Austurland


Austurland - 28.11.1985, Blaðsíða 2

Austurland - 28.11.1985, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR, 28. NÓVEMBER 1985. ---------Austurland------------------- MÁLGAGN ALÞÝÐUBANDALAGSINS Ritnefnd: Elma Guðmundsdóttir, Guðmundur Bjamason, Einar Már Sigurðarson, Sigrún Þormóðsdóttir og Smári Geirsson. Ritstjóri: Birgir Stefánsson (ábm.) ®7750 og 7756. Auglýiingar og dreifing: Aðalbjörg Hjartardóttir - Pósthólf 31 - 740 Neskaupstað - S7756. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar: Egilsbraut 11, Neskaupstað S7750 og 7756. Prentun: Nesprent. ÚTG.: KJÖRDÆMISRÁÐ ALÞÝÐUBANDALAGSINS Á AUSTURLANDI Hækkun og trygging kaupmáttar Oft og mörgum sinnum hefir verið bent á það í þessu blaði, að það sem mestu máli skiptir við gerð kjarasamninga, sé trygging kaupmáttar og að kjarasamningar séu gagnslitlir, ef stjórnvöld geta gert árangur þeirra að engu með hvers konar vöru- og þjónustuhækkunum jafnharðan. Því miður hafa launþegasamtökin hér á landi ekki getað gert alvörukjarasamninga nú um langt skeið. Þær kjarabætur sem samið hefir verið um, hefir harðsvíruð ríkisstjórn at- vinnurekendavaldsins afnumið í einni svipan ýmist með al- mennum verðhækkunum í landinu eða lögboði. Samtök launafólks hafa ekki haft afl til að hnekkja þessari valdníðslu, þau hafa um langt skeið verið á skipulagslausu undanhaldi eða í besta falli vonlítilli vörn. Nú eru kjarasamningar almennt lausir um næstu áramót og framundan eru því átök á vinnumarkaði. Samtök launa- fólks eru sem óðast að samhæfa sig og ganga frá kröfum, sem settar verða fram. Tvennt virðist brýnast í kröfugerð nú sem raunar oft fyrr, en það er veruleg hækkun kaupmáttar og trygging þess, að sá kaupmáttur, sem samið verður um, haldist og komi til skila. Líkur eru á, að öll launþegasamíök setji þessar kröfur á oddinn og er það vel. Áhersla mun einnig lögð á úrbætur í ýmsum öðrum mikilvægum málaflokkum svo sem vaxta- og lánamálum, lífeyrismálum og húsnæðismálum. Úrbætur á þessum sviðum geta verið jafngildi kjarabóta í beinum kaup- hækkunum. Allt er það þó háð því í raun, að sú kaupmáttar- aukning, sem næst fram, verði varanleg. Ríkisstjórnin hefir marglýst því yfir, að á næsta ári geti ekki orðið um kaupmáttaraukningu að ræða, en stefnt verði að því, að núverandi kaupmáttur haldist. Þvílíkar yfirlýsingar gefa ekki bjartar vonir um skjótan og átakalausan árangur í þeirri kjarabaráttu, sem framundan er. Samtök launafólks verða því að fylkja sér saman sem aldrei fyrr um kröfur sínar og markvissa og einhuga baráttu til að fylgja þeim fram til sigurs. Talað er um það sem markmið að ná sama kaupmætti og var 1980. Til þess þarf kaupmáttur að hækka mjög verulega og næst sú hækkun trúlega ekki fram í einum áfanga. Verka- mannasambandið hefir sett fram kröfu um 8% hækkun kaup- máttar í næstu samningum, en sú hækkun er talin gefa sama kaupmátt og var 1983. Um þessa kröfu ættu öll launþegasam- tök að fylkja sér sem fyrsta áfanga að því markmiði að endur- heimta sama kaupmátt og var fyrir fimm árum. Kjarabaráttan á næstu vikum verður ugglaust hörð, hún krefst órofa samstöðu launþegasamtakanna, sú samstaða verður að nást. Með því eina móti er staða launafólks í landinu það sterk, að unnt reynist að knýja framsóknaríhaldið til undanhalds, knýja það til samninga, sem það verður að standa við. B. S. FRÁ ALÞINGI Stöðvun okurlána Umræða um okurlánastarf- semi setti svip sinn á fundi Al- þingis í síðustu viku, en sú um- ræða hófst að frumkvæði Al- þýðubandalagsins. Það var Steingrímur J. Sigfússon senr hóf þessa umræðu og bar fram margar fyrirspurnir til ráð- herra. Miklar umræður urðu um málið, m. a. varðandi tengsl okurlána og vaxtastefnu ríkisstjórnarinnar. Nú hafa þingmenn Alþýðubandalags- ins í Neðri deild með Svavar Gestsson í fararbroddi flutt frumvarp um að stöðva okur- lánastarfsemi. Þar er m. a. kveðið á um að öll skuldabréf beri að skrá á nafn og senda skuli skattstofum upplýsingar við þinglýsingu bréfanna. Þeir sem starfrækja verðbréfamiðl- un eða fasteignasölu þurfi sér- stök leyfi til starfseminnar. Seðlabankanum er ætlað að gefa reglulega út tilkynningar um leyfilega hámarksvexti af skuldabréfum. Mörg fleiri ákvæði eru í frumvarpinu til að koma í veg fyrir okurlán. Fyrirspurnir um SR Sveinn Jónsson sem nú situr á þingi í forföllum Helga Selj- an hefur lagt fram fyrirspurn til sjávarútvegsráðherra í sex liðum varðandi rekstur Síldar- verksmiðja ríkisins: „1. Á hvaða tímabili hafa einstakar verksmiðjur verið starfræktar undanfarin þrjú ár og hversu marga daga ár hvert? 2. Hver er afkastageta ein- stakra verksmiðja og hvað hafa þær tekið á móti miklum afla hver um sig á hverju tíma- bili? 3. Hverjar eru afurðir ein- stakra verksmiðja, hversu miklar og hvert hefur verð- mæti þeirra verið? 4. Hvaða endurbætur hafa verið gerðar og hvaða nýjung- ar hafa verið teknar upp við verksmiðjurnar hverja um sig sl. þrjú ár og hver var kostnað- ur við þær? 5. Hvaða endurbætur eru áformaðar við einstakar verk- smiðjur á allra næstu árum og hver er áætlaður kostnaður? 6. Hvcr hefur starfsmanna- t'jöldi verið og heildarlauna- greiðslur við hverja verk- smiðju á sl. þremur árum?“ Sveinn biður um skrifleg svör við þessum fyrirspurnum og verður þeirra getið er þau berast. Hjörleifur spyr mennta- málaráðherra um hvað valdi því að ekki hefur verið lagt fram stjórnarfrumvarp til nýrra þjóðminjalaga, sem nefnd undir forystu Friðjóns Guðröðarsonar skilaði til ráðuneytisins fyrir nokkrum árum. Hefur það m. a. að geyma ákvæði um skipun safnamála á landsbyggðinni og aukinn stuðning ríkisins við þau. Skattareglur fyrir ÍSAL Málefni álversins í Straums- vík eru enn á ný komin á dagskrá Alþingis, þar sem ríkisstjórnin leitar nú staðfest- ingar á samningi við Alusuisse um breyttar skattareglur fyrir ISAL. Við 1. umræðu gagn- rýndi Hjörleifur þennan samn- ing harðlega og lagði fram ýmis gögn máli sínu til stuðnings. Sr. Auður Eir messar í Norðfjarðarkirkju Sr. Auður Eir Vilhjálmsdóttir. Nú á sunnudaginn 1. desem- ber er 1. sunnudagur í aðventu. Við messu í Norðfjarðarkirkju þann dag mun sr. Auður Eir Vil- hjálmsdóttir prédika og þjóna Kirkja Messa í Norðfjarðarkirkju nk. sunnudag, 1. des. kl. 2e. h. Sr. Auður Eir Vilhjálmsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sóknarpresti. Sr. Auður Eir flytur erindi í safnaðarheimilinu kl. 2030 um kvöldið um efnið konur og krist- in trú. Kaffiveitingar. Allir vel- komnir. Sóknarprestur. fyrir altari ásamt sóknarpresti. Um kvöldið ætlar sr. Auður að flytja erindi í safnaðarheimlinu um efnið: Konur og kristin trú. Yfir kaffibolla verða svo um- ræður um erindi hennar og hún svarar fyrirspurnum. Sr. Auður Eir er fyrsta konan er hlýtur prestsvígslu. Hún hef- ur undanfarin ár þjónað sem sóknarprestur í Þykkvabænum. Hún hefur rannsakað sérstak- lega þetta efni, konur og kristin trú, og flutt erindi um það víða og vakið verðskuldaða athygli. Nú í lok kvennaáratugar SÞ er ánægjulegt að fá konu úr presta- stétt í heimsókn og mun það vera í fyrsta sinn sem kona embættar í Norðfjarðarkirkju. Sóknar- nefnd vill hvetja Norðfirðinga til að sækja messuna á sunnudaginn og minnir á erindi sr. Auðar um kvöldið. Fréttatilkynning. Frá Fjórðungssjúkrahúsinu Inflúensubólusetning Bólusetning við inflúensu stendur til boða Ekki er ástæða fyrir aðra að láta bólusetja sig en eftirfarandi áhættuhópa: 1. Fólk yfir 75 ára aldri 2. Fólk með alvarlega lungna- og hjartasjúkdóma Bólusetning fer fram á göngudeild sjúkrahússins mánudaginn 2. 12., miðvikudaginn4.12. ogföstudaginn6.12. kl. 9 - 10 f. h. Fjórðungssjúkrahúsið Neskaupstað

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.