Austurland


Austurland - 18.12.1985, Blaðsíða 10

Austurland - 18.12.1985, Blaðsíða 10
10 JÓLIN 1985. flæðarmáli, glaðlegt fólk í náttúrlegum sumarklæðum, því að engri tísku var fylgt í klæðaburði þessi eftirstríðsár, hvorki í Noregi né Danmörku. Fæstir höfðu efni á slíkum elt- ingaleik, og þótt svo hefði verið fékkst fátt teljandi til „skarts og móða“ í verslunum vegna inn- flutningshafta og féskylftar land- anna eftir stríðið, svo fátækra að jafnvel við skorti matfanga lá. En þessar og fleiri ávantanir voru fá- fengilegar í fagnandi frelsi eftir stríðsánauðina. Eg varð þess allt í einu var á miðju sumri í Danmörku að eg var í vandræðum með að láta buxumar tolla upp um mig, þar til mér hugsaðist að bora gat á beltið um 10 sm ofan við efsta gat. Kallaði þetta Danmerkur- gat meðan beltið entist og þráði það jafnan hálft í hvoru eftir að heim kom og holdin fóru að safnast. Kennaralaun hafa aldr- ei haft áhrif á holdafar. Eg veit að eg gleymi aldrei þessum stað í Skerjagarðinum, fegurð mannlífs og lands í tild- urslausum fögnuði þessa morg- unstund - en áfram hélt skipið norður sund uns takmarki var náð - Bergen. Þar tóku fulltrúar norsku ung- mennafélaganna á móti okkur og buðu velkomna, „á fast og stöð- ugt land“ sagði einn þeirra með nýafstaðna jarðskjálfta í Hvera- gerði í huga, hafði frétt af þeim. Næstu vikuna eða vel það dvöldum við í Bergen og ferð- uðumst víða um Harðangurs- byggðir, komum í Nordheims- sund, Arne, Voss og víðar. Glímukapparnir sýndu brögð og byltur við góðan orðstír, m. a. á stærðar íþróttahátíð í Bergen, Gunnar Axelsson eins og þeytispjald, kraftmikill mað- ur og skemmtilegur með ráð undir hverju rifi, en þurfti ekki mikið á því að halda því að við vorum bornir á höndum. Guttormur stóð grafkyrr með íslenska fánann á stöng meðan glímusýningar fóru fram, við Þórður ekki notaðir til neins, ekkert brúk fyrir hæfileika okk- ar í svona ferð, en það verður ekki sagt um Magnús. Hann stofnaði eins konar kór þátttak- enda, einradda að vísu, og æfði í bílum meðan á ferðum stóð. Hann var í rauninni ómissandi maður í hópnum því að stund- um var okkur stillt upp í sam- komuhúsum til að syngja ís- lensk lög, m. a. þjóðsönginn og ísland ögrum skorið. Það var til dæmis gert í veglegri veislu í Bergen þar sem norskir ung- mennafélagar úr nágrenninu sýndu þjóðdansa skrautlega klæddir þjóðbúningum - stór hópur. Kona sem eg var settur við hliðina á skopaðist pínulítið að þeim. Hún var úr Bergen. Að lokum skildust leiðir. Flestir urðu eftir í Bergen bíð- andi ferðar heim, en við Lárus og tveir glímumannanna tókum lest til Danmerkur. Fórum í 30 stiga hita síðla dags frá Bergen og vorum um miðnæturskeið uppi í 1800 m hæð við Finse í slyddu, og síðan lá leiðin yfir Harðangursöræfi í klakabönd- um undir kuldaglottandi mána, og svo niður í sumarið í Halling- dal. Þetta var kolakynt lest með ófóðruðum trébekkjum í klef- um - önnur öld en nú. Eftir eins eða tveggja daga stans í Osló héldum við áfram suður á bóginn yfir Svíþjóð til Helsingjaborgar við Sundið. Skammt norðan við borgina komu margir Danir í lestina á heimleið úr kaupstaðarferð sem mjög tíðkuðust frá Danmörku til Svíþjóðar þetta sumar sökum vöruskorts heima fyrir. Þar lenti eg í samræðum við dönsk hjón öldruð. Karlinn var skjalavörð- ur og heitur andstæðingur hand- ritaskilanna, en annars mjög geðfelldur maður og þau bæði hjónin. Eftir alllanga ræðu yfir hausamótum mínum tók kona hans af mér ómakið að svara og setti hann upp við vegg á ein- faldan og snöggan hátt: - Hafa ekki íslendingar skrifað þessi handrit? Geymdu þeir þau ekki lengi áður en þeim var smalað í háskóla sem þá var einnig þeirra háskóli? - Þeir eiga þau svo sannarlega með öllum rétti. Selvfölgelig! AUSTFIRÐINGAR Stofnun og rekstur skipa- félags með landsbyggðar- hugsjón í fyrirrúmi er kapítuli út af fyrir sig og reyndar merkur áfangi í samgöngu- sögu Austurlands. Austfar hf. hefur nú starfað um rúmlega eins áus skeið og áþreifanlega sýnt og sannað nauðsyn viðspyrnu lands- byggðarfólks á þesu sviði. Og verkin sýna merkin, vörur og þjónusta hafa ýmist farið lækk- andi eða verð staðið í stað. Dæmi: a) Hlutlaus verðkönnun sýnir, að verð á brauði og brauðvörum er fylhlega samkeppnisfært við höf- uðborgarsvæðið. b) Byggingavörur, timbur og stál er nú selt á sama eða lægra verði en á Reykja- víkursvæði. c) Iðnaðarvörur eru nú í fyrsta skipti samkeppnis- færar þó senda þurfi þær á annað markaðssvæði til sölu. d) Flutningsgjöld vegna að- fanga alifugla- svína- og refaræktar hafa stórum lækkað með beinum sigl- ingum. e) Stóraukin sala og flutning- ur á „heimsins besta fiski- salti," „IBIZA salti" hefur hvort tveggja í senn, hald- ið verði fiskisalts innan skikkanlegra marka og aukið verðmæti afurða vegna meiri gæða. f) Flutningskostnaði vegna útflutts dilkakjöts og bú- fjárafurða hefur verið stillt í hóf og skilar Færeyja- markaður því jafnbesta verði fyrir dilkakjöt í út- flutningi og svo mætti lengi telja. Þá má ekki gleyma Norröna með viðdvöl 11.000 - 12.000 ferðamanna, sem bæði lífga upp á tilveruna og vonandi þyngja pyngju okkar. H0taðHA Góðir Austfirðingar, fyrirtæki og einstaklingar. Um leið og vér sendum yður öllum bestu jóla og nýárskveðjur, viljum vér nota tækifærið til að þakka fyrir veittan stuðning og hvatningu til enn stærri átaka. Áætlun bíla- og farþegaferjunnar m/f Norröna 1986 Pantið ferðina tímanlega Viðkomu- hafnir Hanst- holm Thors- havn Ler- wick Bergen Ler- wick Thors- havn Seyðis- fjörður Thors- havn Dagur LAU MÁN MÁN ÞRI MIÐ MIÐ FXM FÖS Komutími 1600 0600 2200 1200 01°° 15°° 08°° 06°° Brottför 2000 0900 23°° 14°° 0200 17°° 1200 09°° Dagar 07/6 09/6 09/6 10/6 11/6 11/6 12/6 13/6 14/6 16/6 16/6 17/6 18/6 18/6 19/6 20/6 21/6 23/6 23/6 24/6 25/6 25/6 26/6 27/6 28/6 30/6 30/6 01/7 02/7 02/7 03/7 04/7 05/7 07/7 07/7 08/7 09/7 09/7 10/7 11/7 12/7 14/7 14/7 15/7 16/7 16/7 17/7 18/7 19/7 21/7 21/7 22/7 23/7 23/7 24/7 25/7 26/7 28/7 28/7 29/7 30/7 30/7 31/7 01/8 02/8 04/8 04/8 05/8 06/8 06/8 07/8 08/8 09/8 11/8 11/8 12/8 13/8 13/8 14/8 15/8 16/8 18/8 18/8 19/8 20/8 20/8 21/8 22/8 23/8 25/8 25/8 26/8 27/8 27/8 28/8 29/8 30/8 01/9 01/9 02/9 03/9 03/9 04/9 05/9 06/9 Lestunarhafnir okkar að vetrinum eru: Færeyjar: Þórshöfn. Noregur: Þrándheimur, Álasund, Drammen og Stavanger. Svíþjóð: Halmstad og Lysekyl. Finnland: Vasa. Danmörk: Kaupmanna- höfn, Middelfart, Álborg, Fredericia og Hirtshals. Holland: Rotterdam og Wlisslingen England: Grimsby. Og á sumrin bætast við: Hanstholm í Danmörku, Bergen í Noregi og Leirvík á Hjaltlandi. Austfar hf. S 2111 Telex 2298 710 Seyðisfjörður Aðalumboð á íslandi fyrir: p/f Skiparekstur, p/f Foroysk Saltsola (IBIZA SALT), p/f Smyril Line (m/f Norröna), p/f Star Shipping, p/f Skipafélagið Foroyar, Foroya Bjór v/Einar Waag.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.