Austurland


Austurland - 14.11.1985, Blaðsíða 1

Austurland - 14.11.1985, Blaðsíða 1
Austurland HELGARFERÐIR TIL AKUREYRAR Benni & Svenni Sf 6399 & 6499 35. árgangur. Neskaupstað, 14. nóvember 1985. 41. tölublað. Landsfundur AB. Ný sókn sósíalista Formaður og varaformaður AB grípa „geirinn í hönd'1 í lok landsfundar og syngja „Nallann". Ljósm. Þjóðviljinn. Landsfundur Alþýðubanda- lagsins var haldinn í Reykjavík dagana 7. - 10. nóv. sl. og var þetta fjölmennasti landsfundur flokksins til þessa. Á fundinum voru samþykktar fjölmargar stefnumarkandi ályktanir. Þarerfyrirferðarmest ítarleg stjórnmálaályktun, sem fjallað er um nokkra þætti úr í leiðara blaðsins í dag. Útilokað er hins vegar, að AUSTUR- LAND geti birt ályktanir lands- fundarins í heild, en lesendum er bent á Þjóðviljann í þeim efnum. Fundurinn ályktaði um flestar greinar atvinnulífsins, um utanríkismál. félagsmál ým- iss konar og fjölmarga aðra málaflokka. Þá fór fram mikil og gagnleg umræða um starfshætti flokksins, en starfsháttanefnd hafði skilað af sér greinargerð skömmu fyrir landsfund. Nokkrar breytingar urðu á stjórn flokksins, þar sem Vil- borg Harðardóttir fráfarandi varaformaður og Helgi Guð- mundsson, fráfarandi ritari gáfu ekki kost á sér til endurkjörs. Stjórnina skipa nú: Svavar Gestsson, formaður, Kristín Ólafsdóttir, varaformaður, Pálmar Halldórsson, ritari og Margrét Frímannsdóttir, gjaldkeri. Framkvæmdastjórn flokksins, skipuð 9 mönnum, var kosin á landsfundinum samkvæmt breytt- um lögum og er formaður hennar Ólafur Ragnar Grímsson. Miðstjórn er nú skipuð fleiri mönnum en áður, en hins vegar var flokksráð lagt niður. AUSTURLAND mun síðar birta nöfn fulltrúa Austurlands- kjördæmis í miðstjórn, en þess má geta, að langglæsilegasta kosningu fékk Lúðvík Jóseps- son í miðstjórnina. Alþýðubandalagsmenn eru sammála um, að þessi lands- fundur hafi sýnt styrkleika flokksins og samheldni á ótví- ræðan hátt. Landsfundurinn varð andstæðingum flokksins til sárra vonbrigða, þar fannst ekki sá ágreiningur sem menn hafa lesið um í andstæðingablöðum. Alþýðubandalagið er öflugra sóknarafl í íslenskum stjórn- málum en áður. B. S. Neskaupstaður: Afengismál ofarlega á baugi Sagt var frá því hér í blaðinu í sínum tíma, að bæjarstjórn Neskaupstaðar samþykkti áskorun á þingmenn að fella bjórfrumvarp það, sem síðasta Alþingi fjallaði lengi um án niðurstöðu. Síðan gerðist það, að Hótel Egilsbúð sótti um leyfi til veit- inga léttra vína. Dóms- og kirkjumálaráðuneytið, sem veitir slíkt leyfi, leitaði umsagn- ar bæjarstjórnar og áfengis- varnanefndar. Bæjarstjórn Neskaupstaðar samþykkti eftirfarandi tillögu á fundi sínum 7. maí sl. með 6 atkv. gegn 2. Einn sat hjá: „Bæjarstjórn Neskaupstaðar mælir með því fyrir sitt leyti að umbeðið leyfi til vínveitinga í Hótel Egilsbúð í Neskaupstað verði veitt." Áfengisvarnanefnd Neskaup- staðar fjallaði um málið á fundi sínum 12. maí sl. og samþykkti einróma eftirfarandi tillögu: „Áfengisvarnanefnd telur slíkt léttvínsleyfi ekki koma til greina og mælir gegn því að um- beðið leyfi verði veitt og telur það síst til þess að bæta það áfengisvandamál sem fyrir er." Ekki eru þetta einu fréttir af áfengismálaumræðu í bænum, því að um nokkurt skeið hcfir verið í gangi undirskriftasöfnun undir áskorun á bæjarsjórn þess efnis, að hún láti fara fram al- menna atkvæðagreiðslu um það, hvort opna skuli áfengisút- sölu í bænum eða ekki. Ef þriðjungur atkvæðisbærra manna skrifar undir slíka áskor- un, er skylt að láta hana fara fram. Að sögn forvígismanna undirskriftasöfnunarinnar skrif- uðu 352 menn undir áskorun- ina, sem nú hefir veriö afhent bæjarstjórn, svo að ekki er ann- að sýnt en að innan tíðar fái Norðfirðingar að greiða um það atkvæði, hvort þeir vilja hafa áfengisútsölu í bænum eða ekki. B. S. Félagsvist AB er í kvöld í Egilsbúð og hefst kl. 2045 Alþýðubandalagið

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.