Austurland


Austurland - 12.12.1985, Blaðsíða 2

Austurland - 12.12.1985, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR, 12. DESEMBER 1985. Austurland MALGAGN ALÞYÐUBANDALAGSINS Ritnefnd: Elma Guðmundsdóttir, Guðmundur Bjamason, Einar Már Sigurðarson, Sigrún Þormóðsdóttir og Smári Geirsson. Ritstjóri: Birgir Stefánsson (ábm.) ®7750 og 7756. Auglýsingar og dreifing: Aðalbjörg Hjartardóttir - Pósthólf 31 — 740 Neskaupstað — ®7756. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar: Egilsbraut 11, Neskaupstað S7750 og 7756. Prentun: Nesprent. ÚTG.: KJÖRDÆMISRÁÐ ALÞÝÐUBANDALAGSINS Á AUSTURLANDI Pilsfaldakapitalismi í kreppu Ekki hefir annað mál borið hærra í umræðu í þjóðfélaginu að undanförnu en hið görótta Hafskips-Útvegsbankamál. Langt er frá því, að þar séu öll kurl komin til grafar og senni- legast raunar, að þar hafi enn fleiri enn verra mjöl í pokahorn- inu en þegar hefir komið fram í dagsljósið. Stjórnvöld eru tilneydd að samþykkja einhvers konar rannsókn í þessu yfir- gripsmikla máli, en þó munu þau skirrast við að gangast inn á, að málið verði rannsakað af þingnefnd, sem eðlilegast væri og líklegast til að gefa heiðarlega og sanna niðurstöðu. í þessu máli hafa menn fyrir augunum dæmi um það, hvernig einkaframtakið stendur sig hér á landi. Það kemur upp fyrir- tækjum að mestu fyrir lánsfé, sem fengið er úr ríkisbönkum og er fyrst og fremst sparifé almennings í landinu. Fyrirtækin eru svo mergsogin af skráðum eigendum þeirra og fé almenn- ings þannig notað til að stofna ný áhættulaus fyrirtæki einka- braskaranna. Stærri fyrirtækin eru látin skulda og skulda og þegar ekki er lengur unnt að gera út á lánsfé eða opinbera fyrirgreiðslu, eru fyrirtækin látin fara á hausinn og skuldareig- endur tapa því, sem þeir eiga hjá fyrirtækjunum. Þannig er opinbert fé notað í þágu einkaframtaksins. Ríkissjóður, ríkis- bankar og aðrir opinberir aðilar eru þá fyrst nógu góðir og æskilegir að dómi einkaframtaksins, þegar unnt er að láta þá borga brask og óráðsíu lukkuriddara pilsfaldakapitalismans. En allt þetta ferli á sér ekki stað án þess að til komi samspil lykilmanna í hinum ýmsu þáttum stjórnkerfisins. Þess vegna er það pilsfaldakapitalismanum nauðsyn að hafa rétta menn á réttum stöðum. Það verða að vera hagsmunatengsl og margs konar önnur tengsl á milli forstjóranna, stjórnarformannanna, bankastjóranna, bankaráðsmannanna, embættismannanna og ráðherranna til þess að myllan gangi upp. Útvegsbanka- og Hafskipshneykslið, sem minnst var á í upphafi, er því miður ekkert einsdæmi, þó að það valdi trúlega meira fjárhagslegu tjóni almennings en nokkurt eitt hneyksli hefir áður gert. Teikn eru hins vegar á lofti um það, að fleiri mál svipaðs eðlis séu í uppsiglingu. En það sem er þó einna alvarlegast í sambandi við öll svona mál, er það, að enginn virðist ábyrgur, þegar á reynir. Þeir sem spilað hafa fjármunum almennings út um hvippinn og hvappinn koma brosandi fram í sjónvarpi, yppta öxlum, þykj- ast hvergi nærri hafa komið og setja svo upp ábúðarmikinn alvörusvip og segja, að málið sé svo alvarlegt og erfitt úr- lausnar, að ríkið verði að taka á sig skellinn og bjarga þeim, sem af fórnarlund atvinnurekandans geti ekki meira - þ. e. einkaframtakið hafi gefist upp. Allir sitja áfram í sínum áhrifastöðum, vagga sér áfram í ljúfum pilsaþyt kapitalismans og láta sér í léttu rúmi liggja, hvort þrásetan samrýmist lýðræðislegum leikreglum eða ekki og tileinka sér af hofmóði einkunnarorðin: „Ég er ríkið“. B. S. FRA ALÞINGI Heimila á veiðar smábáta Við umræður í Sameinuðu þingi 27. nóv. sl. um frumvarp sjávarútvegsráðherra um stjórnun fiskveiða flutti Hjör- leifur Guttormsson eftirfar- andi ræðu: „Herraforseti. Mennstanda nú frammi fyrir því hér á Al- þingi, sem átti að vera ljóst þegar mál þessi voru til um- ræðu í sambandi við lagasetn- ingu í fyrra um stjórnun fisk- veiða, að í hreint óefni gæti stefnt í sambandi við veiðar smábáta, sem ætlað var að veiða úr óskiptum kvóta. Ég spurðist fyrir um þessi mál og hvað fyrirhugað væri haustið 1984 og varaði þá þegar mjög við óbreyttri stefnu í þessum efnum. Við alþýðubandalags- menn lögðum mörg orð í belg í umræðum um þessi mál, ég hygg í báðum þingdeildum, til þess að koma í veg fyrir, að lögbundið yrði það kerfi nán- ast óbreytt, sem í gildi var árið 1984 um þessi efni. Hæstvirt- um sjávarútvegsráðherra varð þá ekki þokað og breytingartil- lögur okkar alþýðubandalags- manna í báðum þingdeildum um að undanskilja handfæra- og línuveiðakvóta voru felldar af stjórnarliðinu, sem tók þátt í því, ég held mestan partinn óskipt eða alveg óskipt. Nú hefur komið í ljós, að þetta kerfi hæstvirts sjávarút- vegsráðherra, serri hann vill ekki þoka neinu til um, hefur sprungið, það hefur reynst gersamlega ónothæft í reynd þrátt fyrir tilraunir ráðherrans til að stýra eftir þessu kerfi. Þeir eru fjölmargir í kringum landið, sem hafa verið þolend- ur þessa allt þetta ár bæði þá daga, sem þeim hefur verið ætlað að geta stundað veiðar en verið hindraðir í því, m. a. vegna gæftaleysis, og þá daga, sem þeir hafa verið stöðvaðir frá að stunda sinn rekstur, sem nú er alfarið frá 15. nóv. til áramóta. Á þessu berstjórnar- liðið á Alþingi og hæstvirtur sjávarútvegsráðherra ábyrgð. En hann hefur möguleika til að bæta enn ráð sitt og ég hlýt að taka eindregið undir þau orð, sem hér féllu hjá hæstvirt- um síðasta ræðumanni, að það verði gert. Mér er ekki fyllilega ljóst, hvernig slíkt á að framkvæma á grundvelli samþykktar sjáv- arútvegsnefndar Efri deildar um að flytja þarna til aflamagn til báta sem ekki hafa neinn tilgreindan kvóta. Þeir verða þá væntanlega að sameinast um að kaupa slíkan kvóta og mynda um það einhvers konar samtök. Mér líst sem það geti verið nokkuð umhendis á þeim skamma tíma, sem raunar eng- inn er, af því að nú er veiði- bann í gildi. En hjá sjávarút- vegsnefnd liggja umsóknir þeirra, sem líta á sig sem at- vinnumenn í þessum efnum, þ. e. hafa þetta að lífsfram- færi. Þær upplýsingar liggja fyrir hjá sjávarútvegsráðherra. Ég hvet hæstvirtan ráðherra til að taka þær upp úr skúffum sínum, fara yfir þær og heimila þeim mönnum, sem um það sóttu, að stunda áfram veiðar frá septembermánuði, sem þá var um að ræða, og heimili þeim það til áramóta. Þar mun ekki vera um stóra hluti að ræða í afla á þessum skamm- degisdögum, en það væri þó bætt ögn úr því óréttlæti, sem yfir þennan hóp manna var lát- inn ganga með lagasetningu hér á Alþingi á síðasta vetri.“ Takið eftir í tilefni árs æskunnar verður „Opið hús“ hjá Sjálfsbjörgu laugardag og sunnudag 14. og 15. des. kl. 14 - 18 meðan húsrúm leyfir Jólaföndur, skemmtan og veitingar Allt ókeypis Þátttaka tilkynnist í síma 7779, 7252 og 7483 í síðasta lagi föstudaginn 13. des. Sjálfsbjörg Norðf irðingar — Austf irðingar Við verðum með opið til kl. 21 föstudag 13. des. og til kl. 22 laugardag 14. des. Einar Bragi áritar bók sína milli kl. 20 og 22 laugardagskvöld 14. des. Bókabúð Brynjars Kirkja Barnastund nk. sunnudag kl. 1030 í safnaðarheimilinu. Sóknarprestur. Melabúðin auglýsir 10% afsláttur af gosdrykkjum frá 15. des. til 31. des. Munið ódýra hangikjötið frá KEA Melabúðin Neskaupstað Umboðsmaður Bókaútgáfu Menningarsjóðs er Jón Einarsson © 7241 Norðfirðingar athugið! Erum búin að taka upp mikið úrval af gjafavörum Erum með Visa þjónustu NES APOTEK NESKAUPSTAÐ

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.