Austurland


Austurland - 07.11.1985, Blaðsíða 3

Austurland - 07.11.1985, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR, 7. NÓVEMBER 1985. Af mönnum ?? ertu kominn" Einar Bragi - Mál og menning 1985 Þaö telst sjaldnast til tíðinda á íslandi þótt út komi endur- minningabók. Tala slíkra rita er legíó, og gæðin jafn misjöfn og ritin eru mörg. Það telst því viðburður þegar út kemur minningabók sem ekki fer troðnar slóðir í efnismeðferð og er nær því að vera listaverk en títt er um rit af þessu tagi. Það er slíkur bókmenntavið- burður sem lesendur fá í hendur með bók Einars Braga „Af mönnum ertu kominn". Einar Bragi rekur í bók sinni æsku og uppvaxtarár á Eskifirði og segir frá mönnum og við- burðum sem honum eru minnis- stæðir frá þeim árum. Lesendur fá að kynnast þessu frá sjónarhóli barnsins sem oft skilur umhverfið öðrum skiln- ingi en þeir sem eldri eru. Þessu kemur höfundur til skila af fágætum hagleik og minnist ég þess varla að haf a les- ið texta sem ég hefi orðið jafn hugfanginn af, þar kemur til hæfileiki höfundar til að tjá ein- lægni barnsins auk þess sem hann hefur tilhneigingu til að sjá hlutina í spéspegli sem a. m. k. égkanndávelaðmeta. í bók sinni minnist Einar Bragi fjölmargra samferða- manna sem honum hafa orðið hugstæðir. Flest er þetta fólk látið enda af næstu kynslóð á undan höfundi. Ekki er hér verið að rekja sögu þeirra sem fæðst hafa til auðs og allsnægta heldur er hér sögð saga óbreytts alþýðufólks sem dag hvern háði harða bar- áttu fyrir daglegu brauði en gleymdi þó aldrei þeirri stað- r'eynd að maður er manns gam- an og samhjálp og samvinna var það sem gilti ef sigur átti að vinnast hvort heldur glímt var við náttúruöflin eða harðdræga yfirstétt. Til sölu í tilefni dagsins er auglýst til sölu bifreið af gerðinni LADA 1500, árgerð 1978 Bifreiðin hefur útlitsgalla, en er að flestu leyti hinn ljúfasti vagn Upplýsingar © 7630 Foreldrar höfundar þau Borghildur Einarsdóttir og Sig- urður Jóhannsson eru eins og vænta má í þungamiðju bókar- innar, einkum er Sigurður fyrir- ferðarmikill enda mikillar gerðar, dæmi um karlsson í garðshorni sem með ráðsnilld og dugnaði hefst af sjálfum sér til sjálfsbjargar. Það eru lífsskoðanir Sigurðar Jóhannssonar sem höfundur heldur hæst á lofti. Á bls. 173 birtir hann nokkurs konar stefnuskrá: „Sigurður Jóhanns- son var jafnaðar- og samvinnu- maður að innræti. .. C EinarBragi mönnum ertu kominn ENDURMINNINGAR Sigurður Jóhannsson 23 ára. Grundvallarskoðanir hans í stjórnmálum voru heimafengn- ar, hann taldi bæði hagkvæmast og réttlátast að atvinnutækin væru sameign þeirra sem not- uðu þau til að draga auð úr djúpi sjávareðaskauti jarðar, ogjafn- aðar væri gætt við skiptingu arðsins af vinnunni. Verður er verkamaðurinn launa sinna var uppistaðan í stéttarvitund hans og kröfum í kjaramálum." Með bók sinni reisir Einar Bragi íslensku erfiðisfólki bauta- stein og heldur á lofti minningu þeirra sem lögðu grunninn að ís- lenska velferðarríkinu. Þessi bók er góð lesning öllum þeim sem unna íslenskum bók- menntum og ætti að vera skyldulesning frjálshyggju- manna sem þessa dagana hafa það best við tímann að gera að ausa vinnandi fólk til sjávar og sveita svívirðingum. Það er þó aðeins veik von að við lestur á bók Einars Braga opnuðust augu einhverra þess- ara auðnuleysingja fyrir að þeir eiga sér uppruna í slori og skít, og þótt dansinn í kringum gull- kálfinn sé ljúfur þá endar hann aldrei nema á einn veg, þ. e. eins og í Hruna forðum. Ég vona að „Af mönnum ertu kominn" sé upphafið að stærra verki og við getum átt von á framhaldi af minningum Einars Braga. Hrafnkell A. Jónsson. 10% afsláttur I tilefni af breytingum á versluninni veitum við 10% afslátt af öllum vörum verslunarinnar út þessa viku Opið laugardaginn 9. nóvember kl. 10-13 Verið velkomin VÍSA Nesbær Neskaupstað ©7115 Vísnahorn Austurlands Eftirfarandi vísa varð til 24. maí 1983 á meðan núverandi stjórn- arflokkar áttu í stjórnarmyndunarviðræðum og sýnt þótti, hvert stefndi, enda var ríkisstjórnin mynduð tveimur dögum síðar. Framsókn klæðist úr og í, á þar sjálfsagt metið, er nú skriðin enn á ný í íhalds gamla fletið. Jón Guðmundsson frá Heiðarseli í Tungu, er seinast átti heima á Kolmúla við Reyðarfjörð, kvað eitt sinn um konu, sem ekki hefir verið völt á línunni. Eg þekki eina, sem energiskt yrkir sín hugartún. Allt sem er kiljanskt og kommúniskt kyssir og faðmar hún. Og svo er hér ein í lokin svona í tilefni dagsins! Oftlega roðinn austri frá yljaði rauðum her, hlýjast þó, er 'ann sigur sá sjöunda nóvember. B. S. Slysavarnakonur Norðfirði Helgarferð til Reykjavíkur laugardaginn 23. nóv. Einnig er fyrirhugað að halda námskeið um miðjan jan. '86 í snyrtingu og fleiru frá Módelsamtökunum, ef næg þátttaka fæst Hafið samband sem fyrst við Jóhönnu S 7137, Rósu S 7415 og Guðrúnu S 7464, á kvöldin jm NESKAUPSTAÐUR Frá bæjarskrifstofunni Frá og með mánudeginum 11. nóvember nk. verður afgreiðsla bæjarskrifstofunnar opin frá kl. 1000 til kl. 1500 Ath. opið verður í hádeginu Bæjarsjóður ^Utt NESKAUPSTAÐUR Heimilisaðstoð Starfskraft vantar til heimilisaðstoðar frá og með áramótum Nánari upplýsingar veitir Guðrún Sigurðardóttir hjúkrunarforstjóri Félagsmálaráð

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.