Austurland


Austurland - 18.12.1985, Blaðsíða 15

Austurland - 18.12.1985, Blaðsíða 15
JÓLIN 1985. 15 Sigurður Óskar Pálsson: Fjallræðan í Bakkagerðiskirkju Fáir munu koma svo í Bakka- gerðiskirkju í Borgarfirði eystra að þeir gangi þaðan út ósnortnir af tign og fegurð altaristöflu Jó- hannesar Sveinssonar Kjarvals. Þetta listaverk fylgir Borgfirð- ingi greypt í vitund hvert sem hann fer: frelsarinn í hvítum klæðum talar til mannfjölda, sem þyrstir að heyra orðið, í baksviði hamraborg og tindur, sem minna á Dyrfjöll, en yfir hvelfist magnþrunginn himinn þar sem ósýnilegur ljósgjafi varpar bjarma neðan á dimmleit ský; birtan er að reka myrkrið á flótta. Þetta er ekki dauð mynd. Þarna er sannarlega lifandi fólk. Áhorfandinn sér bylgjur hrifn- ingar og fagnaðar fara um manngrúann. Forsaga þess að Kjarval mál- aði altaristöflu þá, er hér um ræðir, er óneitanlega ögn undar- leg og verðum við að hverfa aft- ur til miðrar 19. aldar til að grafa eftir rótum hennar: Hinn 9. dag septembermán- aðar árið 1852 vísiterar pró- fasturinn, sér Stefán Árnason á Valþjófsstað, Desjarmýrar- kirkju og segir svo meðal annars í vísitasíugerð hans: „Síðan prófasturinn vísiter- aði seinast kirkju þessa hefir sóknarpresturinn keypt og lagt til hennar nía altaristöflu, á hvörja málaður er sá atburður þá vitringarnir komu til að veita barninulesúlotningusína . . .“ Sóknarpresturinn er séra Sig- urður Gunnarsson síðar pró- fastur á Hallormsstað og í fjár- haldsreikningi Desjarmýrar- kirkju yfir fardagaárið 1849 - 1850 kemur í ljós, að altaristafla þessi hefur kostað 36 ríkisdali, máluð umgjörð um töfluna með baki og tjaldi 4 ríkisdali, og við- bætir við altarið svo taflan fengi rúm á því og aðgerð á grátunum hafa kostað 1 ríkisdal og 32 skildinga. Áður en séra Sigurður Gunn- arsson fór frá Desjarmýri 1862 hafði hann látið byggja þar nýja kirkju og í úttektargerð presta- kallsins 1. september það ár er altaristaflan talin fyrst af mun- um kirkjunnar sú hin sama „sem lýst er í prófastsvísitasíu 1852 . . .“ Kemur hún enn nokkuð við sögu. Árið 1890 vísiterar bisk- upinn, herra Hallgrímur Sveins- son, Desjarmýrarkirkju og er vísitasíugerð hans dagsett hinn 27. júlí. Þar segir meðal annars: „Oma- og instmmenta kirkj- unnar em þessi. Máluð altaristafla í giltum ramma innan í trjeum- gjörð, allnýleg en svo illa gjörð að hún má teljast lítt hafandi.“ Hér er felldur harður dómur. f 40 ár hafa Borgfirðingar með- tekið orðið horfandi upp á „lítt hafandi" altaristöflu, og gera það enn um sinn. Hinn 23. ágúst 1896 vísiterar prófasturinn, séra Einar Jóns- son hinn ættfróði, Desjarmýrar- kirkju. Af vísitasíugerð hans er ljóst, að þá hefur verið ákveðið að byggja nýja kirkju og í fram- haldi af því segir: „Skrúði kirkjunnar er vel hirtur en fremur ljelegur eins og biskupsvísitasía 1890 getur um. Virðist rjettast að endurbæta hann um leið og bygging færi fram og kaupa henni þá jafn- framt nýja altaristöflu." Um aldamót er Desjarmýrar- kirkja lögð niður en ný kirkja reist í Bakkagerðisþorpi og tek- in í notkun undir árslok 1901 þótt smíði hennar væri þá ekki að fullu lokið svo sem greinir í virðingargerð prestakallsins sem dagsett er 14. dag júlímán- aðar 1902, en þar gefur að líta meðal annars eftirfarandi grein: „Um hina gömlu altaristöflu, sem talin hefur verið nálega óhæfileg, er þess að geta, að Þorsteinn kaupmaður Jónsson hefur fengið hana til eignar, en aftur lofað að gefa kirkjunni nýja altaristöflu sæmilega.“ Af þessu virðist ljóst að hin „lítt hafandi" altaristafla úr Desjarmýrarkirkju hafi aldrei verið sett upp í Bakkagerðis- kirkju. Kaupmann þann, sem skýtur hér upp kolli í íslenskri kirkju- sögu skyndilega og harla óvænt, nefndu Borgfirðingar einatt Þorstein borgara - og nefna svo enn, þá um hann er rætt. Hann var Norðfirðingur að uppruna, fæddur 1863, dáinn 1930. For- eldrar hans voru hjónin Jón Þor- steinsson á Kirkjubóli og Mar- grét Sveinsdóttir. Hann var í Möðruvallaskóla og við nám í Noregi. Ekki veit þáttarhöfund- ur hvað hann lærði þar, e. t. v. verslunarfræði? Þorsteinn borgari stofnaði verslun á Borgarfirði 1894, fyrstur kaupmanna, og rak ásamt henni útgerð með allmikl- um umsvifum um hríð, hafði á sínum snærum fjölda Norð- manna a. m. k. eitt sumar, við róðra og fiskverkun. Árið 1907 seldi hann Thor E. Tuliníusi verslun sína, fluttist til Seyðis- fjarðar og gerðist þar gestgjafi um eins árs skeið. „Setti þá upp útgerð á Skálum á Langanesi, auðgaðist vel, fluttist til Reykja- víkur og sinnti ýmsum fyrirtækj- um, og gekk þá af honum. Dug- mikill maður og vinsæll." Framangreind tilvitnun er tekin upp úr íslenskum ævi- skrám Páls Eggerts Ólasonar. En hvað kaupmaður þessi hefur ætlað sér með hina „lítt haf- andi“ altaristöflu og hvað um hana varð er hulin ráðgáta enn þann dag í dag. Séra Einar Vigfússon, sem þjónar Desjarmýrarkirkju síð- astur presta, fer til Vesturheims árið 1902 og er ekki viðstaddur úttekt staðar og kirkju, en Þor- steinn borgari virðist vera ein- hvers konar umboðsmaður hans, því hann undirritar úttekt- argerðina „Vegna fráfaranda" eins og skrifað stendur. Ekki finnast nein gögn um eigendaskipti á hinni „lítt haf- andi“ altaristöflu önnur en bókunin er að framan greinir, en í rauninni má líta á hana sem jafngildi skriflegs samnings, þar sem Þorsteinn borgari undirrit- ar hana sjálfur. Til er á lausu blaði, sem lagt hefur verið innan í reikninga- bók kirkjunnar - kirkjustólinn -, fundargerð sóknarnefndar dagsett 28. desember, en því miður hefur láðst að rita ártalið. Þar er skráð meðal annars: „Sömuleiðis var sjera Einari falið að minna Þorstein á altar- istöflu og kirkjuklukku.“ Orða- lagið „að minna Þorstein á“ og raunar fleira í fundargerðinni sýnir að hún er frá þeim tíma þegar hann er enn á Borgarfirði. Hlýtur það því að vera séra Ein- ar Þórðarson, sóknarprestur Borgfirðinga frá 1904 - 1907, sem á að ýta við kaupmanni. Ekki vitum við nú, hvort um mál þetta var þingað lengur eða skemur við Þorstein borgara, en efndir af hans hálfu urðu engar, og er Bakkagerðiskirkja án alt- aristöflu, að því best er vitað, uns Kj arval kemurtilskjalanna. Ekki er heldur ljóst, hvenær Borgfirðingum þótti útséð um, að Þorsteinn kaupmaður gæfi Bakkagerðiskirkju „nýja altar- istöflu sæmilega,“ en árið 1913 taka nokkrar konur í byggðar- laginu höndum saman til að afla kirkju sinni þvílíks grips, og leita til Kjarvals. Hann er þá að læra íþrótt sína í Kaupmanna- höfn og á enn langt nám fyrir höndum. Engu að síður er hann orðinn þekktur málari hér heima á íslandi og list hans hef- ur vakið athygli í Dannwrku. Það kemur því vart til álita, að Borgfirðingar biðji nokkurn annan en þennan listfenga fósturson bygðarlagsins að leggja hér hönd að verki. Vorið 1914 kemur Kjarval heim til íslands og dvelur þar sumarlangt. Hann ferðast nokkuð um og málar mikið en Bakkagerðiskirkja í Borgarfirði. B. S. lengst mun hann hafa stað- næmst á Borgarfirði, og þar málar hann altaristöfluna fögru þetta sumar. En er konurnar sáu þennan árangur samtaka sinna, varð hann þeim hvatning til frekari félagslegra átaka og stofnuðu þær Kvenfélagið Eininguna árið 1915. Ekki verður annað séð en Borgfirðingum hafi orðið ærið happ dómurinn, sem altaris- taflan í Desjarmýrarkirkju hlaut á sínum tíma svo og van- efndir Þorsteins kaupmanns á loforðinu um „að gefa kirkjunni nýja altaristöflu sæmilega,“ þótt enginn viti að vísu hverrar gerð- ar hún hefði verið að efndu heiti. Hefði Kjarval þá nokkurn tíma málað þetta listaverk? Ekki verður reynt að svara þeirri spurningu, þótt óneitan- lega leiti hún á hugann. Skemmtilegt er og til þess að vita, að úr samtökum kvenn- anna um að fá Kjarval til þessa verks, óx upp í byggðarlaginu félag, sem mörgum góðum mál- um hefur komið á veg. Meðan Kjarval var að mála altaristöfluna, bjó hann og vann í skólanum í þorpinu, en kon- urnar skiptust á um að fæða hann. Þá var það einhverju sinni sem oftar, að Sigríður Eyjólfs- dóttir á Bjargi færði honum kaffi. Þetta var á sunnudegi og var málarinn við iðju sína, er Sigríði bar að. Urðu henni þá orð á munni eitthvað á þá leið, að hann sækti verk sitt fast. Seg- ir þá Kjarval: „Já, Sigríður mín. Enginn verður óbarinn biskup, en bisk- up ætla ég að verða.“ Hannes hreppstjóri Sigurðs- son, maður Sigríðar, smíðaði ramma að altaristöflunni, traustan en látlausan. Síðar var nokkuð um það rætt manna á meðal, að við hæfi væri að kaupa skrautramma utan um hana. Einhvern tíma, er þetta bar á góma í áheyrn Kjarvals, sagði hann: „Borgfirðingur málaði mynd- ina. Efnið í rammanum er rekið á borgfirska fjöru. Ramminn er smíðaður af Borgfirðingi - og borgfirskt skal það vera.“ Borg- firðingar hrifust strax af þessu málverki og unna því, ungir sem aldnir. Ekki voru þó allir jafnhrifnir af þessu verki meistarans. Herra Jóni biskupi Helgasyni varð ekki um sel, er hann augnfór það á yfirreið. Herma sögur, að hann teldi það lítt við hæfi kirkju og víst er, að hann fann myndinni til foráttu að frelsar- inn er í hvítum klæðum, en þannig búinn væri hann aldrei sýndur á málverkum fyrr en eftir upprisu. Einnig mun biskupi hafa þótt bergsmíðarnar í bakgrunni myndarinnar sviplík- ari Dyrfjöllum en hófi gegndi, - og að vígja þvílíkan grip tók hann ekki í mál. En hvað sem líður fræðileg- um kenningum um klæðnað frelsarans, er hann flutti fjall- ræðuna, og vangaveltum um hvort Kjarval hafi skákað Dyr- fjöllum inn í hálendi Galíleu eða Galíleufjöllum stílfærðum í mynd Dyrfjalla til Borgar- fjarðar, leikur ekki á tveim tungum, að fólkið í byggðarlag- inu hefur löngu vígt listaverk þetta sinn helgasta dóm.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.