Austurland


Austurland - 28.11.1985, Blaðsíða 4

Austurland - 28.11.1985, Blaðsíða 4
Austurland Neskaupstað, 28. nóvember 1985. Austfjaröaleiö hf. s ® 4250 og 7713 m Styrkið þjónustuna Ferðist með áætlunarbílum Ný bílaleiga Bílaleiga Benna S 7476 & 7420 ÞAÐ ER LAN AÐ SKIPTA VIÐ SP ARIS JÓÐINN Sparisjóður Norðfjarðar m Hj úkrunarfr æ ðingar á Austurlandi funda Hjúkrunarfæðingar í Aust- urlandsdeild Hjúkrunarfélags íslands héldu aðalfund þann 11. 11. ’85 á Seyðisfirði. Miklar um- ræður urðu um hjúkrunarfræð- ingaskortinn og þann niður- skurð, sem fyrirhugaður er í heilbrigðisþjónustunni. Send var svohljóðandi ályktun til heilbrigðisráðherra: „Aðalfundur Austurlands- deildar Hjúkrunarfélags ís- Hausthappdrætti Hið árlega hausthappdrætti Kvennadeildar SVFÍ á Norð- firði er venjulega í október og nóvember. Nú er sala happ- drættismiða hafin og verður far- ið í hús í bænum og sveitinni á næstu dögum og fólki boðnir miðar, þar sem glæsilegir vinn- ingar eru í boði. Má þar nefna Færeyjaferð með Norröna næsta sumar og flugferð til Reykjavíkur og heim aftur. Agóða af hausthappdrættinu er varið til líknar- og björgunar- mála. lands, haldinn á Seyðisfirði þann 11. 11. ’85, varar við frek- ari niðurskurði í heilbrigðismál- um þjóðarinnar. Ennfremur er varað við framkomnum hug- myndum um samdrátt í heilsu- gæslu og bent á að öflug og markviss heilsugæsla getur fyrir- byggt sjúkdóma og dregið úr kostnaðarsamri sjúkrahúsþjón- ustu. Því ályktar fundurinn að stórefla beri alla fyrirbyggjandi þætti heilbrigðismála." Jafnframt var svohljóðandi áskorun send til fjármálaráð- herra: „Aðalfundur Austurlands- deildar Hjúkrunarfélags íslands, haldinn á Seyðisfirði þann 11. 11. '85, skorar á fjár- málaráðherra að ganga án tafar frá bókun síðasta sérkjarasamn- ings Hjúkrunarfélagsins og ríkisins. Lág laun, mikið vinnuálag og vaktavinna eins og hún er í framkvæmd í dag eru aðalorsakir hjúkrunarfræðinga- skortsins." Einnig voru fjármálaráðherra sendar svohljóðandi tillögur sem taka ætti til athugunar þeg- ar rætt er um hjúkrunarfræð- ingaskortinn. - Hærri grunnlaun vegna mik- illarábyrgðarog álags ístarfi. - Skattalækkunarleið. - Breytt vinnutilhögun. - Opnunartímar barnaheimila í meiri tengslum við vinnu- tíma hjúkrunarfræðinga. - Hjúkrunarfræðingar 50 ára og eldri fái lækkun á vinnu- skyldu. Formaður Austurlandsdeild- ar Hjúkrunarfélags Islands er Þóra Ingvaldsdóttir. Fréttatilkynning. Skurðaðgerð í Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupstað. Ljósm. B. S. F r é tt atilky nning frá jólasveinunum Að gefnu tilefni langar okkur að koma því á framfæri, að við komum ekki í bæinn fyrr en 13 nóttum fyrir jól - sem sagt 12. desember. Pað þýðir því ekkert að " hengja upp jólasokk eða láta skó út í glugga fyrr - annað er bara plat. Sjáumst 12. desember. Leiksýning Leikfélags Neskaupstaðar Sl. þriðjudagskvöld frum- sýndi Leikfélag Neskaupstaðar leikritið Tilburði eftir Kristin Reyr. Leikritið er einþáttungur, en sýningin var þó í tveimur hlutum. þar sem annars vegar var leikritið sjálft, en hins vegar spuni á sviði, þar sem leikendur og leikstjóri sýndu tilburði við Tilburði Kristins Reyrs. Leikstjóri er Magnús Guð- mundsson og leikendur eru: Þor- steinn Lindbergsson, Ármann Einarsson, Óskar Þór Óskars- son, Arndís Björk Andrésdóttir, Elín Huld Halldórsdóttir og Unnur Sveinsdóttir. Ljósamaður er Finnur Lúð- víksson, undirleikari Ágúst Ár- Minnkuð verði laxveiði í sjó Landssamband stangarveiði- félaga, Landssamband veiðifé- laga og Landssamband fiskeld- is- og hafbeitarstöðva skora á ríkisstjórn íslands að beita sér fyrir því, að dregið verði úr sjáv- arveiðum á laxi í Norður- Atlantshafi bæði með styttum veiðitíma og með minnkun á hámarksafla. Komið hefur í ljós, að á síð- ustu mánuðum hefur veiðst merktur lax frá íslandi bæði við Grænland og fyrir norðan Fær- eyjar. Vakin er athygli á því, að fær- eyski veiðiflotinn var á síðustu vertíð að veiðum fast upp við 200 mílna landhelgislínuna og eykur það líkur á auknu hlutfalli á íslenskum laxi í afla þeirra. Auk þess lýsa samböndin áhyggjum yfir hugsanlegri aukningu á sjávarveiði á laxi við Austur-Grænland. Fréttatilkynning. Grátt gaman Nokkuð hefir verið um það að undanförnu, að einhverjir áhugamálasnauðir einstaklingar stunda símaat. Blaðið hefir spurnir af því, að hringt er í símanúmer að nætur- lagi og þegar svarað er, heyrist ýmist ekkert í þeim sem hringdi eða más og hvæs eða þá að við- haft er sóðalegt orðbragð og jafnvel hótanir. Að baki slíku háttalagi liggur óskiljanlegt hugarfar og enn óskiljanlegra skopskyn, ef hér á að vera um grín að ræða. Þegar aldrað fólk og lasburða verður fyrir slíkri áreitni og það kannski um miðja nótt, er sann- arlega ekkert gaman á ferðum. Ef þessar línur koma fyrir augu einhverra þeirra, sem stunda þetta gráa gaman hvar svo sem þeir eru á landinu, ættu þeir að taka þær til athugunar og hætta tafarlaust svona sálsýk- islegu hátterni. B. S. mann Þorláksson, hvíslari Guðrún Ósk Hrólfsdóttir. Leik- hljóð önnuðust Hlöðver Smári Haraldsson, Ríkharður Egils- son og Ármann Einarsson, leik- tjaldasmiðir voru Gísli Stefáns- son og Haraldur Óskarsson og förðun annast Ólafía Waldorff. Frumsýningin var vel sótt, um 150 manns, og leikstjóra og leikendum vel tekið. Önnur sýning verður í Egils- búð í kvöld og annað kvöld verður sýning á Stöðvarfirði og í Staðarborg á laugardag. B. S. Jólablað 18. des Áætlað er að jólablað AUSTURLANDS komi út miðvikudaginn 18. desember. Verður það stórt og vandað að efni svo sem venja er. Þeir sem vilja koma tilkynn- ingum eða auglýsingum í jóla- blaðið, eru beðnir að hafa sam- band við blaðið sem fyrst. Þá skal auglýsendum bent á, að síðasta blað fyrir jól mun koma út föstudaginn 20. desem- ber og verður það jafnframt síð- astatölublaðáþessuári. Ritstj. TILBURÐIR eftir Kristin Reyr Sýning í Egilsbúð í kvöld kl. 21 Leikfélag Neskaupstaðar

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.