Austurland


Austurland - 05.12.1985, Blaðsíða 1

Austurland - 05.12.1985, Blaðsíða 1
Austurland Leikfangamarkaður Lifandi blóm Benni & Svenni S 6399 & 6499 35. árgangur. Neskaupstað, 5. desember 1985. 44. tölublað. Eskifjörður: Fiskmatsnámskeið Sl. laugardag lauk á Eskifirði viku námskeiði í saltfiskmati og var það haldið á vegum Fisk- vinnsluskólans. Einar Gíslason, yfirfiskmats- maður á Austurlandi, sá um skipulagningu námskeiðsins heima fyrir, en forstöðumaður þess var Sigurður Óskarsson, kennari við Fiskvinnsluskólann. AUSTURLAND hafði sam- band við Einar Gíslason, sem var einn af kennurum á nám- skeiðinu og spurði hann nánar um þetta námskeiðshald. Einar sagði, að þetta væri í fyrsta skipti, sem svona nám- skeið væri haldið hér á Austur- landi, en Fiskvinnsluskólinn hefir tvisvar haldið námskeið á Akureyri. Hann kvað það mikilsvert að fá svona námskeið út í fjórðungana og það hefði líka sannast, að full ástæða var til þessa námskeiðshalds, því að þátttakendur voru 15 af svæðinu frá Djúpavogi til Borgarfjarðar. Eins og áður sagði var Sigurð- ur Óskarsson forstöðumaður námskeiðsins, en auk hans voru þrír kennarar frá Sölusambandi fiskframleiðenda og einn frá Ríkismati sjávarafurða, en það var Einar Gíslason. Á nám- skeiðinu var aðallega um verk- legt nám að ræða, en þó var þar bóklegt nám einnig. Verklega kennslan fór fram í saltfiskverk- un Hraðfrystihúss Eskifjarðar, sem einnig lagði til fiskinn, sem metinn var, en frá saltfiskverk- un Síldarvinnslunnar í Nes- kaupstað, sem Guðjón Mar- teinsson stjórnar, fengust þær fisktegundir, sem á vantaði. Námskeið sem þetta standa yfirleitt í hálfan mánuð, en þessu var lokið á einni viku og kenntfrákl. 9 til 19. Námskeiðið veitir þátttak- endum réttindi til að meta salt- fisk og því fylgir veruleg kjara- bót einnig, því að laun mats- manna eru tvöföld verka- mannalaun, sagði Einar Gísla- son að lokum. B. S. Neskaupstaður: Kosning um heimild til áfengisútsölu 28. des. Eins og sagt hefir verið frá áður í blaðinu fór fram í Nes- kaupstað söfnun undirskrifta undir áskorun á bæjarstjórn Neskaupstaðar þess efnis, að hún léti fara fram almenna kosningu um það, hvort heimila eigi að opna áfengisútsölu í bænum. Alls skrifuðu undir þessa áskorun 370 manns. Þar sem það er meira en þriðjungur atkvæðisbærra manna í bænum, var bæjarstjórn skylt að láta slíka kosningu fara fram. Og nú er ljóst, að Norðfirðingar eiga þess kost að greiða atkvæði um þetta fyrir áramót. Á fundi bæjarstjórnar, sem haldinn var í fyrradag, 3. des- ember, var eftirfarandi tillaga frá Ásgeiri Magnússyni, bæjar- stjóra samþykkt með 7 atkvæð- um gegn tveimur. „Þar sem fram hefur verið lagður listi með nöfnum 370 at- kvæðisbærra manna, sem óska eftir því, að fram fari kosning um opnun áfengisútsölu hér í bæ, þá samþykkir bæjarstjórn Neskaupstaðar, að kosningin skuli fara fram laugardaginn 28. desember 1985. Kjörskrá verði lögð fram mánudaginn 9. desember og verði kærufrestur til 20. desem- ber 1985." Á bæjarstjórnarfundinum kom fram önnur tillaga, sem gerði ráð fyrir, að kosningin færi fram um leið og bæjarstjórnar- kosningar á næsta vori. Sú til- laga kom ekki til atkvæða, þar sem tillagan um kosningu 28. desember var samþykkt, eins og áður sagði. B. S. Kennarar á fiskmatsnámskeiðinu. Ljósm. Vilberg Guðnason. Nemendur á fiskmatsnámskeiðinu. Námskeiðinu slitið. Ljósm. Vilberg Guðnason. Er fréttaflutningur sjónvarpsins að einskorðast við höfuðborgarsvæðið? Um síðustu helgi stóð yfir umfangsmikil leit, að ungum manni á Hellisheiði eystri. Um það bil sjötíu manns víðs vegar af Austurlandi tóku þátt í leit- inni. Þessari leit lauk um kl. 15 á sunnudag með giftusamlegri björgun mannsins. Ekki var minnst á þennan at- burð í fréttum sjónvarpsins á sunnudagskvöld, enda átti hann sér stað alllangt frá suðvestur- horni landsins. Það er undar- legt, að atburður sem þessi skuli ekki teljast fréttnæmur í sjón- varpinu, sem á þó að teljast fjöl- miðill allra landsmanna. Fréttamönnum þótti hins veg- ar ástæða að geta þess í frétta- tíma sjónvarps á mánudags- kvöld, að til hefði staðið að senda hunda úr Reykjavík til að taka þátt í leit austur á Fljóts- dalshéraði. Hefði leitin ef til vill þótt fréttnæm ef hundarnir hefðu verið sendir austur? Þ. O. Ljósm. Vilberg Guðnason. Neskaupstaður: Betri flugþjónustu krafist Á fundi í bæjarstjórn Nes- kaupstaðar 3. des. sl. var sam- þykkt einróma eftirfarandi ályktun, sem bæjarráð hafði gert 14. nóv. sl. „Bæjarráð ítrekar að Flug- leiðir hf. gegni því þjónustu- hlutverki, sem félagið hefur tek- ist á hendur og mótmælir harð- lega síendurteknum niðurfell- ingum á flugi til Neskaupstaðar að nauðsynjalausu, jafnvel við allra bestu flugskilyrði. Þá ítrekar bæjarráð kröfu um, að flugferðum verði ekki fækkað yfir sumarmánuðina, þvert á móti sé ástæða til að fjölga ferðum, þar sem flug fell- ur mjög oft niður." Félagsvist AB er í kvöld í Egilsbúð og hefst kl. 2045 Alþýðubandalagið

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.