Austurland


Austurland - 14.11.1985, Blaðsíða 2

Austurland - 14.11.1985, Blaðsíða 2
2 FÍMMTUDAGUR, 14. NÓVEMBER 1985. ---------Austurland-------------------- MÁLGAGN ALÞÝÐUBANDALAGSINS Ritnefnd: Elma Guðmundsdóttir, Guðmundur Bjamason, Einar Már Sigurðarson, Sigrún Þormóðsdóttir og Smári Geirsson. Ritstjóri: Birgir Stefánsson (ábm.) ®7750 og 7756. Auglýsingar og dreifing: Aðalbjörg Hjartardóttir-Pósthólf 31 - 740 Neskaup'stað - S7756. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar: Egilsbraut 11, Neskaupstað S7750 og 7756. Prentun: Nesprent. ÚTG.: KJÖRDÆMISRÁÐ ALÞÝÐUBANDALAGSINS Á AUSTURLANDI Ný sókn Á landsfundi Alþýðubandalagsins var samþykkt einróma ítar- leg stjórnmálaályktun, sem vísar veg til nýrrar sóknar, sérstak- lega í atvinnu- og kjaramálum. Þar segir m. a.: „Alþýðubandalagið leggur áherslu á, að með þróun og endur- skipulagningu hefðbundinna atvinnuvega er unnt að stórauka verðmæti þjóðarbúsins. Þetta á við um iðnað, landbúnað og þó sérstaklega sjávarútveginn, sem nú sem fyrr er undirstaða gjald- eyrisöflunar landsmanna. í sjávarútvegi eru forsendur til að auka á skömmum tíma verðmæti svo nemur mörgum milljörðum króna. Meðal brýnna aðgerða í tengslum við sjávarútveg má nefna: # Að hækka þarf laun í fiskvinnslu verulega og tryggja, að þar haldist vel þjálfað starfsfólk, sem njóti fyllsta atvinnuöryggis. # Að unnt er að auka gæði framleiðslunnar verulega, m. a. með betri meðferð afla, bættu skipulagi veiða og vinnslu og nýrri verðlagningarstefnu. # Að nýta má hráefni mun betur en gert hefur verið, m. a. til framleiðslu nýrra afurða. # Að unnt er að auka sókn í fiskistofna, sem lítið sem ekkert eru veiddir og ná meiri verðmætum úr öðrum stofnum með skilvirkari stjórnun veiða. # Að þekking og margháttuð reynsla, sem skapast hefur í sjávarútveginum, getur orðið verðmæt útflutningsvara, ef að slíkri starfsemi er hlúð. # Að verulega verði dregið úr útflutningi á ferskum fiski'.“ Síðar segir, að á grundvelli atvinnustefnu Alþýðubanda- lagsins,sem: . . . „byggirátveimurgrundvallaratriðum, breyttri tekjuskiptingu og auknum framleiðsluverðmætum í þjóðarbú- inu, telur flokkurinn unnt að ’oæta lífskjör á íslandi á komandi árum. Til þess þarf pólitískan vilja í samfélaginu, fylgi við pól- itíska stefnu, sem hefur það að markmiði, að lífskjör hér á landi verði sambærileg við það, sem gerist í grannlöndunum:“ Síðan er fjallað um nauðsyn þess að snúa af braut stanslausrar styrjaldar núverandi ríkisstjórnar við launafólk, en skapa þess i stað „aðstæður fyrir samkomulag um batnandi lífskjör." Þá er bent á fjölmörg atriði, sem Alþýðubandalagið leggur sérstaka áherslu á í þeim efnum. Undir lok ályktunarinnar segir: „Framundan eru sveitarstjórnarkosningar. Þar verður tekist á um stefnu Alþýðubandalagsins annars vegar og stefnu íhalds- aflanna hins vegar, tekist á um málefni byggðanna og um stöðu ríkisstjórnarinnar og verkalýðshreyfingarinnar. Því sterkara sem Alþýðubandalagið verður í þeim kosningum þeim mun auðveldari verður baráttan við íhaldsöflin á öðrum vettvangi. “ Og lokaorð stjórnmálaályktunarinnar eru: „Næsta kosningasigur verður að nýta til þess að breyta þjóðfélaginu í átt til jafnréttis, betri lífskjara og aukins lýðræð- is.“ B. S. frA alþingi Störf Alþingis hafa farið frentur hægt af stað af eðlileg- um ástæðum. Ráðherrar íhaldsins eru að koma að spánnýjum verkefnum og þó afburðagáfur þeirra og ofur- skarpskyggni verði ekki dregin í efa, þá þurfa þeir máske að líta yfir málin, áður en lögð eru fram. ..Og svo er eins og ekkert hafi gerst" - stendur í kvæðinu og mála sannast er það svo og verður væntanlega, þrátt fyrir stólastríðið og „supermann" Þorstein. Fyrsta alvöruhlut- verkið fær hann nú í vikunni, þegar hann mælir fyrir fjár- lagafrumvarpi einkavinar síns Alberts. En það virðist svo sem enginn vænta neins. Þingmál frá einstökum þing- mönnum eru fyrirferðarmest. Athygli vekur að krataformað- urinn hefur ekkert mál flutt enn og unir lítt í þingsölunt. Sumir segja að hann sé að leita mikla fylgisins frá í fyrra, aðrir að bónorðsfarir til íhaldsins tefji tíma hans svo mjög. Vistunarvandi verst settu öryrkjanna Af málatilbúnaði Austur- landsþingmanna má nefna að Helgi Seljan hefur ásamt fleir- um flutt aftur tillögu sína um vistunarvanda verst settu ör- yrkjanna, sem vísað var frá fyrir nær tveimur árum á þeim forsendum, að málið væri þá þegar nær leyst. Frá þeim tíma hefur hins vegar ekkert gerst og vanda- málin enn jafn knýjandi og erf- ið til úrlausnar. Hér cr um fáa einstaklinga að ræða, sem hörmulegar afleiðingar slysa hafa leikið svo, að sérdeild ein kemur til greina með sérstakri umönnun og þjónustu. Því af- leitara er að ekkert skuli aðhafst. Verkefnaleysi loðnubræðslunnar á Reyðarfirði Þá hefur Helgi spurt sjávar- útvegsráðherra um hið undar- lega verkefnaleysi í loðnu- bræðslunni á Reyðarfirði, en þar virðist nú eins konar lönd- unarbann, meðan bið er ann- ars staðar. Biður Helgi um skýringar stjórnar SR og hugs- anlega úrlausn ráðherra. Bann við geimvopnum Þá hefur Hjörleifur Gutt- orntsson ásamt Kristínu S. Kvaran og Guðriinu Agnars- dóttur flutt tillögu um stuðning við bann gegn gcimvopnum. Meginatriði þessarar þörfu tillögu koma fram í tillögunni. „Alþingi ályktar að fela ríkis- stjórninni að beita sér fyrir og styðja á alþjóðavettvangi bann við geimvopnum þar sem mið- að verði við: 1. Aö allar rannsóknir og til- raunir, sem tcngjast hern- aði í himingeimnum, verði tafarlaust stöðvaðar. 2. Að hvers konar hernaðar- umsvif og vopnakerfi til nota í himingeimnum verði bönnuð. 3. Að óheimil sé smíði vopna, sem grandað geta þeim gervihnöttum og öðrunt tækjum sem tengjast frið- samlegri nýtingu himin- hvolfsins." Og lok greinargerðar segja allt sem þarf: „Með tillögunni er lögð á það áhersla að Al- þingi fslendinga leggi sitt lóð á vogarskálina gegn öllum hugmyndum um að nota him- ingeiminn til hernaðar nú og í framtíðinni og að fulltrúar ís- lands fylgi þeirri stefnu eftir á alþj óðavettvangi. “ Breytt skipting sýsluvegafjár Sýslunefnd Norður-Múla- sýslu samþykkti á aðalfundi sín- um þann 14. - 15. júní 1985 að Brúarásskóla svofellda tillögu: Sýslufundur skorar á Alþingi, samgönguráðherra, landshluta- samtök sveitarfélaga að gera svofelldar breytingar á reglu- gerð nr. 62/1964 um skiptingu framlags ríkissjóðs til sýsluvega: 1. gr. Felld verði úr reglu þeirri er nú gildir ákvæði er varða óak- færa vegi merkt bókstafnum ó, en þess í stað verði haldið eftir 25% af ríkisframlaginu til ráð- stöfunar fyrir ófyrirséð, en að öðru leyti verði gildandi regla óbreytt svo og aðrar greinar. Greinargerð Reglugerð þessi var sett 1964 og var þá mikið af óakfærum vegum í landinu og mjög sann- Kirkja Messa í Norðfjarðarkirkju nk. sunnudag, 17. nóv. kl. 2 e. h. Aðalfundur safnaðarins í safnaðarheimilinu eftir messu. Sóknarprestur. gjarnt og eðlilegt að vægi þess- ara vega væri fimmfaldað til þess að framkvæmdir við þá hefðu forgang. Lauslega áætlað munu óakfærir vegir 1964 vega um 25% af heildarframlagi ríkissjóðs til sýsluvega. Nú hef- ur orðið gjörbreyting og eru að- eins eftir um 30 km af óakfærunt vegum á öllu landinu og þeir vegir sem nú flokkast undir óak- færa vegi eru í mörgum tilvikum vafaatriði og umdeilanleg tilvik. Þessu þarf því að breyta, því að vegakerfi sýsluvega er mjög misjafnlega á vegi statt og væri eðlilegast að halda eftir hluta ríkisframlags til þess að bæta helstu annmarka og er það í samrænti við ríkjandi ástand sem var þegar reglugerðin var samþykkt. Fréttatilkynning. Vopnafjörður: Þyngsti dilkur 26.9 kg Sauðfjárslátrun lauk hjá Kaup- félagi Vopnfirðinga 23. október sl. Samtals var slátrað 13.167 dilkum og 1.512 fullorðnu, sent er lítilleg aukning frá árinu 1984 (þá var slátrað 12.736 dilkum og 1.310 fullorðnu). Meðalfallþungi dilka var nú 14.32 kg en var 1984 15.03 kg. Lækkun á meðalþunga dilka nam því 0.71 kg. Þrátt fyrir fjölgun sláturfjár er kjötmagn heldur minna en á sl. ári. Þyngsta dilkinn í ár átti Guð- jón Jósefsson, Strandhöfn og vóg hann 26.9 kg. Hæstu meðalvigt innlagðra dilka 100 stk. og fleiri átti Guðni Stefánsson, Hámund- arstöðum 16.47 kg. 1 lok sauðfjárslátrunar var slátrað nautgripum og hrossum. Fjöldi var mjög svipaður og undanfarin ár. Fréttatilkynning. Leikfélag Neskaupstaðar: Tilburðir Kristins Reyrs Leikfélag Neskaupstaðar er að æfa einþáttung eftir Kristin Reyr og er ætlunin að frumsýna í næstu viku. Leikstjóri er Magnús Guð- mundsson og leikendur eru 6. Nánar verður sagt frá leiksýn- ingunni síðar.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.