Austurland


Austurland - 18.12.1985, Blaðsíða 31

Austurland - 18.12.1985, Blaðsíða 31
JÓLIN 1985. 29 Jóhannes S. Kjarval: Dyrfjöll. Akvarel. Fjárhúsin við Selfljót. Dyrfjöll í baksýn. Ljósm. Karl Hjelm. „Þetta er eini staðurinn á þessari eyju okkar, þar sem himinn og fljót ber fyrir augu án þess hægt sé að greina minnstu hreyf- ingu,“ sagði hann. Að þessu sinni fengum við ekki að koma of nærri, en úr fjarlægð sáum við, að himinninn á öllum myndunum var í óransgulum, fölrauðum og blágrænum lit, rétt eins og okkur sýndist af hestbaki. Við vorum þrír strákarnir á bæjunum, Tjarnarlandi, Hreimsstöðum og Hleinargarði. Kjarval hafði orðið var við, að við vorum veikir fyrir sætum kökum. Öðru hverju fékk hann afhent slíkt hnossgæti frá hús- freyjunum á bæjunum. Hann þáði kökurnar og hneigði sig með djúpri andagt og setti þær á hillu inni í húsinu, þar sem einnig voru bækur og litakassar. Oftast fékk hann sandköku, jólaköku eða súkkulaðiköku. Fyrir kom, að hann átti allar þessar tegundir samtímis. ísak á Hreimsstöðum þótti sandkak- an best, en mér jólakakan. Ef Kjarval átti ekki annríkt, bauð hann okkur sneið yfir girð- inguna. Þegar ég kom einn, var hann vís til að segja: „Þú verður að fyrirgefa, vinur, að mér er hreint horfið úr minni, hvort það er sandkakan eða önnur hvor hinna.“ Ég kvaðst síðast hafa fengið jólaköku. „Það minnti mig reyndar, svo að það hlýtur að vera sá dökkhærði, sem vill brúnkökuna. Ég er orð- inn svo gleyminn," bætti hann við. Ef hann átti aðeins sand- köku, spurði hann, hvort ég gæti ekki þegið eina sneið til tilbreyt- ingar. Hann sagði, að þessa daga væri bæði mjög erfitt og tæki langan tíma að mála Selfljót. Það væri svo mikill vöxtur í fljótinu eftir síðustu rigningar, að hann yrði að halda áfram verkinu. Dag einn fengum við áhuga- vert hlutverk. Okkur var bent á, að við mættum gjarnan pissa „þarna“ þ. e. á ákveðnum bletti, ef okkur væri mál. Á meðan teiknaði hann á okkur baksvip- inn. Það voruþó sjaldan manna- myndir í málverkum hans. Þetta sama fór hann fram á við Gunn- laug, einhverju sinni, er hann var stiginn af hestbaki. Hann bað hann meira að segja að standa örlítið lengur í sömu sporum; þakkaði margoft fyrir, gekk að litaspjaldinu, sem lá á kexkassanum, og hélt áfram að mála. Okkur fannst einkenni- legt að standa í þessum stelling- um að ósk málarans, en við höfðum líka nokkurt gaman af. Ennþá undarlegra var það morgun einn, þegar kýr braust gegnum girðinguna sem var um- hverfis húsið. í stað þess að reka hana burt, lyfti Kjarval hattin- um og bauð henni inn fyrir. Auk þess þéraði hann kúna og virti hana fyrir sér af mestu ná- kvæmni, er hún rölti heim að dyrum. Hún nusaði af olíu- maskínunni, litatúpunum og fleiri áhugaverðum hlutum og sneri síðan frá. Hann reif upp stóra grastuggu, rétti að kúnni, stugg- aði henni út fyrir og kvaddi hana síðan með ámaðaróskum. Því næst tók hann snæri upp úr vasa sínum og batt saman girðinguna. Á sunnudagsmorgni nokkru síðar stóð hann og málaði hús sitt að utanverðu, þegar mig bar að. Hann málaði bláan kross á vesturhliðina. Ég þorði ekki að spyrja, hvað þettaværi, ensýnd- ist sem það líktist mest fána. Sjálfur kvaðst hann vera að mála þetta til heiðurs finnska forsetanum, sem kominn væri í opinbera heimsókn til fslands; hann væri góður maður. í mörg ár blasti finnski fáninn við af þjóðveginum. Þegar einhver dó, sem Kjar- val þekkti eða dáði, oft útlend- ingur, þá skrifaði hann nafn hins látna með brúnum eða dimm- bláum lit á dyraþrepið; setti krossmark fyrir framan en dag- setningu á eftir nafninu. Það var sérkennilegt að lesa frönsk nöfn á þessari minningartöflu. Málarinn spurði sjaldan um skóla- eða fjölskyldumál, frem- ur um lömbin eða heyskapinn eða hvort mér fyndist ekki landslagið eða veðrið fagurt. Dag einn spurði hann, hvort ég kannaðist við víkingana. Jú, ég hafði lesið um þá í bókum. Hann spurði þá, hvort ég hefði gert mér ljóst að ég hefði fyrir augum bardaga frá víkingatím- anum; grimmilegan bardaga, þar sem um líf og dauða væri að tefla. Hann benti á stóra urð vestan við bæjarhúsin á Hreims- stöðum. Þaðan sem við stóðum bar símastaur í stórgrýtið. Það var mastrið á víkingaskipinu. Þetta var sjóorrusta. Glöggt mátti bæði heyra og sjá, hversu bardaginn var harður, sagði hann. Annar herinn sótti úr austurátt og reyndi að hrekja andstæðinginn undan sér, í átt að opnu hafi; hreyfingin var til vesturs. Þarna var látlaust barist, hvernig sem viðraði, að degi jafnt sem nóttu, allan ársins hring. Sumurin voru löng og björt, og það var með angurværð sem aftur var haldið heim í skólann á Norðfirði. Nokkrum árum síðar en hér hefur verið frá sagt, hélt Kjarval sýningu í Listamannaskálanum í Reykjavík, þar sem sjá mátti nokkrar af þeim myndum, sem hann málaði þessa sumardaga, ásamt öðrum verkum frá upp- eldisslóðum hans handan Dyr- fjalla. Þar sem þessi málverk héngu í hinum stóra sal, fannst mér sem þau bæru með sér ang- an þessara ára í sveitinni. Teikning Kjarvals afgömlufjárhúsunum á Hreimsstöðum. Ljósm. Karl Hjelm. Teikning eftir Kjarval, erhann gaf heimilisfólkinu á Hreimsstöðum. Á teikningunni stendur m. a. - Hjaltastaðaþinghá. Himins bláu lönd. Hjer hefur máttug norðurljóssins hönd blað grœnu búið sveit- ir. Ljósm. Karl Hjelm. __;... i m 1 i HB m mSm 13 i ffli,, i Klettaborgin sem minnst er á í frásögninni. Símastaurinn er nú horfinn.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.