Austurland


Austurland - 21.11.1985, Blaðsíða 1

Austurland - 21.11.1985, Blaðsíða 1
Austurland Leikfangamarkaöur Lifandi blóm Benni & Svenni ® 6399 & 6499 35. árgangur. Neskaupstað, 21. nóvember 1985. 42. tölublað. Neskaupstaður: Fjölbýlishús í byggingu Nú er unnið af miklum krafti við byggingu fyrri áfanga 12 íbúða fjölbýlishúss við Lyng- bakka í Bakkahverfinu í Nes- kaupstað. Það er Byggingafé- lagið Byggð hf. sem reisir húsið á eigin vegum. í þessum fyrri áfanga hússins eru 6 íbúðir, ein einstaklingsí- búð 36 m2 að stærð, tvær tveggja herbergja íbúðir55m2aðstærð, ein þriggja herbergja 84 m2 íbúð og tvær 108 m2 fimm herbergja íbúðir. Hverri íbúð fylgja sér: stakar svalir og geymslur, en auk þess er barnaleikherbergi í húsinu svo og reiðhjóla- og barnavagnageymsla. Byggingafélagið Byggð hóf undirbúning að byggingu þessa húss árið 1980, en um það leyti lauk það við byggingu 18 íbúða húss við Nesbakka. Ýmislegt olli því að framkvæmdum var slegið á frest og hafa þeir Byggð- armenn annast framkvæmdir Byggðarmenn við fjölbýlishúsið, f. v. Steindór Björnsson, Kristinn ívarsson og ívar S. Kristinsson. Ljósm. B. S. við íbúðir aldraðra, Breiðablik, síðustu árin. Nú er lokið við að steypa neðri hæð fyrri áfanga fjölbýlis- hússins við Lyngbakka og er grunnflötur hans rúmir 300 m2. Reiknað er með að ljúka áfang- anum á miðju næsta ári. Verða íbúðirnar seldar að mestu til- búnar undir tréverk, en sameign verður fullfrágengin. Arkitekt þessa myndarlega húss er Þorvaldur Kristmunds- son, en Guðmundur Magnússon verkfræðingur hannaði burðar- virki og lagnir. 5. G. Steypuvinna í fjölbýlishúsinu við Lyngbakka. Ljósm. B. S. Frumsýning hjá LN Leikfélag Neskaupstaðar frumsýnir í Egilsbúð þriðju- dagskvöldið 26. nóv. nk. kl. 2100 „Tilburði" eftir Kristin Reyr. Leikstjóri er Magnús Guð- mundsson. í hópi kunnustu ljóðskálda okk- ar tíma, en auk þess tónskáld og leikritahöfundur. Sýningin er hin nýstárlegasta, spuni leikara um Tilburðina með fléttu úr ljóðum og tónlist. Á næstunni mun hópurinn efna til sýninga víðs vegar um Austurland. Hópurinn saman- stendur aðallega af ungu fólki, sem er vel á ári æskunnar, auk þess sem sýningin minnir okkur á 35 ára afmæli Leikfélags Nes- kaupstaðar. Góða skemmtun. H. M. S. leikirnir töpuðust báðir 2-0. Sá sem þessar línur ritar var í fararstjórn íslenska liðsins í þessari ferð og hef ég sjaldan eða aldrei verið stoltari af íþróttamönnum míns félags og byggðarlags. - Það hefur verið tekið eftir því um allt land með- al knattspyrnuáhugamanna að tveir unglingalandsliðsmenn skuli koma frá jafn litlu sveitar- félagi og Neskaupstaður er. - Af því getum við öll verið stolt. G. B. Tveir Þróttarar í unglingalandsliðinu Dagana9.-16. nóvembervar íslenska unglingalandsliðið í knattspyrnu í keppnisferð á ír- landi og Skotlandi og lék það landsleiki við þær þjóðir. Fyrst við íra í Dublin og síðan við Skota í Stirling. Af þeim 16 piltum sem valdir voru til fararinnar voru tveir Norðfirðingar, þeir Ólafur Viggósson og Þorsteinn Hall- dórsson. Voru þeir í byrjunar- liði í báðum leikjunum og léku þá til enda nema hvað Ólafur varð að yfirgefa völlinn í leikn- um gegn Skotum þegar 15 mín- útur voru eftir vegna meiðsla. Báðir strákarnir stóðu sig með miklum ágætum í leikjunum sem og reyndar allt liðið gerði þótt Frá Slysavarnadeildinni Gró Kristinn Reyr. Um höfundinn er það að segja, að hann er fæddur 30. des. 1914 í Grindavík. Hann er Vetrarstarf er nú hafið fyrir nokkru hjá Slysavarnadeildinni Gró á Fljótsdalshéraði. Hófst það með ferð í Snæfell þar sem sett var upp loftnet á skála Ferðafélagsins fyrir VHF tal- Seyðisfjörður: Síldarsöltun - Loðnuvinnsla Nú er söltun lokið hjá Strand- arsíld á Seyðisfirði og hefur þar verið saltað í rúmelga 8000 tunnur. Ekki hefur fyrr svo mikið verið saltað á stöðinni á einni vertíð. Hjá Norðursíld hafa verið saltaðar 10.500 tunnur og er þar eftir að salta í 500 tunnur fyrir innlendan kaupanda. Ekkert lát er á loðnuvinnsl- unni hjá verksmiðjunum tveim- ur á Seyðisfirði og hefur alls rúmlega 60.000 tonnum af loðnu verið landað á staðnum. J. J. I S. G. stöðvar. Einnig hafa verið vinnukvöld í Slysavarnafélags- húsinu og tæki sveitarinnar eru í topplagi fyrir átök vetrarins. Áttavitanámskeið voru nú tvær síðustu helgar. Fyrir jólin er fyrirhugað að selja sælgæti. Gengið verður í hús helgina 30. nóv. - 1. des. Einnig er stefnt á að fara í sveitirnar með sælgæti. Fyrir áramót verða til sölu flugeldar fyrir félagsmenn o. fl. Ágóði af fjáröflunum þessum fer að mestu í stjórnstöð. Vonast er eftir góðum viðtök- um eins og endranær. Minnt skal á að kaffi er á könnunni á fimmtudagskvöld- um. Stjórnin. Þrír Þróttarar, f. v. Guðmundur Bjarnason, formaður og lands- liðsmennirnir Ólafur Viggósson og Þorsteinn Halldórsson. Ljósm. B. S. Seyðisfjörður: Stórt síldarkast steinsnar frá bryggju Eins og áður hefur komið fram í blaðinu hefur töluverð síldveiði verið á Seyðisfirði í haust og stundum fengist stór köst. Sl. laugardag fékk vél- skipið Sigurjón Arnlaugsson HF mjög stórt kast rétt utan við Norðursíldarbryggjuna. í skipinu er ekki síldardæla og þurfti því að háfa úr nótinni uppá gamla mátann. Brátt var kallað á annað skip, sem hafði síldardælu, til aðstoðar, en dæla þess reyndist þá ekki í góðu lagi svo lítið gekk að ná sfldinni úr nótinni. Svo fór að lokum að síldin drapst og sprakk þá nótin og megnið af aflanum glataðist. /. J. i S. G. Félagsvist AB er í kvöld í Egilsbúð og hefst kl. 20« Alþýðubandalagið

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.