Austurland


Austurland - 18.12.1985, Blaðsíða 17

Austurland - 18.12.1985, Blaðsíða 17
JÓLIN 1985. 17 Friðjón Guðröðarson: Ferð í Páskahelli á Norðfirði árið 1947 Friðjón Guðröðarson. Um aldir hefur sú sögn gengið frá kynslóð til kynslóðar á ís- landi, að sólin „dansi“ á páska- dagsmorgun. Með því að undirritaður telur sig hafa orðið vitni að þessu, vís- indalega óskýrða undri, vil ég festa á blað frásögn af atburðin- um og aðdraganda hans. Maður var nefndur Sigurjón Kristjánsson, kenndur við Þórhól. Hann starfaði um langt árabil vð Sigfúsarverslun í Nes- kaupstað. Svo var og er saga þessi gerðist. Sigurjón var heim- ilisvinur foreldra minna, þeirra Guðröðar Jónssonar kaupfé- iagsstjóra og Halldóru Sigfinns- dóttur. Á þessum tíma bjuggu þau í gamla Kaupfélagshúsinu, nú Hafnarbraut 2 í Neskaup- stað. Skömmu eftir áramót 1947 heyrði ég á tal þeirra Sigurjóns og pabba, sennilega á laugar- dagskvöldi, þegar tekið var hlé frá spilamennsku, og kaffi fram borið. Mér fannst tal þeirra forvitnilegt og lagði við hlustir. Þeir ræddu það fyrirbrigði, að eldra fólk teldi sig hafa séð sól- ina dansa, eins og það var kallað, á páskadagsmorgun. Sigurjón kvaðst ekki telja ástæðu til að rengja þessar frá- sagnir, sem hann hafði heyrt af munni grandvars fólks. Hann sagðist hafa hug á að fara næsta páskadagsmorgun, ef líkurværu á bjartviðri, og sjá hver yrði raunin. Fannst mér að Guðröð- ur væri ekki alveg eins trúaður á þetta. Hins vegar var hann alltaf til í góðan göngutúr og kvaðst reiðubúinn í leiðangur þennan. Var nú rætt um, hvern- ig að skyldi staðið. Sigurjón sagði, að frá einum stað í Norð- firði væri þess helst að vænta að sjá fyrirbrigðið. Þaðan væri út- sýni vítt og kjörið að fylgjast með sólaruppkomu. Skyldi haldið í Páskahelli, sem er í fjör- unni fram af Haga, en þar ofar er Stórarák og enn ofar og aust- ar rís Nípan snarbrött og tignar- leg beint úr sjó. Að Páskahelli gæti ég trúað að væri um hálf- tíma gangur frá gamla íþrótta- velli á Bakkabökkum eða þar sem nú er vitinn, um fólkvang- inn út og austur með fjörum. Nú liðu vikur og mánuðir. Heyrði ég á þetta ferðalag minnst af og til. Eitthvað mun- um við bræður, ég og Hákon, hafa látið í ljós áhuga. Á þessum tíma vorum við pottormar á tí- unda og ellefta ári. Var sam- þykkt að leyfa okkur að fara með, enda yrði ekki farið, nema í góðu veðri. Leið nú að páska- degi. Ferðaáætlunin vareinföld. Guðröður hafði nýlega eignast sinn fyrsta bíl, Chevrolet dross- íu árgerð 1947. Skyldi gangan stytt, með því að fara á bílnum út á íþróttavöll. Þennan morgun var snemma risið, að mig minnir kl. 600. Það er ekki minn kjörni fótaferðar- tími, en ég var spenntur og óvenju snar í fötin. Hákon hins vegar, sem þá þegar var orðinn „kúarektor" í Miðbæ, var vanur þessum fótaferðartíma og er auk þess morgunmaður. Svo sem háttur var á þessum tíma, vorum við hlýlega klæddir, í ull næst okkur, á stuttbuxum, í jakka, en á blankskóm. Var nú haldið inn að kolaporti, vestan við Brennu. Austast í portinu var bílskúr og þar var farartæki okkar geymt. Það var alltaf nokkur áhætta því samfara, er bíllinn var tekinn út, dyrnar þröngar, og ekkert mátti leggja á, fyrr en út var komið. Chevr- / Páskahelli. Guðröður Jónsson t. v. og Sigurjón Kristjánsson. Ljósm. Friðjón / Hákon. inn rauk í gang, enda inngjöfin ekki spöruð að morgni dags. Síðan rann færleikurinn út áfallalaust. Var nú ekið út að Þórhól, þar á götunni beið Sig- urjón, vel búinn til gönguferðar og vopnaður ljósmyndavél. Héldum við nú sem leið lá. í beygjunni neðan við hús Bjöms Ingvarssonar virtist bíllin þung- ur í stýri og leitaði mjög í hægri kant. Ut undir Sigfúsarhúsum var bifreiðin stöðvuð og málið kannað. Það leyndi sér ekki, hvað að var, hægra framhjólið vindlaust. Nú voru góð ráð dýr. Upplýst var á staðnum, að aldr- ei fyrr hefði sprungið á N-40, talið að tafsamt gæti orðið að skipta um hjól og allt í óvissu með tjakkinn. Nú máttum við helst engan tíma missa. Kvað Guðröður upp úr með það, að við gengjum héðan og legðum strax af stað. Það þótti æði spöl- ur frá Sigfúsarhúsum út á gamla íþróttavöll. Til upplýsinga fyrir yngra fólk í dag, endaði byggðin við hús Sigga Hall. Þar fyrir utan vom einu mannvirkin nokkur fjárhús og hlöður svo og kirkjugarður- inn. Var gengið mjög rösklega, en þeir Sigurjón og Guðröður vom hinir mestu göngugarpar, þrátt fyrir mörg aukakíló, eins og sagt er á nútímamáli. Við strákamir vorum þindarlausir, enda í sí- felldri þjálfun og ekki þyngdu okkur holdin á þeirri tíð. Þegar út í Haga kom, réð Sig- urjón ferðinni, enda þaulkunn- ugur á þessum slóðum. Gekk vel að komast niður í fjöm og að Páskahelli. Stóðst á endum, að leiðangurinn var við hellinn í þann mund, er sól reis úr sæ. Veður var skínandi fagurt, milt og ekki skýhnoðri á himni. Jörð var nær alauð og með öllu snjólaust við sjóinn. Þeir full- orðnu dáðust að spegilsléttum firðinum og þeirri sýn, er gefur suður yfir, til Rauðubjarga í Barðsneshorni svo og fjöllin frá endamörkum Hornsins inn til Viðfjarðar og Hellisfjarðar. Já þessi morgunn festist svo sann- arlega í minni. Þegar sól hækk- aði á lofti varð hlýtt við sjóinn. Nú fór að verða spennandi að fylgjast með. Öll skilyrði voru eins og best verður á kosið, svo að gera mætti athuganir á sól- inni, meðal annars var kíkir með í farangrinum. Sólin steig furðu hratt upp á himinhvolfið, og viti menn, var ekki eitthvert kast á henni? Ég gerði mér síðar ljóst, að þeir fullorðnu urðu undrandi og hafa fylgst vel með viðbrögðum okkar strákanna. Ég man að pabbi spurði, hvort okkur fynd- ist ekki sólin eins og venjulega. Við héldum nú ekki og sögðum, að það væri greinilegt, að hún snarsnerist, og líkt og hentist til, þar að auki. Horft var í kíkinn og fylgst með þessu undri í a. m. k. tvær stundir eða þar til sól var í suðri. Allir vorum við þess fullvissir, að við hefðum séð sólina dansa þennan páskadagsmorgun. Þessi gríðarlegi eldhnöttur snarsnerist fyrir augum okkar, svo lengi sem við fylgdumst með honum, sáum það þó betur í kíkinum, eftir því sem á leið. Enginn myndi fá mig ofan af því, að þama var á ferðinni óvenjulegt fyrirbrigði og augljóst þeim, er á horfðu, hver svo sem skýringin er. Mín vegna þarf enga. Auk þessarar lífsreynslu, leyfi ég mér að setja fram þá kenningu, að þama sé komin skýring á heitinu Páskahellir. Hún er að minnsta kosti ekki verri en þær, sem ég hef heyrt, og auðvitað miklu skemmtilegri og í takt við þjóðtrúna. Feðgarnir talið f. v. Friðjón, Guðröður, Hákon. Ljósm. Sigurjón Kristjánsson. Að endingu vil ég hvetja Norðfirðinga til að ganga út í Páskahelli og vera þar við sólar- upprás á páskadagsmorgun. Ég hef ekki umboð til að lofa sólar- dansi á himinhvolfinu, en hins vegar er umhverfið og heilsu- bótargangan þess virði, að ferð- in sé farin. p. t. Húsi Jóns Sigurðssonar, Kaupmannahöfn á páskadag árið 1985. Friðjón Guðröðarson. Óskum félagsmönnum og viðskiptavinum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs Kaupfélag JLq Austur-Skaftfellinga Höfn Gleðileg jól FARSÆLT KOMANDI ÁR Þökkum ánægjuleg viðskipti á árinu sem er að líða Verslun Óskars Jónssonar Neskaupstað

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.