Austurland


Austurland - 18.12.1985, Blaðsíða 11

Austurland - 18.12.1985, Blaðsíða 11
JÓLIN 1985. 11 Guðmundur Magnússon: Hernámsárin á Reyðarfirði Örfá minningabrot Guðmundur Magnússon. Inngangur Á þessu ári eru 45 ár liðin frá hernámi íslands. Ég var aðeins 14 ára við upphaf þessa örlaga- ríka atburðar. Eigi að síður lifi ég mjög svo auðveldlega upp fjölmarga atburði frá þessum tímum. Saga hernámsins á Reyðar- firði hefur ekki verið skráð. En ýmsar heimildir eru til frá þess- um tíma, sem vonandi koma að góðu gagni, þótt síðar verði. Eins og gefur að skilja hafði hernámið mikil áhrif á líf fólks- ins í kauptúninu. í einni svipan var eins og hendi væri veifað yfir þessum friðsæla stað og hann með mér hálfan fimmta áratug aftur í tímann. Styrjöldin mikla hafði staðið í rúma átta mánuði. Við höfðum staðið álengdar „langt frá öðr- um þjóðum" og vonað í lengstu lög, að hlutleysið - yfirlýst, ævarandi hlutleysi - yrði okkur skjöldur og skjól. En reyndin varð önnur. Fyrstu kynnin Ég hafði ráðið mig í vega- vinnu sumarið 1940 uppi á Hér- aði og var Magnús Arngrímsson frá Eskifirði verkstjóri þar. Einhvern tíma í júnímánuði slógum við upp tjöldum ekki langt frá bænum Hofi í Fellum. Ég hafði þann starfa með hönd- um að vera kúskur, enda betur við hæfi unglinga en önnur störf, sem voru mun erfiðari svo sem malarmokstur, snyddustunga og annað því líkt. Morgun einn í blíðskapar- veðri var ég á leiðinni út í grús að ná í möl til ofaníburðar. Allt í einu heyri ég einhvers konar vélarhljóð líkt og í flugvél, nem staðar og hlusta. Sennilega bíll frá Kaupfélagi Héraðsbúa á Reyðarfirði með vörur til Fella- og Fljótsdals- bænda, húgsa ég, og held áfram Það grípur mig undarleg til- finning blandin hræðslu og for- vitni. Hvað er nú á seyði? Hverjir eru hér á ferð? Her- menn á mótorhjólum? Ef svo er, hvað eru þeir þá að vilja hingað til friðsamra vegagerðar- manna lengst upp í sveit? En hér er enginn tími til heila- brota, því að áður en varir þjóta þrír einkennisklæddir herlög- reglumenn með rauðar húfur gyrtir skammbyssubeltum fram hjá mér með eldingarhraða. Þannig urðu mín fyrstu kynni af raunverulegum hermönnum. Ég stóð sem negldur væri nið- ur og starði á eftir þessum furðu- verum þjóta upp Fell og stefna upp í Fljótsdal. Mér fannst þetta hálfóhugn- anleg fylking og stinga óþægi- lega í stúf við kyrrð og fegurð sveitarinnar þennan eftirminni- lega sunnudag. Fljótlega spurðist um erindi þessara einkennisklæddu sendi- boða breska heimsveldisins. Ferðinni var heitið á fund Gunnars skálds Gunnarssonar heim að Skriðuklaustri. Eigi er mér kunnugt um við- skipti skáldsins og þessara óboðnu gesta. Hitt man ég, að seinna um sumarið flutti Gunn- Frá Reyðarfirði. Myndin tekin 1938 eða fyrri hluta árs 1939. Búðar.eyrin til hœgri. Par eru m. a. kirkjan, athafnasvœði KHB, byggingar þess og gamla bryggjan. Utan Búðarár er Ósmelur. Par sést m. a. gamli barnaskólinn. Hádegisfjall og Skessan í baksýn. dreginn nauðugur - viljugur á vit þeirra örlaga, sem þessir óvæntu atburðir hlutu að búa honum. í þessari grein verða þessi mál ekki rædd í neinni heild, aðeins numið staðar við einstaka atburði, sem á hugann leita, þegar litið er til baka. Bið ég nú lesendur að hverfa ferðinni. En andartaki síðar heyri ég þetta hljóð aftur og nú miklu nær. Og sem ég stansa þarna á veginum til að hlusta betur eftir þessu torkennilega hljóði sé ég einhvers konar þrjá hárauða díla bera við himin rétt ofan við móabarð nokkru neðar á veginum. ar Gunnarsson ræðu á samkomu í Hallormsstaðarskógi og kvitt- aði þar á eftirminnilegan hátt fyrir þessa óvæntu heimsókn. Skáldinu var mikið niðri fyrir, og ekki hefði ég viljað vera þol- andi þeirra orða, sem þar var beint til þeirra, er ábyrgð báru á þessu frumhlaupi hermannanna. Reyðarfjörður stríðsáranna. Myndin sýnir vel breytinguna á Búðareyrinni. Herinn dritaði skálunum hingað og þangað á milli húsanna. Pannig var þetta meira og minna um allt þorpið. Stóru skálarnir utan við kirkjuna voru reistir til samkomuhalds. Reyðfirðingar notuðu þá í sama skyni mörg ár, eftir að herinn fór eða þar til Félagslundur leysti þá af hólmi. í skálunum rétt neðan við kirkjuna var matsala. Par fyrir innan séstgamla Vegagerðarhúsið, þarsem aðalstöðvar Vegagerðar ríkis- ins á Austurlandi eru nú. Utan við kaupfélagið eru m. a. skálar norska flughersins, sem hér dvaldi um tíma á stríðsárunum. Sér yfir til Hrúteyrar sunnan fjarðar. Kambfell til vinstri. Ekki man ég nákvæmlega orðaval skáldsins, en ennþá-45 árum síðar - situr það ríkt í minni mér, hversu tæpitungu- iaust og á kjarnyrtri íslensku skáldið hellti úr skálum einlægr- ar reiði sinnar yfir breska herinn fyrir þá ósvinnu og það virðing- arleysi, sem hann sýndi alsak- lausu og friðsömu bændafólki uppi í afdal með óverjandi fram- komu sinni. Það var fagurt í Atlavík undir þessari eftirminnilegu ræðu Gunnars Gunnarssonar. Mér fannst eins og umhverfið allt, skógurinn, fljótið og fjöllin tækju undir reiðilestur skáldsins. Betra að fara varlega Það gerðust einnig brosleg atvik. Síðla þetta sumar fór ég til berja, sem ekki væri í frásög- ur færandi út af fyrir sig. En seint mun ég gleyma því, sem á eftir fór. Þetta var seint í ágústmánuði. Veður var gott. Er heim var komið, lá leið mín fram hjá barnaskólanum (þar sem nú eru skrifstofur hreppsins). Þar hafði herinn m. a. aðsetur og þar var hervörður vopnum búinn við útidyr. Þetta var lítill naggur, svo lítill, að byssan náði langt upp fyrir höfuð honum. Og sem ég arka þarna sæll og glaður með berin mín kemur góðkunningi minn, Steinþór Eiríksson listmálari á Egilsstöð- um, fram á tröppurnrar í Ekru, sem er hús hinum megin vegar örlítið utar. Og nú kom strákur- inn upp í Steinþóri. Hann skellti saman hælum og heilsaði með enskri hermanna- kveðju! Ég hins vegar bætti um betur, rétti út hægri hönd með tilburð- um og hrópaði: „Hæl Stein- þór!!“ Þetta hefði ég betur aldr- ei gert. Naggurinn litli við skól- ann hafði opin eyru og augu. Þótt ótrúlegt megi virðast dró þetta uppátæki dilk á eftir sér. Á þessum tíma bjó ég hjá Thulin og Þorgerði Johansen. Um kvöldmatarleytið er bar- ið að dyrum og spurt eftir mér. Þar voru komnir herlögreglu- maður ásamt íslenskum túlki! Nú syrti fyrst í álinn. Hvað viidu þessir herramenn mér? Voru þeir ekki á röngum stað? Höfðu þeir ekki villst á húsum? En þetta voru tálvonir. Hér þýddi ekkert að deila við dóm- arann. Það var því heldur uppburð- arlítill, ungur maður, sem lall- aði þetta kvöld inn í gamla skól- ann sinn á milli túlks og herlög- reglu. Svo hófst yfirheyrslan. Hún fór fram í ytri kennslustofunni einmitt þar sem Sölvi Sigurðs- son situr nú og færir bókhald hreppsins. Mikil voru umskiptin. Fyrir rúmlega einu ári lauk ég fullnað- arprófi frá skólanum. Nú á þess- um sama stað var ég kominn fyr- ir herrétt sakaður um nasisma. Hvorki meira né minna. Ég var spurður spjörunum úr. Hvort ég væri nasisti, hvort ég hefði verið í nasistafélagi og hvort ég hefði lesið eitthvað um nasisma. Þannig létu þeir dæluna ganga. Eru foreldrar þínir eða systkini nasistar? Veistu um einhverja nasista hér um slóðir? Öllu þessu svar- aði ég afdráttarlaust neitandi. Ég reyndi að vera rólegur, þótt skjálfandi á beinunum væri. Að lokum var spurt, hvers vegna ég hefði heilsað með nasistakveðju fyrr um daginn og hrópað: Hæl Hitler!! Ég sagði sem var, að þetta hefði aðeins verið grín og gaman. l>

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.