Austurland


Austurland - 05.12.1985, Blaðsíða 3

Austurland - 05.12.1985, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR, 5. DESEMBER 1985. 3 Neskaupstaður: Sjúkrahúsinu gefíð lækningatæki Landssamtök hjartasjúklinga hafa gefið Fjórðungssjúkrahús- inu í Neskaupstað lækninga- tæki, svonefndan bráðabirgða- hjartagangráð eða ytri gangráð. Er þetta í fyrsta skipti, sem sam- tökin, sem eru nokkurra ára gömul, gefa sjúkrahúsi utan höfuðborgarsvæðisins lækn- ingatæki. Stefán Þorleifsson, forstöðu- maður sjúkrahússins afhenti gjöfina fyrir hönd Landssam- taka hjartasjúklinga og las upp gjafabréfið, þar sem fram koma góðar óskir um gagnsemi tæk- isins og að það verði í umsjá lækna og starfsfólks á lyfjadeild sjúkrahússins. Magnús Ásmundsson, yfir- læknir lyflækningadeildar, veitti tækinu móttöku og þakkaði gef- endum fyrir hönd sjúkrahússins. Hann lýsti tækinu og kvað, að það myndi oft koma að góðum notum, því að algengt er, að á svona tæki þurfi að halda, en það eykur mjög öryggi hjarta- sjúklinga. Það er notað tíma- bundið í þeim tilfellum, að hjarta slær hægt vegna t. d. kransæðastíflu, sem skaddað hefir leiðslukerfi hjartans. Þá veiklast hjartað, en úr því er unnt að bæta með hjálp þessa tækis. Þegar tækið er notað, er þræddur rafmagnsþráður eftir bláæðum inn í mitt hjarta og getur tækið unnið með breyti- legum hraða og straumstyrk- leika eftir aðstæðum. B. S. Seyðisfjörður: Sjósókn Togskipið Ottó Wathne varð nýlega fyrir því óhappi í fiski- höfninni í Grimsby að fá ókennilegan hlut í skrúfuna og laskaðist hún og öxullinn svo mikið að skipta þarf um hvort tveggja. Vonir standa til að við- gerð ljúki það tímanlega að ein veiðiferð náist fyrir áramót. Fjárhagslegt tjón útgerðar og áhafnar er vitanlega geysimikið vegna óhappsins. Togarinn Gullver hefur fyrir löngu fyllt aflakvóta sinn og þarf nú að veiða upp í kvóta annarra skipa og hefur því ekki landað í heimahöfn lengi og mun ekki gera það, það sem eftir er ársins. Ekkert lát er á loðnulöndun á Seyðisfirði og hefur nú verið landað á milli 80 og 90 þúsund tonnum á haustvertíðinni. Undanfarið hafa smábátar veitt allmikla síld í lagnet inni í botni Seyðisfjarðar og er aflinn frystur til beitu hjá Norðursíld. J. J. t S. G. Litaðar Ijósaperur í útiseríurnar Shellstöðin varahlutaverslun Neskaupstað © 7776 Sjálfsbjargarfélagar Jólaföndur fimmtud. 5. des. kl. 2030 Glermálun o. fl. laugard. 7. des. kl. 2030 Stjórnin íbúðarhúsið að Hafnarbraut 48, Neskaupstað er til sölu Upplýsingar S 7498 Norðfirðingar Verslun okkar verður lokað 20. des. Ennþá er til garn og lopi á sérstöku taekifærisverði, einnig púðar, handavinna o. fl. Opið mánud., miðvikud. og föstud. kl. 14 - 18 Uppl. S 7779 og 7252 Sjálf sbjörg - verslun Egilsbraut 5 S 7779 Sjónvörp og myndbandstæki Hverju myndbandstæki fylgir 28 mynda leiguréttur NEÖ\7lDEÓ Egilsbraut 19 Neskaupstað ® 7780 Vísnahom Austurlands Vísnahornið á góðan hauk í horni, þar sem Stafkarl er, og í dag koma nokkrar af vísum hans. Þegar stólastríðið var í gangi í haust í ríkisstjórninni, var for- sætisráðherrann utanlands. Þá kvað Stafkarl. Okkar mesti uppgangstími er nú búinn, stólaþröng og stjórnin lúin, Steingrímur úr landi flúinn. Það var á þeim árum, sem Steingrímur var sjávarútvegsráð- herra, að mjög var deilt á hann fyrir það, að hann leyfði alltof mörgum að kaupa skip og báta. Þá var svar hans á þessa leið, þegar Stafkarl var búinn að setja það á blað, bundið í rím og stuðla. Hjá bændum hækkandi búmarkið fer og bátunum fjölgar því miður. Það verður að játa, á uppleið það er, sem átti að telja niður. Kjartan Jóhannsson var einmitt að deila á Steingrím fyrir þetta, þegar hann komst svo að orði, að það væri sín skoðun, að það bæri að keppa að því, að „fjöldi skipa færi niður“. Þá varð Stafkarli að orði. Steingrímur að stækkun flotans stefnir hraður. Að fjöldi skipa fari niður, er framvindan, sem Kjartan styður. Síðasta ljóðabréf sitt til Vísnahomsins endaði Stafkarl á þessari vísu. Valdar hef ég vísur sent. Viðtakanda er á það bent, að þeim sem ekki þola prent, þegar skal á bálið hent. Engin hætta er á, að þess þurfi, Stafkarl minn góður. B. S. Kaupfélagið Fram auglýsir! Heimilisdeild: Leikföng - gjafavara! Eitthvað nýtt daglega! Mikið úrval — viðurkennd gæðaleikföng Playmobil, Fisher-Price, Matchbox, Barbie, Ken, Lego, Revell model, Master of the universe o. fl. o. fl. Einnig mikið úrval af kertum, jólaskrauti og jólaföndri Úr og klukkur Gjafavara: M. a. frá Glit og Bing og Gröndal Gjörið svo vel að líta inn Kaupfélagið Fram Neskaupstað S 7305

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.