs- bjargar ls. f. því gangast fyrir námsstefnu um atvinnumál ungs fatlaðs fólks. Námsstefnan, sem haldin verður í Reykjavík á að hefjast kl. 900 fyrir hádegi og standa með matar- og kaffihlé- um til kl. 18°°. Okkur væri mikil ánægja, ef þið sæjuð ykkur fært að senda fulltrúa á námsstefnuna. Nánari upplýsingar um dagskrá og staðsetningu munu verða veittar af skrifstofu Sjálfsbjargar ls. f. (félagsmáladeild), S 91-29133 og sendar þeim sem þess óska. Þátttaka óskast einnig til- kynnt til framangreindrar skrif- stofu. Þátttökugjald verður ekkert, en þátttakendur verða að greiða fyrir sameiginlegan hádegisverð. í von um að sjá sem flesta, f. h. æskulýðsnefndar Sjálfs- bjargar ls. f. Ásgeir Sigurðsson, formaður. Áformað að reisa Kirkja Barnastund í safnaðarheimil- inu Neskaupstað næstkomandi sunnudag 10. nóvember kl. 1030 f. h. Sóknarprestur. ÁRNAÐ HEILLA Afmæli Hjörleifur Guttormsson, al- þingismaður, Mýrargötu 37, Neskaupstað varð 50 ára 31. okt. sl. Hann er fæddur og upp alinn á Hallormsstað, en fluttist að loknu námi í Austur-Þýska- landi til Neskaupstaðar árið 1963 Qg hefir átt hér heima síðan. Fríður Björnsdóttir, húsmóð- ir, Ekrustíg 6, Neskaupstað varð 50 ára 3. nóv. sl. Hún er fædd í Neskaupstað og hefir allt- af átt hér heima að undanskild- um 7 árum, er hún bjó á Akur- eyri. Framh. af 1. síðu. ekki síst vegna þess að lóðin er á heppilegum stað við sjóinn. Sjórinn og eyðifirðirnir í ná- grenni Norðfjarðar koma án efa til með að laða að ferðamenn til Neskaupstaðar og því er það kostur að hægt skuli vera að reisa hótel við sjóinn í hjarta bæjarins. í apríl í vor voru Halldór Gíslason arkitekt og Guðni Þórðarson verkfræðingur fengnir til að gera frumtillögur og kostnaðaráætlanir varðandi hótelbyggingu. Út úr þeirri vinnu kom að margra mati af- skaplega skemmtileg hugmynd að húsi og var þá tekin ákvörðun um að láta til skarar skríða. Byggingarnefndarteikningar voru fullgerðar um miðjan október og voru þá fljótlega lagðar fyrir byggingarnefnd, sem samþykkti þær. Bæjar- stjórn staðfesti síðan samþykkt byggingarnefndar á fundi sínum sl. þriðjudag. Áætlaður byggingarkostnað- ur á núgildandi verðlagi er rúm- lega 20 milljónir króna og er þá miðað við hótelið fullfrágengið. Lágmarkskostnaður til þess að hægt sé að hefja rekstur er á bilinu 15 - 18 milljónir króna. Ljóst er að nokkuð erfitt verður að fjármagna bygging- una, en kannað hefur verið, hvaða leiðir eru færar í þeim efnum. Auk eigin fjármagns hluthafa er fastlega búist við að ferðamálasjóður láni verulegan hluta byggingarkostnaðar, en auk þess hafa bankayfirvöld tekið vel í málið. Einnig er hægt að leita til fleiri aðila varðandi fj ármagnsútvegun. Vissulega er að mörgu leyti rennt blint í sjóinn hvað rekstur svona hótels varðar, en reynslan í ýmsum öðrurri byggðarlögum sýnir, að þar sem sköpuð er góð aðstaða til móttöku ferðamanna laðast þeir að. Ferðamanna- þjónusta er vaxandi atvinnu- grein og ástæðulaust annað en að taka þátt í uppbyggingu á því sviði. Forsvarsmenn hótel- byggingarinnar vonast auk þess til að þarna skapist góð aðstaða fyrir Norðfirðinga til samkomu- halds og skemmtana. 5. G.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.