Austurland


Austurland - 12.12.1985, Blaðsíða 6

Austurland - 12.12.1985, Blaðsíða 6
 FLUGLEIDIR áS Gott fólk hjá traustu félagi Æ Ný bílaleiga LÁNIÐ LEIKUR VIÐ ÞIG í S S Austurland Neskaupstað, 12. desember 1985. FLUG - HÓTEL - BÍLL Bílaleiga Benna SPARISJÓÐNUM FLUGLEIÐIR ® 7119 ® 7476 & 7420 Sparisjóður Norðfjarðar Þórður Þórðarson sextugur Kirkjubækur staðfesta það svo að ekki verður á móti mælt, að Þórður Þórðarson, skrif- stofustjóri Síldarvinnslunnar hf. - hann Lilli Matt - er fæddur 10. desember 1925 og er því orð- inn sextugur. Þórður er fæddur á Krossi á Berufjarðarströnd, sonur hjón- anna Matthildar Bjarnadóttur og Þórðar útvegsbónda Berg- sveinssonar. Þórður er yngstur fimm systkina og hann ber nafn föður síns, sem drukknaði tæp- um þremur mánuðum áður en Þórður fæddist. Árið 1930 fluttist Matthildur með börnin til Neskaupstaðar. Þetta var í upphafi heimskrepp- unnar, atvinnuleysi var mikið og fátækt gífurleg. En fjölskyldan var samhent og kröfumar litlar og þess vegna komst hún af. Þessi ár, kreppuárin, hafa áreiðanlega mótað lífsskoðanir Þórðar eins og svo margra annarra, sem þá vom í bernsku og æsku. Og sjálf- sagt hefur það haft sín áhrif, að Bjarni bróðir hans, sem var ellefu ámm eldri, var þegar á þessum ámm kominn í forystusveit kommúnista í Neskaupstað. Á þessum tímum var lífið fiskur - einkum saltfiskur - í enn ríkari mæli en nú og Þórður byrjaði snemma að vinna í beitningaskúrunum og síðar lá leiðin á vertíð til Hornafj arðar. Rúmlega tvítugur hóf Þórður störf hjá Jóhannesi Stefánssyni í PAN, sem þá var til húsa í Grænuborg. í PAN vann þá líka ung stúlka, Ingibjörg Finnsdótt- ir. Er ekki að því að spyrja, að með þeim tókust góðar ástir og eiga þau fjóra uppkomna syni. í PAN vann Þórður við bók- hald og kom fljótt í ljós, að þar var réttur maður á réttum stað. Bókhald og fjárgæsla hefur ver- ið aðalstarf Þórðar síðan, lengst af hjá SÚN og Síldarvinnslunni. Er hann ekki einhamur á því sviði, margra manna maki, enda sá hann um langt árabil um bók- hald flestra útgerðarmanna í bænum í frístundum sínum og gerir reyndar enn. í viðtali við Bjarna heitinn Þórðarson, sem birtist í AUSTURLANDI fyrir ellefu árum, þegar Bjarni varð sextug- ur, rifjar hann upp fyrstu árin í Neskaupstað og segir m. a. „Þórður, yngsta systkinið, var ekki hár í loftinu, þegar hann fór að stokka upp og beita. Gekk hann að þeim verkum með þeim ærslum, sem enn í dag einkenna öll hans vinnu- brögð.“ Betur verður starfs- manninum Þórði ekki lýst. Þórður skipaði sér strax ung- ur í raðir sósíalista og þar hefur hann starfað af kappi alla tíð, lengi framan af einkum innan félagsins, en á seinni árum einn- ig í bæjarstjórn. Þar hefur hann átt sæti frá 1978 og reynst frábær bæjarfull- trúi. Hann heldur ekki langar ræður, en setur mál sitt fram skýrt og skorinort. Auk at- vinnumála hafa honum verið hugleiknust málefni aldraðra og íþróttamál. Öll ár sín í bæjar- stjórn hefur hann jafnframt átt sæti í bæjarráði, enda ómissandi þar sem fjármálin eru efst á baugi. Um þessi störf hans og önnur félagsstörf, t. d. hjá Þrótti, þar sem hann var gjald- keri í hálfan annan áratug, mætti skrifa langt mál, en verð- ur ekki gert hér. Enda er mað- urinn í fullu starfsfjöri, sann- kallaður sextugur unglingur. Þó ég hafi þekkt Þórð frá barnæsku, hófust kynni okkar ekki fyrir alvöru fyrr en fyrir rúmum áratug, þegar við fórum að vinna saman að bæjarmálum. Síðan höfum við verið nánir samstarfsmenn, ekki bara í bæjarmálastússinu, heldur líka í hinu daglega amstri niðri í „Steininum“. Ég veit að Þórður er lítt hrif- inn af því að vera settur í sviðsljós, en það hefur það. Kannski væri einfaldast að lýsa Þórði með því að yfirfæra á hann orð úr Njálu og segja „Engum manni er Þórður líkur“, en mig langar samt að nefna tvennt. Mér hefur oft þótt merkilegt, hve samningalipur Þórður er, því að ég veit, að hann er skapmikill í besta lagi. Ég veit líka að önnur kynfylgja hans er að vera óþolinmóður, en samt gefur hann sér tíma til þess með okkur félögum sínum að velta hlutunum fyrir sér fram og aftur. Og hina einstöku greiðvikni hans og hjálpsemi þekkja allir bæjarbúar. Margs er að minnast frá þessu samstarfi og margt að þakka, en ætli ég geymi ekki að rifja upp minningar þar til á næsta stóraf- mæli, enda vona ég, að við eig- um eftir að vinna lengi saman. En ég vil nota tækifærið og þakka Þórði störf hans bæði hjá Síldarvinnslunni og í bæjar- stjórn. Meistaraflokkslið Þróttar, er vann sœti í 2. deild 1976 á Eskifjarðarvelli ásamt Þórði gjaldkera. Þórður M. Þórðarson. Þórður hefur ekki oft tekið frí um ævina eða lagst í ferða- lög. Þessa dagana eru hann og Inda samt stödd í Reykjavík. Við félagar þeirra og vinir send- um þeim báðum hugheilar ham- ingjuóskir, þökkum allt gamalt og gott og hlökkum til að hitta þau aftur hress og kát. Kristinn V. Jóhannsson. Neskaupstaður: Þjónusta skáta á Þorláksmessu Skátafélagið Nesbúar mun annast margs konar þjónustu við Norðfirðinga á Þorláks- messu. Skátarnir verða með aðstöðu sína í safnaðarheimilinu og þar verður opið frá kl. 13 til 21. Skátarnir munu annast þar barnapössun, meðan foreldr- arnir annast jólainnkaupin. Þeir munu einnig taka á móti jólakortum og jólapökkum til dreifingar, en skátarnir eru í góðu sambandi við jólasveina, sem annast munu dreifinguna á aðfangadag. Þá munu skátarnir einnig veita móttöku söfnunarbauk- um, sem dreift hefir verið á veg- um Hjálparstofnunar kirkjunn- ar. Þess má svo geta, að skátarnir hafa verið með jólakort til sölu. Með þessari sölu og þjónustu afla Nesbúar fjár til skátastarfs- ins og þátttöku í landsmótum skáta og hafa Norðfirðingar kunnað vel að metá þessa þjón- ustu á undanförnum árum og verður svo vonandi einnig nú. B. S. Jólablað Austurlands kemur út 18. desember og síðasta blað ársins 20. desember

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.