Austurland


Austurland - 28.11.1985, Blaðsíða 1

Austurland - 28.11.1985, Blaðsíða 1
Austurland Leikfangamarkaður Lifandi blóm Benni & Svenni S 6399 & 6499 35. árgangur. Neskaupstað, 28. nóvember 1985. 43. tölublað. Jaspis - skrautmunir og nytjalist í Neskaupstað Pegar forseti Islands, Vigdís Finnbogadóttir heimsótti Nes- kaupstað á sl. sumri var henni afhent gjöf, sem var afsteypa af Múlanum, fjallinu sunnan Krístinn V. Jóhannsson afhendir Vigdísi forseta Hellisfjarðar- múla Sigurborgar sl. sumar. Ljósm. Guðrún Sigurjónsdóttir. Norðfjarðar (að sjálfsögðu í smækkaðri mynd) unnin í postulín. Hönnuður verksins er Sigurborg Ragnarsdóttir, sem ásamt Hólmgrími Heiðrekssyni manni sínum rekur keramik- verkstæðið JASPIS, sem er til húsa að Þiljuvöllum 4 n. h. hér í Neskaupstað. Sigurborg er innfæddur Norð- firðingur og útskrifaðist frá Myndlista- og handíðaskólan- um 1980. Eftir það kenndi hún sem myndmenntakennari í 2 ár en tók síðan eitt ár í mynd- mótunar/höggmyndadeild skól- ans 1983. Hólmgrímur hefur stundað nám í heimspeki og bókmennt- um við Háskóla íslands og vinn- ur einnig sem stundakennari við Framhaldsskólann í Neskaup- stað. AUSTURLAND fýsti að fræðast eilítið nánar um það sem er að gerast hjá Jaspis og því bankaði ég upp á þar einn dag nú í nóvember til að ræða við Sigurborgu og Hólmgrím. ? Hver er ástæðan fyrir því að þið ákváðuð aðfara afstað með keramikverkstœði hér í bænum? ¦ Ég er Norðfirðingur og lang- aði til að setjast að í heimabyggð minni. Einnig langaði mig til að halda áfram þar sem náminu lauk og spreyta mig á því að vinna sjálfstætt. Kannski vorum við líka orðin dálítið þreytt á þeim ys og þys, sem oft fylgir búsetu í Reykja- vík. Við eigum 3 ára dreng og Sigurborg Ragnarsdóttir við rennibekkinn. Ljósm. B. S. allir þekkja dagvistunarmálin í Reykjavík, en hérna gátum við verið örugg hvað þann þátt varðar. D Hvernig gekk ykkur að fá húsnœði fyrir verkstæðið? ¦ Við þurftum að leita talsvert að húsnæði, sem hentaði okkur, en svo var okkur bent á þetta, sem við erum í núna, sem er neðri hæðbústaðarbæjarstjóra. Þurfti að byrja á því að múra og leggja lagnir og síðan að inn- rétta og mála. Það má gjarnan koma fram að Ásgeir Magnús- son bæjarstjóri, sem gegndi áður starfi iðnþróunarfulltrúa Austurlands hefur stutt okkur vel og dyggilega og hvatt okkur. Og yfirleitt höfum við fengið mjög jákvæðar undirtektir. D Hvenœr er óhætt að segja að vinnsla hafi hafist? ¦ Fyrsti hluturinn, sem unninn var, var gjöf Neskaupstaðar til Vigdísar forseta í júlí sl. og það má reyndar geta þess, að þá var varla nokkuð komið hér inn nema brennsluofninn. en vinnsla fór ekki í gang að neinu marki fyrr en nú í haust. D Hvað með búnað og tœkja- kost? ¦ Við höfum einn brennsluofn, sem er dýrasta tækið. auk þess rennibekk og leirhnoðara. Þetta er svona í grófum dráttum sá búnaður sem þarf, auk smærri áhalda. D Og svo auðvitað sköpunar- gáfuna og bjartsýnina, sem ekki fœst að láni í bönkunum? ¦ Já auðvitað, segir Sigurborg og hlær dátt, ég hef alltaf verið bjartsýn, sem betur fer. D Hvaða efni er það, sem þið vinnið með og hvernig fer vinnslan fram? ¦ Við erum með hvítan jarðleir og postulínsleir, sem við vinn- um mest úr. Hann hefur hærra brennslustig og úr honum er unnin dýrari vara. Vinnslunni má skipta í nokkur stig. Fyrsta stigið er að hnoða leirinn og ná úr honum öllu lofti. Síðan er annað stigið, þar sem fer fram mótun eða rennsla og þurrkun. Þá er þriðja stigið, hrábrennsla, þar sem mesta rakanum er náð úr leirnum og þá getur farið fram skreyting og málun. Og fjórða og síðasta stigið er gler- ungsbrennslan eða fullvinnslan. Nytjalist í Jaspis. Framleiðslutíminn fer eftir stærð og efnismagni hlutanna og er mjög mismunandi, en þetta tekur yfirleitt nokkuð langan tíma, allt frá tveimur upp í fjór- ar til fimm vikur. ? Hvernig hafið þið hugsað ykkur að haga framleiðslunni - er einhver ákveðin lína, sem þið byggið upp? ¦ Við verðum bæði með svo- kallaða nytjalist og einnig skrautmuni og minjagripi. T. d. fyrir fyrirtæki, o. fl., sem stíla upp á gjafir til viðskiptavina, Hluti afframleiðslu Jaspis. Ljósm. B. S. með merki fyrirtækis. Það sem af er höfum við fyrst og fremst unnið við framleiðslu nytja- muna og núna er fer að nálgast jólin, þá er aðaltími gjafavöru. Segja má að þetta sé annars veg- ar fjöldaframleiðsla og svo hins vegar framleiðsla á munum þar sem engir tveir eru eins (model). Við leggjum áherslu á liti, en annars kemur margt til greina og möguleikarnir nánast óendanlegir. D Hvernig er nafnið á verk- stœðinu til komið? ¦ Jaspis er nafn á einni algeng- ustu steintegund, sem finnst hér innan fjallahringsins og á Austurlandi. Væri gaman að geta tekið þessa litaglöðu stein- tegund inn í vinnsluna síðar meir. Annars eru margirókann- aðir möguleikar varðandi ýmis jarðefni, sem má nýta. D Hvernig hefur gengið að komaframleiðslunni á markað? ¦ Við erum byrjuð að kynna og Ljósm. B. S. selja á suðvesturhorninu og einnig á Akureyri og móttök- urnar lofa góðu. Hér heima erum við með aðstöðu til að sýna og selja muni á verkstæð- inu sjálfu og teljum það ávinn- ing bæði fyrir okkur og við- skiptavini að geta kynnt vöruna hér í tengslum við verkstæðið. Það verður persónulegra þannig. D Pið eruð ekkert hrædd um að verða útundan í samkeppninni? ¦ Nei alls ekki. Við erum full- komlega sátt við þessa ák vörðun. Við höfum trú á uppbyggingu á landsbyggðinni og viljum gjarnan taka þátt í henni - það er líka auðvelt að hverfa í fjöld- ann í Reykjavík. Hér gefst einnig betra næði til sjálfstæðrar listsköpunar, um- hverfið fallegt og heillandi og fjölbreytt náttúra. Við vonum að við getum sannað að svona starfsemi þarf ekki endilega að vera í Reykjavík. D AUSTURLAND tekur undir þessi lokaorð ísamtalinu og ósk- ar þeim Sigurborgu og Hólm- grími velfarnaðar í starfi og til hamingju með gott framtak. Ég kveð þau og þakka þeim fyrir skemmtilega og fróðlega samverustund ásamt ómissandi kaffisopanum, sem að sjálf- sögðu var borinn fram í leir- könnu unninni í Jaspis. S. Þ. Frá blaðinu Um leið og AUSTURLAND þakkar þeim fjölmörgu, sem greitt hafa árgjald blaðsins, kr. 625, eru þeir sem enn eiga gíró- seðilinn ógreiddan í fórum sínum, vinsamlegast beðnir að greiða hann sem fyrst, en endur- senda hann, vilji þeir ekki fá blaðið framvegis. Ritstj. Félagsvist AB er í kvöld í Egilsbúð og hefst kl. 2045 Alþýðubandalagið

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.