Austurland


Austurland - 12.12.1985, Síða 1

Austurland - 12.12.1985, Síða 1
Austurland Leikíangamarkaður Lifandi blóm Benni & Svenni ® 6399 & 6499 35. árgangur. Neskaupstað, 12. desember 1985. 45. tölublað. Hvers vegna á að kjósa 28. desember? Asgeir Magnússon. Eins og sagt var frá í síðasta blaði, ákvað bæjarstjórn á fundi sínum 3. des. sl., að þann 28. des. nk. skuli fara fram almenn kosning í Neskaup- stað um það, hvort leyfa eigi opnun áfengisútsölu í bænum. Ásgeir Magnússon, bæjarstjóri, lagði fram tillöguna um þetta, sem bæjarstjórn svo samþykkti með 7 at- kvæðum alþýðubandalagsmanna og sjálfstæðismanna gegn 2 atkvæðum framsóknarmanna. AUSTURLAND lagði í framhaldi af þessu eftirfarandi spurningu fyrir Ásgeir Magnússon, bæjarstjóra: □ Hvers vegna á atkvæðagreiðslan um, hvort leyfa skuli opnun áfengisút- sölu í Neskaupstað að fara fram 28. des. nk.? Svar bæjarstjóra var svohljóðandi: ■ Samkvæmt áfengislögum nr. 82 frá 1969 10. gr. skal fara fram atkvæða- greiðsla um það, hvort heimilt skuli að opna áfengissölu, ef ]Á atkvæðis- bærra manna í viðkomandi bæjarfé- lagi krefst þess. Inn til bæjarstjóra hafa borist undir- skriftalistar þar sem liðlega !ð hluti atkvæðisbærra manna eða 370 manns skrifa undir eftirfarandi áskorun. „Við undirritaðir, atkvæðisbærir íbúar í Neskaupstað, skorum á bæjar- yfirvöld að efna sem fyrst til atkvæða- greiðslu um opnun áfengisútsölu hér í bæ.“ Það er því ljóst að atkvæðagreiðsla skal fara fram, bæjarstjórn getur ein- göngu ráðið því, hvenær kjósa skuli. Meirihluti bæjarstjórnar er fylgj- Fljótsdalshérað: Vel heppnuð Sl. laugardagskvöld hélt Al- þýðubandalag Héraðsmanna vel heppnaða kvöldskemmtun að Iðavöllum, þarsem komu um 100 manns. Á boðstólum voru jólaglögg og piparkökur og margs konar skemmtiatriði voru um hönd höfð. Veislustjóri var Guðrún Aðalsteinsdóttir, en auk hennar fluttu þarna efni Ásmundur Þórarinsson, Sigurður Ó. Pálsson, Arndís Porvaldsdóttir, Sólveig Traustadóttir, Friðjón Jóhannsson, Stefán Bragason og Einar Pétursson af hálfu Neskaupstaður: Eignir Steypusölunnar hf. til sölu Steypusalan hf. í Neskaup- stað hyggst nú hætta starfsemi sinni og hefir framkvæmdastjóri fyrirtækisins, Gylfi Gunnars- son, bæjarfulltrúi boðið bæjar- sjóði húsnæði og vélar Steypu- sölunnar til kaups. Þar er um að ræða verkstæðis- byggingu innan við Vindheim, steypustöðina ofan Strandgötu og ýmiss konar vélar og tæki og má þar nefna jarðýtu, gröfu og steypubíla. Bæjarráð Neskaupstaðar tók tilboð Steypusölunnar fyrir 28. nóv. og bæjarstjórn 3. des. Lýstu bæjarfulltrúar, sem til máls tóku, áhyggjum sínum yfir því, ef starfsemi sú, sem Steypu- salan hefir haft með höndum, yrði ekki lengur til staðar í bænum. Var bæjarstjóra falið að ræða við Gylfa Gunnarsson um þessi mál og afla nánari upplýsinga. Gylfi tjáði blaðinu, að ástæð- an fyrir því, að eignir Steypu- sölunnar væru nú boðnar til kaups, væri sú, að hann hygðist snúa sér alfarið að öðrum verk- efnum og ætlaði því að hætta rekstri Steypusölunnar. En eins og kunnugt er á Gylfi og rekur söltunarstöðina Mána. Undir það skal tekið með bæjarfulltrúum, að nauðsynlegt er, að steypustöð sé starfrækt í bænum og brýnt er það einnig, að til sé góð og öflug jarðýta í byggðarlaginu. B. S. Jólasamvera eldri borgara sýnir myndir því tengdar. Þá mun kirkjukór Norðfjarðar- kirkju syngja. Kaffiveitingar verða í umsjá kvenfélagsins. Eldri borgarar á Norðfirði eru hvattir til að koma á laugardag- inn og eiga santan góða stund. Fréttatilkynning. Nú á laugardaginn, 14. des- ember verður síðasta samveru- stund aldraðra fyrir jól. Hefst hún kl. 14 í safnaðarheimilinu. Gunnlaugur Stefánsson frá Hjálparstofnun kirkjunnar kemur í heimsókn og segir frá hjálparstarfi stofnunarinnar og skemmtun AB heimamanna, en auk þess fluttu efni heiðursgestir kvöldsins úr forystu AB, Kristín Á. Ólafs- dóttir, Margrét Pála Ólafsdóttir og Steingrímur J. Sigfússon. Að lokum var stiginn dans við undirleik Friðjóns Jóhannsson- ar og Stefáns Bragasonar. Tókst þessi skemmtun hið besta og menn sneru ánægðir heim að henni lokinni. Þetta er í þriðja sinn, sem Al- þýðubandalag Héraðsmanna gengst fyrir kvöldskemmtun með þessu sniði á aðventu, sú fyrsta var haldin í Valaskjálf, en í fyrra var skemmtunin haldin í Tungubúð. í undirbúningsnefnd skemmt- unarinnar nú voru Svandís Rafnsdóttir, Baldur Pálsson og Björn Hólm Björnsson. S. B. I B. S. Neskaupstaður: Umferðarreglum verði framfylgt í haust og vetur undirrituðu hátt á annað hundrað íbúar í Neskaupstað áskorun á yfirvöld í bænum, þar sem óskað er eftir því, að settum reglum um há- markshraða ökutækja í bænum verði framfylgt og umferðar- merkjum verði haldið í góðu horfi, en mörgum finnst, að nokkuð skorti á í þessum efnum. Áskorunin var send bæjar- ráði, sem fjallaði um hana á fundi sínum 28. nóv. sl. og tók undir það, sem fram kom í áskoruninni. Bæjarstjórn Neskaupstaðar fjallaði um málið á fundi sínum 3. des. og staðfesti álit bæjar- ráðs og hefir erindinu verið komið á framfæri við lögregluyf- irvöld í bænum og umferðar- nefnd bæjarins. B. S. andi því, að kosið verði sérstaklega um þetta mál, en ekki samhliða bæjar- stjórnarkosningum. Ástæðan er fyrst og fremst sú, að hér er ekki um flokks- pólitískt mál að ræða og menn vilja síður, að karp um það dragi athyglina frá bæjarmálaumræðunni. 28. desember er valinn með tilliti til þess, að þá geta flestir bæjarbúar kosið, allir sjómenn okkar eru í landi og flest námsfólk heima við. Það er á hinn bóginn ljóst, að aldrei verður hægt að gera svo að öllum líki. Talsvert hefur verið spurt um það, hvers vegna ekki sé hægt að fá að kjósa utan kjörfundar. Svarið er: ut- ankjörfundaratkvæðagreiðsla er óframkvæmanleg á lýðræðislegan hátt og þar af leiðandi yfirleitt ekki við- höfð í slíkum kosningum. Við gætum e. t. v. komið því við að leyfa þeim, sem hér eru nú, en ekki verða í bæn- um 28. des. að kjósa, áður en þeir fara, en hvaða réttlæti er í því gagn- vart þeim, sem dvelja annars staðar og ekki komast heim á þessum degi, ég nefni sem dæmi námsfólk erlendis og fólk sem er tímabundið við störf í öðrum landshluta. Hér verður því að viðhafa sömu reglu og gildir svo víða, að þeir einir geta greitt atkvæði, sem koma á fundinn. Svaríð við spurningu blaðsins er því: Vegna þess að 28. desember er sá dagur, sem ætla má að flestir bæjar- búar hafi möguleika á að mæta á kjörstað. Iðngarðar opnaðir á Egilsstöðum Sunnudaginn 1. desember voru formlega opnaðir nýstofn- aðir Iðngarðar á Egilsstöðum. Af því tilefni hittust leigu- takar, stjórn Iðngarða og sveit- arstjóri í fundarherbergi hreppsins. Voru þar formlega afhent lyklavöld til leigjenda, en síðan var gengið um húsnæðið og það skoðað. Að skoðun lokinni þáðu menn kaffiveitingar í tilefni dagsins. Eftirtaldir leiguaðilar flytja í húsnæðið. 1. Prjónastofan Dyngja hf. (Viðbót við eigið húsnæði á efri hæð). 2. Glerslípun og speglagerð Páls Péturssonar. 3. Trésmíðaverkstæði Kristins Kristmundssonar. 4. Svæðisstjórn um málefni fatlaðra á Austurlandi. (Verndaður vinnustaður). 5. Trésmíðaverkstæðið Birki- tré. 6. Rafvélaverkstæði Unnars Heimis Sigursteinssonar. Nákvæmar tölur liggja ekki fyrir um stofnkostnað við Iðn- garðana, en hann mun vera ná- lægt 11.5 millj. króna. Eftirspurn hefur skapast eftir meira húsrými, og hefur stjórn Iðngarða nú þegar óskað eftir því, að sveitarstjórn athugi möguleika á áframhaldandi byggingu, og er þá fyrst og fremst höfð í huga viðbygging við núver- andi húsnæði við Lyngás. Formaður stjórnar Iðngarða er Einar Rafn Haraldsson. S. B. Neskaupstaður: Sex sóttu um forstöðumannsstarf Þann 8. des. sl. rann út um- sóknarfrestur um starf forstöðu- manns Fjórðungssjúkrahússins í Neskaupstað, en Stefán Þor- leifsson, sem gegnt hefir því starfi frá upphafi, hefir sagt því lausu og mun láta af starfi á næsta ári vegna aldurs. Alls bárust 6 umsóknir um forstöðumannsstarfið. Tveir umsækjendur óskuðu nafn- leyndar, en hinir 3 eru: Arnór Pétursson, starfsmaður Trygg- ingastofnunar, Reykjavík, Kristinn ívarsson, húsasmiður, Neskaupstað, Sigurður Friðjónsson, bæjarstarfsmaður, Neskaupstað og Þórir Sigur- björnsson, kennari, Neskaup- stað. Nefnd þriggja manna, sem skipuð er af jafnmörgum aðilum, stjóm Fjórðungssjúkrahússins, Félagi forstöðumanna sjúkra- húsa og heilbrigðisráðuneytinu, mun fjalla um umsóknirnar og meta hæfni umsækjenda, en bæjarstjóm Neskaupstaðar mun síðan ráða í stöðuna. B. S. Félagsvist AB er í kvöld í Egilsbúð og hefst kl. 2045 Alþýðubandalagið

x

Austurland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.