Austurland


Austurland - 18.12.1985, Blaðsíða 29

Austurland - 18.12.1985, Blaðsíða 29
JÓLIN 1985. 27 Gömul skólamynd frá Norðfírði Sigurjón Ingvarsson, fyrrver- andi skipstjóri í Neskaupstað lánaði AUSTURLANDI mynd þá, sem hér birtist. Hún er tekin 1920 eða 1921 af nemendum í 3. og 4. bekk Barnaskólans á Norðfirði og eru börnin á aldrin- um 12 - 14 ára. Á myndinni eru einnig tveir af þremur kennurum skólans (Sigdór V. Brekkan vantar) og er Jónas Guðmundsson til vinstri, en Valdemar V. Snæv- arr til hægri á myndinni. Skólabörnin á myndinni eru: Fremsta röð (sex stúlkur) talið f. v.: Guðríður Sigmundsdóttir, Rannveig Jónsdóttir, Sveinhild- ur Vilhjálmsdóttir, Eva Péturs- dóttir, Ragnheiður Sverrisdóttir og Guðrún Sigmundsdóttir. Önnur og þriðja röð stúlkna talið f. v.: Þóra Guðmundsdótt- ir, Borghildur Hinriksdóttir, Rannveig Þórarinsdóttir, Mar- grét Ólafsdóttir, Laufey Arn- órsdóttir, Stefanía Guðmunds- dóttir, Rannveig Magnúsdóttir, Guðný Pétursdóttir, Ólafía Hjálmarsdóttir, Jenný Stein- dórsdóttir, Jórlaug Guðnadótt- ir, Sigríður Vilhjálmsdóttir og Rósa Eiríksdóttir. Fremsta röð drengja (6) talið f. v.: Rannver Bjarnason, (and- lit hans sést ógreinilega), Jó- hann Þórðarson, Hallgrímur Jónsson, Guðmundur Sigfús- son, Sveinmar Jónsson og Karl Lúðvíksson. Önnur og þriðja röð drengja talið f. v.: Sveinn Sigfússon, Ás- geir Bergsson, Ólafur Kristjáns- son, Jón Kr. ísfeld, Konráð Björnsson, Guðmundur Jónsson, Sigurjón Ingvarsson, f ! Æ, Í *r Æ £ i Árni Snævarr og Ólafur Bjarna- son. Mörg þessara 34 skólasyst- kina eru nú látin og í Neskaup- stað búa aðeins fjögur þeirra enn, en það eru: Sveinhildur Vilhjálmsdóttir, Ragnheiður Sverrisdóttir, Rósa Eiríksdóttir og Sigurjón Ingvarsson. Myndina tók Björn Ingvars- son, bróðir Sigurjóns, og er hún tekin ofan við þáverandi bama- skólahús, sem síðar var gagn- fræðaskóli, þá skrifstofuhús- næði bæjarsjóðs, enn síðar sjó- mannastofa og tómstundaheim- ili og nú er það byggingavöru- geymsla kaupfélagsins. Máni — Söltunarstöð Neskaupstað S 7724 Gleðileg jól FARSÆLT KOMANDI AR Þakka samstarfið á árinu sem er að líða Gylfi Gunnarsson

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.