Austurland


Austurland - 18.12.1985, Blaðsíða 27

Austurland - 18.12.1985, Blaðsíða 27
JÓLIN 1985. 25 Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir flutti þjóðhátíðarrœðuna, ein- hverja þá stystu og kannski þá bestu, sem greinarhöfundur hef- ir heyrt. Til hliðar við Aðalheiði stendur Jóhann Haraldsson, far- arstjóri og Bjarki fyrir framan hann. Hér fylgjast Hermann Davíðs- son og Helga Símonardóttir í Neskaupstað með keppnisatrið- um 17. júní rétt eins og þau hefðu gert við sundlaugina heima. gátum fengið hann leigðan fyrir 470 d. kr. í viku. Nýr stóll kost- aði hins vegar tæpar 600 d. kr. og keyptum við því vitanlega nýjan stól, sem Hermann Beck hjálpaði mér að festa í bílinn og svo komum við auðvitað með stólinn heim. Ekki var hinn danski júní- mánuður sérstaklega sólríkur og rigning var fyrstu dagana, en hins vegar var hitinn mjög þægi- legur og hærri en við hefðum búið við heima á þessum tíma. En í Danmörku var sumarveðr- áttan í lakara lagi miðað við venju þar. En umhverfið varfal- legt þarna á Fjóni og þetta voru þægilegar vikur. Nokkur kynni sköpuðust milli ferðafélaganna og oft var safn- ast saman í þjónustumiðstöð- inni á kvöldin, borðað þar gjarnan og rabbað saman yfir ölglasi. Þar voru börnin með fullorðna fólkinu og þótti sjálfsagt, enda var aldrei opið langt frameftir, nema sam- kvæmi væru, sem íslendingar héldu þarna reyndar að kvöldi 17. júní. Eitt sinn sátum við á kránni nokkur saman og mig vantaði eldspýtur. Ég sendi því stráka mína til að kaupa eldspýtu- stokk. Ekki vildu konurnar í af- greiðslunni afgreiða þá með eld- Skrúðganga íslendinga frá þjónustumiðstöðinni 17. júní. Keppt var í ýmsum greinum á íþróttavellinum. Hér er Börkur á fullri ferð í boðhlaupi. spýtur, sögðu að ekki mætti selja börnum eldspýtur. Ein- hver fullorðinn var þarna nær- staddur og bjargaði málunum. Skömmu síðar sat ég yfir tómri ölkrús og sendi nú strákana til að kaupa handa mér einn bjór og bjuggumst við, sem þarna vorum, reyndar ekki við því, að þeir fengju afgreiðslu. En viti rtienn, eftir stutta stund komu strákarnir með bjórinn og var engin fyrirstaða hjá sömu af- greiðslukonunum, sem rétt áður neituðu að selja þeim eldspýtur, að selja þeim nú sterkustu teg- und af áfengum bjór - hinn danska elefant. Sinn er siður í landi hverju, því að á þeim sömu dögum var Alþingi fslend- inga að rembast við að koma sér hjá því að taka afstöðu í máli málanna í íslenskri pólitík - bjórmálinu. Að lokinni dvölinni í Ferie- byen við Litla-Belti á Fjóni fór- um við til Kaupmannahafnar og eyddum þar tveimur síðustu dögunum, áður en heim var haldið. Við bjuggum þar hjá ís- lenskri konu, Nönnu Ólafsdótt- ur, ljósmyndara. Hún leigði þar út herbergi í íbúð, sem Inga Huld Hákonardóttir á og benti Aðal- heiður Bjamfreðsdóttir okkur á þennan ágæta samastað rétt við Trianglen í Kaupmannahöfn. Á svo skömmum tíma, sem við höfðum í Kaupmannahöfn, gafst ekki tími til að skoða nema brot af þeirri ágætu borg, en þó fórum við nokkuð um miðborg- ina og í undrastað fullorðinna jafntsembarna-Tívolí. B.S. Pað kostaði aðeins 5 d. kr. að fara með hópferðarútu suður til Pýskalands, en hins vegar 30 d. kr. effarið var á vegum íslensku fararstjórnarinnar. Rétt sunnan landamceranna skammt frá Flens- borg var hœgt að versla ódýrt hjá Otto Duborg. Á myndinni er Hermann Beck í Neskaupstað á leið úr versluninni í bílinn, setini- lega með Beck’s bjór í hendinni. Við hina frægu rúnasteina í Jelling, þar sem eru haugar Gorms og Thoru, sem Haraldur konungur blóðtönn, sonur þeirra lét gera. Börkur við húsið, sem við bjuggum í. Fílarnir átu gras úr höndum krakkanna í Lpveparken. Sigurður Hannesson á Höfn gœðir sér á síðasta bjórnum á danskri grund, áður en haldið er heim á leið frá Kastrupflugvelli.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.