Austurland


Austurland - 07.11.1985, Blaðsíða 4

Austurland - 07.11.1985, Blaðsíða 4
Austurland Neskaupstað, 7. nóvember 1985. Austfjarðaleið hf. ® 4250 og 7713 y ^ ATHUGIÐ - ÁÆTLUNAR- l-jjQ Ný bílaleiga Á) /Éjfc SPARISJÓÐURINN S 2 Bílaleiga Benna SÉR UM SÍNA FERÐIR Á SUNNUDÖGUM S 7476 & 7420 Sparisjóður Norðfjarðar Breytingar í Nesbæ Nýlega hafa átt sér staö mikl- ar breytingar í tískuversluninni Nesbæ. Skipt hefur verið um all- ar innréttingar sem að sögn eig- anda voru alltaf hugsaðar til bráðabirgða. Jafnframt þessu nýtist húsnæðið til muna betur og hefur verið tekið upp mikið af vörum nú fyrir veturinn. Jafn- framt eru til húsa umboð fyrir DAS, SÍBS og Happdrætti HÍ hjá Nesbæ. Eigandi er Sigur- björg Eiríksdóttir. Meðfylgj- andi mynd er tekin eftir að nýju innréttingarnar voru teknar í notkun. A henni er eigandinn Sigurbjörg Eiríksdóttir. Blak Nú er keppnistímabilið hafið í blakinu. Æfingar hófust hjá Þrótti strax í byrjun september. Iðkendum fjölgar hratt og áhugi virðist mjög mikill. Um það bil 70 stunda æfingar reglulega og af miklum móð. Þrjár æfinga- ferðir hafa þegar verið farnar; til Reykjavíkur, til Akureyrar Viðtal við Stellu Steinþórsdóttur: Yinnuvernd varðar allt starfsumhverfið Á vinnuverndarráðstefnunni á Iðavöllum í haust náði AUSTURLAND tali af Stellu Steinþórsdóttur, verkakonu, sem er bónustrúnaðarmaður í frystihúsi Síldarvinnslunnar í Neskaupstað og stjórnarmaður í Verkalýðsfélagi Norðfirðinga. □ Hún var fyrst spurð, hvers vegna hún hafifarið á þessa ráð- stefnu. ■ Eg er í fyrsta lagi send af verkalýðsfélaginu og fyrirtæk- inu og ég er hérna vegna þess, að í Síldarvinnslunni er enginn öryggistrúnaðarmaður í frysti- húsinu það ég veit og ég held ekki heldur í saltfiskinum. Það kemur líka fram hér, að í þeim 33 fyrirtækjum, sem skil- uðu inn spurningalistum, eru 11 öryggistrúnaðarmenn og 4 ör- yggisverðir, sem er náttúrlega alltof lítið. Málið er það, að þessi nýju vinnuverndarlög hafa raunverulega aldrei komist í gagnið, vegna þess að fólk hefur bara hreinlega ekki vitað nógu mikið um þessi mál. □ Og öryggismannatrúnaðar- kerfið virkar sem sagt ekki? ■ Nei, það eru t. d. margir sem vilja ekki vera öryggistrúnaðar- menn. Eg hef heyrt það fyrir sunnan t. d. í viðræðum við fólk, að öryggistrúnaðarmenn væru illa séðir og menn sæju þá hverfa af vinnustöðunum með skjótum hætti, þeim væri gert ókleift að starfa og erfitt fyrir og þeir hreinlega gæfust upp. En það sem fyrst og fremst vantar er það, að þeir hafi eiri- hvern stuðning, einhvern bakhjarl. Við vitum hvernig ástandið er hér, Skúli er eini starfsmaður eftirlitsins fyrir allt Austurland og það sjá náttúr- lega allir, að hann annar því ekki að vera verulegur bakhjarl á öllu þessu svæði. □ Pessari ráðstefnu er þá ætlað að frœða fólk um vinnuverndar- málin? ■ Já, hún er haldin fyrst og fremst til að kynna fólki réttindi og skyldur og líka til að kynna þá könnun sem gerð var á ástandi vinnustaða á Austur- og til Egilsstaða og verður vænt- anlega fjallað um þær síðar hér. Meistaraflokkur karla hefur þegar leikið sinn fyrsta leik í hinni nýju 1. deild. Var það gegn KA á Akureyri og tapaði Próttur 3 : 2. í þeim leik, eins og verða mun í þeim næsta vant- aði tvo af máttarstólpum liðsins sl. ár, þar sem þeir eru við æf- ingar og leiki með unglinga- landsliðinu í knattspyrnu. Næsti leikur verður hér heima á laugardaginn nk. Mótherjarn- ir eru íslandsmeistarar Þróttar frá Reykjavík. Okkar menn eru staðráðnir í því að standa sig vel og sýna góðan leik og vænta mikils stuðnings áhorfenda. Síðast þegar þessi lið áttust við voru pallarnir þétt skipaðir og stemmning mikil. Leikurinn hefst klukkan 1700. Áfram Þróttur! G. M. landi og niðurstöður hennar. í þeirri könnun voru of fáir vinnu- staðir til að könnunin væri marktæk, þetta var aðeins „stikkprufa“. En hún sýnir það, að það er ýmislegt, sem er ábóta- vant. Öryggismál og vinnuvernd- armál eru í hugum margra ekkert annað en það, að vélar séu í lagi og vinnustaðurinn sé ekki hættu- legur, en þetta kemur inn á allt starfsumhverfið: aðbúnað, holl- ustuhætti, aðstöðu, kaffistofur, snyrtingar og alla aðra aðstöðu á vinnustaðnum, lýsingu, hita, kulda og hávaða. □ Nú ert þú allvel kunnug þess- um málum, en finnst þér, að þú hafirgrœtt eitthvað áþessari ráð- stefnu? ■ Ég tel, að maður sem ekki hefur verið í trúnaðarmanns- starfi eða ekki kynnt sér þessi mál sérstaklega, græði mikið á þessari ráðstefnu. Og þó að ég sé lengi búin að vera bónustrún- aðarmaður, fæ ég samt upplýs- ingar á svona ráðstefnu, sem maður hefur gagn af og bara það að vita, til hverra maður getur snúið sér, hvaða menn á að tala við hjá Vinnueftirlitinu eða okkar mann hér, hvaða gögn maður getur fengið, er allt mjög gagnlegt. □ Lengra varð samtal okkar ekki um vinnuverndarmálin og AUSTURLAND þakkar Stellu viðtalið. B. S. Getur einhver aðstoðað? Þessi mynd er af Ármanni Bjarnasyni frá Viðfirði. Frum- myndin er töluvert skemmd. Jóhann Rafnsson í Stykkishólmi hefur beðið blaðið að grennslast fyrir um, hvort einhver af les- endum eigi eða viti um ógallað eintak af þessari eða öðrum myndum af Ármanni, sem hægt væri að fá lánað til að taka eftir því. Þeir sem kynnu að geta leyst úr þessum vanda eða veitt upplýsingar sem leiddu til lausnar á honum eru vinsamlega beðnir að hafa samband við Jó- hann eða ritstjóra AUSTUR- LANDS. Skák: Deildarkeppni SÍ Gæðamat á þorski Hér á eftir fer tafla yfir gæðamat á þorski í austfirsku togurunum. Heimildir eru unnar upp úr skýrslu Fiskifélags íslands og nær yfir landanir innanlands frá 1. janúar til 31. maí. Skip Magn(tonn) 2. fl. (%) 3.fl.(%) Ófl.(%) Brettingur NS-50 .... 913 95.7 4.3 Bjartur NK-121 .... 926 94.9 5.1 Hólmatindur SU-220 . . 760 94.9 5.1 Hoffell SU-80 618 93.5 6.5 Ljósafell SU-70 .... 897 93.1 6.9 Krossanes SU-4 .... 364 93.0 6.9 Hólmanes SU-1 .... 671 92.8 7.2 Sunnutindur SU-79 . . . 937 92.6 7.4 Gullver NS-12 1002 91.9 8.1 Barði NK-120 727 91.1 8.9 Ottó Wathne NS-90 . . 852 91.0 8.7 Kambaröst SU-200 . . . 898 90.8 9.2 Þórhallur Daníelsson SF-71 644 90.2 9.8 Birtingur NK-119 . . . 874 89.1 10.9 Snæfugl SU-20 584 85.5 14.5 Annars flolJks fiskur er 72% af verðmæti fyrsta flokks fisks. 0.1 G. B. Helgina 18. - 20. október sl. fór fram fyrrihluti deildar- keppni SÍ. Sveit Skáksambands Austurlands teflir nú í 2. deild, eftir sigur í 3. deild í fyrra. Árangur sveitarinnar var mjög misjafn í fyrrihluta keppn- innar og kom greinilega í ljós æfingarleysi austfirskra skák- manna. í fyrstu umferð tefldi sveitin við b-lið Taflfélags Sel- tjarnarness og sigraði með 3'A vinn. gegn 2'/i vinn. { annarri umferð tapaði sveitin fyrir UMSE með 2 vinn. gegn 4 vinn. í þeirri þriðju gjörsigruðu Aust- firðingar Sauðkræklinga með 6 vinn. gegn engum og í fjórðu umferð töpuðu Austfirðingar fyrir unglingasveit Taflfélags Reykjavíkur með 1 vinn. gegn 5 vinn. Eftir fyrrihluta keppninnar er staðan þessi í 2. deild: Vinningar 1. Taflfélag Kópavogs ..................................17 2. Taflfélag Reykjavíkur, unglingar ....................14'/2 3. Taflfélag Seltjarnarness, b-sveit....................14 4. - 5. Skáksamband Austurlands og UMSE ................12/2 Norðfjarðar kl. 2000, teflt verð- ur í Framhaldsskólanum. Um- hugsunartími verður 30 mín. á Nk. þriðjudagskvöld 12. nóv- skák og tefldar þrjár skákir á ember hefst haustmótTaflfélags kvöldi. E. M. S. Frá Taflfélagi Norðfjarðar

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.