Austurland


Austurland - 18.12.1985, Blaðsíða 13

Austurland - 18.12.1985, Blaðsíða 13
JÓLIN 1985. 13 Síðan var ég látinn lofa því að endurtaka þennan leik ekki. Jafnframt var mér gert ljóst, að allir, sem hlynntir væru nas- istum, yrðu sendir til Englands og hafðir þar í haldi yfir öll stríðsárin. Þannig endaði þá yfirheyrsla herforingja hans há- tignar, Bretakonungs, yfir Höfundur 14 ára. Myndin tekin vorið 1940 á Eskifirði neðan við Lœknishúsið. ósköp venjulegum strák úti á íslandi - og ég slapp með skrekkinn. Nokkrum mánuðum eftir ævintýrið fyrir herréttinum var ég aftur hætt kominn vegna gá- leysis - eða eigum við að segja athugunarleysis. Breski herinn hafði yfir að ráða nokkrum könnunarflug- vélum um tíma. Þetta voru eins hreyfils rellur, tvívængjur með hlífðarlausum mótor. Svo var það eitt sinn í blíð- skapar veðri, að ég var ásamt fleiri strákum niðri á svokallaðri Johansensbryggju, sem oft nefndist einnig í daglegu tali Barkur. Sennilega höfum við verið þar við veiðar. Sjáum við þá allt í einu, hvar tvær fyrrnefndar flug- vélar fljúga inn fjörðinn að sunnanverðu. Síðan taka þær stóran sveig í boga til hægri auð- sjáanlega til undirbúnings við lendingu, en ból höfðu þær rétt utan við áðurnefnda bryggju á víkinni niður af Bakka. Af einhverjum ástæðum stóð poki fullur af kartöflum fremst á bryggjunni og einhver „kaldur karl“ stakk upp á því, að við skyldum kasta kartöflunum í átt að flugvélunum og vita, hvort við drægjum það langt, að við gætum hitt þær. Auðvitað meintum við ekkert illt með þessu og þaðan af síður datt okkur í hug, að af þessu tiltæki okkar gæti stafað nokkur hætta. Og sem flugvélarnar renndu sér niður á rennisléttan pollinn út með bryggjunni tók- um við til við kartöfluskot- hríðina og drógum hvergi af okkur. En margt fer öðru vísi en ætl- að er. Flugmennirnir þekktu eina af „skyttunum". Þannig var að ég átti um þessar mundir heima í húsi því, sem yfirmenn flughersins bjuggu í. Það var því ekki yfir fjöll að fara til að yfirheyra einn af „sökudólgun- um“, þeir þekktu gripinn! Og sagan endurtók sig. Að vísu var mér ekki stefnt fyrir herrétt, enda varla eins stór- hættulegt að kasta kartöflum og að gefa Hitlersmerki. Flugstjórinn úr annarri flug- vélinni kallaði mig á sinn fund. Hann var fremur lítill vexti, hærður vel með alskegg, vel lim- aður og í raun og veru afar við- felldinn náungi. Einhvern veginn hafði ég það á tilfinningunni, að hann væri hér fremur að sinna óhjákvæmi- legri skyldu en að framkvæma hluti, sem honum geðjaðist að eða hefði ánægju af. En hvað um það, yfirheyrslan hófst. Hann: Veistu hvaða afleið- ingar þetta tiltæki ykkar hefði getað haft? Ég: Nei, alls ekki. Hann: Kartafla sem kynni að lenda í blöndung vélarinnar gæti sprengt hana í loft upp! Ég hélt að hann væri að gera að gamni sínu og sagði blátt áfram: „You are joking!“ „No, I am not,“ sagði sá skeggjaði með þunga í röddinni. Og nú endurtók sagan sig frá herréttinum. Hann sagði: „Slíkt gáleysi má ekki endur- taka sig, það kostar fangelsis- dvöl í Englandi til stríðsloka.“ Enn slapp ég með skrekkinn. Það vildi mér til happs, að hér átti flugherinn hlut að máli, en ekki landherinn sem í hið fyrra skipti. Sá skeggjaði vissi því ekki um Hitlersmerkið góða! Þannig gátu lítil og brosleg atvik, eins konar barnabrek, sett kerfi breska hersins úr skorðum og eftir á hlæja menn að þessu. En frá sjónarhóli hins stranga heraga og þeirra reglna sem þar gilda á styrjaldartím- um, hafa þetta sjálfsagt verið eðlileg viðbrögð. Hulin verndarvættur Hinn 22. maí árið 1941 endaði heimsókn þýskrar flugvélar með átakanlegum hætti. Sennilega hefur ferð hennar verið heitið til könnunar á herstöðvum Breta austanlands með hugsan- lega innrás Þjóðverja síðar í huga. Veður var slæmt, þoka og dimmviðri. Austfjarðaþokan er sjaldnast lamb að leika sér við og víst er um það, að eitthvað hefur farið úrskeiðis í útreikn- ingum þýsku flugmannanna. í stað þess að fljúga inn fjörð- inn milli fjalla stýrðu þeir flug- vél sinni beint á Krossanesfjall norðan Reyðarfjarðar upp af svokölluðum Völuhjalla, og það þurfti ekki að binda um sárin í það sinn. Var kannski völvan góða hér á verði eins og í Tyrkjaráninu illræmda? Völvan góða. Hver er hún? Ævagömul reyðfirsk sögn herm- ir að á utanverðum Hólmahálsi nærri svonefndum Hvíldarsteini - nú rétt við alfaraleið - sé leiði völvu þessarar. Að sjálfsögðu er haugurinn forni löngu horfinn, en rétt hjá steininum er grænn grasblettur, sem enn í dag ber þetta skemmtilega örnefni: Völuleiði. Tvennar sögur fara af því, hvar völva þessi bjó. Samkvæmt þjóðsögum Sig- fúsar Sigfússonar bjó hún á Hólmum, átti nokkur börn, sem hún missti öll og lét heygja þar í túni. Sagt er, að hvítleitir steinar standi þar á nokkrum þúfum, sem séu leiði barnanna. Segir sagan, að eftir missi sinn hafi völvan ekki eirt lengur á Hólmum, en flutt að Sómastöð- um í sömu sveit. Hún lagði svo fyrir, að þar skyldi hún heygð er best sæi yfir Reyðarfjörð, og þó sem skemmst frá leiðum barna sinna. Og víst er um það, að enginn staður við fjörðinn uppfyllir betur þessar óskir völvunnar en einmitt Hólma- háls milli Eskifjarðar og Reyð- arfjarðar. Seiðkonan gamla lét ekki þar við sitja, heldur lýsti því yfir, að ef þetta yrði gert, skyldi Reyðarfjörður aldrei verða rændur af hafi, meðan nokkurt sitt bein væri ófúið. Og góðu heilli fyrir Reyðfirð- inga stóð völvan við sín gefnu fyrirheit íTyrkjaráninu 1627, en orðrétt segir í áðurnefndum þjóðsögum: „En þá bálhvessti af vestri, svo að fjörðurinn varð hvítur af roki og fjöll þakti. Þar með sýndist ræningjum allt vera í logandi báli inn til fjarðarins og flúðu þaðan. Það halda Reyð- firðingar að eigi séu bein þessar- ar hollvættar með öllu fúin enn, enda rjálar enginn við leiðinu.“ Svo mörg eru þau orð. Þá er til önnur sögn um það, að völv- an hafi búið á fyrrnefndum Völuhjalla í Krossanesfjalli. Hins vegar ber báðum sögun- um saman um legstað völvunnar á Hólmahálsi og um þau fyrir- heit, sem hún gaf byggðinni, yrði farið að óskum hennar. Breski hermaðurinn Douglas Charles Thompson 22 ára í hermannabúningi. Yfirleitt voru hermennirnir ungir að árum. Hann starfaði viðfjar- skipti hersins og fór því margar ferðir upp á rafstöð til að láta hlaða rafgeyma. Þar kynntist hann tengdaföður mínum, Frí- manni Jónssyni, stöðvarstjóra. Með þeim tókst góð vinátta. Að stríðinu loknu skrifuðust þeir á, meðan báðir lifðu. Thompson býr nú í London og er fyrrverandi póstmaður á eftir- launum. Hann starfar mikið í Rótarýhreyfingunni. Samkvæmt síðari sögninni hét völvan því, að meðan nokk- ur ögn af beinum hennar væri ófúin, skyldu engir ræningjar eða ófriðarmenn geta náð neinu sem væri innan fjallahrings þess, er umlyki Reyðarfjörð. Hér er ekki aðeins talað um ræningja af hafi eins og í fyrri sögninni, heldur einnig ófriðarmenn, og er það eftirtektarvert. Jarðneskar leifar þýsku flug- mannanna, sem enduðu líf sitt á svo sviplegan hátt í klettunum ofan við Völuhjalla, voru til £> Bresku tvívœngjurnar, sem ekki þoldu kartöfluskothríðina! Þcer liggja þarna við ból sín á víkinni fram afBakka. Kambfell handan fjarðar. Breskir hermenn á Grímsstöðum 1940 - 1941. Hernámssumarið 1940 tóku Bretar Grímsstaði traustataki og gerðu að aðsetri yfirmanna hersins.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.